Morgunblaðið - 15.03.2001, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 15.03.2001, Blaðsíða 60
KEPPNI í gömlum dönsum fór fram í Laugardalshöllinni sl. sunnu- dag að viðstöddu fjölmenni. Keppni sem þessi hefur verið haldin til fjölda ára, fyrst á vegum Dansráðs Íslands og svo á vegum mótanefndar Dans- íþróttasambands Íslands. Það er út af fyrir sig virðingarvert að keppni í gömlum dönsum sé hald- in og að dansskólar haldi uppi kennslu í gömlum dönsum. Þetta er hluti af okkar menningu, þótt ekki séu nema um 100 ár síðan þessir dansar bárust til landsins. Í áranna rás hafa dansarnir breyst og eru án efa töluvert langt frá upp- runa sínum, í Mið-Evrópu og Eng- landi. Sumum finnst það hins vegar bara allt í lagi, það séu okkar til- brigði við dansana. Svo eru aðrir sem hafa viljað dansa dansana nær upp- runanum, sem gerir dansana tölu- vert erfiðari, en ansi miklu fallegri og skemmtilegri á að horfa að mínu mati. Persónulega aðhyllist ég seinni skoðunina af því að mér finnst hún faglegri í alla staði og mitt mat er að þetta myndi lyfta gömlu dönsunum á hærri stall en þeir eru á nú. Annað er það sem ég hef einnig verið að velta fyrir mér, það er hvers vegna nánast allir keppnishóparnir dansa sömu dansana. Á keppnis- skránni sá ég hvergi dansa eins og marzúrka, klappefinale og svensk maskeradi svo nokkrir dansar séu nefndir. Hvers vegna ekki að leyfa reyndari dönsurunum að dansa svo- lítið meira krefjandi dansa? Þetta er ég svo sem búinn að segja oft og lengi og mun halda því áfram! Um helgina var einnig keppt í línudönsum, breakdansi, mambó og salsa. Eru slík uppbrot á hefðbundn- um danskeppnum oft á tíðum mjög skemmtileg og lífga töluvert upp á dansflóruna. Dómarar keppninnar voru 5 ís- lenzkir danskennarar þeir Ólafur Geir Jóhannesson, Gerður Harpa Kjartansdóttir, Harpa Pálsdóttir, Emelía Petrea Sigurðardóttir og Birgitta Sveinbjörnsdóttir. Í samtali við Morgunblaðið sagði Emelía Petrea Sigurðardóttir, dans- kennari og dómari í keppninni, að dagurinn hefði verið mjög góður í heildina séð. „Salurinn var til fyrir- myndar og keppendur stóðu sig vel, en ég hefði þó viljað sá fleiri kepp- endur á gólfinu. Ég tók sérstaklega eftir því að krakkarnir dansa gömlu dansana eins og þeim ber að gera, samkvæmt þeim reglum sem nú eru í gildi, ekki einhverjar aukasveiflur og mjaðmahnykkir sem minna kannski svolítið á suður-ameríska dansa. Þetta myndi ég kalla spor í rétta átt og kennarar og keppendur eiga hrós skilið fyrir það. Sem sagt skemmti- legur dagur og vel að öllu staðið.“ Morgunblaðið/Jón Svavarsson Rauðrössur frá Skagaströnd komu, sáu og sigruðu, enda eru þær frá kántrímiðstöð landsins. Þorsteinn Sigurðsson og Nadine Hannes- dóttir í mambódansi í flokki unglingar I K. 3. Ingimar Marinóss./Alexandra Johansen 4. Jón G. Guðmundss./Þórunn Ólafsd. DÍK 5. Andri Kristjánss./Elín R. Elíasd. GT 6. Marinó Sigurðars./Berta Gunnarsd. HV Unglingar II 1. Friðrik Árnas./Sandra J. Bernburg GT 2. Bryndís M. Björnsd./Elín D. Einarsd. GT 3. Björn V. Magnúss./Björk Halldórsd. KV 4. Kristín Ýr Sigurðard./Helga Reynisd. ÝR 5. Sandra S. Guðfinnsd/Silja Þorsteinsd.ÝR 6. Birna R. Björnsd./Sara B. Magnúsd. KV 7. Aníta T. Helgad./Arna S. Ásgeirsd.