Morgunblaðið - 17.03.2001, Page 60

Morgunblaðið - 17.03.2001, Page 60
UMRÆÐAN 60 LAUGARDAGUR 17. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ Um mannanöfn, fyrsti hluti Í mannanafnafræðum (ono- mastics) er margt sem við vit- um ekki. Til dæmis skortir okk- ur þekkingu á hugsunarhætti og trúarlífi áa okkar. Þetta veldur því að okkur hættir til að skýra alþekkta nafnliði út frá núverandi merkingu orðanna. Vanþekking að þessu leyti og misskilningur henni samfara veldur því að sum góð nöfn hafa orðið glötuninni að bráð. Hvað merktu til dæmis nafn- liðirnir hall og steinn í vitund forfeðranna? Eitthvað annað og meira en nú, svo algengir sem þeir eru. Eitthvað miklu betra, því að forfeðurnir trúðu á stokka og steina. Það er blátt áfram grátlegt að sjá lærða menn þýða nafnið Hallótta með orðunum „den lutande“. En nafnið dó. Óttur merkir fullur af einhverju og Hallótta hefur verið rík af því góða sem forlið- urinn sagði, en það var ekki sögnin að hallast. Steinvör hef- ur lifað af, þó að sumir hafi haldið að það merkti kossköld. Vör er sú sem ver, og Steinvör er sú sem ver hið góða sem for- liðurinn felur í sér, en það er ekki grjót. Hallvör er hins veg- ar dautt. En það hefur haft svipaða eða jafnvel sömu merk- ingu og Steinvör. En þegar menn misskildu báða liði og héldu að Hallvör þýddi munn- skökk, þá dó þetta góða nafn. Þetta eru aðeins fá dæmi af fjölmörgum. Nafngift var (og er) ekkert hégómamál. Ótelj- andi sinnum eru goðmögnin til kvödd í nafngjöfinni til þess að veita barninu vernd og langt og ríkulegt líf. Bæði nöfnin Jón og Guðmundur eru dæmi þessa, enda merkja þau nálega hið sama. Kolbeinn Tumason var bar- inn grjóti til bana í Víðinesbar- daga 1208. Hann var vinur Þor- valds Gissurarsonar í Hruna. Árið eftir ól Þóra Guðmundar- dóttir, kona Þorvalds, son, og nú vitna ég beint í Íslendinga sögu Sturlu Þórðarsonar. „Töl- uðu menn þá um við Þorvald, að hann skyldi láta kalla eftir Kol- beini. Þorvaldur svarar: „Eigi mun minn sonur verða jafnvel menntur sem Kolbeinn. En þó hafa það vitrir menn mælt, að menn skyldu eigi kalla sonu sína eftir þeim mönnum, er skjótt verða af heimi kallaðir. Mun eg son minn láta heita Gissur, því að lítt hafa þeir auk- visar verið í Haukdælaætt, er svo hafa heitið hér til.“ Þessi Gissur varð jarl, og má skjóta því inn að Gissur var eitt af heitum Óðins. Íslensk alþýða mótaði í stuðlum þennan máls- hátt: Gifta fylgir góðu nafni. Íslendingar eru ekki einir að þessu leyti. Þýski nafnfræðing- urinn Edward Schröder orðaði það svo, að nafnið væri stutt skáldleg bæn til guðanna um gæfu barnsins. Enski fræði- maðurinn John Ayton ritaði: „Naming is magical. The de- light, fear, reverence that we experience in the face of the phenomena of life, human be- havior and the world around us soak into the words we use to name them. When we utter the words, this power is released: the force of the original is re- produced, even magnified.“ Sigurður Eggert Davíðsson cand. mag. gerði mér þann greiða að þýða þetta á móður- mál okkar. „Nöfnin eru töfrum slegin. Í þeim skynjum við gleði, ótta og virðingu andspænis furðum lífs- ins auk breytni okkar og um- hverfis sem smjúga inn í nöfnin. Í orðunum töluðum losnar krafturinn, frumorkan endur- nýjast og eykst.