Morgunblaðið - 17.03.2001, Page 43

Morgunblaðið - 17.03.2001, Page 43
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. MARS 2001 43 mark. Nokkur tími líður frá því að við setjum vatnið upp þar til það sýður, en miklu lengri tími mundi líða þar til það hefði allt gufað upp. Þessi tímamunur stafar af því að talan 2260 kJ/kg um uppgufunar- varmann hér á undan er svo miklu stærri en talan 420 kJ/kg sem lýsir varmanum sem þarf til að hita vatn- ið upp í suðumark. Við getum til dæmis auðveldlega reiknað hversu margar kílóvatt- stundir þarf til að breyta 1 kg af vatni í gufu: 1 kg * 2260 kJ/kg * kWh/(3600 kWs) = 0,63 kWh Hér höfum við notað að 1 Ws (vattsekúnda) er sama og 1 J (júl) og að klukkustundin (h) er 3600 sekúndur (s). Ef eldavélarplatan tekur til dæmis 1 kW þýðir þetta að hún er um 38 mínútur að breyta öllu vatninu í gufu, ef engin orka fer til spillis. En snúum okkur nú aftur að handklæðinu og flöskunni og hugs- um okkur að því sé vafið utan um hana og loftið í kring sé hlýtt og þurrt og hafi greiðan aðgang að handklæðinu. Uppgufun verður þá ör og veldur því að vatnið sem situr eftir í handklæðinu kólnar ásamt flöskunni, enda er hitun af völdum loftsins í kring í fyrstu ekki nógu ör til að vinna gegn þessu. Að lokum myndast þó jafnvægi þar sem flask- an er kaldari en umhverfið og það jafnvægi getur staðið meðan hand- klæðið er blautt. Við sjáum sömu aðferðir í notkun í heitum löndum þegar fólk notar leirker til að kæla vökva eða hluti í honum. Þar kemur gljúpur leirinn í stað handklæðisins í spurningunni og örvar uppgufunina sem leiðir síð- an til kælingar. – Við finnum líka stundum hliðstæð áhrif á eigin skinni. Til dæmis verðum við fyrir meiri kælingu þegar við komum blaut upp úr sundlaug en þegar húðin er þurr. Og ef við erum í blautum fötum í kulda (og trekki!) er meiri hætta á ofkælingu en ef föt- in eru þurr. Þá er einangrun fatanna að vísu líka minni. Höfundur þakkar Ara Ólafssyni og Leó Kristjánssyni yfirlestur og ábendingar. Þorsteinn Vilhjálmsson, prófessor í vís- indasögu og eðlisfræði við HÍ og ritstjóri Vísindavefjarins. N ýjasta tölublað MANNLÍFS er komið á sölustaði og kennir þar margra grasa. Þar er t.d. fjallað um norræna hönnun, sérkennileg veski Bjarkar Guðmundsdóttur og nýja sólódiska Jakobs Magnússonar og Egils Ólafssonar. Bryndís Loftsdóttir sýnir upp- áhaldshlutina sína og Sif Vígþórsdóttir, skóla- stjóri á Hallormsstað, segir frá baráttu sinni við krabbamein en hún hefur þrisvar sinnum farið í uppskurð. Dansi er gert hátt undir höfði að þessu sinni en birtar eru myndir af Íslenska dansflokknum sem nú sýnir þrjá nýja dansa í Borgarleikhúsinu auk þess sem litið var inn á Íslandsmeistaramótið í standarddöns- um og suðuramerískum dönsum. Starfsmenn MANNLÍFS gera víðreist í þessu blaði. Björn Blöndal ljósmyndari hélt til Kanaríeyja þar sem hann tók glæsilegan myndaþátt um sum- artískuna, Nína Björk Jónsdóttir fréttamaður brá sér til Suður-Frakklands og kynnti sér sögu baguettsins, Snorri G. Bergsson sagnfræðingur hélt til Jerúsalem