Morgunblaðið - 15.03.2001, Page 68

Morgunblaðið - 15.03.2001, Page 68
DAGBÓK 68 FIMMTUDAGUR 15. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ Skipin Reykjavíkurhöfn: Hegranes SK, Akureyr- in EA, Sveabulk og Mánafoss koma í dag. Dettifoss og Helgafell fara í dag. Hafnarfjarðarhöfn: J. Bergvoll, Tönnes, Lag- arfoss og Fuglberg fóru í gær. Hamrasvanur kom í gær. Elina kemur í dag. Fréttir Kattholt. Flóamarkaður í Kattholti, Stangarhyl 2, opinn þriðjud. og fimmtud. kl. 14–17. Félag frímerkjasafnara. Opið hús laugardaga kl. 13.30–17. Mannamót Árskógar 4. Kl. 9–12 baðþjónusta, kl. 9–12 bókband og öskjugerð, kl. 9–16.30 opin handa- vinnustofa, útsaumur og bútasaumur, kl. 9.45 helgistund að morgni, kl. 10.15 leikfimi, kl. 11 boccia, kl. 13 opin smíða- stofa, kl. 9 hár- og fót- snyrtistofur opnar. Bólstaðarhlíð 43. Kl. 8 hárgreiðsla, kl. 8.30 böð- un, kl. 9 leikfimi, kl. 9–12 myndlist, kl. 9–16 handavinna og fótaað- gerð, kl. 14–17 gler- skurður. Eldri borgarar í Mos- fellsbæ, Kjalarnesi og Kjós. Félagsstarfið Hlaðhömrum er á þriðjud. og fimmtud. kl. 13–16.30, spil og föndur. Kóræfingar hjá Vorboð- um, kór eldri borgara í Mos., Hlaðhömrum á fimmtud. kl. 17–19. Uppl. hjá Svanhildi í s. 586 8014 kl. 13–16. Tímapöntun í fót-, hand- og andlitssnyrtingu, hárgreiðslu og fótanudd, s. 566 8060 kl. 8–16. Félagsstarf aldraðra Dalbraut 18–20. Kl. 9 böðun, hárgreiðslu- stofan og handa- vinnustofan opnar, kl. 9.30 danskennsla, gler og postulínsmálun, kl. 13 opin handavinnustofan og klippimyndir, kl. 14.30 söngstund. Félagsstarf aldraðra, Lönguhlíð 3. Kl. 8 böð- un, kl. 9 fótaaðgerð, kl. 10 hársnyrting, kl. 11.10 leikfimi, kl. 13 föndur og handavinna, kl. 15. bingó. Félagsst. Furugerði 1. Kl. 9 aðstoð við böðun, smíðar og útskurður, glerskurðarnámskeið og leirmunagerð, kl. 9.45 verslunarferð í Aust- urver, kl. 13.30 boccia. Messa á morgun, föstu- dag, kl. 14, prestur sr. Ólafur Jóhannsson. Kaffiveitingar eftir messu. Félag eldri borgara í Hafnarfirði, Hraunseli, Reykjavíkurvegi 50. Púttæfingar í Bæj- arútgerð kl. 10–11.30. Aðalfundur verður í dag kl. 14, venjuleg aðal- fundarstörf og kaffiveit- ingar. „Grænlenskir dagar“. Fjörukráin býð- ur félagsmönnum í Félagi eldri borgara í Hafnarfirði á Græn- lenska daga í Fjöru- kránni, sunnudaginn 18. mars kl. 15.30. Græn- landskynning og kaffi- veitingar. Skrásetning í Hraunseli og aðgöngu- miðar afhentir þar. Félagsstarf aldraðra, Garðabæ. Spilað í Kirkjulundi á þriðjudög- um kl. 13.30. Fótaað- gerðir mánudaga og fimmtudaga. Ath. nýtt símanúmer, 565 6775. Félag eldri borgara í Reykjavík, Ásgarði, Glæsibæ. Kaffistofan er opin virka daga frá kl. 10–13. Matur í hádeginu. Brids kl. 13. Leikhóp- urinn Snúður og Snælda sýnir „Gamlar perlur“ sem eru þættir valdir úr fimm gömlum, þekktum