Morgunblaðið - 17.03.2001, Síða 34
ERLENT
34 LAUGARDAGUR 17. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ
AUSTURRÍSKI hægrimað-
urinn Jörg Haider, sem er
þekktastur erlendis fyrir um-
deild ummæli um nasista, hef-
ur óskað eftir
einkarétti á
nafni sínu til
að hægri-
menn í öðr-
um löndum
geti ekki not-
fært sér
frægð hans.
Haider
kveðst hafa
þurft að gera þetta vegna
þess að hvorki meira né
minna en tíu ítalskir flokkar
hafi notað nafn hans í áróð-
ursskyni fyrir þingkosningar
á Ítalíu, að sögn austurríska
ríkissjónvarpsins ORF.
Flokkur Haiders, Frelsis-
flokkurinn, myndaði stjórn
með Þjóðarflokknum á síðasta
ári. Það varð til þess að önnur
ríki Evrópusambandsins
gerðu ráðstafanir til þess að
einangra austurrísku stjórn-
ina og sökuðu Haider um
kynþáttafordóma og útlend-
ingahatur.
Haider er enn mjög áhrifa-
mikill í Frelsisflokknum þótt
hann hafi sagt af sér sem leið-
togi hans.
GOLFARAR í Bandaríkjunum eru
komnir í hár saman út af kúlu.
Hreinstefnumenn segja þessa nýju
langfleygu kúlu vera lítillækkun á
íþróttinni, því hún geri meðalmenn-
um kleift að keppa við þá bestu.
En þeir sem nota nýju kúluna
segja hana vera bestu uppfinninguna
í íþróttinni síðan golfbíllinn kom til
sögunnar. Atvinnumenn sem nota
nýju kúluna, Titleist Pro V1, hafa nú
unnið 13 af 17 PGA-mótum sem
haldin hafa verið síðan kúlan var
kynnt í október sl.
Meðal þeirra sem ekki nota kúl-
una eru Tiger Woods sem hefur ekki
unnið mót á þessu ári. Sé kúlan sleg-
in rétt fer hún hraðar og snýst minna
en aðrar gerðir af kúlum. Ferill
hennar er flatari og því hefur vindur
síður áhrif á hana. Þetta þýðir að í
upphafshöggi getur hún farið ótrú-
lega langt. Í inná-skoti fer hún bratt
niður. Þótt hún sé í samræmi við op-
inberar viðmiðunarreglur telja sum-
ir að kúlan sé ekki í samræmi við
anda íþróttarinnar.
FLUGRÆNINGI, flugfreyja og
farþegi féllu í gærmorgun, þegar
saudi-arabískir sérsveitarliðar réð-
ust til inngöngu í rússneska far-
þegaþotu sem þrír tsjetsjneskir
flugræningjar höfðu á valdi sínu á
flugvellinum í Medina í Sádí-Arab-
íu.
Ríkissjónvarp Sádí-Arabíu sýndi
myndir af því þegar um tugur
vopnaðra hermanna ruddi sér leið
inn um dyr og glugga á stjórnklefa
þotunnar. Nokkru síðar sáust her-
menn halda niðri tveimur hand-
járnuðum ræningjum á flugbraut-
inni og farþegar flýðu út úr vélinni
niður landganga.
Kröfðust
eldsneytis
„Árásinni lauk með því að einn
flugræningi féll, einn farþegi og
ein flugfreyja sem flugræningi
myrti,“ hafði fréttastofan SPA eft-
ir talsmanni saudíska innanríkis-
ráðuneytisins. Háttsettur sádí-ar-
abískur embættismaður sagði að
einn ræningjanna hefði myrt flug-
freyjuna og hefðu sérsveitarmenn
svarað í sömu mynt og fellt ræn-
ingjann. Farþeginn sem féll var 27
ára Tyrki.
Þotan er af gerðinni Tupol-
ev-156. Henni var rænt skömmu
eftir flugtak frá Istanbúl í Tyrk-
landi í fyrradag. Var ferðinni heit-
ið til Moskvu, og voru 162 farþeg-
ar og 12 manna áhöfn um borð.
Ræningjar vopnaðir hnífum kröfð-
ust þess að farið yrði með þá til
arabalands, og nokkrum tímum
síðar lenti þotan í Medina.
Þar hófust samningaviðræður
milli ræningjanna og saudískra yf-
irvalda. Ræningjarnir slepptu um
50 farþegum, en kröfðust þess að
nægt eldsneyti yrði sett á vélina til
að hægt væri að fljúga henni um
5.000 km leið. Rússneskur dipló-
mati sagði að ræningjarnir hefðu
ennfremur gert „fremur óljósar
pólitískar kröfur varðandi stríðið í
Tsjetsjníu“. Rauðum, hvítum og
grænum fána Tsjetsjníu hafði ver-
ið sveipað um eina hurð vélarinn-
ar. Fljótlega eftir að vélinni var
rænt var haft eftir flugstjóra
hennar að ræningjarnir krefðust
þess að Rússar létu af hernaði í
Tsjetsjníu.
Óstaðfestar heimildir voru fyrir
því í gær að ræningjarnir hafi ver-
ið Aslanbek Arsajev, fyrrverandi
ríkisöryggismálaráðherra Tsjetsj-
níu, Stupian bróðir hans og sonur
Stupians. Arsajev hafi barist í
fyrra stríði tsjetsneskra aðskiln-
aðarsinna gegn Rússum, en særst.
