Morgunblaðið - 17.03.2001, Qupperneq 59
UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. MARS 2001 59
Í DAG, 17. mars
2016, er efni til þess að
rifja upp að nú eru liðin
sextán ár frá því að for-
seti okkar og þáverandi
borgarstjóri lét kjósa
um skipulag í vestur-
borginni og fékk sam-
þykkt að fjarlægja flug-
völl, reyndar í óþökk
allrar landsbyggðar-
innar.
Margt hefur á dag-
ana drifið síðan og það
var strax í þá daga erf-
itt að spá um um fram-
tíðina.
Klukkan er að verða
níu og hraðlestin Skagi-
Kjal-Mos, sem borgarstjórinn vígði í
gær, er að renna inn á brautarstöðina
í Smári-Miðborg. Fyrir einni mínútu
kom lestin Sel-Vest inn á brautarpall
2 en lestin Suður-Hafn er í einnar
mínútu seinkun vegna fokösku á tein-
unum.
Smábílar, sem komu með norðan-
lestinni, aka frá borði og þeir sem
ætla norður aka um borð. Farþegar
streyma inn á leið til vinnu í Smára-
borg, taka búss eða festa sér korta-
bíl, sem þeir síðan geta skilið eftir á
hvaða kortabílastæði sem er í borg-
inni.
Ég sit notalega á kaffihúsi undir
hvolfþakinu í Smáraborg, þrátt fyrir
norðangarrann úti, og les þessa grein
inn í nýjan gemsa og sé textann á
sýndarpappír jafnóðum um e-skjá-
inn. Áður en ég fer sér bio-gemsinn
um að greiða fyrir kaffi og vínar-
brauð 5,50 (sérkennilegt að mjólkur-
lítrinn kostar í dag nákvæmlega eina
evru).
Þróun atvinnuvega
Það hefur með tímanum orðið æ
ljósara að hreint vatn, orka og mat-
væli eru þær nauðsynjar sem heim-
urinn þarfnast og þær hefur Ísland í
ríkum mæli.
Fiskveiðarnar sem nú eru í hönd-
um tveggja fyrirtækja eru reknar af
ýtrustu hagkvæmni og nýta mjög lít-
ið vinnuafl.
Iðnaður í tengslum við álvinnsluna
hefur aukist verulega og sérstaklega
á Austurlandi enda hefur verð á áli
stórhækkað. Að öðru leyti hefur
fjórðungurinn braggast vegna út-
gerðar, ferðamennsku og Evrópu-
tengsla. Fólksfjöldi hefur margfald-
ast. Þetta hefur krafist aukinna
flugsamgangna milli Austur- og
Vesturlands.
Áföll
Það skal rifjað upp að efnahags-
ástandið er á góðri uppleið eftir
kreppuna, sem skall á um 2008 í kjöl-
far verðhækkunar á olíuvörum, sem
varð þegar Arabaríkin náðu undir-
tökum á olíumörkuðum og hækkuðu
verðið vegna fyrirsjáanlegrar olíu-
þurrðar síðar á öldinni. Þetta kom
sér mjög illa í þróunarríkjunum en
einnig sérstaklega í
Bandaríkjunum, sem
fundu til fulls fyrir
hækkuninni, sem leiddi
þar til hruns, enda áttu
þau heimsmet í orkusó-
un. Efnahagsbandalag-
ið fór betur út úr þessu
þar sem ríkisstjórnir
gáfu eftir skatta á bens-
íni til almennings og
settu aftur í gang
kjarnorkuver, sem
hafði verið lokað.
Bandaríkjamenn
hættu að standa undir
kostnaði við Keflavík-
urflugvöll og rekstur-
inn var í framhaldi seld-
ur Arab Air með nokkurri hlutdeild
Atlanta.
Svo vel vildi þó til að um þessar
mundir hafði verið þróuð ný gerð raf-
hlaðna fyrir farartæki, einkum bíla
og skip, og þess vegna eru næstum
öll þessi farartæki núna rafdrifin en
verð á bensíni hefur fjórfaldast frá
aldamótum.
Kína, fjarlægari Austurlönd og
Arabaríkin eru núna ráðandi heims-
veldi eftir hrunið í USA og Sovétríkj-
unum þar áður.
Sem fyrr reynist jafnvel ein vika
langur tími í heimspólitíkinni.
