Morgunblaðið - 15.03.2001, Blaðsíða 45
UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. MARS 2001 45
AÐALFUNDUR
Aðalfundur Lögmannafélags Íslands 2001 verður haldinn
föstudaginn 16. mars nk., kl. 14:00 í Setrinu á Grand Hótel.
D A G S K R Á:
1. Aðalfundarstörf samkvæmt 8. gr. samþykkta
fyrir Lögmannafélag Íslands.
2. Kynning á nýrri heimasíðu LMFÍ.
3. Önnur mál.
Að loknum aðalfundi LMFÍ verður haldinn aðalfundur
félagsdeildar LMFÍ.
D A G S K R Á:
1. Aðalfundarstörf samkvæmt 6. gr. reglna um
félagsdeild LMFÍ.
2. Önnur mál.
Stjórn Lögmannafélags Íslands.
SKIPULAGSMÁL
borgarinnar eru ekki
að öllu leyti einkamál
Reykvíkinga, því höf-
uðborgin hefur marg-
víslegum skyldum að
gegna. Það veldur því
vonbrigðum, að í stað
þess að vinna á eðlileg-
an hátt að skipulags-
málum hafa borgaryf-
irvöld ákveðið að gera
flugvallarmálið að póli-
tísku bitbeini. Afleið-
ingarnar geta hugsan-
lega valdið enn frekari
byggðaröskun en orðin
er.
Deila má um at-
kvæðagreiðsluna, en í aðdraganda
hennar hefur þó berlega komið í
ljós, hversu Reykjavíkurflugvöllur
er mikilvægur fyrir þjóðina, Reyk-
víkinga, sem aðra. Reykjavíkurflug-
völlur er vettvangur fjölmargra fyr-
irtækja og þúsundir manna hafa
beint eða óbeint at-
vinnu sína vegna hans.
Borgin er einnig
miðstöð íslensks þjóð-
félags, miðstöð sam-
gangna og vöruflutn-
inga um allt land og því
skiptir flugvöllurinn
miklu máli fyrir fjöl-
marga aðra Íslendinga
en Reykvíkinga.
Reykvíkingar eru
ekkert annað en Ís-
lendingar sem kjósa að
búa í Reykjavík, rétt
eins og aðrir eru
kenndir við sína staði
svo sem bæi, hverfi,
dali, firði, sýslur eða
landshluta. Flóran er margbreyti-
leg, til eru Akureyringar, Breiðhylt-
ingar, Aðaldælingar, Ísfirðingar,
Þingeyingar, Austfirðingar og svo
framvegis.
Hér með er skorað á þá, sem búa
annars staðar en í Reykjavík, að
hvetja ættingja, vini og kunningja í
höfuðborginni til að taka þátt í at-
kvæðagreiðslunni og kjósa með flug-
vellinum. Nóg er af ýmiskonar óár-
an af náttúrunnar völdum, svo ekki
bætist við náttúruhamfarir af
mannavöldum sem valdið geta enn
frekari byggðaröskun á Íslandi.
Kjósum Reykjavík-
urflugvöll
Sigurður
Sigurðarson
Flugvöllur
Hér með er skorað á þá,
sem búa annars staðar
en í Reykjavík, segir
Sigurður Sigurðarson,
að hvetja ættingja, vini
og kunningja í höf-
uðborginni til að taka
þátt í atkvæðagreiðsl-
unni og kjósa með flug-
vellinum.
Höfundur er framkvæmdastjóri
og búsettur á Höfn í Hornafirði.
ERU Íslendingar
mesta flugþjóð í
heimi? Svarið við
þeirri spurningu er
tvímælalaust, já. Ekk-
ert annað land í heimi
getur státað af jafn
mörgum atvinnuflug-
vélum og Ísland, mið-
að við hina góðkunnu
höfðatölureglu. Það
má taka annað dæmi,
án höfðatölu, um hin
gífurlegu umsvif Ís-
lendinga í flugrekstri.
Alþjóðaflugmálastofn-
unin (ICAO) gefur út
á hverju ári lista um
umsvif atvinnuflugs í
183 aðildarlöndum sínum og í
fjöldamörg ár hefur Ísland verið í
kringum 55. sætið. Við útreikninga
sína notar þessi virta stofnun hug-
takið tonn-kílómetra er þýðir að
eitt tonn af farþegum, frakt og
pósti er flutt eins kílómetra flug-
leið. Þetta er skýrasti mælikvarði á
framleiðni í flugrekstri og sá raun-
hæfasti til að bera slíkan rekstur
saman á milli landa Ef höfðatölu-
reglunni er beitt í þessu samhengi
hafa Íslendingar í háa herrans ár
verið heimsmeistarar í atvinnu-
flugi!
Heildarrekstrartekjur íslenskra
flugfélaga á síðasta ári eru 50–60
milljarðar króna. Í þessari tölu eru
margvísleg dótturfyrirtæki flug-
félaganna ekki meðtalin en sem
kunnugt er hafa þau einnig talsvert
umleikis. Í raun og veru hvílir vöxt-
ur og velgengni allrar ferðaþjón-
ustu hér á landi á starfsemi flug-
félaganna okkar. Eggin koma ekki
á undan hænunni.