ÝR Áhugamenn F Ævar Þ. Gíslas/Guðrún H. Hafsteinsd. GT Úrslit í breikkeppni 12 ára og yngri: 1. Egill Rúnar Viðarsson 2. Ævar Sveinsson 3. Friðrik Theódórsson 4. Tara Sif Haraldsdóttir Úrslit í breikkeppni 13 ára og eldri 1. Leifur Eiríksson 2. Grétar Berg Þorláksson 3. Ásgeir Logi Þórsson 4. Alexander Kirchen Úrslit í mambó/salsa keppni börn II 1. Jökull Örlygss./Denise Hannesd. KV 2. Aðalsteinn Kjartanss./Erla Kristjánsd. KV Úrslit í mambó/salsa keppni unglingar I 1. Björn I. Pálss./Ásta B. Magnúsd. KV 2. Stefán Claessen/María Carrasco GT 3. Þorsteinn Sigurðss./Nadine Hannesd. KV Úrslit í mambó/salsa keppni unglingar II 1. Björn V. Magnúss./Björg Halldórsd. KV Aðalsteinn Kjartansson og Erla Björg Kristjánsdóttir dansa mambó í flokki börn II K. 60 FIMMTUDAGUR 15. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ STAPAHRAUN 2 fjárfesting - atvinnutækifæri Vorum að fá í sölu þetta reisulega steinhús við Stapahraun í Hafnar- firði. Um er að ræða hús sem er samþykkt og innréttað sem 14 gisti- herbergi, öll með sérbaðherbergjum. Einnig er í húsinu góð sameign, setustofa, eldhús, þvottahús o.fl. Húsið uppfyllir öll skilyrði til rekst- urs gistiheimilis en möguleiki væri að reka eignina t.d. sem hótel að sumarlagi. Leigutekjur eru í dag ca kr. 490.000 á mánuði. Mögul. að yfirtaka 30 milljónir í langtímalánum. Ásett verð aðeins kr. 43 millj. Allar nánari upplýsingar veitir Stefán Hrafn. 9916 Jóhann Gunnar Arnarsson Gömlu dansarnir eru hluti af menningararfinum Breikdansarar sýndu ýmsar listir og víluðu ekki fyrir sér að standa á annarri hendi. DANS K e p p n i í g ö m l u m d ö n s u m , l í n u d ö n s - u m , b r e i k d a n s i , m a m b ó o g s a l s a Sunnudaginn 11. mars. LAUGARDALSHÖLL Ásgeir Erlendsson og Hanna María Óskarsdóttir dansa Gay Gordon í flokki unglingar K/F. Úrslit: Börn I A 1. Sigurður Björgv./Thelma Sigurðard. DÍK 2. Hörður Harðars./Guðrún Arnalds DÍK 3. Pétur Magnas./Jóna Benediktsd. DÍK 4. Alex F. Gunnarss./Vala B.Birkiss. DÍK 5. Sævar Þ. Sigfúss./Ragna B. Bernburg GT 6. Sigurður M. Atlason/Sara R. Jakobsd. KV Börn I B 1. Aron S. Guðmundss./Íris Hauksd. GT 2. Ragnar I. Péturss/Sara K. Rúnarsd. DÍK 3. Magnús Magnúss./Helga D. Einarsd. DÍK 4. Rúnar Sigurðss./Björk Guðmundsd DÍH 5. Atli Þ. Einarss./Elísabet Halldórsd. GT 6. Hjalti F. Sigtryggss./Hulda Tómasd. GT Börn I B-D 1. Tinna Hauksd./Elísa Hallgrímsd. KV 2. Hugrún Óskarsd./Vaka Helgad. DÍK 3. Andre Björnsd./Alexandra Guðbergsd. DÍH 4. Hómfríður Geirsd./Karen B. Pétursd. KV 5. Heiður Hallgr./Ingibjörg Hallgr. 6. Thelma Einarsd./Þórdís Þorvaldsd. DÍH 7. Heiða V. Sigfúsd./Karitas Ólafsd. KV Börn II 1. Haukur F. Hafsteinss./Hanna R. Ólad. HV 2. Jökull Örlygss./Denise Hannesd. KV 3. Aðalsteinn Kjartanss/Erla Kristjánsd. KV 4. Valdimar Kristjánss./Rakel Guðm. HV 5. Arnar M. Einarss./Helena Jónsd. DÍK 6. Magnús Kjartanss./Helga Rúnarsd. DíK Unglingar I K 1. Þorleifur Einarss./Ásta Bjarnad. GT 2. Björn I. Pálss./Ásta B. Magnúsd. KV 3. Fannar H. Rúnarss./Edda G. Gíslad. HV 4. Stefán Claessen/María Carrasco GT 5. Ásgeir Erlendss./Hanna M. Óskarsd. GT 6. Þorsteinn Sigurðss./Nadine Hannesd. KV 7. Ari F. Ásgeirss./Rósa J. Magnúsd. DÍH Unglingar I A 1. Steinar Ólafss./Ólöf Á. Ólafsd. ÝR 2. Stefán Víglundss./Andrea Sigurðard. ÝR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.