“  Guðríður B. Jónsdóttir á Ak- ureyri sendir umsjónarmanni bréf sem hann birtir með þökk- um: „Kæri Gísli. Það er eflaust að bera í bakkafullan lækinn að koma með eitt afbrigði enn af textanum: Hversu gömul o.s.frv. Það rifjaðist upp fyrir mér, þegar ég las síðasta þátt þinn [1097] um íslenskt mál að ég heyrði móður mína oft raula þennan texta þegar ég var barn. Móðir mín var fædd og uppal- in á Jökuldal en dvaldi, á sínum yngri árum, á ýmsum stöðum á landinu, s.s. í Reykholtsskóla í Borgarfirði, í Reykjavík og á Seyðisfirði. Ekki veit ég hvar hún lærði þennan texta en hún kunni ýmsa slagara, sem hún lærði á Seyðisfirði árið 1937 og þessi gæti vel verið einn af þeim. Útgáfa móður minnar er á þessa leið: Hversu gömul var hún þá, hún Kittý, Kittý Ká, hversu gömul var hún þá? spurði’ hann Púlli. Hún var sex sinnum sjö, tuttugu og átta mínus tvö, alltof ung til að fara frá henni mömmu. Ekki veit ég hvernig Púlli er kominn inn í þennan texta en mig grunar að Púlli hafi verið notaður um einhvern ónafn- greindan, svona rétt eins og við segjum eða skrifum stundum Jón Jónsson þegar við tökum ónafngreint dæmi. Ég minnist þess að hafa heyrt gamalt fólk segja: „Ætli ekki það kvað hann Púlli“ þegar það svaraði einhverju eða jánkaði undir eitthvað sem var óstaðfest. Með bestu kveðju og kærri þökk fyrir alla málfarsþættina þína.“ Umsjónarmaður telur að „lækurinn“ sé ekki enn barma- fullur og er feginn nýjum upp- lýsingum. Um Púlla vil ég ekk- ert fullyrða, en til var maður að nafni Páll Jónsson, nefndur Púlli, og var frægur fyrir fyndin andsvör og nokkuð frábrigði- lega lifnaðarhætti.  Vilfríður vestan kvað: Fanney veiddi þá alla á færi, svo fagursköpuð um brjóst sín og læri; já, þvílík júgur, Jesús minn bljúgur; mér fannst sem ég nýfæddur væri.  Ég þakka Stefáni Vilhjálms- syni það skemmtilega bréf sem hér fer á eftir. Skammstöfunin V.H. er sjálfsagt Vilhjálmur Hjálmarsson, faðir hans. Berist til Gísla Jónssonar. „Sæll og blessaður Gísli. Ekki þótti mér ónýtt að frétta meira af Kidda og þeim ónefndu mæðgum. Mín útgáfa, sem ég lærði af pabba, er svona: Hvað var hún þá gömul Kiddi kall, Kiddi kall? Hvað var hún þá gömul Kiddi sæti? Sex sinnum sjö, tuttugu og átta betur tvö, alltof ung til að fara frá henni mömmu. Við erum þó sammála um ald- urinn, þótt nafni minn vilji hafa sjö sinnum sjö! Líkur virðast benda til þess að bragurinn sá arna sé þýðing á erlendum texta við lag af plötu. V.H. rámar í að hafa heyrt lagið sungið á ensku. - - - Og eitt að lokum, óskylt gömlum gamanmálum. „... á meðan ég get ennþá breitt smjörið...“ sagði Jónas Kristjánsson, handritafræðing- ur og ellilífeyrisþegi, í útvarps- viðtali í gær og hafði ég ekki áð- ur heyrt svo tekið til orða. Efast jafnvel um að ég hafi heyrt al- veg rétt. Kannast þú við þetta? Lifðu heill.“ Frá umsjónarmanni: Jónas mun hafa sagt „bleytt smjörið“, en að bleyta smjörið merkir að draga fram lífið. Auk þess fær fréttastofa út- varpsins stig fyrir að „fara fyrir lista“ í staðinn fyrir allar „leið- ingarnar“ eða „leiðslurnar“. Og enn. Pétur Pétursson þul- ur biður mig að skila þakklæt- iskveðjum til Sigríðar Schiöth fyrir lestur hennar í útvarpið, hún hafi góðan framburð og rödd og geri ekki skyssur. Hann mælist til þess að hún lesi framhaldssögu í útvarpið. ÍSLENSKT MÁL Umsjónarmaður Gísli Jónsson 1101. þáttur REYKJAVÍKURBORG er höfuð- borg Íslands og hefur gríðarlega mikilvægu þjónustuhlutverki að gegna sem slík fyrir landið allt og nýtur þess ríkulega hvað atvinnu og efnahagsleg umsvif snertir. Hún hýsir stjórnsýsluna, menningar- stofnanir, heilbrigðisstofnanir, mið- stöð ferðaþjónustu, stærstu atvinnu- fyrirtækin og bankastarfsemina svo eitthvað sé nefnt. Reykjavíkurhöfn er stærsta fiskihöfnin og vöruflutn- ingamiðstöð landsins og þaðan er vörum dreift um land allt af fjöl- mörgum dreifingarfyrirtækjum. Reykjavíkurborg hefur m.a. náð sterkri stöðu sinni vegna