Flugáhugi er ekki meðfædd
kunnátta. Hann er hæfileiki er
menn afla sér með ástundun, löng-
un og þekkingu og ennfremur hef-
ur uppeldi sitt að segja í þessum
efnum, jafnt sem öðrum. Síðast en
ekki síst getur ytra umhverfi haft
mótandi áhrif og beint mönnum inn
á brautir flugsins.
Uppeldishlutverk Reykjavík-
urflugvallar er mikið
Sextíu ára tilvist Reykjavíkur-
flugvallar í Vatnsmýrinni er ein-
mitt dæmi um það hvernig um-
hverfið getur haft áhrif en þetta
farsæla mannvirki hefur án alls efa
kveikt flugáhuga margra Reykvík-
inga. Næstum allir
borgarbúar hafa frá
blautu barnsbeini
heyrt og séð til flug-
vélanna á Reykjavík-
urflugvelli gegnum
tíðina. Eins og far-
fuglarnir eru boðberi
vorsins hafa flug-
vélarnar verið sendi-
boðar nýjustu tækni í
heimi og sem slíkar
heillað margan mann-
inn sem í kjölfarið
hefur kosið að ganga
til liðs við þá heillandi
atvinnugrein sem flug-
ið er.
Þúsundir Íslendinga
hafa með einum eða öðrum hætti
starfað við flugið og ýmsir dug-
miklir einstaklingar ráðist í flug-
rekstur. Samtals hafa um 80 flug-
félög verið starfrækt hér á landi
síðastliðin sextíu ár. Fólkið á bak-
við flugfélögin hefur af miklum
myndarskap komið okkur Íslend-
ingum í samband við umheiminn
þannig að nánast samdægurs get-
um við skroppið út í heim – og þyk-
ir það bara sjálfsagt.
Einungis með staðsetningunni
innan um fólk í miðri borg hefur
Reykjavíkurflugvöllur haft ómet-
anleg uppeldisáhrif til heilla og
hagsældar fyrir land og þjóð.
Reykjavíkurflugvöllur er vagga
flugsins á Íslandi og hefur verið
þekkingarmiðstöð flugmála Ís-
lands. Á flugvellinum hefur helsta
hátækniatvinnugrein landsins vaxið
úr grasi og skapað störf sem eru
meðal þeirra hæst launuðu í þjóð-
félaginu. Núna starfa 2.000–3.000
manns á vegum íslensku flugfélag-
anna.
Borgarstjóri lætur flugvallarand-
stæðinga hrekja sig út í ógöngur.
Því miður hefur borgarstjórinn í
Reykjavík látið nokkra einstaklinga
draga sig út í herför gegn Reykja-
víkurflugvelli með það fyrir augum
að fá hann burt, ef ekki með góðu,
þá með illu. Í þessu máli virðist
borgarstjóri vera á milli steins og
sleggju því svo virðist sem hún hafi
á sínum tíma gefið þessum háværa
hóp einhvers konar kosningaloforð
um að leggja Reykjavíkurflugvöll
niður.
Borgarstjórinn er skynsöm kona
sem veit sínu viti og sér því að að-
förin að Reykjavíkurflugvelli er hin
mesta firra. Í varnarstöðu sinni
gagnvart þrýstihópi flugvallarand-
stæðinga hefur hún illu heilli látið
hrekjast út í þessa fáránlegu kosn-
ingu sem nú stendur fyrir dyrum
um framtíð flugvallarins. Og eftir
allt þetta brambolt verður kosn-
ingin ekki einu sinni marktæk mið-
að við þær forsendur sem gefnar
hafa verið.
X-Reykjavíkur-
flugvöllur kjur
Þegar málefni Reykjavíkurflug-
vallar eru ígrunduð af yfirvegun og
án fordóma liggur í augum uppi að
flugvallarstæðið í Vatnsmýrinni er
besti kosturinn með hliðsjón af
bæði hagsmunum höfuðborgarinn-
ar og landsbyggðarinnar. Fyrir
landsbyggðina er hér um að ræða
hreint og klárt sanngirnismál.
Þetta er besti staður fyrir flugvöll
á öllu suðvesturhorni landsins,
hvort sem litið á málið veðurfars-
lega eða fjárhagslega. Það er sjálf-
sagt að taka tillit til þeirra fáu höf-
uðborgarbúa sem beinlínis hafa
óþægindi af flugvellinum svo sem
vegna hávaða. Í því skyni hefur
þegar verið gripið til þeirra ráð-
stafana að flytja allt kennslu- og
æfingaflug á nýjan þar til gerðan
flugvöll utan við Hafnarfjörð eftir
2–3 ár. Þá standa fyrir dyrum til-
raunir með hljóðkúta á einkaflug-
vélar til að draga úr hávaða frá
þeim og verður fróðlegt að sjá nið-
urstöðurnar að þeim loknum.
