Morgunblaðið - 15.03.2001, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 15.03.2001, Blaðsíða 37
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. MARS 2001 37 1. flokki 1989 – 42. útdráttur 1. flokki 1990 – 39. útdráttur 2. flokki 1990 – 38. útdráttur 2. flokki 1991 – 36 útdráttur 3. flokki 1992 – 31. útdráttur 2. flokki 1993 – 27. útdráttur 2. flokki 1994 – 24. útdráttur 3. flokki 1994 – 23. útdráttur Nú hefur farið fram útdráttur húsbréfa í eftirtöldum flokkum: Útdráttur húsbréfa Húsbréf Koma þessi bréf til innlausnar 15. maí 2001. Öll númerin verða birt í Lögbirtingablaðinu. Auk þess eru númer úr fjórum fyrsttöldu flokkunum hér að ofan birt í DV fimmtudaginn 15. mars. Upplýsingar um útdregin húsbréf liggja frammi hjá Íbúðalánasjóði, í bönkum, sparisjóðum og verðbréfafyrirtækjum. HÉR á dögunum nefndi ég að leik- rit Kjartans Ragnarssonar hefðu undanfarna tvo áratugi verið meðal vinsælustu viðfangsefna áhugaleik- félaga landsins og kom þá vel á vond- an að gleyma því allra vinsælasta, Landi míns föður. Leikrit með söngvum er réttari lýsing en söng- leikur, þótt kannski megi það einu gilda, tónlistin er jafn ómissandi hluti verksins þrátt fyrir það. Þegar um er að ræða stóran og áhugasaman hóp ungra leikenda þá er verk á borð við Land míns föður auðvitað rakið verkefni; þar fá allir eitthvað við sitt hæfi, hlutverkin eru fjölmörg og allir þurfa að leika, syngja og dansa og þótt leikstjórinn færist heilmikið í fang þá er jafnvíst að áhorfendur munu verða þakklátir fyrir framtakið. Ekki má gleyma því að verkið færir með sér þekkingu á nýliðinni sögu okkar, hernámi og undanfara lýðveldisstofnunar. Sú kynslóð leikenda sem hér hélt á spöðum þekkir þessa sögu ekki nema af afspurn og hefur sjálfsagt aldrei leitt hugann að þeim aðstæð- um sem hér var búið við á 5. og 6. áratug aldarinnar. Leikstjórinn, Elvar Logi, hefur skapað skemmtilega og líflega sýn- ingu og nýtir sér möguleika rýmisins til hins ýtrasta. Útgönguleiðir eru fjölmargar og leikið um allan salinn, þótt hefðbundin sviðsetning hafi ráð- ið ferðinni við flest atriðin. Umgjörð sýningarinnar var í lágmarki en þess meiri áhersla lögð á búninga leik- enda og greinilegt að þar hafði víða verið leitað fanga. Tónlistarflutning- urinn var ljómandi góður, hljóm- sveitin studdi vel við söngvarana og söngtextar skiluðu sér ágætlega. Ástæða er til að hrósa leikhópnum í heild fyrir frammistöðuna og sér- staklega má nefna að Herdís Anna Jónsdóttir og Ingvar Alfreðsson í hlutverkum Báru og Sæla stóðu sig með prýði, Greipur Gíslason var bráðskemmtilegur í hlutverki Leifs lögregluþjóns og ekki má gleyma Hauki S. Magnússyni í hlutverki Péturs postula. Drykkjuatriði þeirra tveggja var hreint kostulegt. Greinilegt var á frumsýningu að sýningin féll í góðan jarðveg og hef ég haft af því spurnir að sýningum hafi verið mjög vel tekið í framhald- inu. Mátti enda greinilega sjá af við- tökum og þakkarávarpi skólameist- ara, Björns Teitssonar, í lok sýn- ingar að leiklistarstarf