Morgunblaðið - 17.03.2001, Síða 41
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. MARS 2001 41
NÁMSKEIÐ Bandarísku
lungnasamtakanna fyrir reyk-
ingafólk sem vill losna undan
ánauð nikótínsins tekur sjö
vikur og nemendurnir geta
sjálfir ákveðið hvenær þeir
mæta í tíma. Hvort heldur er í
bítið eða rétt fyrir svefninn.
Þetta er vegna þess að nám-
skeiðið er nú haldið á Netinu
(www.lungusa.org).
„Okkur er mikið í mun að
ná til reykingafólks hvar sem
er,“ sagði Mary Ella Douglas,
framkvæmdastjóri Virginíu-
deildar samtakanna, sem setti
saman netnámskeiðið. „Við
teljum að þetta sé rétta leið-
in.“
Lungnasamtökin eru ekki
fyrst til að bjóða upp á svona
námskeið á Netinu. Vefsetur
á borð við Quitnet.org, Reyk-
lausa kaffihúsið (No Smoke
Cafe) og About.com hafa veitt
reykingafólki, sem vill hætta,
ráðgjöf á Netinu í allmörg ár.
Reyndar er fullt af netfyrir-
tækjum sem bjóða upp á allt frá
jurtaseyði til dáleiðslu til að hjálpa
fólki að hætta „án tafar og án óþæg-
inda“.
En framtak Lungnasamtakanna
er fyrsta skiptið sem almenn heil-
brigðissamtök grípa til aðferða sem
enn hafa ekki sannað gildi sitt – það
er að segja, að nota Netið til að
breyta ávanahegðun. Þvert ofan í
ráðleggingar vísindamanna er sinna
rannsóknum á heilbrigðismálum
gerðu samtökin ekki prófanir á nám-
skeiðinu áður en því var hleypt af
stokkunum.
„Við höfum tuttugu ára reynslu af
rekstri miðstöðva þar sem fólki er
hjálpað að hætta að reykja,“ segir
Douglas, „og ég held að við getum
boðið hana fólki sem vill hætta en
getur ekki komið í miðstöðvarnar.
Þeir eru ekki margir sem geta mætt
á námskeið einu sinni í viku í sjö vik-
ur í eina og hálfa til tvær klukku-
stundir í senn.“
Áhuginn er svo sannarlega fyrir
hendi. Að sögn Chris Carters,
framkvæmdastjóra Quitnet,
hefur um það bil ein milljón
reykingamanna heimsótt vef-
setrið síðan það var opnað
1995. Á undanförnu ári hafa
viðbrögð verið mikil við rann-
sóknarverkefni vísindamanna
við Háskólann í Kaliforníu,
San Francisco, stopsmoking.-
ucsf.edu. Framkvæmdastjóri
verkefnisins, Ricardo F. Mun-
oz, segir að hingað til hafi
margir gestanna verið stór-
reykingafólk sem sé yfirleitt
vel menntað, í milli- eða efri
millistétt. Þrír af hverjum fjór-
um eru konur. Nýlega var
bætt við spænskri útgáfu á
vefsetur verkefnisins.
Rannsóknir sýna að jafnan
vilja um þrír af hverjum fjór-
um reykingamönnum hætta.
En einungis um 15% þeirra
fara á námskeið. Þessi hópur
fólks sem hættir af sjálfs-
dáðum veitir að mati lækna
gott tækifæri til að bæta al-
mennt heilsufar, vegna þess að ár-
angur af námskeiðum er yfirleitt um
25% á ári. Á fyrstu vikunni heim-
sóttu um 650 manns vefsíðu
Lungnasamtakanna. „Ég er ekki
viss um að allir geri sér grein fyrir
því hversu mikil skömm er enn
bundin reykingum, og því að reyna
að hætta en mistakast,“ segir
Douglas. „Nú getur fólk notað mið-
stöðina okkar án þess að aðrir viti af
því og leitað ráða hvenær sem það
þarf á að halda.“
Hjálpa fólki að hætta reykingum
Námskeið á Netinu
Los Angeles Times.
Margir reykingamenn verða þeirri stundu
fegnastir þegar þeir losna við tóbakið.
Reuters
TVEIR skammtar af nikótíni
eru betri en einn ef maður
vill hætta að reykja, sam-
kvæmt niðurstöðum rann-
sóknar er gerð var í Frakk-
landi. Samkvæmt henni eru
líkur á að reykingamenn eigi
meiri möguleika á að hætta ef
þeir nota bæði nikótíninnönd-
unarstaut og nikótínplástur
en ef þeir nota einungis
stautinn.
