Morgunblaðið - 15.03.2001, Blaðsíða 68

Morgunblaðið - 15.03.2001, Blaðsíða 68
DAGBÓK 68 FIMMTUDAGUR 15. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ Skipin Reykjavíkurhöfn: Hegranes SK, Akureyr- in EA, Sveabulk og Mánafoss koma í dag. Dettifoss og Helgafell fara í dag. Hafnarfjarðarhöfn: J. Bergvoll, Tönnes, Lag- arfoss og Fuglberg fóru í gær. Hamrasvanur kom í gær. Elina kemur í dag. Fréttir Kattholt. Flóamarkaður í Kattholti, Stangarhyl 2, opinn þriðjud. og fimmtud. kl. 14–17. Félag frímerkjasafnara. Opið hús laugardaga kl. 13.30–17. Mannamót Árskógar 4. Kl. 9–12 baðþjónusta, kl. 9–12 bókband og öskjugerð, kl. 9–16.30 opin handa- vinnustofa, útsaumur og bútasaumur, kl. 9.45 helgistund að morgni, kl. 10.15 leikfimi, kl. 11 boccia, kl. 13 opin smíða- stofa, kl. 9 hár- og fót- snyrtistofur opnar. Bólstaðarhlíð 43. Kl. 8 hárgreiðsla, kl. 8.30 böð- un, kl. 9 leikfimi, kl. 9–12 myndlist, kl. 9–16 handavinna og fótaað- gerð, kl. 14–17 gler- skurður. Eldri borgarar í Mos- fellsbæ, Kjalarnesi og Kjós. Félagsstarfið Hlaðhömrum er á þriðjud. og fimmtud. kl. 13–16.30, spil og föndur. Kóræfingar hjá Vorboð- um, kór eldri borgara í Mos., Hlaðhömrum á fimmtud. kl. 17–19. Uppl. hjá Svanhildi í s. 586 8014 kl. 13–16. Tímapöntun í fót-, hand- og andlitssnyrtingu, hárgreiðslu og fótanudd, s. 566 8060 kl. 8–16. Félagsstarf aldraðra Dalbraut 18–20. Kl. 9 böðun, hárgreiðslu- stofan og handa- vinnustofan opnar, kl. 9.30 danskennsla, gler og postulínsmálun, kl. 13 opin handavinnustofan og klippimyndir, kl. 14.30 söngstund. Félagsstarf aldraðra, Lönguhlíð 3. Kl. 8 böð- un, kl. 9 fótaaðgerð, kl. 10 hársnyrting, kl. 11.10 leikfimi, kl. 13 föndur og handavinna, kl. 15. bingó. Félagsst. Furugerði 1. Kl. 9 aðstoð við böðun, smíðar og útskurður, glerskurðarnámskeið og leirmunagerð, kl. 9.45 verslunarferð í Aust- urver, kl. 13.30 boccia. Messa á morgun, föstu- dag, kl. 14, prestur sr. Ólafur Jóhannsson. Kaffiveitingar eftir messu. Félag eldri borgara í Hafnarfirði, Hraunseli, Reykjavíkurvegi 50. Púttæfingar í Bæj- arútgerð kl. 10–11.30. Aðalfundur verður í dag kl. 14, venjuleg aðal- fundarstörf og kaffiveit- ingar. „Grænlenskir dagar“. Fjörukráin býð- ur félagsmönnum í Félagi eldri borgara í Hafnarfirði á Græn- lenska daga í Fjöru- kránni, sunnudaginn 18. mars kl. 15.30. Græn- landskynning og kaffi- veitingar. Skrásetning í Hraunseli og aðgöngu- miðar afhentir þar. Félagsstarf aldraðra, Garðabæ. Spilað í Kirkjulundi á þriðjudög- um kl. 13.30. Fótaað- gerðir mánudaga og fimmtudaga. Ath. nýtt símanúmer, 565 6775. Félag eldri borgara í Reykjavík, Ásgarði, Glæsibæ. Kaffistofan er opin virka daga frá kl. 10–13. Matur í hádeginu. Brids kl. 13. Leikhóp- urinn Snúður og Snælda sýnir „Gamlar perlur“ sem eru þættir valdir úr fimm gömlum, þekktum