verkum. Sýningar eru á miðvikudögum kl. 14 og sunnudögum kl. 17 í Ás- garði, Glæsibæ. Ath. allra síðustu sýningar. Miðapantanir í símum 588-2111, 568-9082 og 551-2203. Baldvin Tryggvason verður til viðtals um fjármál og leiðbeiningar um þau mál á skrifstofu FEB fimmtudaginn 22. mars kl. 11–12. Panta þarf tíma. Dagsferð verður farin í Grindavík–Bláa lónið–Reykjanes 2. apríl. Brottför kl. 10 frá Ás- garði, Glæsibæ. Skrán- ing hafin á skrifstofu FEB. Breyting hefur orðið á viðtalstíma Silf- urlínunnar; opið verður á mánudögum og mið- vikudögum kl. 10–12 f. h. Uppl. á skrifstofu FEB kl. 10–16, s. 588-2111. Félagsstarfið Hæð- argarði 31. Kl. 9–16.30 opin vinnustofa, gler- skurður, kl. 9–17 hár- greiðsla og böðun, kl. 10 leikfimi, kl. 13.30 bóka- bíll, kl. 15.15 dans. Gerðuberg, félagsstarf. Sund og leikfimiæfingar falla niður í dag. Kl. 10.30 helgistund, umsjón Lilja G. Hallgrímsdóttir djákni, frá hádegi spila- salur og vinnustofur op- in, m.a. glermálun, um- sjón Óla Stína. Aðstoð frá skattstofunni verður veitt miðvikud. 21. mars, skráning hafin. Mynd- listarsýning Ólafs Jak- obs Helgasonar stendur yfir. Veitingar í kaffihúsi Gerðubergs. Allar upp- lýsingar um starfsemina á staðnum og í s. 575 7720. Gjábakki, Fannborg 8. Handavinnustofan opin, leiðbeinandi á staðnum kl. 9–15, gler og postulín kl. 9.30, leikfimi kl. 9.05, kl. 9.50 og kl. 10.45, kl. 13 taumálun og klippi- myndir. Gullsmári, Gullsmára 13. Kl. 9.15 postulíns- málun, kl. 10 jóga og ganga, kl. 13 brids, kl. 14 boccia, kl. 13–16 handa- vinnustofan opin, leið- beinandi á staðnum. Hraunbær 105. Kl. 9– 16.30 bútasaumur, perlusaumur og korta- gerð, kl. 9 fótaaðgerð, kl. 9.45 boccia, kl. 14 félags- vist. Hvassaleiti 56–58. Kl. 9 opin handavinnustofa, búta- og brúðusaumur, böðun, fótaaðgerðir og hárgreiðsla, kl. 10 boccia, kl. 13 handa- vinna, kl. 14 félagsvist. Norðurbrún 1. Kl. 9 handavinnustofurnar opnar, útskurður, kl. 10 leirmunanámskeið. Að- stoð við skattframtal verður miðvikudaginn 21. mars. Þeir sem voru búnir að panta tíma halda tímunum; nánari uppl. í s. 568-6960. Vesturgata 7. Kl. 9 fóta- aðgerðir og hárgreiðsla, kl. 9.15–12 aðstoð við böðun, kl. 9.15–15.30 handavinna, kl. 10 boccia, kl. 13–14 leikfimi, kl. 13–16 kóræfing. Vitatorg. Kl. 9 smiðjan og hárgreiðsla, kl. 9.30 glerskurður, fatasaumur og morgunstund, kl. 10 boccia og fótaaðgerðir, kl. 13 handmennt, körfu- gerð og frjálst spil. Gullsmárabrids. Brids- deild FEBK í Gullsmára býður alla eldri borgara velkomna að brids- borðum í félagsheimilinu að Gullsmára 13 á mánu- dögum og fimmtudög- um. Mæting og skráning kl. 12.45. Spil hefst kl. 13. ÍAK. Íþróttafélag aldr- aðra í Kópavogi. Leik- fimi kl. 11 í Digra- neskirkju. Sjálfboðamiðstöð Rauða krossins, Hverfisgötu 105, s. 551 8800. Í dag kl. 