Morgunblaðið - 15.03.2001, Blaðsíða 72

Morgunblaðið - 15.03.2001, Blaðsíða 72
FÓLK Í FRÉTTUM 72 FIMMTUDAGUR 15. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ Ruth Reginalds Tónleikar með Vesturgötu 2, sími 551 8900  ÁLAFOSS FÖT BEZT: Félagarnir Jói og Kjartan halda uppi fjörinu til kl. 3 laugardagskvöld.  ÁSGARÐUR, Glæsibæ: Almennur dansleikur með Önnu Vilhjálms og hljómsveit föstudagskvöld. Með Önnu eru þeir Hilmar Sverrisson og Pétur Hjálmarsson. Dansleikur með Caprí- tríói sunnudagskvöld kl. 20 til 23.30.  BÚÐARKLETTUR, Borgarnesi: Blúsbandið KGB leikur frá kl. 23. Að- gangseyrir 500 kr. föstudagskvöld. Hljómsveitin Þotuliðið sér um fjörið laugardagskvöld. Aðgangseyrir 500 kr. Aldurstakmark 20 ár.  CAFÉ AMSTERDAM: Stuðbandið Four Some leikur föstudags- og laug- ardagskvöld. Hljómsveitin hefur get- ið sér gott orð fyrir líflega sviðsfram- komu og mikla spilagleði.  CATALINA, Hamraborg: Hinir eldhressu Bara 2 leika föstudags- og laugardagskvöld.  DILLON BAR, Laugavegi 28: DJ Sveimhugi og DJ Peter Levon með bræðing á efri hæð fimmtudagskvöld. Blústríóið Bundið slitlag leikur ís- lenskan vegavinnublús á neðri hæð- inni föstudagskvöld. „Skeitara“rokk á efri hæðinni laugardagskvöld. DJ Chaos og dr. Itfello sjá um tónlistina.  EGILSBÚÐ, Neskaupstað: Síðbúin Góugleði helgina 15. til 18. mars. Fimmtudagur. Stór á 300. Frítt öl eða gos með öllum máltíðum sem kosta yfir 1.200 kr á mann. Sigrún Huld og Hulduherinn á barnum kl. 23–3 föstu- dagskvöld. Ókeypis inn fyrir mið- nætti. 500 kr. eftir það. Lallakvöld kl. 20.30 laugardagskvöld. Lalli í topp- formi og Karlakór Fjarðabyggðar kemur fram í fyrsta sinn. Allur ágóði rennur til menningarmála.  FJÖRUKRÁIN: Grænlenskir dag- ar. Víkingasveitin skemmtir matar- gestum. Besta hljómsveit Grænlands, Qarsoq, leikur fyrir dansi föstudags-, laugardags- og sunnudagskvöld. Ýmsir aðrir grænlenskir listamenn koma við sögu næstu vikurnar. Fjaran: Grímudansararnir Vivi Niel- sen og Bolethe Bernhardsen og trommudansarinn Anda Kuitsi leika fyrir matargesti.  GRANDHÓTEL REYKJAVÍK: Tónlistarmaðurinn Gunnar Páll leik- ur og syngur öll fimmtudags-, föstu- dags- og laugardagskvöld. Gunnar leikur hugljúfa og rómantíska tónlist. Allir velkomnir.  GULLÖLDIN: Stuðboltarnir Sven- sen og Hallfunkel sjá um stuðið til kl. 3 föstudagskvöld.  HAFURBJÖRNINN, Grindavík: Hljómsveitin Sixties leikur föstu- dagskvöld.  HÓTEL BORG: Strákarnir á Borg- inni syngja fyrir matargesti laugar- dagskvöld. Nú fer hver að verða síð- astur að sjá þessa frábæru skemmtun því það eru örfáar sýningar eftir. Miðaverð 1.500 kr. og aðeins er selt inn fyrir matargesti. Sýningin hefst kl. 22 en húsið opnað kl. 19 fyrir mat- argesti.  HÚS MÁLARANS: Skífuþeytirinn Steinar verður allt í öllu á efri hæð- inni á föstudagskvöld. Gísli og Jói koma eins og kallaðir þegar fólk kall- ar á tjútt og fjör á laugardagskvöld.  INGHÓLL, Selfossi: Á móti sól sér um stuðið laugardagskvöld.  JÓI RISI, Breiðholti: Dúettinn Blátt áfram leikur föstudags- og laug- ardagskvöld.  KAFFI REYKJAVÍK: Ruth Reg- inalds syngur fimmtudagskvöld. Hljómsveitin Sniglabandið leikur föstudags- og laugardagskvöld. Hljómsveitin er blanda úr Stuðmönn- um, Sniglabandinu gamla og Borgar- dætrum.  KRINGLUKRÁIN: Hljómsveitin Hafrót leikur fyrir dansi föstudags- og laugardagskvöld. Stjörnukvöld með Pálma Gunnarssyni laugardags- kvöld. Húsið opnað kl. 19 fyrir mat- argesti. Þeir sem ætla að sjá sýn- inguna mæta kl. 21.  KRISTJÁN X., Hellu: Hljómsveitin Fálkar leikur gleðipopp og gullaldar- rokk föstudagskvöld.  