Morgunblaðið - 15.03.2001, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 15.03.2001, Blaðsíða 8
FRÉTTIR 8 FIMMTUDAGUR 15. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ Örverufræðifélag Íslands Fyrirlestrar um veirur Í KVÖLD, 22. mars og29. mars nk. heldurÖrverufræðifélag Ís- lands fyrirlestraröð um veirur sem ætluð eru al- menningi og eru erindin haldin í Lögbergi, stofu 101, hefjast kl. 20. Sólveig K. Pétursdóttir líffræðing- ur er formaður Örveru- fræðifélags Íslands, hún var spurð um hvaða veirur yrði fjallað í fyrirlestraröð- inni? „Fjallað verður um vel þekktar sjúkdómsvaldandi veirur og verða tveir fyr- irlestrar hvert kvöld, um 30 mínútna langir og hlé á milli. Fyrsti fyrirlesturinn verður inngangur að því sem á eftir kemur og fjallar um veirur og veiru- sýkingar almennt. Þann fyrirlest- ur heldur Þorgerður Árnadóttir líffræðingur. Sama kvöld talar Gunnar B. Gunnarsson læknir um alnæmisveiruna. Þann 22. mars mun Guðrún Erna Baldvinsdóttir læknir fjalla um herpesveirur og sama kvöld fjallar Sigríður Elef- sen líffræðingur um inflúensuveir- ur. Þann 29. mars talar Sigurður Ólafsson læknir um lifrarbólgu C- veiruna og seinni fyrirlesturinn það kvöld og jafnframt sá síðast er haldinn af Þorgerði Árnadóttur líffræðingi um papiloma-veirur.“ – Hvers vegna eru þið að kynna þessar veirur sérstaklega? „Þetta eru veirur sem hafa verið eða eru ofarlega á baugi í um- ræðunni upp á síðkastið. Á norð- urhveli jarðar gengur inflúensa frá því nóvember fram í mars, hér oftast í kringum áramót. Rætt verður um inflúensuveirur sem hafa valdið alheimsfaröldrum. Herpes-veirur eru algengar og valda m.a. frunsum á vörum og á kynfærum. HIV-veiran er búin að vera í umræðunni talsvert langan tíma. Stærsti hluti þess fólks sem er sýkt býr í þróunarlöndunum en á Íslandi hafa greinst um tíu ein- staklingar á ári með HIV-smit. Lifrarbólga C er vaxandi vanda- mál meðal sprautufíkla, líka hér á Íslandi. Papiloma-veiran veldur vörtum, m.a. á kynfærum, og get- ur valdið frumubreytingum sem geta þróast yfir í krabbamein.“ – Hvað getur þú sagt mér um Örverufræðifélag Íslands? „Þetta félag er um það bil 13 ára gamalt og var stofnað á sínum tíma til þess að skapa samskipta- vettvang fyrir fólk hér á landi sem starfar að rannsóknum á örverum. Í félaginu eru nú um það bil 100 manns sem allflestir vinna að rannsóknum á bakteríum, veirum eða sníkjudýrum.“ – Er starfsemi félagsins blóm- leg? „Hún er það. Við höldum árlega veggspjaldafundi þar sem við hitt- umst og kynnum verkefni okkar hvert fyrir öðru á formi vegg- spjalda eða í stuttum fyrirlestrum. Við fáum fyrirlesara, innlenda og erlenda, til að halda er- indi um áhugaverð efni annað slagið. Síðan höf- um við gengist fyrir ráðstefnum, m.a. um örverur í hafinu, sem þótti takst mjög vel. Þá höfum við staðið fyrir námskeiðahaldi.“ – Á þetta íslenska félag sam- starf við erlend félög af svipuðum toga? „Já, félagið er aðili að ýmsum alþjóðlegum félögum örverufræð- inga, svo sem IUMS sem er al- þjóðlegt félag örverufræðifélaga og FEMS sem er Evrópufélag ör- verufræðifélaga. Í sambandi við hið síðarnefnda veitir FEMS ár- lega styrk til tveggja ungra vís- indamanna frá hverju þátttökul- andi til að dvelja allt að þrjá mánuði á rannsóknastofu í öðru aðildarlandi. FEMS greiðir þá uppihald og ferðir fyrir viðkom- andi en Örverufræðifélag Íslands hefur haft milligöngu um þessar styrkveitingar. Það hafa þó nokkr- ir íslenskir stúdentar notið góðs af þessu. Aðild að FEMS veitir einn- ig styrki til þess að fá gestafyr- irlesara hingað til lands eða til að halda námskeið hér á landi.“ – Stendur félagið ykkar oft fyrir fræðslu fyrir almenning? „Þetta félag er meira ætlað þeim sem eru að vinna í faginu en það er áhugi fyrir því innan félags- ins að veita almenningi meiri fræðslu um örverur og þessi fyr- irlestraröð sem áður var getið er liður í þeirri viðleitni. Í fyrravor- um við m.a. með fyrirlestur um camphylobacter.