14–17: Prjónað og saumað fyrir Rauða krossinn. Verkefni: Hlý- ir skór, treflar og barna- teppi. Allir velkomnir. Kristniboðsfélag kvenna, Háaleitisbraut 58–60. Biblíulestur í dag kl. 17 hefur Benedikt Arnkelsson. Sjálfsbjörg, félag fatl- aðra á höfuðborg- arsvæðinu, Hátúni 12. Í kvöld kl. 19.30 tafl. GA-fundir spilafíkla eru kl. 18.15 á mánudögum í Seltjarnarneskirkju (kjallara), kl. 20.30 á fimmtud. í fræðsludeild SÁÁ, Síðumúla 3–5, og í Kirkju Óháða safnaðar- ins við Háteigsveg á laugard. kl. 10.30. Húnvetningafélagið, félagsvist í Húnabúð, Skeifunni 11, í kvöld kl. 20. Annað kvöld í fjög- urra kvölda einstakl- ingskeppni. Kaffiveit- ingar. Allir velkomnir. Lífeyrisþegadeild SFR. Skemmtifundur deild- arinnar verður laug- ardaginn 17. mars kl. 14 í félagsmiðstöðinni, Grettisgötu 89, 4. hæð. Þátttaka tilkynnist á skrifstofu SFR, s. 562 9644. Í dag er fimmtudagur 15. mars, 74. dagur ársins 2001. Orð dagsins: Þá hugsaði ég: Viska er betri en afl, en viska fátæks manns er fyrirlitin, og orðum hans er eigi gaumur gefinn. (Préd. 9, 16.) K r o s s g á t a LÁRÉTT: 1 mjög veikur, 8 með- vindur, 9 hörkufrosts, 10 aðgæti, 11 munnbiti, 13 rás, 15 nagdýrs, 18 vinn- ingur, 21 tryllt, 22 sori, 23 æviskeiðið, 24 blys. LÓÐRÉTT: 2 viðdvöl, 3 þolna, 4 votir, 5 snúin, 6 ljómi, 7 duft, 12 mánuður, 14 vafi, 15 stæk, 16 syllu, 17 stillt, 18 hvell, 19 borguðu, 20 streymdi. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU: Lárétt: 1 fölur, 4 skörp, 7 ræfil, 8 aular, 9 arð, 11 aurs, 13 egna, 14 ótukt, 15 hnýt, 17 alda, 20 ata, 22 afinn, 23 rúm- ar, 24 nagga, 25 auður. Lóðrétt: 1 förla, 2 lofar, 3 rola, 4 spað, 5 öflug, 6 púrra, 10 raust, 12 sót, 13 eta, 15 hjarn, 16 ýring, 18 lamað, 19 akrar, 20 ansa, 21 arða. 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RIT- STJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 165 kr. eintakið. VÍKVERJI laugardaginn 3. mars sl. segist „frekar ergi- legur yfir ástandi ávaxta- og grænmetisborða stórmark- aða“. Ég tek heilshugar undir þessi orð og lýsi hér með eftir verslun í Reykjavík, sem setur metnað sinn í að selja ferskt grænmeti og ávexti. Ég er orðin verulega þreytt á því að þurfa að velja úr hálfskemmdu grænmeti og ávöxtum. Ég tel ekki eftir mér að fara í fiskbúð, til þess að vera viss um að fá ferskan fisk og til kjötkaupmannsins til að kaupa kjöt, en þessar sérverslanir eru báðar í Skipholtinu, svo að segja hlið við hlið og eru með síð- ustu „kaupmönnunum á horninu“, sem næstum er búið að útrýma og við neyt- endur sitjum uppi með stór- verslanir, sem leggja aðal- áherslu á að auglýsa lægstu verðin. Starfsmenn eru flestir unglingar (með allri virð- ingu fyrir unglingum), þjón- usta er í lágmarki og við verðum að gæta vandlega að því hvort varan er skemmd, eða e.t.v. komin fram