þess að hún er miðstöð samgangna í landinu í víðasta skilningi. Reykjavíkurflugvöllur gegnir gríðarlega mikilvægu hlutverki í þessu sambandi sem miðstöð ís- lensks innanlandsflugs sem veitir landsbyggðarmönnum greiðan að- gang að þeirri þjónustu sem Reykjavíkurborg hefur upp á að bjóða. Um hálf milljón flugfarþega, sem eiga erindi til Reykjavíkur, fara um Reykjavíkurflugvöll árlega. Tal- ið er að um 1.100 manns hafi atvinnu af beinni flugvallarstarfsemi og um 3.500 manns hafi atvinnu af afleitri starfsemi hans svo hér eru miklir hagsmunir í húfi fyrir Reykvíkinga. Nú hefur R-listinn ákveðið að efna til sérstakra kosninga um framtíð Reykjavíkur- flugvallar án þess að hafa staðið fyrir víð- tækri umræðu um málið. Að vísu hefur umræðan um skipu- lagsmál vegna Vatns- mýrarinnar verið mjög gagnleg og tímabær, margar skemmtilegar hugmyndir komið fram en að vísu ekki allar raunhæfar. Vangaveltur hafa verið um hve mikið fé væri hægt að fá fyrir byggingarland sem fengist ef flugvöllurinn færi. Talað hefur verið um mjög þétta og háreista byggð sem mundi hýsa um 25.000 íbúa og allt niður í 5.000 manna byggð. Auð- vitað er byggingarlandið verðmæt- ara eftir því sem byggðin er þéttari. Ekki er vitað hvað R-listinn hefur hugsað sér að byggja þétt, sú um- ræða hefur ekki farið fram af þeirra hálfu, og Reykvíkingar vita ekki hvers konar byggð mun rísa í Vatns- mýrinni þegar þeir ganga að kjör- borðinu 17. mars nk. Þeim er boðið upp á að kjósa um það hvort þeir vilji að flugvöllurinn verði áfram í Vatnsmýrinni eða fari til Keflavíkur. Hversu þétt eða háreist byggð er fyrirhuguð í Vatnsmýrinni ef flug- völlurinn fer vita menn ekkert um. R-listinn hefur ekki staðið fyrir neinni umræðu um hvernig umferð- armálin verða leyst þrátt fyrir það að á þessu svæði öllu eru hvað mestu umferðarvandamálin í borg- inni. Engin athugun eða umræða hefur farið fram á vegum R-listans um efnahagslegt gildi starfsemi flug- vallarins og allra þeirra starfa sem honum tengjast, eða hvaða tekjur flugvöllurinn og afleit störf hans færa Reykjavíkurborg. Engin umræða hefur farið fram á vegum R-listans um hlutverk flug- deildar Landhelgisgæslunnar sem gegnir lykilhlutverki fyrir almanna- varnir ríkisins og öryggi borgarbúa sem hefur aðsetur sitt á Reykjavík- urflugvelli. Á vegum hennar er nú hægt með mjög stuttum fyrirvara að kalla út áhafnir, lækna og annað sérþjálfað lið til leitar og björgunar- starfa og einnig flutnings á fársjúku fólki sem þarf að komast á hátækni- sjúkrahús í Reykjavík. Það er deginum ljósara að málið er hvorki nægilega rætt eða und- irbúið til þess að Reykvíkingar geti tekist á um það hvort Reykjavík- urflugvöllur eigi að vera í Vatns- mýrinni eða fara til Keflavíkur. Að málinu öllu er mjög illa staðið. Atkvæðagreiðslan ekki bindandi Virtur lagaprófessor við Háskóla Íslands segir að kosning um það hvort flugvöllurinn eigi að vera áfram í Vatnsmýrinni eða fara það- an geti ekki orðið bindandi fyrir borgaryfirvöld í framtíðinni eftir að núverandi kjörtímabili lýkur. Og með tilliti til þess hversu illa R-list- inn hefur staðið að því að upplýsa alla þætti málsins fyrir borgarbú- um, er vart hægt að ætla að borg- aryfirvöld framtíðarinnar taki nokk- urt mark á þessu brölti R-listans sem allir sjá þegar grannt er skoðað að er ekkert annað en sýndarlýð- ræði. Lykillinn að þeim miklu endur- bótum sem nú standa yfir á Reykja- víkurflugvelli samkvæmt deiliskipu- lagi byggist á samkomulagi samgönguyfirvalda og borgarstjór- ans í Reykjavík árið 1999. Í tengslum við það samkomulag er fyrirhugað að mjög fljótlega geti