og skrifaði um það skemmtilega grein sem heitir Betlarar og byssumenn og Gerður Kristný ritstjóri tók hús á norska málaranum Odd Nerdrum í Ósló. M AN N LÍ F S P E N N A N D I , F L O T T O G F J Ö L B R E Y T T Í Reykjavík er að finna mörg dularfull drauga- hús þar sem miðilsfund- ir voru haldnir, stólar tókust á loft og útfrymið flaut um gólf. Blaða- maður og ljósmyndari heimsóttu hús þar sem miðilsstarf fór eitt sinn fram og athuguðu hvort andarannsóknarmenn hefðu skilið þar eitthvað eftir sig. Karlmaður, sem handtekinn var á Keflavíkur- flugvelli á leiðinni frá Danmörku með hass í fórum sínum, segir frá því hvers vegna hann tók að sér að gerast burðardýr og hverjar afleiðingarnar urðu. Tískuhönnuð- irnir hafa skil- greint kynþokka upp á nýtt. Sumartískan er að minnsta kosti eitur- spennandi. Sjá- ið myndirnar frá tískusýningum Dolce & Gabbana, Chan- el og Miu Miu. Í einkaviðtali við MANNLÍF talar norski listmálarinn Odd Nerd- rum m.a. um dálæti sitt á Íslandi, vin sinn Hrafn Gunnlaugsson og ástæðuna fyrir því að hann telur sig ekki vera listamann. fræðinnar er húsið ígildi lík- amans, umbúðanna um sálina og sjálfið en fuglarnir spegla félags- lega og sálræna þætti. Þá birtist mynd af manneskju sem hefur ríka sjálfstæðiskennd en er samt gjafmild og góður hlustandi. Fuglarnir sýna svo iðandi félags- líf og mikil samskipti manna í millum þar sem skoðanir eru viðraðar og gleði látin ráða ferð; það er spilað, sungið og hlegið eins og „í gamla daga“. Niðurlag draumsins gefur í skyn að ákveð- ið „óhapp“ eða óhjákvæmileg „ferð“ setji þetta ferli af stað og það sé eitthvað sem þú hefur saknað en býst ekki við að geti orðið veruleiki. Eina línu vantaði aftast í pist- ilinn fyrir viku. Síðasta setningin átti að vera svona: „Tími þegar maðurinn verður loks upplýstur í orðsins fyllstu merkingu og getur kallast andlegur eða huglægur og hann losnar úr viðjum efnisins líkt og tunglið forðum er það klauf sig frá jörðinni.“ Beðist er velvirðingar á mis- tökunum.  Þeir lesendur sem vilja fá drauma sína birta og ráðna sendi þá með fullu nafni, fæðingardegi og ári ásamt heimilisfangi og dulnefni til birtingar til: Draumstafir Kringlunni 1 103 Reykjavík eða á heimasíðu Draumalandsins http://www.dreamland.is. MYNDABRENGL varð þegar grein Árna Björnssonar þjóðháttafræðings um Beinakerl- ingu á Sprengisandi birtist hér í blaðinu fyrir hálfum mánuði. Myndin til vinstri birtist ekki, en úr því er bætt hér og textinn á að vera þessi: Kerlingin og aðrar vörðuleifar frá vestri til austurs. Austursteininn ber í Trölladyngju. Á myndinni til hægri eru „pílagrímarnir“ sem fóru í ferðina haustið 2000, frá vinstri: Jónas Jónsson, Þór Magnússon, Ragnar Björnsson (sést að hluta), Birna Björnsdóttir, Leifur Ein- arsson, Árni Björnsson, Þórarinn Árnason, Sigurður Helgason, Haukur Magnússon, Eirík- ur Helgason, Örlygur Hálfdánarson, Vigfús Magnússon og Björn Magnússon. Beinakerling og pílagrímar Ljósmynd/Björn Jónsson Ljósmynd/Þórarinn Þórarinsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.