Morgunblaðið - 17.03.2001, Side 57
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. MARS 2001 57
BENT Larsen hefur nú jafnað
sig eftir erfið veikindi og er meðal
þátttakenda á sterku lokuðu skák-
móti í Pinamar í Argentínu. Lar-
sen er þó ekki eini skákmaðurinn
af sinni kynslóð á mótinu, því arg-
entínski stórmeistarinn og verk-
fræðingurinn Oscar Panno er
einnig meðal þátttakenda. Þessir
tveir skákmenn eru báðir fæddir
1935 og eru því jafnaldrar Frið-
riks Ólafssonar. Pinamar er við
strönd Argentínu, ekki langt frá
Mar del Plata, þar sem mörg
sögufræg skákmót hafa verið
haldin og þar hafa þeir allir teflt,
Friðrik, Larsen og Panno. Panno
sigraði reyndar tvívegis á Mar del
Plata mótinu, í fyrra skiptið fyrir
tæpri hálfri öld, árið 1954.
Eftir sjö umferðir á mótinu
þurftu þeir Larsen og Panno ekki
að kvarta yfir árangrinum, voru
báðir taplausir og einungis hálfum
vinningi á eftir Alejandro Hoff-
man sem var efstur með 5 vinn-
inga. Í áttundu umferð mætti
Panno Bernardo Roselli og samdi
um jafntefli eftir stutta viðureign.
Larsen hafði hins vegar svart
gegn sænska stórmeistaranum
Ulf Andersson, sem var jafn hon-
um að vinningum. Andersson fékk
þægilegri stöðu og eftir 50 leiki
varð Larsen að sætta sig við sitt
fyrsta tap á mótinu. Hoffman
gerði jafntefli við Pablo Ricardi
og því er Panno enn meðal efstu
manna. Staða efstu manna eftir
átta umferðir:
1.–2. Alejandro Hoffman og Ulf
Andersson 5½ v.
3.–4. Oscar Panno og Carlos
Garcia Palermo 5 v.
5.–8. Bent Larsen, Pablo Ric-
ardi, Sergio Giardelli og Jorge
Szmetan 4½ v.
o.s.frv.
Bandaríkin – Kína
Kínverjar hafa lagt mikla
áherslu á skák á undanförnum ár-
um og árangurinn lætur ekki á
sér standa. Um þessar mundir
stendur yfir landskeppni milli
Bandaríkjanna og Kína. Keppnin
fer fram í Seattle og það er
bandaríski stórmeistarinn Yasser
Seirawan sem skipuleggur hana.
Tefldar verða fjórar umferðir á 10
borðum. Á efstu sex borðunum
eru sterkustu meistarar hvors
lands, en á neðstu borðunum
mætast sterkustu konur og ung-
lingar landanna.
Fyrstu umferð lauk með sigri
Bandaríkjanna, 5½–4½. Annarri
umferð lauk síðan með jafntefli
5–5 og Bandaríkjamenn héldu því
vinningsforskoti sínu. Keppninni
lýkur á sunnudag.
Tomas Oral atskák-
meistari Grandrokks
Tékkneski stórmeistarinn Tom-
as Oral vann sigur á meistaramóti
Skákfélags Grandrokk í atskák
sem fram fór á sunnudaginn. Oral
hlaut sex og hálfan vinning í sjö
umferðum. Í öðru sæti varð Ró-
bert Harðarson með fimm og hálf-
an vinning og bronsið hreppti
Tómas Björnsson með fimm vinn-
inga.
Tomas Oral, sem er 23 ára og
varð stórmeistari í skák fyrir
þremur árum, er fyrsti stórmeist-
arinn sem teflir undir merkjum
Skákfélags Grandrokk. Á atskák-
mótinu tefldi hann afar vel, en
þurfti þó að hafa fyrir jafntefli
gegn Róbert í fjórðu umferð. Þeir
Róbert voru efstir fyrir síðustu
umferð en þá tapaði Róbert fyrir
Tómasi Björnssyni meðan stór-
meistarinn sigraði Sveinbjörn
Jónsson. Jafnir í fjórða til fimmta
sæti urðu Flovin Þór Næs og
Rógvi Rasmussen með fjóra vinn-
inga, næstur kom Einar K. Ein-
arsson með þrjá og hálfan en þrjá
vinninga hlutu Páll Gunnarsson,
Hrafn Jökulsson, Grímur Gríms-
son, Birgir Berndsen, Arnar Ing-
ólfsson og Sveinbjörn Jónsson og
Hrannar Jónsson hlaut tvo og
hálfan vinning, en neðst allra varð
„Jakobína“, slypp og snauð einsog
fyrri daginn. Umhugsunartími var
15 mínútur á skák.
