Morgunblaðið - 17.03.2001, Qupperneq 44

Morgunblaðið - 17.03.2001, Qupperneq 44
NEYTENDUR 44 LAUGARDAGUR 17. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ ÞEGAR heilbrigðiseftirlitin á höf- uðborgarsvæðinu könnuðu á bolludag ástand hefðbund- inna gerdeigsbolla með rjóma kom í ljós að 20 rjómabollusýni af 23 reyndust í lagi. Þrjú sýni voru göll- uð. Grímur Ólafsson hjá matvælasviði Heil- brigðiseftirlits Reykja- víkur segir að rjóma- bollusýnin 20 hafi fullnægt þeim viðmið- unargildum sem stuðst er við um gæði þessara matvæla. Þau sýni sem reyndust gölluð voru með of háan gerlafjölda. Grímur segir að það sé erfitt að segja til um hvað nákvæmlega hafi farið úrskeiðis, til þess séu sýnin of fá frá hverju bak- aríi. Það sem gæti hafa gerst er að þrif á tækjum hafi verið onóg, kæl- ingu á bollum eftir bakstur hafi verið ábótavant eða að hand- þvottur einhvers hafi ekki verið fullnægjandi. Hann segir að þó að könnunin gefi ákveðna vísbendingu um að hreinlæti, vinnubrögð og geymsla matvæla í bakaríum sé í flestum tilvikum góð, náðist betri árangur í fyrra en þá var ekkert sýni gallað. Áætlað er að landsmenn borði um eina milljón bolla á þessu tíma- bili eða 3–4 á hvern íbúa. Grímur segir að heilbrigðiseft- irlitssvæðin á höfuðborgarsvæðinu hafi um skeið haft með sér sam- vinnu um rannsóknir á matvælum, einkum þeim sem eru á markaði árstíðabundið. Með þessu sé mögu- legt að skoða stóran hluta mark- aðarins á stuttum tíma. Könnunin var framkvæmd þann 26. febrúar síðastliðinn og tekin voru sýni frá 23 bakaríum, 13 í Reykjavík og 10 í nágrannasveita- félögum. Athugaðar voru hefð- bundnar gerdeigsbollur með rjóma. Sýni voru tekin úr af- greiðsluborði þar sem því var við komið. Þeir þættir sem rannsakaðir voru ná yfir helstu atriði sem hafa áhrif á öryggi og gæði. Rannsak- aður var fjöldi þeirra örvera sem gefa til kynna hvort gæði og fersk- leiki hráefnis sé nægilegur, hvort rétt geymsluhitastig hafi verið not- að og hvort hreinlæti í vinnslu og persónulegt hreinlæti hafi verið fullnægjandi. Að könnuninni stóðu heilbrigð- iseftirlitssvæðin á höfuðborg- arsvæðinu. Rannsókn sýna fór fram á rannsóknastofu Hollustu- verndar ríkisins. Heilbrigðiseftirlitin á höfuðborg- arsvæðinu könnuðu ástand bollu- dagsbolla í 23 bakaríum Þrjú rjómabollu- sýni voru gölluð UM ÞESSAR mundir er kjörinn tími til að setja niður fræ og lauka. Birtan er orðin nægilega mikil og forræktun getur því farið af stað í gluggum, garðstofum og sólstofum landsmanna. Útiplöntur mega síðan fara út í garð í júní. „Mikilvægt er að ræktun fari fram á heimilum þar sem birta er næg en fólk áttar sig oft ekki á því,“ segir Lára Jónsdóttir, garð- yrkjufræðingur hjá Blómavali, og bætir við að algengustu mistökin við forræktun séu ein- mitt að ræktun fari fram á of heitum og of dimmum stöðum. „Þegar sáning á sumar- blómum er annars veg- ar þarf góða mold, potta eða litla bakka til að sá í og loks fræbréf og rými í góðri birtu. Þegar moldin hefur verið sett í bakka eða pott, aðeins þjöppuð, finnst mér gott að vökva yfir hana áður en ég set fræin í. Þegar um bakka er að ræða er talað um að fólk dreifsái. Ekki þarf að klára fræin úr fræbréfinu en þau eru oft of mörg. Ef bakkinn er 20 sinnum 30 eða 20 sinnum 40 er gott að setja 50 til 100 fræ. Ef um lítinn pott er að ræða sem er ef til vill 6 sinnum 6 er gott að setja þrjú fræ og þá spírar örugglega eitt og kannski öll. Fræfjöldinn stendur yfirleitt á fræbréfunum þannig að auðvelt er að sjá hann út. Þumalfingursreglan er sú að þekja fræin með mold eða vikri sem nemur tvisvar til þrisvar fræþykktinni. Ef um er að ræða mjög fíngerð fræ eins og fræ af tóbakshorni eða brúðar- auga þá á ekki að þekja þau heldur rétt að klappa á þau þannig að fræin snerti aðeins moldina,“ segir Lára og bætir við að mikilvægt sé að breiða yfir fræin strax með glæru plasti. Þá sé einnig hægt að leggja pappír yfir plastið til að dempa birtuna enn frekar. Ef ræktunin á sér stað í sól- húsi segir hún gott að nota mjólk- urlitað plast því hvíti liturinn dempi hitann frá sólarljósinu. Mismunandi spírunartími Aðspurð segir Lára fræ hafa mis- munandi spírunartíma. Morgunfrú, sem er vinsælt sumarblóm, spírar á fimm til sjö dögum en önnur fræ oft á 14 til 21 dögum. Þá segir hún að fólk þurfi að fylgjast vel með þessu ferli því um leið og plantan spírar á að