Morgunblaðið - 15.03.2001, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 15.03.2001, Blaðsíða 49
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. MARS 2001 49 K O R T E R ...veldu rétt kr. kr. Frábært fimmtudag, föstudag og laugardag: 30% afsláttur af völdum leikföngum Tilboð Sérfræðingur Kanebo verður í Lyf og heilsu Austurstræti, í dag og á morgun, milli kl. 11 og 16 KYNNING Veist þú hvers húð þín þarfnast? NK. LAUGARDAG fara fram sögulegar kosningar í Reykjavík. Í fyrsta skipti er kjós- endum Reykjavíkur gefið tækifæri í al- mennum kosningum að tjá hug sinn um af- markað mikilvægt mál í stjórnun borgarinnar. Með þessu er Reykja- víkurborg að fara að fordæmi margra þjóða í Vestur-Evrópu og ríkja í Bandaríkjunum, sem reglulega leyfa þegnum sínum að hafa áhrif á gang mála í almennum atkvæðagreiðslum. Eina stóra fordæmið sem ég man eft- ir hérlendis eru þær almennu at- kvæðagreiðslur sem fram hafa farið sl. tíu ár um sameiningu sveitar- félaga. Á fyrri hluta tuttugustu aldar fóru fram nokkrar almennar at- kvæðagreiðslur hér á landi m.a. um bann við sölu áfengis og þegnskyldu- vinnu. Aðeins einu sinni a.m.k. á und- anförnum áratugum hefur íbúum Reykjavíkur verið gefinn kostur á að segja hug sinn um tiltekið málefni borgarinnar, en það var um hunda- hald í borginni og tóku eðlilega fáir þátt í þeirri atkvæðagreiðslu eða að- eins 12% atkvæðisbærra, enda hundahald ekki mikilvægt nema fyrir lítinn hluta borgarbúa. Hér er hins vegar verið að kjósa um stórmál, sem lengi hafa verið skiptar skoðanir um og varða miklu framtíðarskipulag borgarinnar og þróun miðbæjarins, atvinnu fjöl- margra svo og hagsmuni flugrekenda og þeirra hundraða þúsunda sem fara um flugvöllinn ár hvert. Löngu er tímabært að upp úr verði kveðið um það hvort flugvöllurinn eða hluti hans eigi að vera á þessum stað til fram- tíðar. Eða svo vitnað sé til orða for- stjóra Flugfélags Íslands þá hafa ver- ið þar „skipulagsvandræði í áratugi“. En umræða um hvorn kostinn skuli velja er ekki megintilgangur þessar- ar greinar heldur hitt að færa rök fyr- ir því að mikilvægt er að sem flestir Reykvíkingar noti atkvæðisrétt sinn hinn 17. mars nk. Á undanförnum árum hefur farið fram nokkur umræða hérlendis, en þó meiri erlendis, um það að ástæða sé til að bera oftar einstök mál undir kjósendur. Helstu rök- semdir eru þær að al- menningur í dag sé mun betur upplýstur og menntaður en nokkru sinni fyrr í sögunni, flokkslínur séu ekki lengur jafn skýrar í stærri málum og áður, öll framkvæmd kosn- inga, almennra um- ræðna og upplýsinga- öflun almennings í aðdraganda þeirra sé mun auðveldari en áður með bættri tækni, bætt- um samgöngum, meiri fjölmiðlun o.fl. Það styrki lýðræðið að sem flestir eigi hlut að því að taka stórar ákvarðanir og þar séu hinir „alvitru“ stjórnmálamenn ekki jafn ómissandi (og einhver myndi segja óskeikulir) og áður. Afstaða forystu Sjálfstæðisflokksins Þótt deila megi um val á málum til að bera undir almenning og tímasetn- ingar eins og gert er í flugvallarmál- inu hefur mér komið á óvart sú af- staða sem kemur frá forystufólki Sjálfstæðisflokksins, að þessi at- kvæðagreiðsla sé skrípaleikur og sýndarmennska, sem þau muni ekki taka þátt í. Með því er verið að segja við borgarbúa: Sitjið heima (eins og ég) og takið ekki þátt í skrípaleikn- um. Helstu röksemdir sýnast mér þær að enginn viti hvað við taki ef flugvöllurinn fer og meðan svo sé sé atkvæðagreiðsla marklaus, að allt of snemmt sé að taka afstöðu til ein- hvers sem eigi að gerast eftir 15 ár, núverandi valdhafar eða borgarbúar hafi einfaldlega ekkert um það að segja. Auðvelt er að benda þessu fólki á, að það hvert flugvöllurinn fer, ef kosningarnar fara á þann veg, er ekki einkamál íbúa Reykjavíkur, heldur landsins alls, sem flugvöllurinn á að þjóna, og að sú umræða komi í kjölfar ákvörðunar um að færa völlinn og ennfremur að ákvarðanir um skipu- lagsmál af þessari stærðargráðu verði að taka með löngum fyrirvara. Og nú er það gert með kosningum, sem hafa efnislega verið undirbúnar jafn vel eða betur en þær kosningar sem ég hef hingað til tekið þátt í. Af hálfu borgarstjórnar Reykjavíkur, hagsmunasamtaka með og á móti flugvellinum, kennara og nemenda við verkfræðideild Háskóla Íslands, fjölmiðla, einkum Morgunblaðsins og Ríkissjónvarpsins, og ekki síst fjölda almennra borgara, sem hafa tekið þátt í umræðum síðustu vikna. Ég minnist ekki jafn víðtækra og fag- legra umræðna um skipulagsmál og þróun borgarinnar. Það er því vandséð að forystufólk í stjórnmálum geti haldið því fram með trúverðugum hætti að það sé skrípa- leikur og sýndarmennska að leita eft- ir skoðunum Reykvíkinga um þetta mál nú. Miklu fremur má segja að það sé löngu tímabært. Kjósendur leggi lýðræðisþróun lið Þótt afstaða forystumanna Sjálf- stæðisflokksins segi í reynd að ákvörðunum í stjórnmálum sé betur komið í (áður reykfylltum) bakher- bergjum stjórnmálaflokkanna, þá trúi ég því ekki að óreyndu að reyk- vískir kjósendur láti það hafa áhrif á sig. Mikilvægt er fyrir Reykvíkinga að hafa í huga, að ef þátttaka í kosn- ingunum verður lítil er hætta á, að ekki verði í bráð leitað álits þeirra, nema í almennum kosningum til þings og sveitarstjórnar. Með þátt- töku í kosningum hinn 17. mars nk. gefst Reykvíkingum því sögulegt tækifæri til að styrkja og auðga lýð- ræðið í landinu. Við megum ekki láta tímabundin flokkssjónarmið eyði- leggja það tækifæri. Af hverju er mikilvægt að sem flestir kjósi? Margrét S. Björnsdóttir Flugvöllur Með þátttöku í kosning- unum hinn 17. mars, segir Margrét S. Björnsdóttir, gefst Reykvíkingum tækifæri til að auðga og styrkja lýðræðið í landinu. Höfundur er framkvæmdastjóri samskipta- og þróunarsviðs Háskóla Íslands. Iðnbúð 1, 210 Garðabæ sími 565 8060 Nýtt Nýtt Afskorin blóm 20% afsláttur í mars
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.