Morgunblaðið - 15.03.2001, Blaðsíða 44
UMRÆÐAN
44 FIMMTUDAGUR 15. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ
B
ylgja klám- og kyn-
lífsiðnaðar hefur
risið æ hærra í
samfélagi okkar að
undanförnu og er
eitt af dapurlegri einkennum
samfélags sem treystir sér ekki
lengur til að draga nein siðferði-
leg mörk um mannlega hegðun
af ótta við að með því sé verið
að skerða frelsi einstaklingsins
til þess að athafna sig að vild.
Pólitískum kenningum um ein-
staklingsfrelsi hefur markvisst
verið beitt til að losa um fjöl-
margar siðferðilegar und-
irstöður samfélagsins með þeim
einstæða ár-
angri að á ör-
fáum árum
hefur
blómstrað
hér
klámiðnaður
sem á sér engan líka í ná-
grannalöndum okkar.
Svo virðist sem hægt hafi ver-
ið að beita með góðum árangri
alls kyns klásúlum í lögum og
reglugerðum þannig að hægt
væri að skilgreina klámbúllur
sem eitthvað allt annað; klám-
fengið skak er kallað „listdans“
og það sem í sjálfu sér er ekkert
annað en vændi heitir á papp-
írunum „einkadans“.
Heilbrigð dómgreind venju-
legs fólks hefur lotið í lægra
haldi fyrir áhrifalitlum lög-
gæsluyfirvöldum og meðvitund-
arlausu skrifræði sem lætur
endalaust snúa sér um fingur.
Þegar hinar opnu og auðtúlk-
anlegu reglugerðir voru settar
datt engum í hug að slíkt ætti
nokkurn tíma eftir að sjást á Ís-
landi. Nú þegar það hefur gerst
hefur enginn döngun í sér til að
setja hnefann í borðið og segja
NEI, af ótta við að teljast úr
takt við nýja tíma eða það sem
er allra verst af öllu, vera and-
vígur frelsi einstaklingsins.
Daglega eru birtar auglýs-
ingar sem auglýsa kynlífsþjón-
ustu sem er svo opinskátt orðuð
að hvert mannsbarn fer ekki í
grafgötur um innihaldið. Rit-
skoðun auglýsinga á ekki upp á
pallborðið þegar virða skal ein-
staklingsfrelsið jafnvel þótt það
stangist fullkomlega á við heil-
brigða skynsemi og almenn vel-
sæmissjónarmið.
Það er lukka okkar sem á Ís-
landi búum hversu gagnsætt
samfélag okkar er. Hér þrífast
engir undirheimar svo heitið
geti, allt er sjáanlegt ofan frá og
niður í botn og jafnvel sori
mannlegs samfélags sem annars
staðar þrífst í leynum er hér
strax kominn upp á yfirborðið
og orðinn að aðalatriði dæg-
urumræðunnar. Og þegar hreyft
er mótmælum flokkast það
strax undir aðför að frelsi ein-
staklingsins til persónulegrar
tjáningar og athafna.
Fyrir tuttugu árum var hægt
að gera ráð fyrir að börn innan
við 10–12 ára aldur væru sæmi-
lega vernduð fyrir klámi og kyn-
lífsprangi hvers konar. Siðferði-
legur þröskuldur í fjölmiðlum
var nægilega hár til að treysta
mætti því að börn næðu ekki yf-
ir hann. Orðalag og myndbirt-
ingar tóku mið af þessu. Nú er
öldin önnur enda eru börn ein-
staklingar og hafa væntanlega
sama frelsi og aðrir til að kynn-
ast þessu um leið og þau læra
að lesa og tileinka sér myndmál.