taka plastið og pappírinn burt. „Þó að plantan sé farin að spíra er langt í að hún megi fara út í garð vegna þess að hún þolir ekki frost. Fólk þarf því að forrækta plönturnar inni, við góð birtuskilyrði. Ekki við of háan hita, heldur kjörhita sem er 15 til 20 gráður. Ef fólk hefur dreifsáð þarf að færa plönturnar úr bakkan- um í potta þar sem meira rými er. Fyrst fá plöntur svokölluð kímblöð þegar þau koma upp úr moldinni en þegar tvö til þrjú laufblöð til viðbótar hafa litið dagsins ljós þarf að setja plöntuna í stærri pott. Í þeim potti er plantan síðan ræktuð fram í lok maí eða byrjun júní en þá er hægt að setja plöntuna út í blómabeð eða úti- pott ef um útiplöntu er að ræða.“ Má setja plöntur út á frostfríum vordögum Lára segir að ef plöntur séu orðn- ar fallegar í apríl sé gott að setja þær aðeins út á frostfríum dögum. Þann- ig herði fólk plönturnar og venji þær við útiloftið. Frostið mega þær hins vegar alls ekki finna. Hvað varðar vökvun hvetur Lára fólk til að fylgjast vel með þörfinni sjálft. Plastið heldur rakanum að jarðveginum meðan það er yfir enda plönturnar ekki farnar að nota neinn raka því þær eru bara fræ. Um leið og plastið er tekið af og plönturnar fara að vaxa þarf að fylgjast náið með og hafa reglu á vökvuninni enda smáplöntur fljótar að skrælna. Lára segir natni það eina sem dugar. „Vinsælustu fræin okkar eru morg- unfrúr, stjúpblóm, hádegisblóm, flauelsblóm og skrautnálar. Ég finn að ár frá ári eykst áhuginn á ræktun upp af fræi og þá eru laukar alltaf vinsælir.“ Fyrir þá sem vilja rækta græn- meti má geta þess að forræktun þarf að hefjast um sex vikum fyrir út- plöntun, eða í kringum 15. apríl, því tími útplöntunar er í lok maí eða í byrjun júní. Grænmeti sem fellur undir þessa skilgreiningu er t.d. sal- at, ýmsar tegundir af káli og rófur. Þá segir Lára gulrætur vera dæmi um grænmeti sem ekki á að forrækta heldur sé þeim sáð beint út í garð. Óhætt er að sá þeim snemma að hennar sögn eða strax um páska ef jarðvegurinn er orðinn þíður. Þá hvetur Lára fólk til að breiða akrýl yfir grænmetisræktunina í garðin- um en það gefur gott skjól. Plöntur út í garð í júní Vinsælustu útilaukarnir að sögn Láru eru begoníur, animónur, dal- íur, gladíólur og ýmsir smálaukar. Vinsælustu innilaukarnir eru síðan gloxiníur, fljúgandi diskar og ridd- arastjörnur. „Líkt og fræin þola laukar ekki frost og forræktun þarf því að eiga sér stað innandyra. Laukar eru mjög misjafnir að stærð og það verður því að velja pott sem laukurinn passar vel í. Yfirleitt fara einn til fimm lauk- ar í hvern pott en þetta fer allt eftir vaxtarformi laukanna. Líkt og með fræin er síðan mikilvægt að nota góða gróðurmold. Þá þarf moldin ávallt að vera aðeins rök. Ekki er nauðsynlegt að hafa laukinn úti í glugga allra fyrst en um leið og gró- andinn kemur í ljós þarf að færa pottinn í góða birtu og vökvunin þarf þá að vera regluleg.“ Lára segir ræktunarferli fræja og lauka vera um margt líkt. Plönturn- ar nærist á birtu og þá þurfi að passa rakann vel. Á frostfríum góðviðris- dögum sé upplagt að setja plöntuna aðeins út. Líkt og með fræin má síð- an planta þeim út í garð í júnímán- uði. Síðustu forvöð að hefja ræktun á fljótsprottnum fræjum og laukum eru að sögn Láru í kringum 10. apríl. Rétti tíminn til að setja niður fræ og lauka Morgunblaðið/Ásdís Þumalfingursreglan er að sögn Láru að þekja fræin með mold eða vikri sem nemur tvö- til þrefaldri fræþykktinni. Í fyrra var ekkert rjómabollu- sýni gallað en í ár reyndust þrjú sýni af tuttugu og þremur ekki fullnægja þeim kröfum sem heilbrigðiseftirlitin gera. Morgunblaðið/Golli Nína Tryggvadóttir LISTMUNAUPPBOÐ ANNAÐ KVÖLD KL. 20.00 Á HÓTEL SÖGU. Verið velkomin að skoða verkin í Galleríi Fold, Rauðarárstíg 14-16, í dag kl. 10.00-17.00 eða á morgun kl. 12.00-17.00. Seld verða um 100 verk, þar á meðal fjölmörg verk gömlu meistaranna. Hægt er að nálgast uppboðsskrána á netinu: www.myndlist.is Rauðarárstíg 14-16 sími 551 0400 og Kringlunni sími 568 0400 www.myndlist.is Viktoria Antik  Síðumúla 34  Sími 568 6076 Antik er fjárfesting Antik er lífsstíll Opið mán.-fös. frá kl. 12-18 lau. kl. 11-17 sun. kl. 13-17 Antikhúsgögn og gjafavörur Gömul dönsk postulínsstell Ýmislegt áhugavert fyrir safnara Gól fe fn i á s t igahús Ármúla 23, sími 533 5060
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.