Innanlandsmál
Sá ótrúlegi atburður átti sér stað
eitt haustið að stórstraumsflóð, afar
djúp lægð og ofsaveður úr vestri olli
miklum sjávargangi á gömlu höfninni
og sjór fæddi um kvosina, bjórbúllur
fylltust af sjó og vatnsborð í Tjörn-
inni hækkaði um allt að einn metra.
Þetta olli skemmdum á ráðhúsinu
þar sem flotkraftur bílageymslanna
varð meiri en þungi hússins svo að
það flaut upp um 25 cm að sunnan-
verðu. Húsið hefur verið ónothæft
síðan.
Þá varð lítið eldgos á Reykjanesi
en landsynningurinn, sem var í gos-
byrjun, feykti öskunni framhjá þétt-
býli og hún dreifðist yfir óbyggt
svæði vestan við álver Ísals.
Hið ólíklega verður alltaf afar lík-
legt eftir að það er skeð!
Hátækni og vísindi
Líftækniiðnaðurinn man sinn fífil
fegri en í augsýn er samkomulag
milli líftæknifyrirtækjanna og – ekki
læknafélagsins – heldur sjúklinga-
samtakanna eftir að Alþingi sam-
þykkti lög þess efnis að sjúklingar
ættu öll gögn um sig sjálfa.
Hugbúnaðariðnaðurinn hefur tek-
ið miklum framförum þar eð nú hefur
svokallað Moors-lögmál um sífellda
smækkun tölvanna runnið sitt skeið
og fyrirtækin geta betur snúið sér að
háþróaðri forritagerð.
Rannsóknir á starfsemi limbiska
hluta heilans hafa leitt til skilnings á
þeim tengingum, sem leiða til sjálfs-
vitundar. Nú er þetta forritað í nýjar
líf- eða bio-tölvur og tölvutæki.
Komin er út bók um stjórnmála-
fræði eftir Davíð Oddsson.
Þróun höfuðborgarsvæðisins
Sameinuð sveitarfélög á suðvest-
urhorninu eiga í nokkrum erfiðleik-
um með sameiginlegt nafn vegna
sanngirniskröfu eiganda miðborgar-
innar, Smáraborgar, að stórborgin
heiti einfaldlega Kópavogur.
Lönguskerjaflokkurinn fékk því
loks framgengt í kosningum fyrir sex
árum að erlent fjármagnsfyrirtæki
frá Hollandi var fengið til þess að
gera úttekt á flugvelli á Lönguskerj-
um. Hollendingarnir bentu strax á
þann möguleika að byggja sjóvarnar-
garð milli Álftaness og golfvallarins á
Seltjarnarnesi og þurrka landið inn-
an við. Þessari framkvæmd er nú ný-
lokið og auk þess er komin smábáta-
höfn utan garðsins. Sögulegt við
landfyllinguna er að í henni voru urð-
aðir um 20 þúsund ryðgaðir jeppar.
Grunnvatninu er dælt út í sjó með
sjávarfallaafli, sem er ný hollensk
uppfinning, fyrst notuð hér. Þessi
framkvæmd kostaði bara 50 milljónir
og þarna fengust 600 hektarar lands,
sem er metið á 600 milljónir. Ákveðið
var eftir að Lönguskerjaflokkurinn
datt út úr borgarstjórn að nýta svæð-
ið sem útivistarsvæði.
Flugvöllurinn í Vatnsmýrinni, er í
góðu ástandi þótt lítið hafi verið sinnt
flugaðstöðunni. Flugvöllurinn er aðili
að samtökum miðborgarflugvalla,
London City Airport, Schiphol í
Randstadt og Kastrup í Kaupmanna-
höfn.
Borgarstjórnin ákvað árið 2010 að
halda flugvellinum á sínum stað,
enda er hann alveg í útjaðri borg-
arinnar í vestri og er ómissandi fyrir
innanlandsflug, sjúkraflug og land-
helgisgæslu. Þannig fór það mál í
heilan hring.
Þétting byggðar varð ekkert for-
gangsverkefni þegar umferðarmálin
leystust eftir að lestirnar komu og
samstaða náðist um að sjarmi
Reykjavíkur er fólginn í dreifbýlinu,
sem íbúar í erlendum stórborgum
þrá og leita eftir.