verkum. Sýningar eru á miðvikudögum kl. 14 og sunnudögum kl. 17 í Ás- garði, Glæsibæ. Ath. allra síðustu sýningar. Miðapantanir í símum 588-2111, 568-9082 og 551-2203. Baldvin Tryggvason verður til viðtals um fjármál og leiðbeiningar um þau mál á skrifstofu FEB fimmtudaginn 22. mars kl. 11–12. Panta þarf tíma. Dagsferð verður farin í Grindavík–Bláa lónið–Reykjanes 2. apríl. Brottför kl. 10 frá Ás- garði, Glæsibæ. Skrán- ing hafin á skrifstofu FEB. Breyting hefur orðið á viðtalstíma Silf- urlínunnar; opið verður á mánudögum og mið- vikudögum kl. 10–12 f. h. Uppl. á skrifstofu FEB kl. 10–16, s. 588-2111. Félagsstarfið Hæð- argarði 31. Kl. 9–16.30 opin vinnustofa, gler- skurður, kl. 9–17 hár- greiðsla og böðun, kl. 10 leikfimi, kl. 13.30 bóka- bíll, kl. 15.15 dans. Gerðuberg, félagsstarf. Sund og leikfimiæfingar falla niður í dag. Kl. 10.30 helgistund, umsjón Lilja G. Hallgrímsdóttir djákni, frá hádegi spila- salur og vinnustofur op- in, m.a. glermálun, um- sjón Óla Stína. Aðstoð frá skattstofunni verður veitt miðvikud. 21. mars, skráning hafin. Mynd- listarsýning Ólafs Jak- obs Helgasonar stendur yfir. Veitingar í kaffihúsi Gerðubergs. Allar upp- lýsingar um starfsemina á staðnum og í s. 575 7720. Gjábakki, Fannborg 8. Handavinnustofan opin, leiðbeinandi á staðnum kl. 9–15, gler og postulín kl. 9.30, leikfimi kl. 9.05, kl. 9.50 og kl. 10.45, kl. 13 taumálun og klippi- myndir. Gullsmári, Gullsmára 13. Kl. 9.15 postulíns- málun, kl. 10 jóga og ganga, kl. 13 brids, kl. 14 boccia, kl. 13–16 handa- vinnustofan opin, leið- beinandi á staðnum. Hraunbær 105. Kl. 9– 16.30 bútasaumur, perlusaumur og korta- gerð, kl. 9 fótaaðgerð, kl. 9.45 boccia, kl. 14 félags- vist. Hvassaleiti 56–58. Kl. 9 opin handavinnustofa, búta- og brúðusaumur, böðun, fótaaðgerðir og hárgreiðsla, kl. 10 boccia, kl. 13 handa- vinna, kl. 14 félagsvist. Norðurbrún 1. Kl. 9 handavinnustofurnar opnar, útskurður, kl. 10 leirmunanámskeið. Að- stoð við skattframtal verður miðvikudaginn 21. mars. Þeir sem voru búnir að panta tíma halda tímunum; nánari uppl. í s. 568-6960. Vesturgata 7. Kl. 9 fóta- aðgerðir og hárgreiðsla, kl. 9.15–12 aðstoð við böðun, kl. 9.15–15.30 handavinna, kl. 10 boccia, kl. 13–14 leikfimi, kl. 13–16 kóræfing. Vitatorg. Kl. 9 smiðjan og hárgreiðsla, kl. 9.30 glerskurður, fatasaumur og morgunstund, kl. 10 boccia og fótaaðgerðir, kl. 13 handmennt, körfu- gerð og frjálst spil. Gullsmárabrids. Brids- deild FEBK í Gullsmára býður alla eldri borgara velkomna að brids- borðum í félagsheimilinu að Gullsmára 13 á mánu- dögum og fimmtudög- um. Mæting og skráning kl. 12.45. Spil hefst kl. 13. ÍAK. Íþróttafélag aldr- aðra í Kópavogi. Leik- fimi kl. 11 í Digra- neskirkju. Sjálfboðamiðstöð Rauða krossins, Hverfisgötu 105, s. 551 8800. Í dag