Sjónvarpsefni tekur mið af
þessu með því að þættir með
ýmiss konar kynlífsatriðum – að
ógleymdu blessuðu ofbeldinu –
eru settir á dagskrá þegar enn
má gera ráð fyrir að börn séu
að horfa á. Eðlileg krafa for-
eldra um að sett séu skil í dag-
skrá við ákveðinn tímapunkt að
kvöldinu (t.d. kl. 21) hefur ekki
náð fram að ganga enda er með
því vegið að frelsi einstaklings-
ins til að velja og hafna. Þannig
hefur þátturinn Sérstæð saka-
mál verið settur á barnvænan
dagskrártíma á sunnudags-
kvöldum kl. 20 til að tryggja að
börnin verði sér meðvituð um
hinn glæpsamlega þátt sam-
félagsins og geri sér vel ljóst að
enginn er óhultur hversu vel
sem hann breiðir ofan á sig
sængina og fer oft með bæn-
irnar sínar. Það er svo bara for-
eldranna að gæta þess að börnin
horfi ekki á þetta efni enda ekki
fjölmiðilsins að standa í barna-
uppeldi. Ábyrgðarleysi fjölmiðla
gagnvart börnum er auðvitað
gatslitin tugga og varla að taki
því að japla á henni enn einu
sinni. Þó mætti kannski benda á
að nýleg bandarísk könnun
(Kunkel o.fl. 1999) leiddi í ljós
að í tveimur af hverjum þremur
sjónvarpsþáttum sem sendir eru
út á besta tíma er ýmist talað
um kynlíf eða það sýnt með ein-
hverjum hætti. Þar er nánast
undantekningarlaust um ógifta
fullorðna einstaklinga að ræða
og sjaldan ef nokkurn tíma er
minnst á möguleika á þungun,
getnaðarvarnir eða kyn-
sjúkdóma. Þegar tónlistar-
myndbönd voru skoðuð eru
tengslin milli kynlífs og ofbeldis
mjög greinileg og kynhlutverkin
eru enn skýrar mótuð en í hefð-
bundnu sjónvarpsefni. Þar eru
konur sannar konur og karlar
sannir karlar.
Samhliða aukinni upplýsingu
um hvaðeina er snertir frelsi
einstaklingsins og réttindi hans
eykst sífellt virðingarleysið fyrir
líkamlegum rétti hans og hug-
myndir um kynhlutverk verða æ
hefðbundnari. Ein ástæðan er
vafalaust sú að í hinni tilbúnu
veröld sjónvarps og kvikmynda
sem tekur sífellt yfir stærri
hluta af rauntíma fólks er stöð-
ugt hamrað á kvenlíkamanum
sem söluvöru og kynlífi sem
skiptimynt í samskiptum fólks.
Flestir sem komnir eru á full-
orðinsár gera að sjálfsögðu eðli-
legan greinarmun á raunveru-
leika og tilbúningi í þessu efni
en hinir smáu, börnin, læra það
sem fyrir þeim er haft og haga
sér samkvæmt því. Er ekki
kominn tími til að beita heil-
brigðri dómgreind og snúa þess-
ari þróun við?
Frelsi til
að klæmast
„Það er lukka okkar sem á Íslandi bú-
um hversu gagnsætt samfélag okkar er.
Hér þrífast engir undirheimar svo heit-
ið geti, allt er sjáanlegt ofan frá og nið-
ur í botn og jafnvel sori mannlegs sam-
félags sem annars staðar þrífst í leynum
er hér strax kominn upp á yfirborðið.“
VIÐHORF
Eftir Hávar
Sigurjónsson
havar@mbl.is
Í DAG, 15. mars, er
alþjóðadagur neyt-
endaréttar. Furðu lítil
umræða hefur átt sér
stað hér á landi um
stöðu neytenda á þeim
miklu umbrotatímum í
íslensku þjóðfélagi sem
nú eiga sér stað. Þjóð-
félagsuppbygging
verður sífellt flóknari
og valið sem neytendur
standa frammi fyrir á
öllum sviðum verður
stöðugt fjölbreyttara.
Brátt verður raforku-
sala gefin frjáls, fjar-
skiptafyrirtæki kepp-
ast um hylli neytenda
og banka- og tryggingastarfsemi
verður stöðugt umfangsmeiri. Aukin
milliríkjaviðskipti færa neytendum
meira vöruúrval og lægra verð, en á
sama tíma verður ríkari þörf til að-
gæslu í neytendamálum. Sú spurn-
ing hlýtur að vakna hver eigi að
standa vörð um hagsmuni neytenda
á nýrri öld?
Í öllum öðrum löndum Evrópska
efnahagssvæðisins starfa opinberar
neytendaverndarstofnanir sem
vinna að hagsmunamálum á sviði op-
inberrar neytendaverndar. Þær
fjalla að verulegu leyti um málefni
sem tengjast EES-samningnum, en
með undirritun hans hafa stjórnvöld
tekið á sig margs konar skuldbind-
ingar sem lúta að verndun heilsu, ör-
yggis og umhverfis neytenda. Hlut-
verk þessara stofnana er að
framfylgja lögum og stjórnvaldsfyr-
irmælum á sviði neytendaréttar,
vera stjórnvöldum til ráðgjafar við
stefnumótun á sviði neytendamála
og miðla upplýsingum til neytenda
um réttindi þeirra og skyldur ef því
er að skipta. Það hlýtur að koma
mjög til skoðunar að koma á fót slíkri
stofnun hér á landi til hagsbóta fyrir
neytendur.
