Morgunblaðið - 17.03.2001, Qupperneq 8
FRÉTTIR
8 LAUGARDAGUR 17. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ
www.sminor.is/
tolvubun.htm
Það er óþarfi að leita langt yfir skammt. Hjá okkur
í Nóatúninu færðu tölvuna sem þig vantar enda
eru tölvurnar frá Fujitsu Siemens þekktar fyrir
gæði og áreiðanleika. Þær eru hraðvirkar, búnar
nýjustu tækni og hönnunin er stórglæsileg.
Tölvur
Nánar á Netinu!
Vertu tengd(ur) með tölvu
frá Smith & Norland!
OD
DI
H
F
G
82
78
COMPUTERS
Neytendamál á Norðurlöndum
Íslensk kona
rannsóknarstjóri
NÝLEGA var ís-lensk kona, dr.Herdís Dröfn
Baldvinsdóttir, ráðin rann-
sóknarstjóri neytenda-
mála á Norðurlöndum.
Staðan er veitt og fjár-
mögnuð af Norrænu ráð-
herranefndinni og er þetta
í fyrsta skipti sem Íslend-
ingur og kona gegnir þess-
ari stöðu. Herdís var spurð
hvað þetta starf fæli í sér?
„Mitt starf er að safna
saman upplýsingum og
samræma, um þær neyt-
endarannsóknir sem hafa
verið gerðar og eru í gangi
á Norðurlöndum og hvetja
til slíkra rannsókna. Ekki
síst er mér þó ætlað í
þessu starfi að viðhalda og
koma á frekara tengslaneti
á milli þeirra aðila sem starfa að
rannsóknum sem hafa neytenda-
mál að markmiði.“
– Hvernig er þessum upplýs-
ingum safnað?
„Nú þegar er búið að safna
saman og setja í gagnagrunn upp-
lýsingar um 350 aðila sem vinna
að neytendarannsóknum á Norð-
urlöndum. Markmiðið með þess-
um gagnagrunni, sem verður opn-
aður formlega á næstu dögum á
Netinu, er að gefa fólki sem sinnir
rannsóknum á þessu sviði tæki-
færi til að komast í tengsl hvað við
annað. Þarna getur fólk nálgast
upplýsingar um hverjir eru að
vinna að hverju – eða þannig.
Fyrsta árið hjá mér í starfi mun
að miklu leyti fara í ferðalög. Ég
þarf að heimsækja þær neytenda-
stofur sem sinna rannsóknum af
þessu tagi á Norðurlöndum. Með
þessu kem ég á frekari tengslum
við þessa aðila.“
– Hvað með niðurstöður á rann-
sóknum?
„Mönnum ber ekki skylda til að
birta þær á gagnagrunninum en
það væri áhrifarík leið fyrir þá til
þess að vekja athygli og auðvelda
öðrum sem vildu hugsanlega sam-
vinnu að hafa samband. Einn hluti
af mínu starfi er og að benda
þessu fólki á hvert það gæti hugs-
anlega leitað eftir styrkjum til að
fjármagna rannsóknir sínar.“
– Eru neytendarannsóknir á
góðu róli á Norðurlöndunum?
„Neytendarannsóknir eru alltaf
að verða viðameiri á Norðurlönd-
um. Noregur er einna lengst kom-
inn á þessu sviði en hér á Íslandi
er mjög mikið starf óunnið í þess-
um efnum. Hér er t.d. engin stofn-
un eða rannsóknarstofa sem sinn-
ir neytendarannsóknum, en slíkar
eru til á öllum hinum Norðurlönd-
unum. Samt sem áður þýðir þetta
ekki að ekki séu stundaðar neyt-
endarannsóknir hér á landi því
neytendarannsóknar snúast ekki
bara um verðsamanburð á matar-
körfum, eins og margir halda.
Neytendarannsóknir eru í fyrsta
lagi mjög þverfaglegar og ekki vel
skilgreindar. Þannig að fólk getur
verið að vinna að rannsókn án
þess að gera sér ljósa grein fyrir
að hún hafi neytenda-
sjónarhorn, ef svo má
segja. Þess ber að geta
að íslenska viðskipta-
ráðuneytið er mjög
hlynnt þessum mála-
flokki og menn þar
hafa mikinn áhuga á að
stuðla að frekari þróun neytenda-
rannsókna hér á landi og eru mjög
ánægðir með að það falli nú í hlut
Íslendinga að veita þessu starfi
forstöðu.“
– Tengist þetta starf þeim
rannsóknum sem þú hefur áður
unnið?