Eftir einn og hálfan mánuð
höfðu 60,5% þeirra sem not-
uðu hvort tveggja hætt en að-
eins 47,5% þeirra sem notuðu
einungis stautinn, samkvæmt
niðurstöðunum. Eftir þrjá
mánuði var hlutfallið 42% og
31 prósent. Eftir eitt ár
19,5% og 14 prósent. Niður-
stöður rannsóknarinnar eru
birtar í nýlegu hefti Archives
of Internal Medicine.
Dauðsföll af völdum tób-
aksneyslu eru 3,5 milljónir í
heiminum á ári hverju. Al-
þjóðaheilbrigðismálastofnunin
(WHO) spáir því að 2020
verði árleg dauðsföll vegna
tóbaks fleiri en samanlagður
fjöldi dauðsfalla af völdum
alnæmis, umferðarslysa,
morða, sjálfsmorða, ólöglegra
fíkniefna og áfengisneyslu.
Plástur
og stautur
saman
besta
aðferðin
The New York Times Syndicate.
LÆKNAR í Bretlandi segja að
verkjalyf, sem gefið er með nefúða,
sé jafn áhrifaríkt, hraðvirkara og
sársaukaminna en að gefa það með
sprautu þegar beinbrot er með-
höndlað. Dr. Jason Kendall stjórnaði
rannsókn er unnin var á Frenchay-
sjúkrahúsinu í Bristol á Englandi og
er greint frá niðurstöðunum í Brit-
ish Medical Journal 3. febrúar.
Frá 1997 til 1999 báru Kendall og
samstarfsmenn hans saman þann
sársauka er hlaust af verkjalyfjagjöf
með úða og sprautu hjá yfir 400
drengjum og stúlkum á aldrinum
þriggja til sextán ára. Voru börnin
til meðferðar á bráðamóttöku vegna
handleggs- eða fótbrots. Sjúkling-
arnir fengu annaðhvort einn
skammt af morfínúða eða morfín
sprautað í vöðva. Úðinn linaði sárs-
auka hraðar en sprautan og var enn
virkur eftir hálfa klukkustund. Það
olli óþægindum hjá 20% sjúkling-
anna, en 90% þeirra fundu til óþæg-
inda af völdum sprautunnar. Og
annað hvert barn grét eða æpti þeg-
ar það var sprautað, en einungis 3%
þeirra sem fengu úðann grétu eða
æptu.
Foreldrar næstum allra barnanna
töldu að úðaaðferðin væri viðunandi
leið til að lina verki, en 72% foreldra
höfðu sömu jákvæðu skoðun á
sprautum. Engan óvæntar auka-
verkanir komu í ljós við hvoruga
meðferðina.
Verkjalyf í nefúða
New York. Reuters.
TENGLAR
..............................................
British Medical Journal: www.bmj.com
BÖRN allt niður í tveggja ára aldur
kunna að verða fyrir áhrifum af 30
sekúndna sjónvarpsauglýsingum er
varðar matarval, að því er vísinda-
menn segja.
Komust þeir að því, að hópur
barna á aldrinum tveggja til sex ára
var líklegri til að velja matvörur
sem hann sá auglýstar en börn sem
höfðu ekki séð auglýsingarnar.
Reyndar dugðu ein eða tvær auglýs-
ingar til að hafa áhrif á val
barnanna.
Þessar niðurstöður eru mikilvæg-
ar í ljósi þess að sífellt fleiri börn
þjást af offitu, að mati Dinu L.G.
Borzekowski við Mount Sinai-
læknaskólann í New York og dr.
Thomas N. Robinsons við For-
varnarannsóknarmiðstöðina við
Stanfordháskóla í Paolo Alto í Kali-
forníu.
„Sumir vísindamenn telja að of-
fita barna stafi af því að börn eyði
meiri tíma í að horfa á sjónvarpið en
nokkuð annað sem þau gera á með-
an þau eru vakandi, og sjái því sí-
fellt myndir af fitu- og orkuríkum
mat,“ skrifa höfundarnir.
