Morgunblaðið - 17.03.2001, Blaðsíða 63

Morgunblaðið - 17.03.2001, Blaðsíða 63
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. MARS 2001 63 NÚ eru góðir tímar. Ný öld með nýjum hugmyndum, nýrri tækni, nýju hagkerfi og nýjum tækifærum. Hraðinn er mikill og við búum við stöðugar breytingar sem krefj- ast þess að við tileink- um okkur nýja hugsun og ný vinnubrögð. Framsóknarflokk- urinn stendur frammi fyrir breytingum. Nú er fyrir höndum það spennandi verkefni að velja nýja einstaklinga í forystusveitina og niðurstaðan mun ráða miklu um framtíð flokksins á næstu árum. Fylgi flokksins hefur verið sterkt á landbyggðinni, en heldur hefur hallað á hann í höfuðborginni. Þangað liggur hins vegar straumur fólksins og þaðan munu flestir þingmenn koma að loknum næstu kosningum. Þar eru einmitt sókn- arfæri Framsóknarflokksins. Flokkurinn á mjög hæft fólk sem hefur fylgi í landsbyggðarkjör- dæmunum og er það vel. Við þurf- um hins vegar að auka fylgið hér í Reykjavík og þess vegna er nauð- synlegt að velja í varaformanns- embættið manneskju sem höfðar til almennra kjósenda. Sú manneskja er Jónína Bjartmarz. Könnun á vef Pressunnar sýndi að Jónína er sá frambjóðandi sem flestir töldu hæfastan til að gegna þessu embætti. Þeir sem kusu voru að vísu ekki framsóknarmenn og einmitt þess vegna er þessi grein skrifuð. Við sem erum í flokkn- um erum ljómandi ánægð með valds- mannslega framkomu og kímni Guðna. Við kunnum að meta ein- lægan eldmóð Ólafs. Við höfum þegar sýnt traust okkar til þess- ara manna og kjörið þá til mikilvægra starfa fyrir flokkinn. Við treystum þeim og vitum að þeir eru traustsins verðir. Þeir eru hins veg- ar ekki líklegir til að laða að flokkn- um nýja liðsmenn. Jónína kom inn á þing í kjölfar breytinga í flokknum, með skömmum fyrirvara, og hefur staðið sig með miklum ágætum. Hún hefur sýnt og sannað að hún getur tekist á við „gamla refi“ í pólitík, eins og Össur og Steingrím, af skynsemi og skörugleika. Svo sköruglega að til þess var tekið meðal skríbenta annarra flokka, sem hingað til hafa látið það vera að mæra framsóknarmenn. Jónína hefur lagt áherslu á mál- efni sem varða fjölskylduna og er vel að sér í þeim málaflokkum. (Fyrir þá sem ekki vita hvað í því felst er rétt að árétta að það eru til dæmis atvinnumál, efnahagsmál (eins og skattamál), menntamál, heilbrigðismál og félagsmál.) Þetta eru málefni sem snerta okkur öll í daglegu lífi og teljast sum til „erf- iðra málaflokka“. Þar hefur Fram- sóknarflokkurinn ekki skorast und- an merkjum og með Jónínu Bjartmarz í embætti varaformanns mun flokkurinn halda áfram að vinna að þessum mikilvægu málum undir kjörorðinu „Fólk í fyrirrúmi“. Það er bjart framundan og það er gaman að vera framsóknarkona. Konur í Framsóknarflokknum eru metnar að verðleikum, þeim eru falin trúnaðarstörf, þar ríkir jafn- rétti. Einn flokka hefur Framsókn- arflokkurinn haft kjark til að tefla fram sínum hæfustu einstaklingum án tillits til kynferðis þeirra. Guggnum ekki í þetta sinn, veljum Jónínu í embætti varaformanns því hún er einfaldlega hæfust. Það er bjart framundan Brynhildur Bergþórsdóttir Framsókn Nauðsynlegt er að velja varaformann sem höfð- ar til almennra kjós- enda, segir Brynhildur Bergþórsdóttir. Það gerir Jónína Bjartmarz. Höfundur er rekstrarhagfræðingur og framsóknarkona. ÞEGAR send var inn beiðni til byggingar- fulltrúa 25. september sl. um leyfi til að rífa vaktarabæinn og byggja íbúðarhús á lóð- inni í Garðastræti 23, mátti búast við að heyra ýmsar athuga- semdir í tengslum við það ferli sem málið myndi eðlilega þurfa að ganga í gegnum, sér- staklega í sambandi við yfirstandandi endur- skoðun á deiliskipulagi Grjótaþorpsins. Hins vegar áttum við ekki von á þeim sterku viðbrögðum sem raun ber vitni um þar sem þrír mæt- ir aðilar hafa síðustu dagana skrifað greinar í Morgunblaðið um þetta mál, en þeir eru: Nikuláss Úlfar Másson, arkitekt hjá Árbæarsafni (28. feb. – Garðsvæði), borgarstjór- inn í Reykjavík, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir (2. mars – Höfuðborgar- svæðið), og nú síðast Þór Magnússon fv. Þjóðminjavörður (7. mars – Um- ræðan). Sameiginlegt öllum þessum greinum er að saga vaktarahússins er rakin og lögð er áhersla á varð- veislugildi þess sem mikilvæga arf- leifð fyrri tíma. Í fyrstu greininni er greinilega mikil áhersla lögð á að sýna fram á „syndina“ að rífa húsið og hversu húsið (sem slíkt) hefur mikið varð- veislugildi. Þessu til að svara er sú staðreynd að það hefur aldrei verið markmið okkar að rífa hús sem talist getur verðmætur minjagripur held- ur einungis að fjarlægja það af lóð- inni svo hægt sé að nýta hana en skv. opinberum tölum er nýtingarhlutfall lóðar 0.12. Í þessu samhengi hefur Árbæjarsafni verið boðið það að gjöf, sem þá gæti tryggt varðveislu þess að eigin vild. Sú hugmynd að setja upp safn eða tónminjahús í Vaktara- bænum kann að vera virðingarverð en virðist ekki jafnrómantísk þegar tekið er tillit til þess að samanlagt er nettóflötur hússins að innan u.þ.b 20 fermetrar skv. mati frá 1976. Auk þess segir fagurfræðilegt mat leik- mannsins að staðsetning slíks húss (á milli tveggja húsa sem þar standa nú við Garðastrætið) væri fremur kindarleg og úr tengslum við nán- asta umhverfi. Það væri því betur við hæfi að byggja á lóðinni þokkalegt hús sem hæfði umhverfinu, og sér- staklega götumyndinni, betur. Grein borgarstjórans sem setur fram sínar persónulegar skoðanir á málinu er um margt ágæt og virðing- arverð en kallar ekki á nein viðbrögð af okkar hálfu umfram það sem að ofan er sagt. Að síð- ustu, í dramantískri grein sem fyrrverandi þjóðminjavörður skrif- aði um málið, gerir hann því skóna að okk- ur þyki lóðin sennilega „of dýrmæt til að láta standa þar kofaskrifli“. Sé þetta mikilvægt at- riði fyrir fv. þjóðminja- vörð, getum við upplýst að ekkert hefur verið aðhafst til að fá verð- mætamat á lóðina. Hins vegar hefur borg- in – samkvæmt opin- beru fasteignamati – metið fermetra hennar rúmlega 6 sinnum verðmætari en sambærileg tala er fyrir lóð/(húseign) á Seltjarn- arnesi. Skattalega séð er sambæri- legur samanburður rúmlega 20-fald- ur. Ástand hússins er í dag bágborið og endurspeglar m.a. þá staðreynd að ekki hefur verið búið í því í 4 ára- tugi. Opinber úttekt sem gerð var á því fyrir 25 árum sýndi þá að end- urnýjunarhlutfallið af heildarbygg- ingarkostnaði myndi verða 72,5%. Sambærilegt hlutfall í dag myndi mjög líklega nálgast 100% sem þýðir (í raunsæjum skilningi) að húsið yrði endurbyggt en ekki endurnýjað til að gera það að því húsi sem það var um miðja 19. öld. Það er því ærin ástæða til að vara við of mikilli fram- kvæmdagleði í þessu samhengi því eftir allt eru það skattborgararnir sem greiða kostnaðinn. Að endingu er bent á að lóð þessi hefur verið í fjölskyldueign í rúm 35 ár og er hug- ur okkar því að gera meira úr henni og færa Vaktarabæinn í það um- hverfi sem myndi henta honum bet- ur. Vaktarahúsið í Grjótaþorpi – í öðru ljósi Alda Bjarnadóttir Höfundur er eigandi Garðastrætis 23. Húsavernd Það er því ærin ástæða til að vara við of mikilli framkvæmdagleði, segir Alda Bjarnadóttir, í þessu samhengi því eftir allt eru það skattborg- ararnir sem greiða kostnaðinn. HVAR í veröldinni annars staðar en hér mundi það gerast að borgarstjóri höfuðborg- ar vísaði úr borg sinni mikilvægustu miðstöð innanlandssamgangna og segði: Mér kemur hún ekki við? Vel má vera að borg- arstjóri sé vel til sam- félagsstjórnunar fallinn en þá utan þess þjóð- skipulags sem treyst hefur sátt borgar og dreifbýlis. Í Kolbeinsey er nokkuð sérstakt sam- félag sem kynni að hæfa henni og lifa af þá stjórnarhætti sem hún og R- listinn hafa tamið sér. Þar er líka gamall þyrlupallur sem hún gæti meitlað í hjá- verkum með matrósum sínum og lagt þannig öðrum eyðingaröflum lið. Borgarstjóri í Kolbeinsey Páll Þorgeirsson Höfundur er læknir. Flugvöllur Kemur sam- göngumið- stöðin borg- arstjóra ekki við? spyr Páll Þorgeirsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.