Morgunblaðið - 15.03.2001, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 15.03.2001, Blaðsíða 4
FRÉTTIR 4 FIMMTUDAGUR 15. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ SKATTHLUTFALL einstaklinga mun lækka um 0,33% á næsta ári frá því sem það er í ár og skipuð verður nefnd fjámálaráðuneytis, Þjóðhags- stofnunar og Alþýðusambands Ís- lands til að fjalla um kosti og galla fjölþrepaskattkerfis. Þetta er meðal þeirra aðgerða sem ríkisstjórnin hyggst beita sér fyrir í tengslum við störf nefndar Alþýðu- sambands Íslands og Samtaka at- vinnulífsins um forsendur kjara- samninga. Að auki mun ofangreind nefnd einnig kanna forsendur þess að unnar verði upplýsingar um viðmið- unarreglur fyrir mismunandi fjöl- skyldur sem nota megi við útreikning á greiðslubyrði, félagslegum bótum og við mat á breytingum á skatt- og bótakerfi. Þá verða Alþýðusamband- inu einnig tryggðar 3,5 milljónir króna á ári út samningstímann til að halda uppi verðlagseftirliti. Kostar ríkissjóð 1.200 milljónir Þessi niðurstaða var kynnt for- svarsmönnum Alþýðusambandsins í gær. Davíð Oddsson, forsætisráð- herra, sagði í samtali við Morgun- blaðið að lækkun skatthlutfallsins um næstu áramót um 0,33% myndi kosta ríkissjóð í kringum 1.200 milljónir króna. Jafnframt hefði ríkisstjórnin samþykkt að fjármálaráðherra skip- aði nefnd með Alþýðusambandinu og Þjóðhagsstofnun til þess að fara ofan í kosti og galla margþrepaskatta. Þeir hefðu reyndar miklar efasemdir um slíkt kerfi, en hefðu samþykkt að fara rækilega yfir það. Í þriðja lagi hefði ríkisstjórnin veitt tiltekna fjám- uni í ár og á næstu árum til að styrkja Alþýðusambandið til að fylgjast með þróun verðlags. Davíð sagði að ríkisstjórnin hefði ekki verið skuldbundin til þess að koma að málinu á þessu stigi, en hefði samt viljað reyna að gera sitt til þess að sæmileg sátt væri í tengslum við þessa endurskoðun á stöðu kjara- samninga. „Ég tel að það að samningar skuli nú tryggðir í öllum meginþáttum í landinu til næstu þriggja til fjögurra ára ætti að skapa traust skilyrði fyrir efnahagsþróuninni,“ sagði Davíð. Hann sagði að auðvitað gæti margt gerst í þeim efnum, en þetta væri einn afskaplega þýðingarmikill þátt- ur í því að treysta stöðugleikann. Menn hefðu þessar viðmiðanir til næstu þriggja ára og gætu gert sínar áætlanir í samræmi við það. Ánægður í heildina Halldór Björnsson, starfandi for- seti Alþýðusambands Íslands, sagð- ist í heildina vera ánægður með við- brögð ríkisstjórnarinnar í þessum efnum. Þeir hefðu verið að vonast til að þessi niðurstaða gæti fylgt því samkomulagi sem gert hefði verið í nefnd ASÍ og SA um forsendur kjarasamninga. Það hefði ekki verið en ríkisstjórnin hefði í sjálfu sér verið búin að gefa ádrátt um þessa niður- stöðu. „Við erum bara í sjálfu sér mjög ánægð með þetta útspil ríkisstjórn- arinnar. Ég hefði gjarnan viljað sjá þarna breytingar á sjúkradagpening- um. Það er brýnt mál. Því var svarað til að það væri ekki hægt og við mun- um væntanlega reyna að taka það upp við heilbrigðisráðherra,“ sagði