Anno domini 2016
Björn
Kristinsson
Framtíðarsýn
Hollendingarnir bentu
strax á þann möguleika
að byggja sjóvarnar-
garð milli Álftaness og
golfvallarins á Seltjarn-
arnesi og þurrka landið
innan við, segir
Björn Kristinsson
í „bréfi til vinar“.
Höfundur er prófessor í verkfræði.
SENN þurfa Reyk-
víkingar að gera upp
hug sinn til flugvallar-
ins í Vatnsmýri. Um-
ræðan hefur þó ekki
alltaf verið nógu mark-
viss og á stundum virð-
ast sumir beinlínis vilja
drepa málinu á dreif. Þá
hefur borið á því að
stuðningsmenn flug-
vallarins vilji etja sam-
an höfuðborgarbúum
og landsbyggðarbúum í
flugfæri við bæinn (um
18,5% landsmanna). Í
því skyni hafa þeir
brugðið á það fals að
segja kosningarnar snúast um það
hvort innanlandsflugið eigi að vera í
Reykjavík eða Keflavík. En kosning-
arnar snúast ekki um það hvar innan-
landsflugið eigi að vera, heldur hvar
það á ekki að vera.
Öflugustu vinir flugvallarins eru
vafalaust starfsmenn á flugvallar-
svæðinu. Fyrir undanfarnar borgar-
stjórnarkosningar hafa þeir kvatt
frambjóðendur á sinn fund og gert
þeim grein fyrir því að starfsmenn-
irnir og fjölskyldur þeirra myndu
kjósa blint gegn þeim, sem hygðust
hrófla við vellinum. Það munar um
minna en 1.200 atkvæði og því hafa
flokkarnir haldið sig á mottunni.
Borgarstjórnarfulltrúar beggja
flokka hafa sagt mér að svona sé
þetta og engin von sé til þess að annar
hvor beiti sér pólitískt í málinu.
Annar hópur flugvallarvina eru op-
inberir embættismenn, sem hafa rof-
ið trúnað við almenning með því að
taka ákveðna pólitíska afstöðu í mál-
inu í stað þess að vera hlutlausir
tæknilegir umsagnaraðilar. Ein
ástæða þessa er fremur sérkennileg.
Keflavíkurflugvöllur heyrir undir ut-
anríkisráðuneytið en ekki samgöngu-
ráðuneytið og flugmálastjóra.
Þess vegna vilja þeir að Reykjavík-
urflugvöllur sé sem mestur og bestur,
því annars væri dýrasta djásnið á Eg-
ilsstöðum og þeir sennilegast líka! Í
þriðja lagi má telja til dreifbýlisfólk
og áhyggjur þess eru sennilegast
veigamestar í umræðunni. Það óar
við því að lengra verði í miðbæinn frá
flugvellinum og þannig muni ferða-
tími þess lengjast sem því nemur,
ekki síst ef innanlandsflugið yrði flutt
til Keflavíkur. Þessi rök eru hins veg-
ar léttvæg í ljósi þess að fjöldi nær-
tækari kosta hefur verið til nefndur
og svo má ekki gleyma því að Vatns-
mýrin er ekkert sérlega miðsvæðis
lengur. Nema náttúrlega fyrir þing-
menn utan af landi, sem finnst afar
þægilegt að vera aðeins 5 mínútur frá
flugvelli að Austurvelli. Árni Johnsen
er fljótari niður á þing á morgnana
frá Vestmannaeyjum en frá heimili
sínu í Breiðholtinu.
Áhyggjur dreifbýlisfólks eru þó að
mörgu leyti réttmætar, einkum fyrir
Vestmanneyinga og Vestfirðinga,
sem oft veðurteppast hér syðra vegna
vondra veðra heima fyrir og þurfa að
komast á völlinn með skömmum fyr-
irvara loks þegar fleygt er. En sá
vandi snýr kannski fremur að betri
innanbæjarsamgöngum en öðru,
enda væri sjálfsagt styttra fyrir flesta
að komast á Bessastaðanes en suður í
innanlandsafgreiðsluna í Skerjafirði
eins og umferðaræðunum er nú hátt-
að.
