Morgunblaðið - 17.03.2001, Side 31

Morgunblaðið - 17.03.2001, Side 31
ÚR VERINU MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. MARS 2001 31 „VERKFALLIÐ kemur á versta tíma fyrir vertíðarbátana. Það hef- ur verið skelfilega lélegt fiskirí í vetur en við höfum fyrst orðið al- mennilega varir síðustu dagana, þegar stóri fiskurinn er að ganga á miðin,“ sagði Þórhallur Frímanns- son, útgerðarmaður og skipstjóri á netabátnum Þorkeli Árnasyni GK frá Sandgerði, þegar Morgunblað- ið ræddi við hann í gær. „Ágrein- ingsatriðin snerta okkur kannski ekki mikið. Þau atriði sem viðræð- urnar stranda á, snúa lítið að báta- flotanum en við lendum í slagnum með þeim stóru. Við löndum til að mynda öllum aflanum á markað og ég hef aldrei látið mína skipverja taka þátt í kvótakaupum. Ég er þess fullviss um að allir í minni áhöfn myndu glaðir vilja róa áfram en við viljum vitaskuld ekki rjúfa eininguna. Mér heyrist sjómenn almennt vera ósáttir við að vera í verkfalli. Það er skiljanlega óþægilegt fyrir mannskapinn að lenda í verkfalli á þriggja ára fresti og vita nánast ekkert fram í tímann, það felst í því mikið óöryggi. Það er ómögulegt að spá fyrir um hversu langt verkfallið verður. Það er margt sem þarf að laga í þessum samningum, sérstaklega slysatryggingar sjómanna sem eru til háborinnar skammar eins og þær eru í dag. Hinsvegar tel ég kröfu sjómanna, um að selja beri allan fisk á markaði, óraunhæfa,“ sagði Þórhallur. Kemur á versta tíma fyrir kvótalausu bátana Erlendur Þórisson, útgerðar- maður og skipstjóri á Guðrúnu Björgu GK í Sandgerði, segir verkfallið leggjast illa í skipverja. Báturinn sé án kvóta og sjómenn- irnir stóli á leigumarkaðinn. „Núna er einmitt góður tími fyrir kvótalausu bátana, verðið á leigu- kvóta hefur lækkað en verðið á afl- anum hækkað. Næsti hálfi mán- uður hefði skipt sköpum fyrir okkur sem þannig er ástatt fyrir, enda hafa aflabrögðin verið að batna. Núna fáum við til dæmis mjög gott verð fyrir gotuna, allt upp í 570 krónur. Ef verkfallið stendur mikið lengur missum við alveg af gotunni. Ég er hræddur um að verkfallið verði töluvert lengra en það. Ég get ekki séð að menn nái saman um að setja allan fisk á markað. Ef það á að vera framkvæmanlegt þarf að stokka upp markaðskerfið, hætta útflutn- ingi á óunnum fiski í gámum og láta útlendingana bjóða í fiskinn hér heima,“ sagði Erlendur. Lendum í slagnum með þeim stóru Skipstjórarnir og útgerðarmennirnir Þórhallur Frímannsson og Er- lendur Þórisson ræddu verkfallsmálin á bryggjunni í Sandgerði í gær. Morgunblaðið/RAX „MÉR lízt mjög illa á þetta verkfall. Það virðist lítill samningsvilji. Mið- að við það sem maður heyrir er ég mjög svartsýnn á að þetta leysist á næstunni. Það er ógeðslegt að þurfa að vera að fara í verkfall eftir að samningar skuli vera búnir að vera lausir svona lengi,“ segir Grétar Rögnvarsson, skipstjóri á Jóni Kjartanssyni SU. „Það er skelfilegt að sjómenn skuli ekki geta fengið það sama og aðrir eins og í slysatryggingum og lífeyrismálum. Nú er svo bara hangs framundan þar til kolmunni tekur við að loknu verkfalli. Loðnu- vertíðin er búin. Maður verður bara að taka þessu með karlmennsku og ró.“ Grétar kom inn með Jón Kjart- ansson kjaftfullan í gærmorgun. Þeir þurftu að kasta fjórum sinnum og fengu auk þess 40 til 50 tonn hjá Sigurði VE. Jón Kjartansson veiddi alls 25.000 til 26.000 tonn af loðnu frá áramótum. Hjá Hraðfrystihúsi Eskifjarðar voru aðeins eftir 1.500 til 2.000 tonn að viðbótinni meðtalinni, en skip félagsins voru búin með kvótann áð- ur en til hennar kom. Grétar segir að vertíðin nú hafi verið allt öðru vísi en aðrar vertíðar. „Við vorum á flottrolli í janúar og febrúar, en á nótinni síðan. Svo er það óvenjulegt að loðnan skuli nán- ast öll hafa verið fyrir vestan. Það var annars mjög mikið af loðnu og blóðugt að þurfa að hætta þessu með svona hætti,“ segir Grétar Rögnvarsson. Lízt illa á þetta verkfall

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.