Halldór í samtali við Morgunblaðið. Hann sagði, að að fenginni þessari niðurstöðu og ef ekkert óvænt kæmi upp á hefði hann það á tilfinningunni að kjarasamningurinn við SA héldi út samningstímabilið sem væri til ársins 2003. Með haustinu þegar allir samn- ingar hefðu verið gerðir myndu þeir væntanlega skoða þróunina í verð- lagsmálum og önnur opnun væri möguleg í febrúar á næsta ári. Að mati hans hefði samningurinn sannað gildi sitt og það sama gilti um þau tryggingaákvæði sem samið hefði verið um. Það væri ánægjuefni. Nú væri verið að gera samninga til 3-4 ára og jafnvel lengri tíma og það gæti ekki annað en skapað aukinn stöðug- leika í efnahagslífinu. Halldór sagði að í framhaldinu hefði Alþýðusambandið áhuga á að hefja viðræður við sveitarfélögin um skattlagingu þeirra, því auðvitað snerti það fólk ekkert síður en tekju- skatturinn. Jafnframt yrði væntan- lega óskað eftir viðræðum við bank- ana um vaxtastigið. Halldór sagði jafnframt varðandi húsnæðismálin að mikilvægt væri að byggja hér tvö þúsund leiguíbúðir til þess að leysa úr brýnasta vandanum. Þessi vandi yrði ekki leystur nema með aðkomu ríkis og sveitarfélaga. Óformlegir fundir hefðu verið með félagsmálaráðherra um það hvernig verkalýðshreyfingin gæti stuðlað að framgangi þessa verkefnis. Þeirri vinnu yrði haldið áfram. Aðgerðir vegna endurskoðunar á forsendum kjarasamninga Tekjuskattshlutfall- ið lækkar um 0,33% Morgunblaðið/Jim Smart Davíð Oddsson forsætisráðherra gerði Halldóri Björnssyni, starfandi forseta Alþýðusambands Íslands, grein fyrir aðgerðum ríkisstjórnar- innar í tengslum við forsendur kjarasamninga á fundi í gær. LOKAHÁTÍÐIR Stóru upplestr- arkeppninnar standa nú yfir í sveitarfélögum víða um landið. Um er að ræða samtals tuttugu og sex hátíðir og standa þær fram til loka mánaðarins. Á há- tíðunum lesa nemendur úr 7. bekk, sem valdir hafa verið úr skólum byggðarlagsins, sögur og ljóð og eru veitt þrenn verðlaun fyrir bestu frammistöðuna. Mynd- in er tekin á lokahátíðinni í Hafn- arfirði í vikunni. Lokahátíðir Stóru upp- lestrar- keppninnar Morgunblaðið/Árni Sæberg MESTAN „skipstjórakvóta“ í upp- hafi kvótakerfisins fékk togarinn Við- ey RE, þá í eigu Hraðfrystistöðv- arinnar í Reykjavík. Alls fékk hann úthlutað 5.022 tonnum í stað 3.217 tonna samkvæmt áunninni afla- reynslu. Munurinn var 1.805 tonn. Alls var aukningin í karfa og ufsa um 2.200 tonn, en heimildir í öðrum teg- undum drógust saman. Skipstjórakvótinn svokallaði fylgdi Ólafi Erni Jónssyni skipstjóra og áhöfn hans, sem áður hafði verið á Snorra Sturlusyni í eigu Bæjarút- gerðar Reykjavíkur. Snorri hélt enn- fremur sínum áunna reynslukvóta. Nokkrum árum síðar var Hraðfrysti- stöðin sameinuð BÚR og Ísbirninum í Granda hf. Næstmest til Akureyrarinnar Næstmestan kvóta með þessum hætti fékk Akureyrin EA. Reynslu- kvóti hennar var 3.678,5 tonn, en hún fékk 4.445,5 tonn með Þorsteini Vil- helmssyni og áhöfn hans, sem áður höfðu aflað Kaldbaki EA þessarar reynslu. Aukningin var alls 767 tonn. Mestu skipti aukning í grálúðu, 