LEIKHÚSKJALLARINN: Vestur- lands-ball föstudagskvöld. Fram kemur hljómsveitin Land og synir, Vinir vors og blóma ætla að koma saman aðeins í þetta eina sinn og Ólafur Páll Gunnarsson þeytir skíf- um.  LIONSSALURINN, Kópavogi, Auðbrekku 25: Áhugahópur um línu- dans verður með dansæfingu frá kl. 20.30–23.30 fimmtudagskvöld. Elsa sér um tónlistina. Allir velkomnir.  LUNDINN, Vestmannaeyjum: Diskórokktekið og plötusnúðurinn Skugga-Baldur í fyrsta sinn í Eyjum föstudags- og laugardagskvöld. Reykur, ljósadýrð og skemmtilegasta tónlist síðustu 50 ára. Miðaverð 500 kr.  N1-BAR, Reykjanesbæ: Hljóm- sveitin Spútnik sér um fjörið á laug- ardagskvöld.  NAUSTIÐ: Liz Gammon leikur fyr- ir matargesti kl. 22 til 3. Naustið er opið alla daga frá kl. 18. Stór og góður sérréttaseðill. Reykjavíkurstofa – bar og koníaks- stofa: Söngkonan og píanóleikarinn Liz Gammon frá Englandi leikur. Op- ið frá kl. 18.  NELLY’S CAFÉ: DJ Le Chef og DJ Finger verða í búrinu föstudags oglaugardagskvöld. DJ Finger er ný- kominn frá Bandaríkjunum með nýtt efni og verður spilað fram eftir nóttu.  ODD-VITINN, Akureyri: Stjörnu- dansleikur með hljómsveitinni BSG laugardagskvöld. Hljómsveitina skipa þau Björgvin Halldórsson, Sig- ríður Beinteins, Grétar Örvars, Krist- ján Grétars og Kristinn Svavarsson.  ORMURINN, Egilsstöðum: Stuð- mannakvöld föstudagskvöld. Sýnd verður myndin Með allt á hreinu á breiðtjaldi og Stuðmannatónlist verð- ur leikin alla nóttina.  PAKKHÚSIÐ, Selfossi: Stefán Hilmarsson og Eyjólfur Kristjánsson halda tónleika á föstudagskvöld. Dag- skráin er nokkurn veginn tvískipt. Í fyrri hlutanum skipa lög Pauls Sim- ons nokkuð veglegan sess en í þeim seinni ber mest á innlendum lögum. Tónleikarnir hefjast kl. 23.  PLAYERS-SPORT BAR, Kópa- vogi: Hljómsveitin Papar leikur föstudags- og laugardagskvöld.  RÁIN, Keflavík: Hljómsveit Geir- mundar Valtýssonar leikur frá kl. 23 föstudagskvöld. Ótrúleg stemmning.  SJALLINN, Akureyri: Hljómsveit- in Skítamórall leikur aðeins í þetta eina sinn laugardagskvöld.  SJALLINN, Ísafirði: Hljómsveitin Sóldögg í þrumustuði föstudags- og laugardagskvöld.  SKUGGABARINN: Djúpa laugin með beina útsendingu úr Gyllta saln- um föstudagskvöld. Húsið opnað kl. 22. Plötusnúður kvöldsins er DJ Nökkvi sem er nýkominn frá London með helling af heitri og glænýrri tón- list. Aðgangseyrir 500 kr. eftir kl. 24. 22 ára aldurstakmark. Laugardags- kvöld eru ætluð kvenfólki og það eru strákarnir á barnum sem sjá um að kampavínið flæði á laugardagskvöld. Plötusnúður kvöldsins er Nökkvi. 500 kr. inn eftir kl. 24 og 22 ára aldurs- takmark.  SPOTLIGHT: DJ Cesar verður í búrinu í miklu stuði föstudagskvöld. Frír drykkur á barnum til kl. 2 fyrir þá sem borga sig inn. DJ Ívar Amor verður pottþétt í gírnum á laugar- dagskvöld.  VEITINGAHÚSIÐ 22: Jón sér um stuðið og verður með bland í poka á föstudagskvöld. Zúri gæinn með súr- ustu tónlistina í bænum, 80’s og Indy á laugardagskvöld.  VIÐ POLLINN, Akureyri: Hljóm- sveit Rúnars Júlíussonar skemmtir föstudags- og laugardagskvöld. Frá A til Ö Hljómsveit Geirmundar Valtýs- sonar leikur á Ránni í Keflavík föstudagskvöld. Anna Vilhjálms og hljómsveit hennar leika í Glæsibæ föstu- dagskvöld. ÞESSI sýning er nokkurs konar endir á áfanga sem hópurinn var í hjá Hlyni Hallssyni myndlistar- manni þar sem viðfangsefnið var skúlptúr og hversu langt væri hægt að teygja það hugtak. Fljótlega fór hópurinn á stúfana til að ákveða hvar lokasýningin ætti að vera en fljót- lega var ákveðið að hún yrði ekki innan veggja skólans. Það