Morgunblaðið - 15.03.2001, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 15.03.2001, Blaðsíða 32
LISTIR 32 FIMMTUDAGUR 15. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ kvennaþing samfylkingarinnar 24.-25. mars Kostnaður er kr. 6.500, matur og gisting innifalið. Grænmetisætur eru beðnar að tilkynna það við skráningu. í Munaðarnesi Vinsamlegast tilkynntu þátttöku fyrir 21. mars til Aðalheiðar Franzdóttur í síma 421-3840 eða 694-4456. Einnig má tilkynna sig með tölvupósti á samfylking@samfylking.is eða til undirritaðra: Aðalheiður Franzdóttir adalheidurf@hotmail.com , Elsa S. Þorkelsdóttir austurbr28@islandia.is, Hólmfríður Sveinsdóttir holmfridur@iti.is, Katrín Júlíusdóttir katrin@innn.is, Margrét Frímannsdóttir margretf@althingi.is, Sigrún Jónsdóttir pes@li.is, Svanfríður Jónasdóttir sij@althingi.is Allar Samfylkingarkonur velkomnar og hvattar til að mæta. Dagskrá: Laugardagur 24. mars: Steinunn Valdís Óskarsdóttir, borgarfulltrúi, setur þingið að loknum léttum hádegisverði klukkan 12:00. Þá gerir Elsa S. Þorkelsdóttir, formaður hóps um stofnun kvennahreyfingar, grein fyrir stofnun hópsins, störfum hans og hugmyndum um starfið framundan. Í framhaldi af því fjallar Katrín Júlíusdóttir, formaður Ungra jafnaðarmanna, um ungar konur í stjórnmálum og Oktavía Jóhannesdóttir, bæjarfulltrúi, fer yfir stöðu mála varðandi sveitarstjórnir. Að því loknu verða almennar umræður þar sem fundaritarar, Svanfríður Jónasdóttir, alþingismaður og Hólmfríður Sveinsdóttir, stjórnmálafræðingur, taka niður hugmyndir og tillögur þátttakenda. Að loknu kaffihléi stjórnar Kristín Á. Ólafsdóttir, leikari, umræðum um samstöðu kvenna og þvínæst verður dagskrá í höndum Bríetanna, félags ungra feminista. Formlegri dagskrá laugardagsins lýkur með sameiginlegum kvöldverði. Veislustjóri verður Ragnhildur Vigfúsdóttir, deildarstjóri. Ávarp flytur Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, borgarstjóri. Sunnudagur 25. mars: Að loknum morgunverði fara Svanfríður Jónasdóttir og Hólmfríður Sveinsdóttir yfir hugmyndir og niðurstöður úr umræðum laugardagsins. Þá stýrir Sigrún Jónsdóttir, bæjarfulltrúi í Kópavogi, almennum umræðum. Kristín Á. Ólafsdóttir, leikari fjallar um framkomu í fjölmiðlum og ræðustól. Að loknum hádegisverði, klukkan 14:00 verður samantekt þingsins og þingslit í höndum Margrétar Frímannsdóttur, varaformanns Samfylkingarinnar. MÁLARINN Kristín Geirsdóttir hefur verið iðin við kolann síðan hún útskrifaðist úr MHÍ fyrir rúm- um áratug, einkum eftir að hún fékk vinnuaðstöðu að Korpúlfsstöð- um. Að baki eru níu einkasýningar og þátttaka á ellefu samsýningum, þar af fjórum erlendis. Tíunda einkasýning listakonunn- ar eru svo átta stór málverk í and- dyri Hallgrímskirkju, öll unnin með hið sérstaka rými í huga, er þó meira um stærðarhlutföll að ræða en að vikið sé frá þeim sérstaka stíl sem hún hefur verið að þróa und- angengin ár. Markast af viðvarandi glímu við form, liti og ljós ásamt röstum og hillingum sem hliðarstefi – með ljósflæði, sem leiðir hugann að titringi loftspeglanna, mýkir hún upp grunnformið sem annars er í ætt við strangflatalistina þar sem beinar línur skera myndflötinn á ýmsa vegu. Allt er hreint og klárt og engu ofaukið, á stundum jaðrar vinnu- ferlið við naumhyggju í sinni skýr- ustu mynd en í annan stað er út- færslan í ætt við mynsturgerð svo sem í hinu stóra verki, Sólstafir. Það er svo ekki einungis þrískipt, heldur byggist aðalform hennar á þrem aflöngum tíglum er ganga inn í hver annan svo úr verður nokkurs konar ímynd heilagrar þrenningar. Þetta undirstrikað með fjölþættu og síkvikulu birtuflæði gulra tóna er tákngera trúarlega stemmningu. Hér hefur Kristínu tekist að höndla gagnsæi litarins og gæða hann innra hljómi, skapa ósnertanlegar fjarlægðir og víðáttur í ætt við hið upphafna, sjálfan guðdóminn. Það kveður við annan tón í verk- inu, Róða, sem er mun dekkra og dulúðugara í útfærslu, nýtur sín þó ekki til fulls vegna lýsingarinnar og að stirnir í áferðina sem stafar trú- lega af nýábornum fernisinum. Þessu hefur listakonan kannski ekki áttað sig á í tíma en það tekur olíuliti yfirleitt tvö ár að þorna í gegn og helst skal ekki annað borið á málverk en retúsk í upphafi, og yfir það má mála. Þetta er eitt af vandamálum vinnsluferils mál- verksins, þó mismikið eftir olíu- magni litanna. Hér kemur það fram í öllum myndunum nema Sólstöf- um, sem fyrir vikið nýtur sín mikið best. Þrátt fyrir að öll verkin á sýning- unni gefi sig fyrir að vera óhlutlæg innibera þau sterkar skírskotanir til náttúrunnar, listakonan hafnar þannig ekki náttúrunni sem áhrifa- valdi, þótt hún vinni öðru fremur trú sjálfum lögmálum grunnflatar- ins. Þvert á móti er um að ræða ytri og innri sýnir, tengjast sköpunar- verkinu og gróandinum en lifa þó eigin og sjálfstæðu lífi… Sól- stafir MYNDLIST H a l l g r í m s k i r k j a Opið á tímum kirkjunnar. Til 20. maí. Aðgangur ókeypis. MÁLVERK KRISTÍN GEIRSDÓTTIR Bragi Ásgeirsson Skin, olía á striga, 2000–2001, 2 x 100 x 70 cm. TEIKNINGIN á myndinni er af boðun Maríu eftir endurreisn- arlistamanninn Corregio, sem einnig gekk undir nafninu Anton- io Allegri. Boðun Maríu er hluti sýningar á verkum þeirra Corr- eggio og annars endurreisnarlista- manns, Parmigianino, en báðir þóttu þeir mjög hæfir teiknarar. Sýningin, sem er í Metropolitan- listasafninu í New York, er ein sú yfirgripsmesta sem haldin hefur verið á verkum þessara lista- manna. AP Boðun Maríu BARBARA og Úlfar stíga í annað sinn á Litla svið Borgarleikhússins nk. laugardag, kl. 19 og munu fjalla um píslargöngu Krists með viðkomu í passíusálmum Hallgríms Péturs- sonar, Meistaranum og Margarítu eftir Búlgakov og biblíusögum sunnudagaskólanna. Leikarar eru Halldóra Geirharðs- dóttir og Bergur Þór Ingólfsson. Sýningin er bönnuð börnum innan 12 ára. Halldóra Geirharðsdóttir og Bergur Þór Ingólfsson í hlut- verkum Barböru og Úlfars. Barbara og Úlfar í Borg- arleikhúsinu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.