Um kvöldið var svo haldin
uppskeruhátíð skákfélagsins þar
sem því var fagnað að þau þrjú
markmið, sem sett voru áður en
seinni hluti deildakeppninnar
hófst, náðust öll. C-sveit félagsins
sigraði í fjórðu deild og fylgdi þar
með í kjölfar A- og B-sveitanna.
B-sveitin, sem var neðst í þriðju
deild eftir fyrri hlutann, rétti úr
kútnum með glæsibrag, sigraði í
öllum umferðunum í seinni hlut-
anum og hafnaði í fjórða til
fimmta sæti. Í annarri deild sýndi
A-liðið styrk sinn í síðustu umferð
þegar það þurfti nauðsynlega að
sigra sterka Skagamenn, sem
voru þá í þriðja sæti deildarinnar,
á öllum borðum. Það tókst og
fyrsta deildarsætið var í höfn.
Á uppskeruhátíðinni var Róbert
Harðarson útnefndur „Skákmaður
ársins 2000“ hjá Skákfélagi
Grandrokk og hlaut í viðurkenn-
ingarskyni forkunnarfagran grip
úr rammíslensku byggingarefni.
Róbert hefur verið fyrirliði A-
sveitar Skákfélags Grandrokk frá
upphafi og leitt hana úr 4. deild
og upp í þá fyrstu. Hann hefur
jafnan verið fremstur meðal jafn-
inga í Skákfélaginu og viðurkenn-
inguna hlaut hann ekki síður fyrir
framúrskarandi félagsanda og
óeigingjarnt starf í þágu félagsins.
Þá var og efnt til hins árlega
tvískákarmóts og eftir harða bar-
áttu sigruðu Tómas Björnsson og
Grímur Grímsson meistara síð-
asta árs, Róbert Harðarson og
Hrafn Jökulsson. Næst kom lið
Hörpu Ingólfsdóttur og Guðfríðar
Lilju Grétarsdóttur, sem voru
sérstakir gestir á hátíðinni. Tom-
as Oral náði ekki að blanda sér í
toppbaráttuna en með honum
tefldu til skiptis Jón Brynjar
Jónsson og Karl Hjaltested. Stór-
meistarinn Helgi Áss Grétarsson
sem ásamt konu sinni, Lenku
Ptacnikova, var heiðursgestur
kvöldsins, náði ekki heldur að
blanda sér í toppbaráttuna, en
hann naut fulltingis Björgvins G.
Sigurðssonar framkvæmdastjóra
Samfylkingarinnar.
Glæsileg verðlaun í VN-
mótaröðinni í skák
Viðskiptanetið mun í samvinnu
við Skákfélag Grandrokk efna til
skákhátíðar á næstu vikum með
það fyrir augum að finna snjall-
asta hraðskákmann landsins.
Þátttökurétt hafa allir
skákmenn, að stórmeist-
urum undanskildum, og
fyrstu verðlaun eru mjög
vegleg: 70 þúsund króna
inneign á Viðskiptanets-
reikningi, sem hægt er
að nota til kaupa á vöru
og þjónustu hjá aðildar-
fyrirtækjum Viðskipta-
netsins hf., en aðildarfyr-
irtæki Viðskiptanetsins
eru yfir 1000 talsins. Með
stuðningi við Skákfélag
Grandrokk vill „Við-
skiptanetið leggja sitt af
mörkum til eflingar al-
menns skákáhuga í land-
inu og framgangs þess-
arar göfugu íþróttar“.
Laugardagana 17. og
24. mars, klukkan 14 fara
fram tvö úrtökumót á
Grandrokk, Smiðjustíg 6.
Tefldar verða níu um-
ferðir skv. Monrad-kerfi
og komast átta efstu
menn af hvoru móti
áfram í úrslitakeppni
sem haldin verður laug-
ardaginn 31. mars. Þar keppa
sextán skákmenn með útsláttar-
fyrirkomulagi, fjórar skákir í
hverri umferð, uns einn stendur
uppi sem sigurvegari með nafn-
bótina VN-meistarinn 2001. Sá
sem lendir í öðru sæti hlýtur 20
þúsund króna inneign á Viðskipta-
netsreikningi en auk þess verður
dregið um hvaða tveir keppendur
til viðbótar úr 16 manna úrslit-
unum hljóta 20 þúsund króna inn-
eign hvor.
Þátttakendur þurfa að skrá sig
til leiks hjá Hrafni Jökulssyni í
síma 897-1609 eða með tölvupósti
(hrafnj@yahoo.com).