„Ég gerði rannsókn hér fyrir
nokkrum árum í sambandi við
doktorsritgerð mína á vinnuum-
hverfi sem snerti íslenska lífeyr-
iskerfið, verkalýðshreyfinguna og
atvinnurekendur. Það sem nýtist
þaðan er ekki síst að hafa skoðað
uppbyggingu og viðhald tengsla-
neta. Í því verkefni varð ég að
vinna sjálfstætt og það kemur sér
nú vel því í hinu nýja starfi verð ég
vinna mjög sjálfstætt, annars veg-
ar ein með þær upplýsingar sem
ég safna og hins vegar verð ég að
fara víða og hitta marga til þess að
byggja upp enn frekara tengsla-
net sem snertir neytendarann-
sóknirnar.“
– Eru margir Íslendingar
skráðir í gagnagrunn um neyt-
endarannsóknir á Norðurlöndum?
„Nei, þeir eru aðeins þrír af 350
einstaklingum. Hafi fleiri áhuga
þá geta þeir haft samband við mig
á slóðinni: hbaldvins@iceland-
ers.freeserve.co.uk. Ég vil endi-
lega hvetja sem flesta til að hafa
samband um þessi efni, rannsókn-
arfólk sem áhugamenn.“
– Leyfir starfið búsetu þína í
Englandi?
„Já, það er mjög auðvelt, ég
vinn annars vegar við tölvu og í
gegnum síma og hins vegar á
ferðalögum, þannig að búsetan
breytir ekki svo miklu nema hvað
kostnað snertir vegna ferðalaga, í
þeim efnum væri síst ódýrara að
búa hér á landi. Gangi það hins
vegar eftir að koma upp rann-
sóknastofu á Íslandi í neytenda-
málum eins og menn hafa lýst
áhuga á að gera, þá
mun ég vitaskuld flytja
til Íslands.“
– Hver gegndi þessu
starfi á undan þér?
„Daninn Jeppe
Læssöe. Hann hefur
unnið frábært starf og
kom gagnagrunninum vel af stað
sem ég held nú áfram að þróa.
Starf þetta er fárra ára gamalt en
í örri þróun því mjög mikið er að
gerast í neytendamálum á Norð-
urlöndum og í Evrópu enda mörg
stórmál komið upp að undanförnu
sem brenna á fólki og nauðsyn er
að taka á með festu.“
Herdís Dröfn Baldvinsdóttir
Herdís Dröfn Baldvinsdóttir
fæddist 1954 í Reykjavík. Hún
tók stúdentspróf frá Menntaskól-
anum við Hamrahlíð 1976 og tók
síðan BA-próf 1986 í sálarfræði
frá Háskóla Íslands. Mast-
ersprófi lauk hún í vinnusálfræði
og stjórnun frá Lancasterhá-
skóla í Bretlandi og doktorsprófi
frá sama skóla árið 1998 í at-
vinnulífsfræðum og stjórnun.
Herdís er gift Sveini Ágústssyni
húsasmíðameistara og eiga þau
tvo syni, Ágúst Orra og Sigurð
Baldvin. Fjölskyldan býr í Bret-
landi.
Mikið að
gerast í neyt-
endamálum
á Norður-
löndum
BYRJAÐ var að opna veginn norður
í Árneshrepp í vikunni, að norðan-
verðu suður með Kjörvogshlíð, þar
sem fallið höfðu nokkur snjóflóð og
erfitt og seinlegt var að komast í
gegn með einni vél. Síðar var haldið
áfram mokstri og þá byrjað með
tveimur tækjum að sunnan frá
Bjarnarfirði, hjólaskóflu og veghefli,
og náðu tækin saman milli kl. 16 og
17 á fimmtudag.
Að sögn Jóns Harðar, umdæmis-
stjóra Vegagerðarinnar, tók þessi
mokstur um tvo sólarhringa með
þremur vélum og hann sér hvergi í
bókum vegagerðar að mokað hafi
verið norður í Árneshrepp svo
snemma vors síðan vegasamband
komst þar á. Það sama segja eldri
menn hér sem fréttaritari hafði
samband við.
Heimamenn og fleiri segja þennan
mokstur svo auðfenginn vegna ráð-
stefnu sem á að halda í dag, laug-
ardaginn 17. mars. Ber hún heitið
Búseta og menning og mikilvægi
jaðarbyggðar í Árneshreppi og er
haldin af Landvernd.
Vegasam-
bandi við
Árneshrepp
komið á
í mars
ÞYRLA Landhelgisgæslunnar, TF-
LÍF, sótti á fimmtudag skipverja af
Vilhelm Þorsteinssyni EA sem hafði
brotnað á lærlegg. Skipverjinn var
fluttur á slysadeild Landspítala – há-
skólasjúkrahúss í Fossvogi þar sem
hann gekkst undir aðgerð.
Hjálparbeiðni barst Landhelgis-
gæslunni á tíunda tímanum og fór
þyrlan í loftið klukkan 9:52. Flaug
hún að togaranum, sem var að loðnu-
veiðum með nót undan Ingólfshöfða.
Vel gekk að hífa manninn um borð í
þyrluna, sem lenti með hann við spít-
alann kl. 12.05.
Fótbrotinn
skipverji sóttur
á loðnumiðin
♦ ♦ ♦
Ísland verður nú varla land hins himneska friðar þó það takist að
útrýma farfuglum og flugvélum.
2001