Sameiginleg
ákvörðun
Talsmaður sádí-arabíska innan-
ríkisráðuneytisins sagði að ákvörð-
unin um að ráðast inn í vélina hafi
verið sameiginleg af hálfu sádí-
arabískra og rússneskra yfirvalda
eftir að samningaviðræður við
ræningjana sigldu í strand. Sagði
talsmaðurinn ennfremur að Rúss-
ar hefðu boðist til að senda til
Medina í snatri sveit manna er
væru sérþjálfaðir í að berjast við
hryðjuverkamenn, en sádí-arabísk
yfirvöld hefðu aftekið það með
öllu.
Flugvallarstarfsmaður sagði að
nokkrum sérsveitarmönnum hefði
tekist að komast að vélinni dulbún-
ir sem hreingerningar- eða tækni-
menn.
Rússneskur stjórnarerindreki
sagði að rússnesk yfirvöld hefðu
sent Tupolev-156 þotu til Medina í
fyrrinótt til að sérsveitarmennirnir
gætu æft sig fyrir innrásina.
Farþegarnir í þotunni voru
flestir Rússar og Tyrkir. Þeir voru
fluttir á hótel í Medina. Haft var
eftir rússneskri konu um vistina
um borð í vélinni: „Ég sá þrjá
ræningja. Þeir komu vel fram við
okkur, en stundum hótuðu þeir að
sprengja vélina í loft upp. Við vor-
um hrædd og áhyggjufull. Nú er
ég þreytt.“
Tsjetsjnesku flugræningjarnir yfirbugaðir á flugvellinum í Medina í Sádí-Arabíu
Þrennt
lét lífið í
árás á
þotuna
AP
Sádí-arabískir sérsveitarmenn halda manni niðri á flugvellinum í Medina eftir að hafa ráðist um borð í rúss-
nesku farþegaþotuna til að yfirbuga flugræningjana eftir að þeir hótuðu að sprengja hana í loft upp.
Reuters
Farþegar streyma frá borði eftir að sérsveitarmenn réðust inn í þotuna.
Riyadh, Dubai, Ankara, Medina. AFP, Reuters.
BANDARÍSKIR lögreglumenn
hafa ráðist inn á heimili konu í
Kaliforníu, eiganda ættleiðing-
arfyrirtækis sem seldi unga tví-
bura tvisvar sinnum í gegnum
Netið, og tekið af henni þrjú smá-
börn sem hún hafði ættleitt með
ástkonu sinni.
Börnin þrjú voru færð í umsjá
bandarískra barnaverndaryf-
irvalda. Bandaríska alrík-
islögreglan, FBI, lagði einnig
hald á skjöl og tölvubúnað á
heimili konunnar, Tinu Johnson,
og ástkonu hennar, Peggy Phile,
í El Cajon, einu úthverfa San
Diego.
Konurnar sæta nú rannsókn
FBI vegna hugsanlegra fjársvika
í tengslum við ættleiðingu tvíbur-
anna í gegnum Netið.
Hjón í Kaliforníu, Richard og
Vicky Allen, segjast hafa greitt
Johnson 6.000 dali, jafnvirði
rúmrar hálfrar milljónar króna,
fyrir ættleiðingu tvíburanna í
nóvember.
Hjón í Wales, Alan og Judith
Kilshaw, greiddu hins vegar
Johnson helmingi hærri fjárhæð
fyrir sömu tvíbura í janúar. Þau
segjast ekki hafa vitað að börnin
hafi þegar verið ættleidd.
Hjónin í Kaliforníu féllu frá
kröfu sinni til tvíburanna eftir að
Richard Allen var handtekinn í
vikunni sem leið fyrir að áreita
tvær stúlkur á táningsaldri. Hjón-
in í Wales berjast hins vegar enn
fyrir því að endurheimta tví-
burana sem eru nú á fósturheim-
ili í Bretlandi.
Börn tekin af konu sem
seldi „nettvíburana“
Los Angeles. The Daily Telegraph.
Haider
vill einka-
rétt á
nafni sínu
Vín. Reuters.
Jörg Haider
Langfleyg
golfkúla
New York. The Daily Telegraph.
BÆNDUR í Norður-Noregi óttast
að franski kvikmyndaleikarinn Ger-
ard Depardieu geti borið með sér
gin- og klaufaveiki en hann mun
leika í myndinni „Ég er Dina“ er
gerð verður eftir sögu Herbjørg
Wassmo. Vilja þeir að leikarinn og
aðrir erlendir starfsmenn kvik-
myndafyrirtækisins verði sótt-
hreinsaðir.
„Depardieu á eftir að fara nokkr-
um sinnum milli Bodø og Parísar í
vor og sumar. Verður hann alltaf
sótthreinsaður?“ spyr einn
bændanna. Hjónin Oddbjørn og Ast-
rid Olsen búa í næsta nágrenni við
Kjerringøy þar sem myndatökuliðið
verður með aðsetur. Elsti sonur
þeirra fékk aukahlutverk í myndinni
og kom heim í fyrradag eftir að hafa
prófað búninga „sem hann fékk hjá
einhverjum frönskum búningahönn-
uðum“ að sögn hjónanna í viðtali við
blaðið Nordlands Framtid.
„Nú bönnum við syni okkar að
fara inn í hlöðu,“ sögðu þau.
Norður-Noregur
Depardieu
smitberi?
Ósló. Reuters.
♦ ♦ ♦