Ekki er hægt að ætlast til þess að
Neytendasamtökin beri ein ábyrgð á
hagsmunamálum neytenda enda er
hér um flóknari mál að ræða en svo
að hægt sé að leggja alla ábyrgð á
frjáls félagasamtök. Starfsemi sam-
takanna er að mestum hluta kostuð
af félagsgjöldum þeirra sem eru þar
skráðir og leggja þau því eðli máls
samkvæmt mesta áherslu á þjónustu
við þá. Hlutverk Neytendasamtak-
anna er engu að síður afar mikil-
vægt, ekki síst á sviði kvörtunar-
þjónustu og þess að veita stjórn-
völdum aðhald um framkvæmd
skuldbindinga samkvæmt alþjóða-
samningum sem varða réttindi neyt-
enda.
Innan Evrópusambandsins (ESB)
er sú stefna uppi að leitast við að
virkja neytendur til að
vera meðvitaðir um
rétt sinn, þannig muni
lífsgæði og velferð
þegnanna aukast. Í til-
efni alþjóðadags neyt-
endaréttar í dag, 15.
mars, verður formlega
opnuð á vegum fram-
kvæmdastjórnar ESB
upplýsingamiðstöð
neytenda í Stokkhólmi.
Stjórnvöld í Bret-
landi leggja mikla
áherslu á neytendamál
og hafa gengið svo
langt að fullyrða að for-
senda fyrir samkeppn-
ishæfni bresks iðnaðar
sé að neytendur geri ýtrustu kröfur
um öryggi vöru og þjónustu. Í því
skyni hefur mikil vinna verið lögð í
að koma upplýsingum til neytenda á
netið og hvert þeir geti leitað til að fá
lausn mála sinna. Til að ná til þess
hluta almennings í Bretlandi sem
ekki hefur aðgang að vefnum var far-
in sú leið að koma upp nettengdum
tölvum á almenningsbókasöfnum og
á öðrum opinberum stöðum.
Æskilegt er að sama leið verði far-
in hér á landi og að komið verði upp
virkri upplýsingamiðstöð fyrir neyt-
endur á netinu. Slíkar upplýsingar
hefðu e.t.v. getað sparað manninum
óþarfa fyrirhöfn sem keypti hættu-
legt kerti í verslun hér fyrir s.l. jól og
hafði valdið brunatjóni. Sem ábyrgur
borgari ákvað hann að láta vita af
þessu öðrum til varnaðar. Að lokum
kom hann tilkynningunni til Lög-
gildingarstofu, sem ber ábyrgð á eft-
irlit með öryggi almennrar vöru. En
áður en hann komst að því hafði
hann hringt í Eldvarnareftirlitið,
Vinnueftirlit ríkisins og Brunamála-
stofnun.
Í síðastliðnum mánuði var lögð
fram á Alþingi þingsályktunartillaga
um stofnun embættis umboðsmanns
neytenda. Fyrsti flutningsmaður til-
lögunnar var Drífa Sigfúsdóttir,
varaþingmaður Framsóknarflokks-
ins. Hér er um afar brýnt hagsmuna-
mál fyrir neytendur að ræða, en á
öllum hinum Norðurlöndunum
starfa umboðsmenn neytenda á vett-
vangi neytendaverndarstofnana og
sinna mikilvægu hlutverki við að að-
stoða neytendur við að leita réttar
síns. Reynslan af þessu fyrirkomu-
lagi hefur skilað miklum og góðum
árangri hjá nágrannaþjóðum okkar.
Fyrir stjórnvöld er mjög jákvætt
að hafa opinberan aðila til ráðgjafar
um neytendamálefni, ekki síst þar
sem virk neytendavernd eykur sam-
keppnishæfni íslensks iðanaðar.
Þjóðhagslegur ávinningur af slíkri
tilhögun hlýtur að vega upp á móti
þeim kostnaði sem fylgir slíkri starf-
semi og vera öllum til hagsbóta, bæði
neytendum og atvinnulífinu þegar til
lengri tíma er litið.
Hér á landi hefur mikið og gott
starf verið unnið í málefnum neyt-
enda á lagasviðinu, en málaflokkur-
inn heyrir undir viðskiptaráðherra.
Næstu skref hljóta að felast í að ein-
falda – að samræma – og að upplýsa.
