Morgunblaðið - 17.03.2001, Side 1

Morgunblaðið - 17.03.2001, Side 1
64. TBL. 89. ÁRG. LAUGARDAGUR 17. MARS 2001 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS STOFNAÐ 1913 MORGUNBLAÐIÐ 17. MARS 2001 MAKEDÓNÍUHER greip í gær til harðra að- gerða til að flæma albanska skæruliða norður á bóginn í átt til landamæranna að Kosovo, en skæruliðar höfðu enn vald á hæðunum fyrir ofan Tetovo, aðra stærstu borg landsins, í gærkvöldi. Talið er að allt að 500 skæruliðar úr Frelsisher Kosovo, UCK, hafist við í hæðunum við borgina. Skutu þeir í gær að lögreglumönnum, sem reyndu að flæma þá á brott, og eldar loguðu á hæðunum. Skothríð heyrðist enn í hæðunum þegar Joschka Fischer, utanríkisráðherra Þýskalands, kom í stutta heimsókn í herbúðir þýskra frið- argæsluliða í Tetovo. Einu fregnirnar af föllnum eða særðum voru þær, að fimm óbreyttir borgarar í Tetovo hefðu orðið fyrir skotsárum. Flestir íbúar Tetovo, sem eru um 70.000, eru af albönskum uppruna. Að sögn innanríkisráðherra Makedóníu, Stevo Pend- arovsky, hafa nokkur þúsund manns flúið borg- ina, sem ber þegar merki um átök síðustu þriggja daga. Skotið á þýskar herbúðir George Robertson, framkvæmdastjóri Atlants- hafsbandalagsins, NATO, lýsti því yfir í gær að bandalagið myndi ekki láta „fámennan hóp öfga- manna“ komast upp með að ógna stöðugleika í Makedóníu. Hann sagði þó að NATO hefði ekkert umboð til að skerast í leikinn í Makedóníu og að hann teldi að stjórnvöld í Skopje kærðu sig ekki um íhlutun bandalagsins. Rudolf Scharping, varnarmálaráðherra Þýska- lands, skýrði frá því í gær að albanskir skæru- liðar hefðu skotið að þýskum herbúðum nálægt Tetovo. Einn þýskur hermaður hlaut sár af völd- um glerbrota en engin skot skæruliða hæfðu her- menn. Þýsku hersveitirnar í Makedóníu eru hluti af friðargæsluliði NATO, KFOR, og þjóna gæslu- sveitunum í Kosovo. Scharping sagði að öryggisviðbúnaður hefði verið aukinn í herbúðunum og að tveir þýskir Leopard-skriðdrekar hefðu verið sendir þangað frá Kosovo í varnarskyni. „Við látum engan spila með okkur, ekki einu sinni albanska hryðjuverka- menn,“ tjáði varnarmálaráðherrann þýsku dpa- fréttastofunni. Hætta á stríði Ýmsir telja mikla hættu á að enn eitt stríðið brjótist út á Balkanskaga á næstu vikum, ef al- þjóðastofnanir bregðast ekki rétt við þeirri ógn sem stafar af albönsku skæruliðunum. „Ég held að fáir átti sig á því hve Makedónía er nærri borgarastríði,“ hafði AFP-fréttastofan í gær eftir Zoran Kusovac, sérfræðingi um málefni Balkanskaga hjá Jane’s Intelligence Review. Kusovac varar við því að Makedóníustjórn beiti harkalegum hernaðaraðgerðum til að brjóta skæruliðahópana á bak aftur, þar sem það gæti eflt stuðning albanskra íbúa landsins við hreyf- ingu aðskilnaðarsinna. Hann efast einnig um gildi þess að Evrópusambandið sendi fleiri óvopnaða eftirlitsmenn til átakasvæðanna og bendir á að áður hafi mistekist að kveða niður ofbeldi á Balk- anskaga með slíkum „bitlausum“ aðgerðum. Kusovac telur betur fallið til árangurs að NATO sendi fámennar sérsveitir og sérfræðinga í skæruhernaði til Makedóníu til að aðstoða stjórn- völd við að vinna bug á skæruliðum. Makedóníuher ræðst gegn skæruliðum við Tetovo Brussel, Tetovo. AFP, AP, Reuters. AP Endurvarpsstöð á skógi vöxnum fjallshrygg í grennd við bæinn Tetovo í Makedóníu sést hér verða fyrir sprengiskoti í bardögum gær- dagsins milli makedónískra hermanna og kosovo-albanskra skæruliða. RÚSSAR munu leggja fram kröfu um framsal flugræningja sem neyddu rússneska farþegaþotu til að fljúga til Sádí-Arabíu, að því er rúss- neska leyniþjónustan, FSB, tilkynnti í gær. Ræningjarnir voru þrír, en einn þeirra féll þegar sádí-arabískir sérsveitarliðar réðust til inngöngu í vélina og frelsuðu um 100 farþega, sem enn voru um borð, og áhöfnina. Tyrkneskur farþegi féll og ræningj- arnir myrtu rússneska flugfreyju. Aðstoðarframkvæmdastjóri FSB sagði viðræður við sádí-arabísk yf- irvöld standa yfir um framsal ræn- ingjanna tveggja. Rússland og Sádí- Arabía hafa ekki framsalssáttmála, en bæði ríkin eru aðilar að sáttmála um viðbrögð við ólöglegum aðgerð- um