Morgunblaðið - 17.03.2001, Page 26

Morgunblaðið - 17.03.2001, Page 26
VIÐSKIPTI 26 LAUGARDAGUR 17. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ Alvöru flotefni H ön nu n: G ís li B . Smiðjuvegur 72, 200 Kópavogur Sími: 564 1740, Fax: 554 1769 I Ð N A Ð A R G Ó L F Efni frá: ABS 147 ABS 147 ABS 154 ABS 316 Í RÆÐU Vilmundar Jósefssonar, formanns Samtaka iðnarins á Iðn- þingi, kom m.a. fram að sú öra samkeppnis- og alþjóðavæðing sem hafi átt sér stað hafi leitt til þess að að alþjóðlegar leikreglur hafi tekið við af heimatilbúnum reglum og pólitískum afskiptum á Íslandi. Vil- mundur sagði að Samtök iðnaðar- ins hafi allt frá árinu 1998 varað við þenslu í hagkerfinu en nú óski samtökin eftir því að slakað verði á klónni með vaxta- og skattalækkun gagnvart fyrirtækjum. Formað- urinn telur að endurskoðun sam- keppnislaganna í fyrra hafi ekki tekist nógu vel og að ekkert hafi verið hlustað á raddir allra helstu samtakanna í atvinnulífinu. Háir vextir bitna á litlum og meðalstórum fyrirtækjum „Alþjóðleg samkeppni er orðin að íslenskum veruleika. Þar skiptir mestu aðild okkar að EES-samn- ingnum, sem jafna má til aukaað- ildar að Evrópusambandinu, en líka fjölmargir fríverslunarsamn- ingar og aðild okkar að Alþjóða- viðskiptastofnuninni – WTO. Sam- keppnin hefur aukist, frelsi í viðskiptum og alþjóðlegar leikregl- ur hafa tekið við af okkar heima- tilbúnu reglum og pólitísku afskipt- um.“ Vilmundur sagði að þessi öra samkeppnis- og alþjóðavæðing ger- ist ekki áreynslulaust. Fyrirtækin þurfi að hagræða og stækka og leita nýrra markaða og nýrrar tækni. Þessar hröðu breytingar kalli líka á skjót viðbrögð og ná- kvæma vöktun hvað varðar efna- hagsstjórnina og við lagasetningu hvers konar. Vilmundur segir að Samtök iðn- aðarins hafi undanfarin ár, eða allt frá árinu 1998, varað við þenslu og hvatt til aðhaldsaðgerða af hálfu opinberra aðila. Nú óski menn eftir því að slakað verði á klónni með vaxta- og skattalækkun gagnvart fyrirtækjunum. „Eftirspurn á vinnumarkaði hér á landi hefur verið mikil og launahækkanir veru- legar, mestar þó undanfarin þrjú ár eða rúm 9% á ári að meðaltali sem er langt umfram verðlagsþró- un. Eftirspurn hefur vaxið mun hraðar en hagvöxturinn og þessi umframeyðsla hefur verið fjár- mögnuð með erlendum lánum. Þrátt fyrir töluvert aðhald í rekstri hins opinbera og hávaxtastefnu Seðlabankans bar efnahagsstarf- semin þanþol hagkerfisins ofurliði árið 1999. Allt frá upphafi þessa hagvaxtarskeiðs 1994–’95 hafa vextir hérlendis verið mun hærri en í nágrannalöndum okkar en nú keyrði gersamlega um þverbak.“ Vilmundur segir hverja vaxta- hækkunin hafa rekið aðra og langt umfram verðbólguna. Þessar vaxtahækkanir hafi verið skiljan- legar og jafnvel ásættanlegar sem skammtímaaðgerð til að keyra nið- ur eftirspurn og hægja á verð- bólgu. „Raunar er vandséð að ís- lenska eyðsluklóin hafi á nokkurn hátt kippt sér upp við þessar vaxta- hækkanir. Stóru fyrirtækin hafa á hinn bóginn leitað út fyrir land- steinana í trausti heitstrenginga Seðlabankans um að verja gengi krónunnar hvað sem á dynur. Mín niðurstaða er því sú að þessar sjö vaxtahækkanir hafi mest bitnað á litlum og meðalstórum fyrirtækj- um sem hafa sótt fjármagn til fjár- festinga og rekstur á innlendan markað.