kl. 14–17: Prjónað og saumað fyrir Rauða krossinn. Verkefni: Hlý- ir skór, treflar og barna- teppi. Allir velkomnir. Kristniboðsfélag kvenna, Háaleitisbraut 58–60. Biblíulestur í dag kl. 17 hefur Benedikt Arnkelsson. Sjálfsbjörg, félag fatl- aðra á höfuðborg- arsvæðinu, Hátúni 12. Í kvöld kl. 19.30 tafl. GA-fundir spilafíkla eru kl. 18.15 á mánudögum í Seltjarnarneskirkju (kjallara), kl. 20.30 á fimmtud. í fræðsludeild SÁÁ, Síðumúla 3–5, og í Kirkju Óháða safnaðar- ins við Háteigsveg á laugard. kl. 10.30. Húnvetningafélagið, félagsvist í Húnabúð, Skeifunni 11, í kvöld kl. 20. Annað kvöld í fjög- urra kvölda einstakl- ingskeppni. Kaffiveit- ingar. Allir velkomnir. Lífeyrisþegadeild SFR. Skemmtifundur deild- arinnar verður laug- ardaginn 17. mars kl. 14 í félagsmiðstöðinni, Grettisgötu 89, 4. hæð. Þátttaka tilkynnist á skrifstofu SFR, s. 562 9644. Í dag er fimmtudagur 15. mars, 74. dagur ársins 2001. Orð dagsins: Þá hugsaði ég: Viska er betri en afl, en viska fátæks manns er fyrirlitin, og orðum hans er eigi gaumur gefinn. (Préd. 9, 16.) K r o s s g á t a LÁRÉTT: 1 mjög veikur, 8 með- vindur, 9 hörkufrosts, 10 aðgæti, 11 munnbiti, 13 rás, 15 nagdýrs, 18 vinn- ingur, 21 tryllt, 22 sori, 23 æviskeiðið, 24 blys. LÓÐRÉTT: 2 viðdvöl, 3 þolna, 4 votir, 5 snúin, 6 ljómi, 7 duft, 12 mánuður, 14 vafi, 15 stæk, 16 syllu, 17 stillt, 18 hvell, 19 borguðu, 20 streymdi. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU: Lárétt: 1 fölur, 4 skörp, 7 ræfil, 8 aular, 9 arð, 11 aurs, 13 egna, 14 ótukt, 15 hnýt, 17 alda, 20 ata, 22 afinn, 23 rúm- ar, 24 nagga, 25 auður. Lóðrétt: 1 förla, 2 lofar, 3 rola, 4 spað, 5 öflug, 6 púrra, 10 raust, 12 sót, 13 eta, 15 hjarn, 16 ýring, 18 lamað, 19 akrar, 20 ansa, 21 arða. 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RIT- STJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 165 kr. eintakið. VÍKVERJI laugardaginn 3. mars sl. segist „frekar ergi- legur yfir ástandi ávaxta- og grænmetisborða stórmark- aða“. Ég tek heilshugar undir þessi orð og lýsi hér með eftir verslun í Reykjavík, sem setur metnað sinn í að selja ferskt grænmeti og ávexti. Ég er orðin verulega þreytt á því að þurfa að velja úr hálfskemmdu grænmeti og ávöxtum. Ég tel ekki eftir mér að fara í fiskbúð, til þess að vera viss um að fá ferskan fisk og til kjötkaupmannsins til að kaupa kjöt, en þessar sérverslanir eru báðar í Skipholtinu, svo að segja hlið við hlið og eru með síð- ustu „kaupmönnunum á horninu“, sem næstum er búið að útrýma og við neyt- endur sitjum uppi með stór- verslanir, sem leggja aðal- áherslu á að auglýsa lægstu verðin. Starfsmenn eru flestir unglingar (með allri virð- ingu fyrir unglingum), þjón- usta er í lágmarki og við verðum að gæta vandlega að því hvort varan er skemmd, eða e.t.v. komin fram