yfir síðasta söludag. Svo á að fara að opna fleiri stórverslanir og „Kringlur“! Hvar á að fá starfsfólk í allar þessar verslanir og hverjir eiga að versla í þeim? Erla. Þakklæti Í OKKAR huga er svo mikið þakklæti til svo margra, sem hafa hjálpað okkur. Fyrst læknanna og hjúkr- unarfólks á Fossvogs- sjúkrahúsinu deild 7-6-3. Elskuleg hjálp og umhyggja allan sólarhringinn. Á langri ævi okkar höfum við kynnst mörgum, svo þegar veikindi kollvarpa daglegum störfum, finnum við vinina. Strax og batinn kom, var haldið til Heilsuhælisins í Hveragerði. Þar var dvalið í fimm vikur. Allt var gert til að bæta heilsuna, líkamlega og andlega. Við stöndum í þakkarskuld til æviloka við ykkur öll. Gréta og Sveinn Jakobsson. Þakkir fyrir fallegt ljóð SIGRÍÐUR hafði samband við Velvakanda og vildi þakka fyrir fallegt ljóð, sem birtist í Lesbók Morgun- blaðsins 3. mars sl. og heitir Bón eftir Björgu Elínu Finnsdóttur. Tapað/fundið Blómin mín stór og smá ÁSTA hafði samband við Velvakanda og sagðist hún þurfa að losa sig við 25 stofublóm, bæði lítil og stór, vegna flutninga. Upplýsing- ar í síma 553-8237. Hálsmen í óskilum HJARTALAGA gullháls- men fannst á bílastæðinu við Fjölbrautaskólann í Breiðholti, fimmtudaginn 8. mars sl. Upplýsingar í síma 862-3499. Kúrekahattur tapaðist NÝR svartur kúrekahattur tapaðist aðfaranótt laugar- dagsins 10. mars sl. í leigu- bíl frá miðbæ Reykjavíkur. Fundarlaun. Skilvís finn- andi er vinsamlegast beðinn að hafa samband í síma 698- 0414. Þrjár húfur í óskilum ÞRJÁR húfur fundust á horni Laufásvegar og Bragagötu fyrir stuttu. Ein þeirra er handprjónuð. Upplýsingar í síma 552- 0135. Myndavél fannst við Ingólfsstræti MYNDAVÉL fannst í porti við Ingólfsstræti fyrir um það bil hálfum mánuði. Upp- lýsingar í síma 699-2700. Hlaupahjól í óskilum HLAUPAHJÓL er í óskil- um í vesturbænum í Reykjavík. Hlaupahjólið fannst við KR-völlinn. Upplýsingar í síma 552- 4038 og 868-3394. Dýrahald Fress vantar heimili ÁTTA mánaða fress, mjög loðinn, vantar nýtt heimili. Upplýsingar í síma 565- 8108. Tómas er týndur TÓMAS er rauðbröndóttur u.þ.b. tveggja ára fress, með hvítt á hálsi og niður á bringu og hvítt á loppum. Hann hvarf frá Bugðutanga í Mosfellsbæ, sunnudaginn 11. mars sl. Tómas er eyrna- merktur. Fólk í nágrenninu er beðið að athuga í geymslur og bílskúra. Upp- lýsingar í síma 566-7855 eða 691-9992. Lísa er týnd LÍSA er 6 mán., brún og hvít Springer spaniel-tík, með rauða ómerkta hálsól. Hún hvarf frá Sporða- grunni, þriðjud. 13. mars sl. Upplýsingar í síma 899- 2432, Garðar. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Kaupmaðurinn á horninu og stórverslanir Víkverji skrifar... VÍKVERJI borðaði fyrir stuttu áveitingahúsinu Ruby Tuesday, en fyrir þá sem ekki vita má geta þess að það er í Skipholti í Reykja- vík, en ekki erlendis eins og ætla mætti af nafninu. Þegar Víkverji borgaði fyrir matinn fékk kann kvitt- un, en þar stóð efst á blaði „Takk fyr- ir komuna“. Síðan kom fram á blaðinu að sá sem sat í sæti 2 (eða „seat 2“ eins og stóð á blaðinu) hefði keypt „Cheese Burger“ og borgað fyrir það („total“) 395 kr. Sá sem sat í sæti 3 („seat 3“) fékk sér „Catch of the Day“, sem var fiskréttur með hrísgjónum. Víkverji skilur ekki hvers vegna veitingahúsið hefur tekið þá stefnu að hafa kvittunina að stærstum hluta á ensku. Ekki getur ástæðan verið að hún noti erlent tölvuforrit sem ekki hafi unnist tími til að þýða því að efst á seðlinum stendur eins og áður segir „Takk fyrir komuna“. Víkverja finnst þetta einfaldlega kjánalegt. Þess ber að geta að maturinn á Ruby Tuesday smakkaðist ágætlega og sá sem þjónaði til borðs stóð sig vel. Þess má geta að sá sem þjónaði til borðs („server“ eins og segir á kvittuninni) talaði eingöngu ensku. x x x ÞESSA dagana er fólk að fylla útskattframtalið sitt, en því ber að skila 26. mars ef fólk skilar því skriflega, en þeir sem skila á Netinu hafa frest til 2. apríl. Þetta er þriðja árið sem framteljendum gefst færi á að skila framtalinu á Netinu og hefur Víkverji notfært sér það frá upphafi. Að telja fram á Netinu er að mörgu leyti einfaldara en að telja fram í skriflegu formi. Aðeins þarf að fylla út tölur í rétta reiti en ekki þarf að leggja neitt saman því tölvan sér sjálfvirkt um það. Mun minni líkur eru því á að menn geri mistök, t.d. í samlagningu eða að þeir gleymi að fylla út í reitina. Þessi rafrænu skattskil koma til með að draga verulega úr pappírs- notkun, en þeim sem skila á Netinu gefst nú tækifæri til að hafna því að fá pappírsgögn send heim frá skatt- yfirvöldum að ári. Þeir sem eru áhugasamir um umhverfismál ættu því ótvírætt að skila skattaskýrsl- unni á Netinu. x x x VÍKVERJI heyrði fyrir skömmuí útvarpi viðtal við Jónu Val- gerði Kristjánsdóttur, sveitarstjóra í Reykhólasveit. Fram kom í viðtalinu að aðeins tæki um tvo og hálfan klukkutíma að aka frá Reykjavík í Reykhólasveit. Tilkoma Gilsfjarð- arbrúar, Hvalfjarðarganga og Borg- arfjarðarbrúar hefði stytt þessa vegalengd mjög mikið. Víkverji fór í tengslum við þetta að rifja upp að ekki eru mörg ár síðan það tók rúma tvo klukkutíma að aka á milli Reykjavíkur og Borgarness eða álíka langan tíma og það tekur núna að aka alla leið í Reykhólasveit. Þetta var áður en Borgarfjörðurinn var brúaður og vegurinn upp í Borg- arnes var að stórum hluta malarveg- ur. Á þessu má sjá hversu stórstígar framfarir hafa orðið í samgöngu- málum á tiltölulega skömmum tíma. Þetta vill oft gleymast þegar verið er að fjalla um þau fjölmörgu verkefni sem enn eru óunnin í vegamálum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.