“ Hætta á harðri lendingu Vilmundur segir að hátt raun- gengi, há laun og háir vextir vegi að samkeppnisstöðu íslenskra fyr- irtækja. Markaðshlutdeild fyrir- tækjanna erlendis minnki og halli á viðskiptum við útlönd eykst. Um leið hægi merkjanlega á efnahags- lífinu eins og veltutölur fyrirtækja sýna. Spáð sé samdrætti í fjárfest- ingum sem hafi verið miklar und- anfarin ár og megi í því sambandi vísa til könnunar á vegum Samtaka atvinnulífsins. „Við þessar aðstæð- ur leggjum við hiklaust til að slak- að verði á klónni líkt og verið er að gera í Bandaríkjunum þar sem hagsveiflan er á sama róli og hér. Þar, rétt eins og hér, dregur snögglega úr hagvexti eftir langt og kröftugt hagvaxtarskeið og við- brögðin eru vaxtalækkun og loforð um skattalækkanir á fyrirtæki. Forsætisráðherra hefur boðað að vænta megi vaxta- og skattalækk- ana en þær hafa ekki verið tíma- settar. Hættan er sú að beðið verði of lengi. Harðar aðhaldsaðgerðir á sama tíma og afkoma fyrirtækj- anna og hlutabréfaverð hríðfellur geta leitt til skyndilegs samdráttar í fjárfestingum og þar með hættu á harðri lendingu efnahagslífsins.“ Blindflug í efnahagsmálum vegna skorts á nýjum upplýsingum Vilmundur sagði að þróuð og skilvirk hagstjórn í síbreytilegum heimi byggist á traustum og nýjum upplýsingum. Á Íslandi safni op- inberir aðilar ógrynni upplýsinga sem megi hagnýta í efnahags- stjórn. Upplýsingum um launa- greiðslur, starfsmannafjölda, veltu og afkomu fyrirtækja sé safnað saman hjá skattinum og halda mætti að hér væri grunnur lagður að öflugri og nútímalegri hag- skýrslugerð. „En á þessu sviði er- um við því miður langt á eftir þeim þjóðum sem við viljum bera okkur saman við. Þetta ástand er ekki einasta bagalegt heldur beinlínis hættulegt. Fyrir utan upplýsingar frá örfáum fyrirtækjum, sem skráð eru á hlutabréfamarkaði, eru nýj- ustu opinberar tölur um afkomu fyrirtækja í iðnaði frá árinu 1997. Það er ekki vænlegt að draga mikl- ar ályktanir af þeim varðandi efna- hagsstjórnina á næstu misserum. Blindflug í efnahagsmálum er hið mesta hættuspil.“ Samkeppnisstofnun á villigötum Vilmundur segir að við endur- skoðun samkeppnislaganna hafi verið gerðar á þeim margar breyt- ingar til bóta. „Mun verr tókst hins vegar til við endurskoðun sam- runaákvæðisins og ekkert var hlustað á raddir allra helstu sam- taka í atvinnulífi um stjórnsýslu- þáttinn. Samtök iðnaðarins hafa gagn- rýnt harkalega tilhneigingu sam- keppnisyfirvalda til þess að tryggja samkeppni með því að stjórna upp- byggingu atvinnulífsins í stað þess að beita sér af hörku gegn þeim sem brjóta samkeppnisreglur og misnota markaðsráðandi stöðu.“ Að mati Vilmundar er bann við samruna inngrip í löglega samn- inga fyrirtækja og til þess eigi alls ekki að grípa nema augljóst sé að samruninn valdi slíkri röskun í samfélaginu að ekki verði við unað. „Það er fjarri öllu lagi að slíkt ástand hafi blasað við þegar eitt bakarí keypti annað eða prent- smiðja vildi kaupa aðra. Sam- keppnisráð taldi hins vegar slíka vá fyrir dyrum og lýsti fjálglega því ófremdarástandi sem samruni á þessum tveimur sviðum myndi valda. Reynslan hefur hins vegar sýnt að ekki stendur steinn yfir steini í þeim málatilbúnaði. Sem betur fer tók áfrýjunarnefnd sam- keppnismála fram fyrir hendur samkeppnisráðs í báðum þessum málum. Þrátt fyrir það virðist eng- inn bilbugur á starfsmönnum Sam- keppnisstofnunar að höggva í sama knérunn. Íslensk iðnfyrirtæki geta ekki búið við að vera dæmd til þess að vera smá og svipt mögu- leikanum til að njóta nauðsynlegr- ar stærðarhagkvæmni. Þess vegna verður að breyta samkeppnislög- unum og fella niður heimild til þess að banna samruna en hækka að öðrum kosti verulega þá þröskulda sem settir eru fyrir afskiptum sam- keppnisyfirvalda.