yfir síðasta söludag. Svo á að fara að opna fleiri stórverslanir og „Kringlur“! Hvar á að fá starfsfólk í allar þessar verslanir og hverjir eiga að versla í þeim? Erla. Þakklæti Í OKKAR huga er svo mikið þakklæti til svo margra, sem hafa hjálpað okkur. Fyrst læknanna og hjúkr- unarfólks á Fossvogs- sjúkrahúsinu deild 7-6-3. Elskuleg hjálp og umhyggja allan sólarhringinn. Á langri ævi okkar höfum við kynnst mörgum, svo þegar veikindi kollvarpa daglegum störfum, finnum við vinina. Strax og batinn kom, var haldið til Heilsuhælisins í Hveragerði. Þar var dvalið í fimm vikur. Allt var gert til að bæta heilsuna, líkamlega og andlega. Við stöndum í þakkarskuld til æviloka við ykkur öll. Gréta og Sveinn Jakobsson. Þakkir fyrir fallegt ljóð SIGRÍÐUR hafði samband við Velvakanda og vildi þakka fyrir fallegt ljóð, sem birtist í Lesbók Morgun- blaðsins 3. mars sl. og heitir Bón eftir Björgu Elínu Finnsdóttur. Tapað/fundið Blómin mín stór og smá ÁSTA hafði samband við Velvakanda og sagðist hún þurfa að losa sig við 25 stofublóm, bæði lítil og stór, vegna flutninga. Upplýsing- ar í síma 553-8237. Hálsmen í óskilum HJARTALAGA gullháls- men fannst á bílastæðinu við Fjölbrautaskólann í Breiðholti, fimmtudaginn 8. mars sl. Upplýsingar í síma 862-3499. Kúrekahattur tapaðist NÝR svartur kúrekahattur tapaðist aðfaranótt laugar- dagsins 10. mars sl. í leigu- bíl frá miðbæ Reykjavíkur. Fundarlaun. Skilvís finn- andi er vinsamlegast beðinn að hafa samband í síma 698- 0414. Þrjár húfur í óskilum ÞRJÁR húfur fundust á horni Laufásvegar og Bragagötu fyrir stuttu. Ein þeirra er handprjónuð. Upplýsingar í síma 552- 0135. Myndavél fannst við Ingólfsstræti MYNDAVÉL fannst í porti við Ingólfsstræti fyrir um það bil hálfum mánuði. Upp- lýsingar í síma 699-2700. Hlaupahjól í óskilum HLAUPAHJÓL er í óskil- um í vesturbænum í Reykjavík. Hlaupahjólið fannst við KR-völlinn. Upplýsingar í síma 552- 4038 og 868-3394. Dýrahald Fress vantar heimili ÁTTA mánaða fress, mjög loðinn, vantar nýtt heimili. Upplýsingar í síma 565- 8108. Tómas er týndur TÓMAS er rauðbröndóttur u.þ.b. tveggja ára fress, með hvítt á hálsi og niður á bringu og hvítt á loppum. Hann hvarf frá Bugðutanga í Mosfellsbæ, sunnudaginn 11. mars sl. Tómas er eyrna- merktur. Fólk í nágrenninu er beðið að athuga í geymslur og bílskúra. Upp- lýsingar í síma 566-7855 eða 691-9992. Lísa er týnd LÍSA er 6 mán., brún og hvít Springer spaniel-tík, með rauða ómerkta hálsól. Hún hvarf frá Sporða- grunni, þriðjud. 13. mars sl. Upplýsingar í síma 899- 2432, Garðar. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Kaupmaðurinn á horninu og stórverslanir Víkverji skrifar... VÍKVERJI borðaði fyrir stuttu áveitingahúsinu Ruby Tuesday, en fyrir þá sem ekki vita má geta þess að það er í Skipholti í Reykja- vík, en ekki erlendis eins og ætla mætti af nafninu. Þegar Víkverji borgaði fyrir matinn fékk kann kvitt- un, en þar stóð efst á blaði „Takk fyr- ir komuna“. Síðan kom fram á blaðinu að sá sem sat í sæti 2 (eða „seat 2“ eins og stóð á blaðinu) hefði keypt „Cheese Burger“ og borgað fyrir það („total“) 395 kr. Sá sem sat í sæti 3 („seat 3“) fékk sér „Catch of the Day“, sem var fiskréttur með hrísgjónum. Víkverji skilur ekki hvers vegna veitingahúsið hefur tekið þá stefnu að hafa kvittunina að stærstum hluta á ensku. Ekki getur ástæðan verið að hún noti erlent tölvuforrit sem ekki hafi unnist tími til að þýða því að efst á seðlinum stendur eins og áður segir „Takk fyrir komuna“. Víkverja finnst þetta einfaldlega kjánalegt. Þess ber að geta að maturinn á Ruby Tuesday smakkaðist ágætlega og sá sem þjónaði til borðs stóð sig vel. Þess má geta að sá sem þjónaði til borðs („server“ eins og segir á kvittuninni) talaði eingöngu ensku. x x x ÞESSA dagana er fólk að fylla útskattframtalið sitt, en því ber að skila 26. mars ef fólk skilar því skriflega, en þeir sem skila á Netinu hafa frest til 2. apríl. Þetta er þriðja árið sem framteljendum gefst færi á að skila framtalinu á Netinu og hefur Víkverji notfært sér það frá upphafi. Að telja fram á Netinu er að mörgu leyti einfaldara en að telja fram í skriflegu formi. Aðeins þarf að fylla út tölur í rétta reiti en ekki þarf að leggja neitt saman því tölvan sér sjálfvirkt um það. Mun minni líkur eru því á að menn geri mistök, t.d. í samlagningu eða að þeir gleymi að fylla út í reitina. Þessi rafrænu skattskil koma til með að draga verulega úr pappírs- notkun, en þeim sem skila á Netinu gefst nú tækifæri til að hafna því að fá pappírsgögn send heim frá skatt- yfirvöldum að ári. Þeir sem eru áhugasamir um umhverfismál ættu því ótvírætt að skila skattaskýrsl- unni á Netinu. x x x VÍKVERJI heyrði fyrir skömmuí útvarpi viðtal við Jónu Val- gerði Kristjánsdóttur, sveitarstjóra í Reykhólasveit. Fram kom í viðtalinu að aðeins tæki um tvo og hálfan klukkutíma að aka frá Reykjavík í Reykhólasveit. Tilkoma Gilsfjarð- arbrúar, Hvalfjarðarganga og Borg- arfjarðarbrúar hefði stytt þessa vegalengd mjög mikið. Víkverji fór í tengslum við þetta að rifja upp að ekki eru mörg ár síðan það tók rúma tvo klukkutíma að aka á milli Reykjavíkur og Borgarness eða álíka langan tíma og það tekur núna að aka alla leið í Reykhólasveit. Þetta var áður en Borgarfjörðurinn var brúaður og vegurinn upp í Borg- arnes var að stórum hluta malarveg- ur. Á þessu má sjá hversu stórstígar framfarir hafa orðið í samgöngu- málum á tiltölulega skömmum tíma. Þetta vill oft gleymast þegar verið er að fjalla um þau fjölmörgu verkefni sem enn eru óunnin í vegamálum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.