Nauðsynlegt er að foreldrar átti
sig á áhrifum auglýsinga á ung börn
og takmarki þann tíma sem þau
eyða fyrir framan sjónvarpið, sagði
Borzekowski í samtali við Reuters-
fréttastofuna. „Sama auglýsingin
dynur á börnum aftur og aftur. En
það þarf ekki endurtekningu til,
auglýsingar geta náð að hafa sín
áhrif með bara einni sýningu,“ sagði
hún.
Borzekowski og Robinson báðu
46 smábörn að horfa á myndband
með eða án auglýsinga, og báðu þau
síðan að velja þær matvörur sem
þau vildu af níu pörum af svipuðum
tegundum, til dæmis kleinuhringj-
um, ávaxtasafa, hnetusmjöri og
súkkulaðistykkjum.
Niðurstöðurnar eru birtar í jan-
úarhefti Journal of the American
Dietetic Association, og sýna fram
á, að börn sem horfðu á auglýsingar
voru umtalsvert líklegri til að velja
þær tegundir sem höfðu verið aug-
lýstar. Auglýsingar á nýjum vörum
voru sérstaklega áhrifaríkar.
Sífellt auknar vísbendingar um
áhrif sjónvarpsáhorfs á börn urðu
til þess að bandaríska þingið sam-
þykkti 1990 lög sem takmarka aug-
lýsingar í barnadagskrá við rétt
rúmar tíu mínútur á klukkustund
um helgar og 12 mínútur á klukku-
stund á virkum dögum.
Auglýsingar geta ráðið
fæðuvali smábarna
New York. Reuters.
Associated Press
Lengi býr að fyrstu gerð.
TENGLAR
.....................................................
Journal of the American Dietetic
Association: www.eatright.org/journal
NEFND á vegum breskra stjórn-
valda hefur lagt til að megrunarlyfið
Xenical verði niðurgreitt fyrir of-
fitusjúklinga. Sú niðurgreiðsla verð-
ur þó bundin ákveðnum skilyrðum.
Talið er að þessi tillaga komi til
með að auka útgjöld breska heil-
brigðiskerfisins um 12 milljónir
sterlingspunda á ári eða 1.500 millj-
ónir króna.
Lyfið Xenical, sem inniheldur
virka efnið orlistat, er hið fyrsta
sem fram kemur sem hindrar fitu-
söfnun líkamans.
Hingað til hafa grenningarlyf átt
það sameiginlegt að slá á matarlyst.
Xenical dregur úr verkun svo-
nefndra lípasa sem eru ensím er
melta fitu í meltingarvegi. Af þeim
sökum brotnar hluti fitu í fæðunni
Offitulyf niðurgreitt
ekki niður og frásogast ekki. Lyfið
dregur ekki úr matarlyst.
Breska nefndin leggur til að of-
fitusjúklingar fái lyfið hafi þeir upp-
fyllt tiltekin skilyrði. Þeir verða að
hafa grennst um 2,5 kíló í mánuðin-
um á undan með megrun og hreyf-
ingu. Svonefnt BMI-vægi (hlutfall
þyngdar og hæðar) þarf að vera 28
og yfir. Þá er og gert ráð fyrir að
sjúklingar sem þjást af alvarlegum
sjúkdómum, svo sem sykursýki eða
of háum blóðþrýstingi, geti einnig
fengið lyfið niðurgreitt.
Í Englandi og Wales er talið að
notendum Xenical muni fjölga um
11.000 manns verði tillögur þessar
að veruleika en fastlega er búist við
að heilbrigðisyfirvöld samþykki
þær.
Offita er nú talin til alvarlegri
heilbrigðisvandamála á Bretlandi
líkt og víðast hvar á Vesturlöndum.
Einn af hverjum fimm Bretum telst
of feitur og hefur sá fjöldi þrefaldast
á síðustu 20 árum. Árið 1998 er talið
að fleiri en 30.000 ótímabær dauðs-
föll á Bretlandi hafi mátt rekja til
offitu með tilheyrandi kostnaði fyrir
heilbrigðis- og hagkerfið.
Á Íslandi er Xenical ekki niður-
greitt en ákveðnir sjúklingar geta
fengið lyfið niðurgreitt með því að
framvísa lyfjakorti. Í lyfjaverslun
fengust þær upplýsingar að mán-
aðarskammtur af Xenical kosti um
8.000 krónur. Lyfið virðist því ódýr-
ara í Bretlandi því þar kostar mán-
aðarskammtur 40 pund eða 5.000
krónur.