Morgunblaðið - 17.03.2001, Side 35
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. MARS 2001 35
Á TÓNLEIKUM Sinfóníuhljóm-
sveitar áhugamanna sem hefjast á
morgun kl. 17, verða frumflutt tvö
ný íslensk tónverk eftir Óliver
Kentish, Sonnetta fyrir strengja-
sveit og hörpu og Triptych fyrir
selló og strengjasveit. Þá verður
fluttur ljóðaflokkurinn Sumarnætur
eftir Hector Berlioz. Sigrún Jóns-
dóttir syngur þar einsöng en Gunn-
ar Kvaran mun leika einleik í frum-
flutningi tónverksins Tryptich.
Óliver Kentish mun stjórna sveit-
inni á tónleikunum á morgun, sem
eru þeir fimmtu á þessu starfsári.
Hann hefur stjórnað sveitinni á ein-
um tónleikum á ári undanfarið, og
var það að hans tillögu að sveitin
frumflytur verk eftir hann nú. „Sin-
fóníuhljómsveit áhugamanna hefur
verið ötul við það að frumflytja verk
eftir íslensk tónskáld og hefur með
framtaki sínu skapað okkur tón-
skáldum mikilvægan vettvang,“ seg-
ir hann.
Sinfóníuhljómsveit áhugamanna
hefur starfað óslitið frá árinu 1990
og kemur hún jafnan komið fram
opinberlega nokkrum sinnum á ári.
Sveitin veitir áhugafólki í hljóðfæra-
leik tækifæri til að stunda tónlist og
nemendum til aukins þroska og
þjálfunar í hljómsveitarleik. Auk
þess nýtist hún starfandi tónlistar-
kennurum sem vettvangur til að við-
halda færni sinni í hljóðfæraleik.
Ingvar Jónasson hefur verið aðal-
stjórnandi og driffjöður hljómsveit-
arinnar frá upphafi.
Ljóðrænt og hæglátt
Efnisskráin hefst á flutningi á
Sonnettu fyrir strengjasveit og
hörpu og segir Óliver þar vera um
nokkurs konar tækifærisverk að
ræða. Megininntak verksins er sótt
í lokalínur XVIII. sonnettu Shake-
speares í þýðingu Daníels Á. Dan-
íelssonar: „uns augu ei sjá né bifast
barmur manns, / minn bragur lifir –
þú í línum hans“. Verkið er jafn-
framt uppbyggt líkt og sonnetta,
þar sem þrír meginkaflar samsvara
þremur fjögurra lína hendingum en
niðurlagið er hugsað sem lokalín-
urnar tvær. „Það er mikil ró yfir
verkinu, og segja má að það lýsi
blendnum tilfinningum. Það má
raunar skilgreina verkið ýmist sem
ástarljóð eða harmljóð, allt eftir því
hvernig áheyrandinn upplifir það,“
segir Óliver.
Tónverkið Triptych fyrir selló og
strengi er öllu meira verk, en það
tekur um 25 mínútur í flutningi og
verður á dagskrá eftir hlé. „Verkið
var samið með Gunnar Kvaran
sellóleikara í huga og var hann svo
vinsamlegur að taka það að sér að
frumflytja það,“ segir tónskáldið.
Triptych er tregafullt verk, sem
samið er í minningu stjúpföður og
tengdamóður Ólivers en þau létust
bæði fyrir tveimur árum. „Tryptich
merkir „altaristafla í þremur hlut-
um“, en í raun er hér um að ræða
tvö verk sem ég skeyti saman í eitt.
Fyrsti og síðasti hlutinn fjalla um
stjúpföður minn en miðhlutinn,
Tregróf, er um tengdamóður mína.
Ég kalla þetta í raun hugleiðingu í
þremur hlutum fyrir selló og
strengi. Þetta er mjög hægfara og
innhverf tónlist, en sellóið fær m.a.
það hlutverk að túlka hið innra líf
mannsins.“
Óliver segir að um sé að ræða
frumflutning á hljómsveitargerð
Ljóðaflokksins Sumarnætur eftir
Berlioz. „Sem er nokkuð merkilegt,
þar sem um er að ræða rúmlega 150
ára gamalt verk. Þetta er mjög sér-
stök tónlist, en segja má að Berlioz
hafi verið á undan sínum samtíma í
verkinu. Það er hárómantískt, tært
og viðkvæmnislegt verk.“
Óliver bendir á að verkin á efnis-
skránni myndi ákveðna heild, þau
séu öll á mjög ljóðrænum og hæg-
látum nótum sem reyni nokkuð á
hljómsveitina sem þarf stöðugt að
hemja sig og leggja sig eftir því að
halda hinum hæga tóni.
Óliver segist að lokum þakklátur
fyrir að fá tækifæri til að stjórna
hljómsveitinni og fá verk verkin sín
frumflutt. „Sveitin vinnur ákaflega
gott starf og er sífellt að eflast.
Þetta er mikilvæg starfsemi og er
hún vonandi komin til að vera. Ég
vil því hvetja fólk til að koma og
hlýða á tónleikana á morgun.“ Tón-
leikarnir hefjast sem fyrr segir kl.
17 og verða haldnir í Neskirkju við
Hagatorg.
Sinfóníuhljómsveit áhugamanna heldur tónleika í Neskirkju á morgun
„Sveitin hefur unnið ötult starf
við að frumflytja íslensk verk“
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Sinfóníuhljómsveit áhugamanna ásamt Sigrúnu Jónsdóttur messósópran og Óliver Kentish stjórnanda.
ÚTGÁFUFYRIRTÆKIÐ
Genealogia Islandorum, Gen.is,
hefur gert starfslokasamning
við Þorstein
Jónsson, ætt-
fræðing og út-
gáfustjóra
Sögusteins,
sem annast
ættfræðiút-
gáfu innan
Gen.is.
Tryggvi Pét-
ursson, stjórn-
arformaður
Gen.is, segir
starfslokasamninginn hafa ver-
ið gerðan í fullu bróðerni við
Þorstein og að fyrirtækið hyggi
á breytingar í rekstri sínum.
„Þorsteinn hefur átt þátt í
uppbyggingu fyrirtækisins og
nú er tími til kominn að það
þróist áfram. Þannig ganga
málin gjarnan fyrir sig þegar
verið er að byggja upp fyrir-
tæki. Þetta hefur verið gert í
bróðerni og án nokkurra
átaka,“ segir Tryggvi.
Nýlega lét Jóhann Páll
Valdimarsson, fyrrum fram-
kvæmdastjóri Gen.is og út-
gáfustjóri dótturfyrirtækisins
JPV-forlag, af störfum hjá fyr-
irtækinu, og stofnaði ásamt
nokkrum aðilum eigið hluta-
félag, JPV-útgáfu. Tryggvi
segir þær breytingar hafa verið
eðlilegt framhald af þróun fyr-
irtækisins, þar sem starf Jó-
hanns Páls á vegum JPV-for-
lags, hafi ekki átt nægilega
heima í starfsemi Gen.is.
Tryggvi segir jafnframt að
breytingar séu framundan hjá
fyrirtækinu sem skýrist á
næstunni.
Breyt-
ingar í
rekstri
Gen.is
Þorsteinn
Jónsson