Þá hefur verið bent á að sjúkraflug
yrði tafsamara ef flugið
yrði flutt. Málið er þó
flóknara, því þyrlur eru
jafnan notaðar þegar
mest liggur við og þær
geta lent beint við
sjúkrahúsin. Þá eru
fæstir sjúklinganna í
bráðri hættu, enda hef-
ur Brynjólfur Mogen-
sen, sviðsstjóri slysa- og
bráðaþjónustusviðs
Landspítalans, kveðið
upp úr um það, að ná-
lægð innanlandsflug-
vallar við sjúkrahús sé
vissulega æskileg en
ekki lífsnauðsynleg.
En af hverju ætti
flugvöllurinn að fara?
Nú hafa verið raktar nokkrar
ástæður fyrir því hvers vegna mér
finnst rök flugvallarvina ekki þung á
metunum. En hvers vegna er flug-
völlurinn í Vatnsmýri svo ómögu-
legur að verja ætti milljörðum króna
til þess að flytja hann? Einfaldasta
svarið við því er það að við munum
þvert á móti stórgræða á því að flytja
hann, því landið sem nú er sóað undir
flugvöllinn er afar verðmætt. Menn
greinir á um hversu verðmætt það sé,
en það er örugglega ekki undir 15
milljörðum. Og það eru ótal aðrir
fjárhagslegir ávinningar af því að
flytja völlinn og rýma til fyrir byggð.
Ný byggð í Reykjavík hefur síðast-
liðin ár verið að fikra sig æ lengra út á
land með auknum tilkostnaði vegna
stóraukins aksturs og tröllaukins
veitukerfis. Frekari útþensla (og auk-
inn kostnaður) er óhjákvæmileg
nema til komi þétting byggðar og hún
mun ekki eiga sér stað í grónum
hverfum í neinni bráð. Eini raunveru-
legi kosturinn í þeim efnum er ein-
mitt nýting Vatnsmýrarinnar.
Öryggismálin koma líka við sögu,
því ekki verður framhjá því litið að
flugslys verða oftar við flugvelli en
annars staðar og þau valda mestum
skaða ef brakið lendir í byggð. Við
þessu er eitt og aðeins eitt ráð, en það
er að koma flugvöllum fyrir utan þétt-
býlis, því lunginn af flugslysum á sér
stað innan fimm mínútna frá flugtaki
eða lendingu. Altjent leggja menn
ekki flugvelli í þéttri byggð, allra síst
inni í miðjum borgum.
Þá er rétt að minnast á það lýti,
sem flugvöllurinn er í hjarta borgar-
innar. Sóðaskapurinn bendir til þess
að „hollvinirnir“ séu ekki jafn hollir
og þeir vilja vera láta, að ógleymdri
þeirri mengun, sem viðgengist hefur
nánast óheft. Þá þarf vart að fjölyrða
um hljóðmengunina, en á höfuðborg-
arsvæðinu þurfa nú um 20.000 manns
að þola flugvéladyn yfir hávaðamörk-
um daglega.
Enn ein ástæða er sú að ekki veitir
af því að stækka miðbæinn okkar,
hleypa nýju lífi í hann og fóstra um
leið háskólann og þekkingarþorpið,
sem þegar er farið myndast í kring-
um hann. Þessu skyld er spurningin
af hverju fólk býr í borgum. Ég held
að þegar á öllu er á botninn hvolft sé
það vegna þess að maður er manns
gaman.
En hitt veit ég fyrir víst, að enginn
hefur ákveðið að setjast að í borg
vegna þess að þar væri svo ljómandi
góður flugvöllur.
Því skora ég á Reykvíkinga að nota
tækifærið til þess að kjósa flugvöllinn
burt úr Vatnsmýri. Verði það raunin
hafa menn 15 ár til þess að undirbúa
flutninginn. Þegar hafa komið fram
nokkrir ágætir flugvallarkostir á höf-
uðborgarsvæðinu og fleiri munu vafa-
laust bætast við á næstu árum. Það er
kosið um mikilvægasta skipulagsmál
borgarinnar um áratugaskeið og
borgarbúar verða að vera óhræddir
við að segja, að þeir kjósi að hjarta
borgarinnar verði lagt undir fólk
fremur en flugvélar.
Fólk fremur
en flugvélar
Andrés Magnússon
Höfundur er í stjórn samtakanna
102 Reykjavík.
Flugvöllur
Árni Johnsen er fljótari
niður á þing frá
Vestmannaeyjum, segir
Andrés Magnússon, en
frá heimili sínu
í Breiðholti.