komu margar hugmyndir upp og ýmsir staðir voru nefndir en IKEA varð fyrir valinu því allir voru mjög spennir fyrir því að gera verk fyrir þær aðstæður sem verslunin býður upp á. Listin á heima alls staðar Það eru þau Asami Kaburagi, Daníel Karl Björnsson, Geirþrúður Finnbogadóttir Hjörvar, Julia Stein- mann, Hrund Jóhannesdóttir, Hug- inn Þór Arason, Rósa Halldórsdótt- ir, Tinna Guðmundsdóttir, Þórarinn Hugleikur Dagsson, Þórunn Inga Gísladóttir og Þuríður Elfa Jóns- dóttir sem eiga verk á sýningunni. Þessi óvenjulega staðsetning á myndlistarsýningu gefur listamönn- unum tækifæri til að takast á við tilbúið heimilislegt umhverfi versl- unarinnar. Einnig fá þau tækifæri til að setja myndlist sýna í nýtt sam- hengi ásamt því að mikill fjöldi manns kemur í verslunina á hverjum degi til að kaupa og sér þá sýningu í leiðinni. „Við fengum mjög víðan ramma til að vinna eftir og nánast frjálsar hendur til að gera það sem við viljum, það voru líka allir yfir- menn jákvæðir og allt starfsfólk mjög samvinnuþýtt og fannst þetta spennandi og áhugavert,“ segir Daníel Karl einn af nemendunum, um viðbrögðin við þeirri bón að sýna við þessar aðstæður. Á sýningunni er ótrúleg breidd af verkum, bæði hjóðverk og myndbandsverk, gjörn- ingar og innsetningar, skúlptúrar og ljósmyndir sem og nytjahlutir og textaverk. Mörg verkanna á sýning- unni koma fólki óvænt fyrir sjónir á meðan önnur falla alveg inn í um- hverfið og vekja kannski upp spurn- ingar eða óvæntar hugmyndir hjá sýningargestum. Endalausar spurningar en engin svör Nemendurnir á sýningunni eru frá öllum deildum skólans og því eru verkin mjög ólík. Daníel og Geir- þrúður vinna með hillur inni í versl- uninni og einnig verslunina sjálfa. „Við tókum mynd ofan úr hvelfing- unni og niður og þá koma ákveðnar eininga í ljós nokkurs, konar hillur, þá er eins og IKEA sé ein stór hilla og svo erum við líka að vinna með hillur inni í búðinni og að raða inn í þær eftir okkar fagurfræðilega sjón- armiði,“ segja þau um verkin sín í versluninni. Malli er nýja línan sem Þuríður, nemi úr keramikdeild Listháskólans, sýnir í versluninni það eru skálar sem hún vinnur eftir líkamsformum konu sem er komin 9 mánuði á leið. Hún setur þær á borðstofuborð þar sem að þær eru líkt og hlutir til sölu, nokkurs konar líkamspartar til kaups. Huginn Þór býður fólki að ganga upp stiga á tveimur stöðum í versluninni en stigarnir ná upp yfir falska loftið inni í versluninni og þá kemur í ljós nýr risastór heimur þar sem fólk getur reynt að nálgast á þessum annars ópersónulega stað. Þetta eru nokkur af mörgum verk- um á sýningunni en sem dæmi má nefna að skilaboð hafa einnig verið skrifuð til fólks á gólfið og svo er óvenjulegt myndefni í nokkrum sjónvarpstækjum í stofuhúsgagna- deildinni. Einnig kemur Pokémon- inn Pikachu fyrir í barnadeildinni ásamt Kattakonunni úr Leðurblöku- manninum ásamt fjölmörgu öðru. Sýningin er opin á verslunartíma IKEA frá 10 til 18.30 og er síðasti sýningardagur í dag, fimmtudag. Morgunblaðið/Jim Smart Nokkrir úr hópnum ásamt kennaranum Hlyni Hallssyni. Morgunblaðið/Jim Smart Eitt verkið á sýningunni er Hrund Jóhannesdóttir en hún verður sof- andi eða að horfa á sjónvarpið meðan á sýningu stendur. Búðar- taka listnema Síðastliðinn þriðjudag opnuðu ellefu nemar við Listaháskóla Íslands sýningu í verslun IKEA við Holtagarða. Með þessari sýningu eru þeir að gera heiðarlega til- raun til að koma listinni út til fólksins. Nemendur í Listaháskóla Íslands sýna í IKEA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.