skapast um 31 ha byggingarland í Vatnsmýrinni með þeim hætti að norðaustur-suðvesturbrautin verður lögð niður en með brotthvarfi henn- ar losnar að sunnanverðu talsvert land í Skerjafirði sem getur hentað mjög vel fyrir íbúðarbyggð. Við norðurenda brautarinnar losnar stórt landsvæði sem gæti hentað vel undir margvíslega atvinnustarfsemi. Jafnframt gerir deiliskipulagið sem samkomulagið var um ráð fyrir því að öll flugstarfsemi á vellinum verði flutt á svæðið þar sem flugturninn, flugstjórnarmiðstöðin og Loftleiða- hótelið eru nú, austan megin flugbrautanna, við þetta losnar enn meira landrými Skerja- fjarðarmegin sem get- ur nýst fyrir íbúðar- byggð og starfsemi Háskóla Íslands eða aðra atvinnustarfsemi. Með þessum breyt- ingum á skipulagi Reykjavíkurflugvallar er verið að slá tvær flugur í einu höggi. Annars vegar fær borgin verulegt land- rými til uppbyggingar, hins vegar er ráðist í löngu tímabærar end- urbætur á flugvellinum, uppbygg- ingu miðstöðvar innanlandsflugs og fegrun á umhverfi flugvallarins. Þá mun æfingaflugið flytjast burt af flugvellinum. Út á þetta gekk sam- komulag samgönguyfirvalda og borgarstjórans í Reykjavík fyrir um einu og hálfu ári sem festi flugvöll- inn í sessi til næstu 15 til 20 ára. Ekki fer milli mála að hér var góð sátt gerð. Reifaðar hafa verið hug- myndir um að í framtíðinni mætti vinna enn meira land í Vatnsmýr- inni ca 39 ha. Með því að færa aust- ur-vesturbrautina út að ströndinni á flugvallarsvæðinu. Nú hefur borgarstjórinn hlaupið út undan sér og ætlar að koma sér frá samkomulaginu við samgöngu- yfirvöld. Nú, þegar borgarbúar ganga að kjörborðinu og kjósa um hvort Reykjavíkurflugvöllur eigi að vera áfram í Vatnsmýrinni eða fara til Keflavíkur, þýðir það ef flugvöllur- inn á að fara að allar framkvæmdir við flugvöllinn verða í lágmarki og ásýnd hans mun eflaust breytast lít- ið. Skattgreiðendur borga brúsann Reikna má með að undirbúningur atkvæðagreiðslunnar kosti ekki undir 40 milljónum króna þegar upp verður staðið. Í einum af opnu fund- unum í ráðhúsinu vegna flug- vallarmálsins nefndi einn af virtum sérfræðingum borgarinnar að skipulagsvinnan á vegum borgar- innar vegna flugvallarins kostaði nú þegar ekki undir 300 milljónum króna. Hvernig sem atkvæðagreiðslan fer mun flugvöllurinn vera í Vatns- mýrinni næstu 15 til 20 árin. Mun þessi skipulagsvinna nýtast þá? Ekki er óeðlilegt að skattgreiðendur spyrji því þeir borga jú brúsann. Spyrja má hvort ekki hefði verið raunhæfara að setja þessa peninga, um 350 milljónir króna, í að byggja upp hjúkrunarheimili fyrir aldraða en þar kreppir skórinn svo sann- arlega að. Það má geta þess að 40 milljónum króna verður varið af R-listanum til uppbyggingar í þágu aldraðra á þessu ári en litlar 15 milljónir á því síðasta . Í haust þegar endurbótum við Reykjavíkurflugvöll lýkur hefur 1,5 milljörðum króna verið kostað til hans á grundvelli samkomulagsins við borgarstjóra sem eru miklir pen- ingar komnir frá skattgreiðendum landsins. Nú hefur borgarstjórinn hlaupið frá samkomulaginu við sam- gönguyfirvöld og þykist af lýðræð- isást skjóta málinu til úrskurðar borgarbúa. En fram hefur komið svo óyggjandi er að borgaryfirvöld í framtíðinni eru ekki bundin af slíkri kosningu. Hér er lagt í gífurlegan kostnað sem hætta er á að skili litlu eða engu. Kjósum flugvöllinn í Reykjavík Jóna Gróa Sigurðardóttir Reykjavíkurflugvöllur Sterk staða borgarinnar er m.a. vegna þess, segir Jóna Gróa Sigurð- ardóttir, að hún er mið- stöð samgangna í land- inu í víðasta skilningi. Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.