Mars-skemmtikvöld TR
Annað skemmtikvöld TR verð-
ur haldið laugardaginn 17. mars
kl. 20. Allir eru velkomnir, en ald-
urstakmark er þó 18 ár. Þátttöku-
gjald er 500 kr. og rennur það til
styrktar tölvuvers TR sem verið
er að setja upp. Dagskrá kvölds-
ins er: 1) Skákskýringar og kynn-
ing á forritunum ChessBase og
ChessAssistant. 2) Forgjafarskák-
mót (9 umf.). 3) Létt partý-
stemmning til 1. Pitsur, snakk og
gos verða í boði TR en menn geta
síðan keypt sér léttar veitingar á
kostnaðarverði. Skemmtikvöldið
fer fram í félagsheimili Taflfélags
Reykjavíkur, Faxafeni 12.
Rétt er að benda á að skemmti-
kvöld TR eru ótengd skemmti-
kvöldum skákáhugamanna, sem
haldin hafa verið um árabil, þótt
nafngiftin sé svipuð.
Netskákmót
Reykjavíkur
Netskákmót Reykjavíkur er
nýtt mót sem TR gengst fyrir.
Mótið fer fram á ICC-skákþjón-
inum 18. mars og þarf að skrá sig
í síðasta lagi fyrir kl. 19:30 á
sunnudeginum. Aðeins Íslending-
um er heimiluð þátttaka.
Sigurvegari hlýtur að launum
farandbikar, Aðalsteinsbikarinn,
sem gefinn er af Magnúsi V. Pét-
urssyni, skákáhugamanni og fyrr-
verandi milliríkjadómara m.m.
auk þess sem peningaverðlaun og
frímánuðir á ICC verða í boði.
Hægt er að skrá sig í mótið með
tölvupósti (rz@itn.is).
Skákmót á næstunni
17.3. Grand. VN-mótaröðin
17.3. TR. Skemmtikvöld TR
18.3. SA. Mars-hraðskákmótið
18.3. TR. Netskákmót Reykja-
víkur
22.3. SA. Skylduleikjamót
25.3. SA. Parakeppni
26.3. Hellir. Hraðskákmót
Hellis
29.3. TK. Hraðskákmót Kópa-
vogs
30.3. Skákþing Norðlendinga
Larsen enn að
Oscar Panno
SKÁK
A r g e n t í n a
PINAMAR-SKÁKMÓTIÐ
8.–18.3 2001
Daði Örn Jónsson
AFHENDING sveinsbréfa í blikk-
smíði fór fram 2. febrúar sl. Það
voru Félag blikksmiðjueigenda og
Bíliðnafélagið/Félag blikksmiða
sem að venju stóðu fyrir fagnaði
vegna afhendingarinnar.
Fimm nýsveinar tóku við skír-
teinum sínum úr hendi Einar Gunn-
arssonar sem bauð nemana vel-
komna í Bíliðnafélagið/Félag
blikksmiða. Kolviður Helgason, for-
maður Félags blikksmiðjueigenda,
tók til máls fyrir hönd meistaranna
og óskaði hinunm nýútskrifuðu vel-
farnaðar í framtíðinni.
Þeir sem útskrifuðust voru Elvar
Þ. Óskarsson, Jón Svavarsson, Rík-
harður K. Magnússon, Sigurður Óli
Ingvarsson og Valdimar Valdi-
marsson.
Frá afhendingu sveinsbréfa. Á myndinni eru nýsveinarnir ásamt sveins-
prófsnefnd og meisturum.
Afhending sveins-
skírteina í blikksmíði
AÐALFUNDUR Félags sjálfstætt
starfandi sjúkraþjálfara (FSSS) hinn
10. febrúar sl. mótmælir harðlega
þeirri skerðingu á sjúkraþjálfun sem
Tryggingastofnun ríkisins boðar með
auglýsingu í desemberhefti lækna-
blaðsins sem og í dreifibréfi hinn 29.
desember 2000, segir í ályktun frá
félaginu. Einnig segir: „Fundurinn
mótmælir þeirri óvirðingu sem TR
sýnir sjúkraþjálfurum, háskóla-
menntaðri fagstétt og telur slíka
framkomu ekki samboðna stofnun
eins og TR. Það vekur furðu að
tryggingayfirlæknir skuli hvetja
lækna til að sýna aðgát í að vísa sjúk-
lingum í sjúkraþjálfun þar sem út-
gjöld vegna sjúkraþjálfunar hafi auk-
ist. Útgjöld til sjúkraþjálfunar hafa
hins vegar aukist mun minna en lyfja-
kostnaður, sérfræðikostnaður, iðju-
þjálfun o.fl. Stöðu sinnar vegna ætti
tryggingayfirlækni að vera fullljósar
ástæður þess að kostnaður vegna
sjúkraþjálfunar hefur aukist en þar
má nefna breyttar áherslur í heil-
brigðiskerfinu, aukinn fjölda aldr-
aðra o.fl. Þá átelur fundurinn vinnu-
brögð varðandi kröfu um tíðari
greinargerðir sjúkraþjálfara þar sem
að auki er ekki tekið mark á umbeðn-
um greinargerðum heldur eru þær
sendar tilvísandi lækni til samþykkt-
ar eða synjunar gegn þóknun. Slík
vinnubrögð telur aðalfundur FSSS
algjörlega óviðeigandi og bendir á að
ekki var samið um tíðari greinargerð-
ir í nýgerðu samkomulagi TR og
FÍSÞ. Aðalfundur FSSS krefst þess
að tryggingaráð endurskoði afstöðu
sína til skiptafjölda í sjúkraþjálfun.