“ – Fara fram margvíslegar ör- verurannsóknir á Íslandi? „Já, það má t.d. nefna rann- sóknir þar sem fengist er við fiski- sjúkdóma eða bakteríur sem valda þeim og sjúkdóma af völdum ör- vera sem herja á sauðfé, t.d. visnu og mæði og svo riðu. Auk þess má nefna sníkjudýrarannsóknir. Á spítölum er unnið að rannsóknum á sjúkdómsvaldandi veirum og bakteríum. Unnið er að rannsókn- um á bakteríum í munnholi. Verið er að rannsaka bakteríur úr matvælum, svo sem lis- teríu, camphylobacter og salmonellu. Þá er verið að vinna að rannsóknum á bakteríum sem geta verið mönnum til hagsbóta, t.d. þær sem eru notaðar í mjólk- uriðnaði og enn fremur ensím úr bakteríum sem nýta má mannin- um til gagns bæði í sambandi við rannsóknir og iðnað og ýmislegt fleira.“ Sólveig K. Pétursdóttir  Sólveig K. Pétursdóttir fædd- ist í Reykjavík 1954. Hún lauk stúdentsprófi frá Menntaskól- anum í Reykjavík 1974 og prófi frá Kennaraháskóla Íslands 1980 en hóf kennslu 1978. Hún kenndi í níu ár, vann síðan á ferðaskrif- stofu í eitt ár og var fararstjóri. Hóf líffræðinám við HÍ 1988 og lauk B.Sc-prófi 1991. Vann á líf- tæknideild Iðntæknistofnunar og tók svo masterspróf frá HÍ 1996. Vann áfram á líftæknideild um tíma en er nú verkefnastjóri hjá Prokaria ehf. Hún er formaður Örverufræðifélags Íslands. Sól- veig á þrjú börn og er í sambúð með Smára Magnúsi Smárasyni arkitekt. Fjallað verður um þekktar sjúkdóms- valdandi veirur Einn, tveir og næsti tilvonandi Seðlabankastjóri. MÁLFLUTNINGUR hófst á mánu- dag í Héraðsdómi Reykjavíkur í máli sem sambýlisfólk hefur höfðað á hendur Reykjagarði vegna kamp- hylobacter-sýkingar sem sambýlis- fólkið telur sig hafa fengið eftir neyslu kjúklingakjöts sem framleitt var af fyrirtækinu. Neytendasam- tökin lýstu á sínum tíma eftir neyt- endum sem sýkst höfðu af kamp- hylobacter með það í huga að höfðað yrði mál gegn framleiðanda. Þessir einstaklingar þóttu standa best að vígi hvað sönnunarstöðu varðar og auk þess áttu þeir enn þá kassakvitt- un fyrir kaupum á kjúklingakjötinu. Jón Magnússon hrl., sem flytur málið fyrir hönd stefnenda, segir að síðastliðið sumar hafi stefnendum verið boðið í sumarbústað úti á landi þar sem gestir höfðu eigin mat með- ferðis. Stefnendur keyptu kjúklinga- læri sem þeir snæddu í sumarbú- staðnum ásamt meðlæti sem var í boði. Nokkrum dögum síðar veiktust þeir og segir Jón ekki deilt um í mál- inu að þarna var um kamphylobac- ter-sýkingu að ræða. „Það sem deilt er um í málinu er hvort smitið hafi komið úr þessum matvælum eða ekki. Stefndi segir ekki sannað að það hafi komið úr matvælunum en af hálfu stefnanda er haldið fram að yfirgnæfandi líkur séu til þess. Þetta var eini maturinn sem stefnendur borðuðu einir, allt annað var sameiginlegt. Þarna má telja að lögfull sönnun hafi náðst um það að smitið hafi komið frá kjúk- lingunum. Reykjagarður heldur því fram að þetta sé ekki sannað nema fram komi efnagreining á þessum matvælum,“ segir Jón. Hann segir að málið snúist því að miklu leyti um hvernig sönnunar- byrðinni sé háttað. Miðað við það sem tíðkast bæði hérlendis og er- lendis þurfi mikið til að koma til þess að lögfullri sönnun teljist náð. Jón segir að merkt hafi verið með smáu letri á umbúðum matvörunnar að það eigi að gegnumsteikja eða sjóða matinn. „Ég tel að þegar fram- leiðandi veit af hættu, sem almenn- ingur þekkir almennt ekki til, beri honum að setja viðvörunarmerking- ar á sínar vörur.“ Stefnendur fara fram á bætur vegna útlagðs kostn- aðar, miska og vinnulaunataps. Hvergi bótaskylt Gestur Jónsson hrl. er til varnar í þessu máli fyrir hönd Reykjagarðs. Hann segir að dómurinn verði eink- um að taka tillit til tveggja sjónar- miða. Annars vegar hvort það séu or- sakatengsl milli þess að fólk kaupi kjúkling og verði síðan veikt nokkr- um dögum síðar án þess að hægt sé að staðreyna það að sýkingin stafi af neyslu kjúklingsins. Engar leifar séu til af matvörunni í þessu tilviki. Þá sé það álitamál hvort fólk sem veikist af völdum matvara sem það hafi ekki meðhöndlað rétt, þrátt fyr- ir leiðbeiningar um rétta meðferð á umbúðum, eigi rétt á bótum vegna veikinda. Honum er ekki kunnugt um það að nokkurs staðar í heim- inum sé það talið bótaskylt af hálfu framleiðenda ef menn verða veikir af neyslu kjúklingakjöts hafi menn ekki fylgt leiðbeiningum. Slíkar leið- beiningar hafi verið á umbúðunum. Höfða mál gegn fram- leiðanda kjúklinga
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.