nemenda MÍ er metið að verðleikum og skilar þeim árangri sem að er stefnt. Hið unga Ísland LEIKLIST L e i k f é l a g M e n n t a - s k ó l a n s á Í s a f i r ð i eftir Kjartan Ragnarsson með tón- list eftir Atla Heimi Sveinsson. Leikstjóri: Elvar Logi Hannesson. Þriðjudagur 6. mars LAND MÍNS FÖÐUR Hávar Sigurjónsson Þjóðleikhúsið – Horfðu reiður um öxl Þrjár sýningar eru eftir á leikritinu Horfðu reiður um öxl á Stóra sviði Þjóðleikhússins, föstudaginn 16. mars, laugar- daginn 24. mars og laugardag- inn 31. mars. Frumsýnt var á Litla sviðinu en vegna aðsóknar var sýningin flutt á Stóra sviðið. Sýningar á Horfðu reiður um öxl eru orðn- ar hátt í fimmtíu talsins en nú er komið að því að sýningin verður að víkja vegna þrengsla á Stóra sviðinu. Leikendur eru Hilmir Snær Guðnason, Elva Ósk Ólafsdótt- ir, Rúnar Freyr Gíslason, Hall- dóra Björnsdóttir og Gunnar Eyjólfsson. Þýðandi er Thor Vilhjálms- son, lýsingu hannar Páll Ragn- arsson, höfundur leikmyndar og búninga er Þórunn Sigríður Þorgrímsdóttir og leikstjóri Stefán Baldursson. Síðustu sýningar RÖKKURKÓRINN í Skagafirði fylgir vortónleikadagskrá sinni úr hlaði með tvennum tónleikum á laug- ardag. Fyrst verður sungið í Lauga- borg í Eyjafjarðarsveit kl. 15 og í Glerárkirkju á Akureyri um kvöldið kl. 20.30. Áætlað er að kórinn haldi og taki þátt í 13 söngskemmtunum á þessu vori. Kórinn heimsækir Miðgarð laug- ardaginn 31. mars kl. 20.30 og flytur aðalkonsert sinn, sem nú er með nýju sniði, undir yfirskriftinni „Sál- arinnar sælustundir“. Það verður ljóða- og skemmtidagskrá Rökkur- kórsins og hagyrðinganna Jóhanns Guðmundssonar í Stapa og Sigurðar Hansen í Kringlumýri. Kórinn mun m.a. syngja lög við ljóð þeirra félaga, fjallað verður um skáldskap þeirra og lesin ljóð eftir þá. Auk þess munu Álftagerðisbræður syngja nokkur lög við ljóð Jóhanns og Sigurðar. Sumardaginn fyrsta, 19. apríl, ætlar kórinn að heimsækja Þingeyinga og halda tónleika á tveimur stöðum. Kórinn mun taka þátt í skemmt- uninni Söngur um sumarmál á Blönduósi laugardaginn 21. apríl, en þar koma einnig fram Karlakór Ból- staðarhlíðarhrepps og Samkór Vopnafjarðar. Miðvikudag í Sælu- viku Skagfirðinga, 2. maí, mun kór- inn halda söngskemmtun í Bifröst á Sauðárkróki og laugardaginn 5. maí verða haldnar tvær sögnskemmtanir í Miðgarði, en þar koma fram auk Rökkurkórsins Karlakórinn Heimir, Karlakórinn Stefnir í Mosfellsbæ og Sunnukórinn á Ísafirði. Dagana 14.–16. júní mun kórinn heimsækja Vestfirði og halda tón- leika á Hólmavík, Ísafirði, Þingeyri og Patreksfirði. Félagar í kórnum eru um 50 tals- ins og koma víðs vegar að úr Skaga- firði. Kórinn hefur gefið út tvo geisladiska, „Söngurinn minn“ (1996), sem inniheldur eingöngu lög og ljóð eftir skagfirska höfunda, og „Við syngjum“ (2000), sem inniheld- ur bæði innlend og erlend lög. Stjórnandi kórsins nú eins og und- anfarin ár er Sveinn Árnason á Víði- mel og undirleikari er Anna María Guðmundsdóttir. Formaður Rökk- urkórsins er Valgeir Bjarnason. Rökkurkórinn gerir