Sú breyting sem tryggingaráð sam-
þykkti um sl. áramót er ekki aðeins
ósanngjörn og ófagleg heldur mun
koma harðast niður á þeim sem síst
skyldi, þ.e. fötluðum, öldruðum og ör-
yrkjum. Skerðing á virkri sjúkra-
þjálfun mun fyrr eða síðar leiða til
frekari kostnaðar annars staðar,“
segir m.a. í ályktuninni.
Mótmæla skerðingu
á sjúkraþjálfun
Á MIÐSTJÓRNARFUNDI Frjáls-
lynda flokksins, 15. mars 2001, var
eftirfarandi yfirlýsing samþykkt
vegna nýrrar skýrslu Byggðastofn-
unar:
„Frá upphafi hefur Frjálslyndi
flokkurinn hamrað á þeim stað-
reyndum að núgildandi fiskveiði-
stjórn væri eyðibyggðastefna
stjórnvalda, sem hrekti íbúa sjáv-
arbyggðanna frá eignum sínum og
störfum. Jafnlengi hafa stjórnvöld
og fylgifiskar þeirra beitt peninga-
afli sægreifa og þjónkun fjölmiðla til
að leyna þeim staðreyndum og telja
almenningi trú um að Íslendingar
byggju við ,,besta fiskveiðistjórnar-
kerfi í veröldinni“. Gilti einu þótt við
blasti að skuldir sjávarútvegsins
hlæðust upp í stjarnfræðilegar tölur
og kvóta,,eigendur" hrifsuðu til sín
þjóðarauðinn í skjóli ríkisstjórnar-
flokkanna.
Nú hefur hinsvegar svo borið til,
að Byggðastofnun þykist skyndilega
hafa uppgötvað kaldar staðreyndir
málsins og birtir í nýrri skýrslu.
Svo er að sjá að þingmenn Vest-
firðinga og Byggðastjórnarmenn,
Kristinn H. Gunnarsson og Einar
K. Guðfinnsson, hafi þurft að hafa
fyrir augum 40 auðar íbúðir í bæn-
um sínum til þess að augu þeirra
opnuðust. Hvorki þeir né neinir aðr-
ir ábyrgðarmenn kvótakerfisins
eiga neina afsökun þar sem afleið-
ingarnar hafa blasað við um margra
ára skeið.
Frjálslyndi flokkurinn ítrekar
fyrri kröfur sínar um að fiskveiði-
stjórnarkerfinu verði þegar í stað
kastað fyrir róða.“
Ítreka fyrri kröfur um afnám
fiskveiðistjórnarkerfisins
HVERNIG virka GPS-staðsetning-
artækin? Af hverju þarf að kunna á
áttavita ef maður hefur aðgang að
slíku tæki? Stöðugt fleiri leggja land
undir fót og ferðast um fjöll og firn-
indi á Íslandi. Það getur verið villu-
gjarnt og rétt að kunna fótum sínum
forráð. Ferðafélag Íslands ákvað því
að efna til námskeiðs í rötun í sam-
vinnu við Íslenska alpaklúbbinn. Um
er að ræða námskeið, sem stendur í
tvö kvöld og einn dag.
Fyrsta kvöldið verður farið yfir
notkun áttavita og korta og seinna
kvöldið verða kynntir möguleikar
GPS-staðsetningartækja. Laugar-
daginn 24. mars verður svo verkleg
æfing utandyra. Menn eru sammála
um að til að nota GPS-tæki sé nauð-
synlegt að kunna vel á áttavita og því
er þetta tekið saman.
Einungis er hægt að taka allt
námskeiðið, sem byrjar 19. mars. 21.
mars verður kennt á GPS-tæki og
laugard. 24. mars verður verkleg æf-
ing eins og áður sagði. Skráning á
skrifstofu Ferðafélags Íslands er
forsenda þátttöku.
Námskeið í rötun hjá FÍ