Góðir Reykvíkingar. X-Reykja-
víkurflugvöllur áfram í Vatnsmýr-
inni.
Hvers vegna eru
Íslendingar stærsta
flugþjóð í veröldinni?
Sverrir
Þóroddsson
Flugvöllur
Í varnarstöðu sinni
gagnvart þrýstihópi
flugvallarandstæðinga,
segir Sverrir Þórodds-
son, hefur borgarstjóri
illu heilli látið hrekjast
út í þessa fáránlegu
kosningu.
Höfundur er flugáhugamaður.
ÉG SÉ ekki fyrir
mér hvernig Reykjavík
getur gegnt því hlut-
verki sínu að vera höf-
uðborg Íslands, ef það-
an og þangað eru ekki
greiðar samgöngur.
Þjóðin hefur verið
nokkuð sátt við að allar
helstu stjórnarstofnan-
ir og menningarstofn-
anir sem þjóna eiga
landinu öllu væru sett-
ar niður í höfuðborg-
inni. Samgöngukerfi
landsins hefur enda
verið skipulagt með
höfuðborgina sem mið-
punkt. Ef það breytist
hlýtur það að kalla á víðtækt end-
urmat á þeim verkefnum sem til
þessa hafa verið vistuð í Reykjavík
en eru greidd af skattfé okkar allra.
Það er óhjákvæmileg afleiðing
ákvörðunar þess efnis að flugvöllur-
inn víki úr Vatnsmýrinni. Ég tel mig
hafa ríka ástæðu til að ætla að ef svo
fer, verði annar flugvöllur ekki
byggður upp í grennd Reykjavíkur
heldur verði innanlandsflugið að
nafninu til flutt til Keflavíkur. Það
jafngildir í raun því að leggja það
innanlandsflug niður sem hefur haft
miðpunkt á suðvesturhorninu. Þess
vegna verður að endurskoða verk-
efnin og skipta upp eftir öðrum leið-
um sem samkomulag getur orðið um.
Hvernig framtíð?
Mér finnst ástæða til að hafa veru-
legar áhyggjur af framtíð Reykja-
víkur ef flugvöllurinn verður kosinn í
burtu. Ég velti því fyrir
mér hvar borg sem í
dag neitar sér um flug-
samgöngur sér sóknar-
færi sín. Um allan heim
eru borgir sem hafa
hlutverk, og ætla sér
að halda þeim, að
byggja upp flugsam-
göngur. Kastrup er
nokkra kílómetra frá
miðborg Kaupmanna-
hafnar. Þar á sér nú
stað mikil uppbygging
því Kaupmannahöfn
ætlar sér, við breyttar
aðstæður, að viðhalda
stöðu sinni. Sömu sögu
er að segja um 700 aðr-
ar borgir víða um heiminn sem ýmist
eru með flugvöll í túnfætinum, og
ætla sér að halda honum þar, eða eru
að byggja hann upp. Stjórnendur
þessara borga vita sem er, að krafan
um hraðar samgöngur á ekki bara
við um samskipti eftir símalínum
heldur virðist aukinn hraði í fjar-
skiptum herða á kröfunni um aukinn
hraða í öðrum samgöngum. Það virð-
ist vera niðurstaðan í þessum borg-
um að til að þær geti tekið þátt í
þeirri þróun sem í gangi er þurfi þær
að efla samgöngumöguleikana, ekki
fækka þeim eða úthýsa.
Landið dýrmæta
Þær tillögur eru til um landnýt-
ingu Vatnsmýrarinnar, miðað við að
flugvöllurinn verði þar áfram, sem
gera ráð fyrir að hægt verði að hliðra
þeirri starfsemi sem nú er tengd
fluginu þannig að til verði nokkurt
byggingarland. Það er einnig mikil-
vægt að umræðan um flugvöllinn
hefur leitt til þess að ef hann verður
áfram í Vatnsmýrinni þá verður bet-
ur gengið frá svæðinu. Hinsvegar er
það ekkert einsdæmi að hreinlega
hjörtu borga séu undirlögð af sam-
göngumannvirkjum og nefni ég þar
járnbrautarstöðvarnar sem eru í
miðju flestra borga í Evrópu. Teinar
þeirra taka yfir mikið landflæmi og
af þeim er bæði hávaði og mengun.
Engum dettur þó í hug að þessar
borgir geti úthýst lestarsamgöngum.
Það er einfaldlega litið svo á að borg-
ir verði að halda úti öflugum sam-
göngum þó svo þær taki dýrmætt
land úr miðju þeirra. Það er fórn-
arkostnaðurinn við það að vera borg
með hlutverk í nútímasamfélagi.
Með velli, fyrir
Reykjavík
Svanfríður
Jónasdóttir
Flugvöllur
Það virðist vera nið-
urstaðan í þessum borg-
um, segir Svanfríður
Jónasdóttir, að til að
þær geti tekið þátt í
þeirri þróun sem í gangi
er þurfi þær að efla
samgöngumöguleikana,
ekki fækka þeim
eða úthýsa.
Höfundur er alþingismaður.