“ Óviðunandi að standa utan Evrópusambandsins „Breytt samsetning íslensks at- vinnulífs krefst þess að þeim grein- um sem vaxa hraðast og nýjum vaxtarbroddum verði sköpuð við- unandi rekstrarskilyrði á alþjóð- legan mælikvarða. Það má því ekki láta staðar numið við að tengja Ís- land traustari og nánari böndum við þróunina í Evrópu.“ Vilmundur segir að EES-samn- ingurinn hafi verið góður samning- ur þegar hann var gerður en því miður hafi hann ekki elst eins vel og vonir stóðu til. Til þess séu margar ástæður. Jafnvægið hafi raskast og samningurinn þróist ekki í takt við það sem gerist innan ESB. „Allt veldur þetta því að það er óviðunandi fyrir íslenskan iðnað og atvinnulífið almennt að standa utan ESB og er heldur varla boð- legt fyrir Íslendinga sem sjálf- stæða þjóð að búa við EES-samn- inginn eins og málin hafa þróast á undanförnum misserum. Enn er þó ótalin ein veigamesta ástæðan fyrir því að við gerumst aðilar að ESB. Hún er sú að íslenska krónan er orðin okkur of dýrkeypt. Hún skapar vandamál í hagstjórn, vaxtabyrði og gengissveiflur sem bitna á fyrirtækjunum og gera rekstrarskilyrði þeirra óbærileg. Krónan kemur í veg fyrir eðlilegar fjárfestingar innlendra og erlendra fyrirtækja á Íslandi. Hún er orðin okkur sem myllusteinn um háls. Við þurfum að kasta krónunni og taka upp evru. Til þess þurfum við aðild að ESB. Það er eina leiðin til þess að tryggja stöðugt gengi gagnvart helstu viðskiptalöndum okkar, ná niður vöxtum og tryggja fjárfestingar í atvinnurekstri á Ís- landi.“ Ríkið selt eign sína í 26 fyrirtækjum frá 1991 Geir H. Haarde fjármálaráð- herra sagði í erindi, að einkavæð- ing hafi lengi átt erfitt uppdráttar á Íslandi vegna pólitískra aðstæðna en að nú sé raunverulegur pólitísk- ur ágreiningur um þettta lítill. „Við myndun ríkisstjórnar árið 1991 var mörkuð skýr stefna um að draga úr afskiptum ríkisins af atvinnu- rekstri. Frá árinu 1991 hefur ríkið selt eign sína í 26 fyrirtækjum að hluta eða öllu leyti. Þetta endurspeglar glöggt þá gífurlegu hugarfars- breytingu sem orðið hefur hérlend- is varðandi einkavæðingu. Vel hef- ur tekist til við að skapa raunverulegt og virkt samkeppn- isumhverfi. Sem dæmi um þetta má nefna þær ótrúlegu breytingar sem orðið hafa á fjarskiptamark- aði. Markaðurinn þar sem áður starfaði ein ríkisstofnun í krafti einokunar hefur breyst í lifandi torg þar sem fjöldi fyrirtækja hef- ur hafið starfsemi í öflugu sam- keppnisumhverfi. Geir segir að atvinnurekstur á vegum ríkisins sé á hröðu undan- haldi. Annar ríkisrekstur snúist hins vegar eðli málsins samkvæmt um þá ábyrgð ríkisins að tryggja almenningi tiltekna þjónustu en í því felist ekki endilega að ríkið þurfi sjálft að veita þá þjónustu. „Það eru einkum tvær ástæður fyr- ir aukinni áherslu á rekstrarnýj- ungar í velferðarkerfinu. Í fyrsta lagi stöðugar kröfur um skilvirkni og hagkvæmni í opinberum rekstri og hins vegar sífellt auknar kröfur almennings um bætta þjónustu. Einkaaðilar hafa víða mætt þesum kröfum en gagnrýnin hefur ekki síst beinst að sviðum þar sem op- inberir aðilar hafa verið nær alls- ráðandi, t.d. í mennta- og heil- brigðiskerfinu. Og því er eðlilegt að spurt sé hvers vegna má ekki gefa fleirum tækifæri til þess að spreyta sig á þessum sviðum?