Fyrirgreiðsla við neytendur verður
einfaldari og „notendavænni“ ef þeir
geta leitað til eins aðila. Samræma
þarf stefnu á þessu sviði meðal hinna
opinberra aðila sem að þessum mál-
um koma. Loks þarf að upplýsa um
þessi mál bæði innan stjórnkerfisins
og meðal almennings. Til þess að ná
þessum markmiðum hlýtur þrennt
að koma til álita, opinber neytenda-
verndarstofnun, umboðsmaður neyt-
enda og vandað upplýsingaefni á
netinu.
Þeim sem vilja kynna sér athygl-
isverð vefsetur með upplýsingum um
neytendamál er bent á dönsku neyt-
endaverndarstofnunina, Forbrug-
erstyrelsen, www.fs.dk, sænsku
neytendaverndarstofnunina,
Konsumentverket, www.konsum-
entverket.se og norska vöruöryggis-
og rafmagnseftirlitið, Produkt og
Elektrisitetstilsynet, www.prodel.-
no. Í Bandaríkjunum fjallar banda-
ríska vöruöryggisstofnunin um allt
sem lýtur að öryggi vöru, www.-
cpsc.gov. Einna eftirtektarverðasta
vefsetrið er þó hjá breska iðnaðar-
og viðskiptaráðuneytinu, www.-
dti.gov.uk (consumers), en þar er að
finna svo til tæmandi talningu á öll-
um þeim leiðum sem neytendum
standa til boða til að leita réttar síns
ásamt ítarlegum upplýsingum um
neytendamál. Loks ber að nefna vef-
setur Evrópusambandsins, www.-
europa.eu.int (consumers), en þar er
mikinn fróðleik að finna um það sem
er að gerast í Evrópu á sviði neyt-
endamála.
Ný viðhorf í
neytendamálum
Birna
Hreiðarsdóttir
Neytendaréttur
Í síðastliðnum mánuði
var lögð fram á Alþingi,
segir Birna Hreið-
arsdóttir, þingsálykt-
unartillaga um stofnun
embættis umboðs-
manns neytenda.
Höfundur er deildarstjóri markaðs-
gæsludeildar Löggildingarstofu.
Atkvæðagreiðslan
um framtíð Vatnsmýr-
arinnar markar tíma-
mót í margvíslegum
skilningi. Í fyrsta sinn
í íslenskri stjórnmála-
sögu afsala stjórnvald
og stjórnmálamenn
stefnumótun í dóm
kjósenda í jafn mikil-
vægu máli og hér um
ræðir. Hér er ekki um
einhvers konar við-
horfskönnun að ræða,
heldur afgerandi at-
kvæðagreiðslu í sam-
ræmi við samþykktir
borgarstjórnar þar
um.
Atkvæðagreiðslunni er ætlað að
leiða til lykta eitt lífseigasta deilu-
mál íslenskrar skipulagssögu – stað-
setningu flugvallar í miðborg
Reykjavíkur.
Niðurstaða atkvæðagreiðslunnar
hefur afgerandi áhrif á þróun
Reykjavíkur og gæti að mínu mati
ráðið úrslitum um
samkeppnishæfni höf-
uðborgarinnar og
landsins alls, um fólk,
fyrirtæki og það fjöl-
breytta mannlíf sem
hér þarf að dafna. Ég
er þeirrar skoðunar að
með því að greiða því
atkvæði að flugvöllur-
inn fari burt úr Vatns-
mýrinni opnist stór-
kostlegir möguleikar
fyrir höfuðborgar-
svæðið. Það er vel við
hæfi að í slíkri grund-
vallarákvörðun um
framtíð borgarinnar sé
brotið blað í lýðræð-
isþróun landsins og kallað eftir
beinni ákvörðun Reykvíkinga. Sú
mikla og frjóa umræða sem fram
hefur farið og sá mikli áhugi sem
borgarbúar hafa sýnt benda einnig
eindregið til þess að Reykvíkingar
fagni þessu mikilvæga skrefi í lýð-
ræðisátt. Endanleg þátttaka mun þó
ráða úrslitum um mikilvægi at-
kvæðagreiðslunnar og með því að
fjölmenna á kjörstað munu borg-
arbúar taka þátt í að móta söguna
með afgerandi hætti. Það er lýðræð-
islegur réttur sem allir sem geta
ættu að notfæra sér. Mætum því öll
á kjörstað og greiðum framtíðinni
atkvæði.
Greiðum framtíðinni atkvæði
Hrannar Björn
Arnarsson
Flugvöllur
Með því að fjölmenna á
kjörstað, segir Hrannar
Björn Arnarsson, munu
borgarbúar taka þátt í
að móta söguna með
afgerandi hætti.
Höfundur er borgarfulltrúi
Reykjavíkurlistans.