er ógna öryggi í farþegaflugi. Verði ræningjarnir framseldir eiga þeir samkvæmt rússneskum lögum yfir höfði sér 25 ára fangelsi fyrir flugrán, og lífstíðarfangelsi fyr- ir morð. Alexander Avdvejev, aðstoðarut- anríkisráðherra Rússlands, sagði í gær að tsjetsjneskir uppreisnar- menn hefðu staðið að flugráninu. Aftur á móti var haft eftir Jórdaníu- manni sem hefur tengsl við aðskiln- aðarsinna í Tsjetsjníu, að þeir neit- uðu staðfastlega aðild að ráninu. AP Sádí-arabískir sérsveitarmenn ráðast til inngöngu í rússnesku þotuna á flugvellinum í Medina í gærmorgun. Rússar krefjast fram- sals flugræningja Moskvu, Amman. AFP.  Þrennt lét lífið/34 BAKAÐIR og súkkulaðihúðað- ir maurar, engisprettur, sporð- drekar og fleiri skorkvikindi, auglýst sem hollustusamlegt sælgæti, njóta nú æ meiri vin- sælda meðal sælkera í Lundún- um. Hönnuðurinn Todd Dalton, sem lærði til kokks í Louisiana í Bandaríkjunum og lærði að meta matreidd skordýr á ferða- lögum í Asíu og Mið-Ameríku, segist hafa selt 5.000 súkkulaði- húðuð skordýr frá því hann hóf að kynna þau sem góðgæti meðal Lundúnabúa í desember. „Þau innihalda mjög mikið prótein og mjög litla fitu. Próteinhlutfallið í þeim er hærra en í hvers konar kjöti eða fiski sem við leggjum okkur venjulega til munns,“ hefur Reuters eftir Dalton. Hin súkkulaðihúðuðu skor- kvikindi Daltons seljast á þrjú til þrjú og hálft sterlingspund stykkið, andvirði um 400 króna, í búðum fyrir vandláta í Lund- únum, svo sem Selfridges og Conran Shop. Til stendur að hefja sölu á þeim í búðum í München og Zürich. Súkku- laði- skordýr Lundúnum. Reuters. BRESKIR bændur búa sig nú undir að slátrað verði allt að milljón klauf- dýra til að stemma stigu við út- breiðslu gin- og klaufaveikinnar. Greinst hafði 261 tilfelli í landinu í gær og ekkert benti til þess að veikin væri í rénun. Gin- og klaufaveikin hef- ur greinst víða um heim, eitt tilfelli hefur fundist í Frakklandi og vegna eftirlits og smitsjúkdómavarna eru víða í álfunni langar biðraðir bíla við landamæri. Bresku bændasamtökin styðja áformin um að slátrað verði öllum heilbrigðum svínum og kindum á nokkurra ferkílómetra svæði um- hverfis sérhvert sýkt býli í Norður- Englandi og Skotlandi þar sem veikin hefur geisað af mestum þunga. En víða er hörð andstaða við aðgerðirnar. Andrew Spence, einn af leiðtogum andstæðinganna úr röðum bænda, varaði við því að áætlanir stjórnarinn- ar gætu valdið uppreisn í sveitunum. Hétu sumir bændur því að þeir myndu aldrei hleypa „dauðasveitum“ yfirvalda inn á sitt land. Áhyggjur í Noregi Norskir útflytjendur á eldislaxi og öðrum sjávarafurðum óttast nú að tveggja vikna banni sem stjórnvöld hafa sett á innflutning landbúnaðar- afurða frá löndum Evrópusambands- ins, ESB, og Fríverslunarsamtaka Evrópu, EFTA, verði svarað með gagnaðgerðum. Í Dagsavisen í Nor- egi segir að dýralæknanefnd ESB muni halda fund á þriðjudag og fjalla m.a. um innflutningsbann Norð- manna, Íslendinga, Bandaríkja- manna og fleiri þjóða. Svíar og Danir, sem eru í ESB, hafa tapað miklum viðskiptum vegna norska bannsins. Landbúnaðar- og sjávarútvegsmál eru spyrt saman í einn málaflokk í ESB. Ef sambandið grípur til inn- flutningsbanns á fisk og notar þá rök- semd að Norðmenn hafi brotið reglur um verslun með landbúnaðarvörur er vandi Norðmanna sá að þeir geta ekki kært aðgerðirnar, þar sem samningar þeirra við ESB á þessu sviði eru utan lögsögu EFTA-dómstólsins. Útbreiðsla gin- og klaufaveiki Jafnvel milljón dýrum slátrað Lundúnum. AP, Reuters. FULLTRÚAR á ráðherrafundi OPEC-olíuframleiðsluríkjanna sam- þykktu í Vín í gær að draga úr ol- íuframleiðslu í því skyni að hindra frekara verðfall olíu á heimsmarkaði. Endanlegri ákvörðun um það ná- kvæmlega hve mikill niðurskurður- inn skyldi vera var þó frestað fram á daginn í dag. Að sögn heimilda- manna AP meðal OPEC-fulltrúanna benti í gær flest til að sætzt yrði á um 4% minni framleiðslu, sem myndi þýða um einni milljón færri olíuföt á dag. OPEC-ríkin framleiða um 40% af allri hráolíu í heiminum. Minni olía Vínarborg. AP.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.