víðreist  LÍTTU niður ljósa tungl hefur að geyma tuttugu og tvö af hinum styttri ljóðum Walts Whitmanns í þýðingu Hall- bergs Hall- mundssonar. Whitman er tal- inn annað tveggja höfuðskálda Bandaríkjanna á 19. öld. Mörg þeirra ljóða sem í kverinu er að finna eru frá þrælastríðinu. Whitman kynntist því af eigin raun þótt hann væri ekki í hernum. En bróðir hans særðist á vígvöllunum 1862 og Whitman fór þá til Virginíu að hjúkra honum. Hann ílentist eftir það um nokkurt skeið í Washington að annast hina særðu og dauðvona, allt í sjálfboðavinnu. Hann andaðist 1892, tæpra sjötíu og þriggja ára. Whitman hefur verið kallaður skáld lýðræðisins og víst er að hann boðaði í verkum sínum frelsi, jafn- rétti og bræðralag, en þó kannski framar öllu umburðarlyndi og virð- ingu fyrir náunganum. Hann ritaði hispurslaust um kynferðismál og þá líka samkynhneigð sína, sem hann dró enga dul á. Ljóðum sínum safn- aði hann saman í bókinni Leaves of Grass (Grasstrá), sem hann var alla ævi að kveða og kom út fyrst árið 1855. Þetta er fimmta kverið í flokki þeim af þýddum ljóðum sem BRÚ hóf að gefa út árið 1997. Bókin er 32 bls. Verð: 530 kr. Kverið verður ein- ungis til sölu í bókabúðum Máls og menningar. Nýjar bækur Walt Whitman MARGRÉT Óðinsdóttir messó- sópran og Richard Simm píanó- leikari halda ljóðatónleika í Kirkjuhvoli, safnaðarheimili Vídalínskirkju í Garðabæ, á laug- ardag, kl. 17. Flutt verður tónlist eftir Mozart, Shubert, Brahms, Tsjajkovskíj, Atla Heimi Sveins- son og frumflutt verður verk eftir Óliver Kentish, sem samið er við ljóðið Móðurást eftir Jónas Hall- grímsson. Margrét Óðinsdóttir kennir söng við Tónlistarskóla Garða- bæjar og syngur með Hljómkórn- um. Richard Simm er nú kennari í Reykjavík, Mosfellsbæ og Garða- bæ. Richard Simm píanóleikari og Margrét Óðinsdóttir söngkona. Ljóðatónleikar í Kirkjuhvoli ÆFINGAR standa nú yfir á nýju ís- lensku leikriti hjá Leikfélaginu Hugleik í Reykjavík. Verkið heitir Víst var Ingjaldur á rauðum skóm og er eftir Hjördísi Hjartardóttur, Ingibjörgu Hjartardóttur og Sig- rúnu Óskarsdóttur en þær síð- arnefndu höfðu frumkvæði að stofn- un Hugleiks fyrir réttum 17 árum og skrifuðu flest fyrstu verka leik- félagsins ásamt fleirum, þ. á m. Hjördísi. Víst var Ingjaldur á rauðum skóm verður frumsýnt laugardaginn 31. mars í Tjarnarbíói. Þar segir frá þremur systrum sem reka kostgang- araheimili í höfuðborginni. Lífið er í afar föstum skorðum hjá systrunum og kostgöngurum þeirra þegar söngkonu nokkra með afar vafa- samar fyrirætlanir á prjónunum ber að garði. Inn í söguna fléttast svo draugar fortíðarinnar og róman- tíkin fær auðvitað sitt pláss. Sigrún Valbergsdóttir leikstýrir, en hún er gamalreyndur Hugleiks- leikstjóri. Hún leikstýrði t.d. Stút- ungasögu (1993) og Nóbelsdraum- um (1999). Tuttugu leikarar taka þátt í sýningunni. Hrefna Friðriksdóttir, Helga Sveinsdóttir og Jónína Björgvinsdóttir í hlutverkum systranna þriggja. Hugleikur á rauðum skóm
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.