598,2 tonn og þorski, 451,2 tonn. Aukning Smáeyjar vegna skip- stjórakvótans var 57,6 tonn, Friðriks Sigurðssonar 326,3 tonn, Ófeigs 0,2 tonn, en þar réð mestu aukning í þorski um 96,4 tonn en samdrátt í öðrum verðminni tegundum. Þá jókst kvóti Jóhannesar Gunnars um 59,4 tonn. Þessar upplýsingar komu fram í svari Árna Mathiesen sjávarútvegs- réðherra við fyrirspurn Sverris Her- mannssonar alþinginsmanns á Al- þingi í gær. Sverrir spurði hvers eðlis hinn svo- nefndi skipstjórakvóti hefði verið, hvaða reglur hefðu verið samdar um sérúthlutun og um fleiri þætti þessu tengda. Sex skip fengu skipstjórakvótann Í svari ráðherra kemur fram að við ákvörðun á skipstjórakvótanum hafi verið byggt á reglugerð, sem hljóðaði svo: „Hafi skipstjóraskipti á árinu 1983 orðið með þeim hætti, að skip- stjóri, sem fram að skiptum hafði stýrt sama skipi samfellt á viðmiðun- artímabilinu sbr. 6. gr., tekur við öðru sambærilegu skipi í 3. stærðarflokki eða stærra sbr. 9. gr., og meirihluti áhafnar flyzt með honum, skal heim- ilt, auk vals sbr. 1. mgr., að gefa kost á því að aflamark á skipinu, sem skip- stjóri tekur við, miðist við aflareynslu áhafnarinnar á fyrra skipinu.“ Sex skip fengu á sínum tíma þenn- an svokallaða skipstjórakvóta. Smáey fékk reynslukvóta Stokkseyjar, Ak- ureyrin kvóta Kaldbaks, Friðrik Sig- urðsson kvóta eldra skips með sama nafni, Ófeigur fékk kvóta Ófeigs III, Viðey kvóta Snorra Sturlusonar og Jóhannes Gunnar kvóta Drífu. Viðey fékk mest úr „skipstjóra- kvótanum“ Kvóti Viðeyjar jókst um 1.805 tonn en Akureyrarinnar um 767 tonn HÉRAÐSDÓMUR Reykjaness dæmdi í gær tvo unga menn fyrir innbrot í Kia-umboðið í Hafnarfirði. Þeir játuðu að hafa stolið þaðan tölvubúnaði, sjónvarpi, hátölurum o.fl. Mennirnir eru báðir tvítugir. Annar var dæmdur til tveggja mán- aða skilorðsbundinnar fangelsisvist- ar en hann hafði einu sinni áður verið sakfelldur fyrir brot gegn almennum hegningarlögum. Í dómnum segir hins vegar að sakaferill hins sé allþéttur þrátt fyrir ungan aldur. Hann hlaut fyrst refs- ingu í desember 1997 þegar hann var dæmdur til sjö mánaða fangelsis, skilorðsbundið í þrjú ár fyrir auðg- unar- og umferðarlagabrot. Tæpu ári síðar var hann dæmdur til fimm- tán mánaða fangelsisvistar skilorðs- bundið í þrjú ár, fyrir fjölmörg auðg- unarbrot og brot á lögum um fíkniefni. Í febrúar 1999 var maðurinn dæmdur í fangelsi í 16 mánuði, skil- orðsbundið í þrjú ár, fyrir brot gegn umferðarlögum og hegningarlögum. Í desember sama ár var hann dæmd- ur í fangelsi í tvö ár óskilorðsbundið fyrir þjófnað og tilraun til þjófnaðar. Þann 16. september 2000 var honum veitt reynslulausn í tvö ár á eftir- stöðvum 360 daga af refsingunni sem hann fékk í desember 1999. Í dómnum segir að með innbrotinu hafi hann rofið skilorð þeirrar reynslulausnar. Refsingin, 14 mánaða fangelsi, er því ákvörðuð með hliðsjón af þeirri fangavist sem er óafplánuð. Gunnar Aðalsteinsson héraðs- dómari kvað upp dóminn. Fangelsi í 14 mánuði vegna innbrots ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.