“ Geir sagði mörg ónýtt tækifæri vera að finna. Innan fárra ára verði væntanlega lítill sem enginn al- mennur atvinnurekstur á hendi ríkis eða sveitarfélaga. Öðru máli gegi um almanna- og velferðar- þjónustuna. „Ég tel hins vegar að það sé bæði eðlilegt og æskilegt að einkaaðilar komi þar að verki með mismunandi hætti. Ekki til þess að draga úr þjónustunni heldur til þess að gera hana enn betri.“ Leggja ber á hóflegt auðlindagjald Þorsteinn Þorgeirsson, hagfræð- ingur Samtaka iðnaðarins, segir að það þurfi að leggja áherslu á ein- faldleika skattkerfisins til þess að tryggja að tekjuaukning ríkissjóðs síðustu ára verði varanleg. Einfald- leiki skattkerfisins sé best tryggð- ur með því að draga úr fjölda fjár- magnsskatta svo sem eignaskatta og stimpilgjalda sem myndi jafn- framt gera skattkerfið hlutlausara sérstaklega á milli sparnaðar og neyslu. Að sögn Þorsteins er eignar- skattur 1,2% á Íslandi. Hann er hærri hér heldur en í flestum öðr- um löndum. Ísland er eitt af fáum löndum sem leggur á eignarskatt og einungis Sviss sem leggur á hærri eignarskatt heldur en Ísland en aðstæður þar eru mjög sérstak- ar og frábrugðnar öðrum löndum. „Með núverandi reglum getur al- menningur minnkað skattbyrði sína með því að fjárfesta erlendis í sérstökum eignarhaldsfélögum. Að auki eru eignarskattar slæmir að því leyti að þeir skattleggja ekki tekjur og hvetja eigendur til að taka á sig skuldbindingar til þess að minnka skatta sína.“ Vel hannað skattkerfi þarf, að sögn Þorsteins, að vera þannig uppbyggt að það letji fólk ekki til vinnu, leiði til sparnaðar, fjárfest- inga og íþyngi ekki fyrirtækjum í starfsemi sinni. Slíkt skattkerfi auki hagkvæmni í efnahagslífinu og stuðli að sjálfbærri efna- hagsþróun. Enn séu töluverðir meinbugir á íslensku skattkerfi sem þurfi að athuga. Þorsteinn segir að þrátt fyrir að yfirleitt sé bent á lækkanir skatta þegar talað er um breyingar á skattkerfinu þá sé einn skattur sem ætti að leggja á. „Eins og auð- lindanefnd stakk upp á, að leggja á hóflegt auðlindagjald.“ Í erindi Þorsteins kom fram að nú er töluverður umframarður af fiskveiðum sem ekki er skattlagð- ur. „Það er kvótinn sem gengur kaupum og sölum milli einkaaðila fyrir háar fjárhæðir. Sá arður var hóflega metinn af auðlindanefnd upp á 1–2% af vergri landsfram- leiðslu. Ef sá arður yrði hóflega skattlagður myndi það gefa aukið svigrúm til að jafna skattbyrði fyr- irtækja.“ Blindflug í efnahags- málum mikið hættuspil Á Iðnþingi kom m.a fram að Samtök iðnað- arins vilja kasta íslensku krónunni, ganga í ESB og taka upp evruna. Þá segir formaður samtakanna að hættulegt sé að bíða með að slaka á klónni í vaxtamálum og líkir efna- hagsstjórninni við blindflug þar sem nýjar upplýsingar um stöðu mála skorti. Morgunblaðið/Ásdís Vilmundur Jósefsson: „Við þurfum að kasta krónunni og taka upp evru. Til þess þurfum við aðild að ESB.“

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.