Morgunblaðið - 17.03.2001, Side 64

Morgunblaðið - 17.03.2001, Side 64
UMRÆÐAN 64 LAUGARDAGUR 17. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ BYGGÐASTOFNUN sendi fyrr í vikunni frá sér skýrslu er ber heitið: Sjávarútvegur og byggðaþróun á Íslandi. Þetta er að efni til ágæt tölu- leg samantekt á byggðaþróun síðustu ára og breytingar í rekstri sjávarútvegsfyrir- tækja. Hins vegar eru þær ályktanir sem skýrsluhöfund- ur dregur eilítið sérstakar, einkum sú að kvótatilfærslur séu aðalhreyfiaflið í byggða- þróun hérlendis. Nánar tiltek- ið, að frjálst framsal aflaheim- ilda hafi leitt til lækkunar launa í fiskvinnslu og fólks- flótta af landsbyggðinni. Hin einföldu sambönd sem dregin eru upp í skýrslunni á milli sjávarútvegs og byggðar um landið eru full óná- kvæm. Þessar skýringar stangast ennfremur á við viðamikla rannsókn sem Byggðastofnun lét gera á orsök- um búferlaflutninga árið 1997, sem og skýrslu um stjórnkerfi fiskveiða og byggðaþróun sem Þjóðhagsstofn- un lét frá sér fara í október síðast- liðnum. Vandi fiskvinnslunnar Í hinni nýju skýrslu Byggðastofn- unar er réttilega bent á að hlutfall hráefnis af tekjum hefur aukist og laun lækkað í fiskvinnslu. Þessa þró- un er þó ekki hægt að rekja beint til kvótakerfisins, heldur mun frekar til aukinnar sjóvinnslu, frjálsra fisk- markaða og aukinnar samkeppni. Verð á fiskmörkuðum hefur farið hækkandi og aukið kröfur um hag- ræðingu í rekstri og bætta nýtingu fiskvinnsluhúsa. Að auki hafa bættar samgöngur gert landið að einu mark- aðssvæði og er fiskur nú keyrður landshornanna á milli til vinnslu. Af- leiðingar þessa eru tvíþættar. Í fyrsta lagi hefur vinnsla lagst af í sumum fiskverkunarhúsum en auk- ist í öðrum. Í öðru lagi hefur reynst örðugt að hækka laun starfsfólks til samræmis við það sem tíðkast í öðr- um greinum og fá nýtt fólk til starfa. Vandamálið hefur því ekki verið skortur á störfum heldur lág laun. Að hluta til hefur þetta verið leyst með því að flytja inn erlent farand- verkafólk, einkum frá löndum þar sem tekjur eru lægri en þekkist hér- lendis. Sjómannasamningar Tengslin á milli kvóta, afla og heimahafnar eru einnig mjög laus- leg. Kvótinn er skráður á skip, sem síðan er skráð á ákveðna heimahöfn, en engin trygging er fyrir því að aflanum sé landað þar. Þá eru heldur engin sjálfvirk tengsl á milli þess hvar fiski er landað og hvar hann er unn- inn. Þau fiskvinnslufyrirtæki sem standa hvað best stunda bæði útgerð og vinnslu og geta í raun keypt hráefni af sjálfum sér á verði sem er undir því sem gerist á fisk- mörkuðum. Þess vegna er lík- legt að ef sú krafa sjómanna nær fram að ganga að allur fiskur fari á markað muni hagur fiskvinnslunnar versna víða um land, jafnvel þótt fisk- verð á mörkuðum kunni að lækka með auknu framboði. Af þess- um sökum geta yfirstandandi sjó- mannasamingar skipt mjög miklu máli fyrir þróun sjávarbyggða, þó þessi kjaraáhrif séu ekki rædd í fyrr- greindri skýrslu. Dýpri orsakir Ástæður fyrir fólksflutningum geta verið mjög margvíslegar, s.s. af félagslegum, atvinnulegum, heilsu- farslegum og menntunarlegum ástæðum, eins og kemur glögglega fram í ágætri skýrslu Byggðastofn- unar frá árinu 1997. Kvótaflutningar eiga sér yfirleitt stað í tengslum við hagræðingu af einhverjum toga, sem er oft forsenda þess að fyrirtæki geti greitt hærri laun. Þessar færslur hafa því stutt við byggð á allmörgum stöðum um landið, þótt það sé alls ekki sjálfgefið að fólksfjöldi vaxi í kjölfar bættrar kvótastöðu. Þvert á móti. Fólksfækkun hefur jafnvel átt sér stað á sumum stöðum sem bætt hafa við sig kvóta. Kvóta- og fólks- flutningar á milli sveitarfélaga eiga sér því djúpar og flóknar orsakir. Ekki er hægt að tengja þessa tvö at- riði saman með svo afgerandi hætti sem gert er í nýútkominni skýrslu Byggðastofnunar. Ljós sögunnar Ekki er heldur hægt að skilja þessar breytingar án þess að skoða þær í sögulegu samhengi. Rót vand- ans í mörgum smærri sveitarfélög- um liggur í þeim óhóflegu fjárfest- ingum í fiskveiðum og vinnslu sem ráðist var í á 8. áratugnum. Það leiddi til mjög örrar fólksfjölgunar þann áratuginn á smærri stöðum, sem nú er að nokkru að ganga til baka. Afkastageta fiskvinnslunnar vítt og breitt um landið hefur lengi verið mun meiri en þörf er á og því er viðbúið að staðir úti á landi takist á um hráefni. Hér verður að hafa í huga að þorskafli Íslendinga hefur minnkað um helming frá því snemma á níunda áratugnum. Þorskaflinn ár- ið 1981 nam rúmlega 460 þúsund tonnum, en leyfilegur heildarafli á yfirstandandi fiskveiðiári er 220 þús- und tonn. Íslensk útgerðarfyrirtæki hefðu aldrei getað brugðist við þess- ari miklu skerðingu án þess að mikill samruni og hagræðing ætti sér stað, og þá jafnframt að störfum fækkaði í greininni. Frjálst framsal er lykillinn að þessum árangri. Ekki má heldur gleyma því að sjávarútvegur er ekki einkamál landsbyggðarinnar, heldur ein meginstoð íslensks efnahagslífs og afkoma hans hefur því mikil áhrif á lífskjör almennings hvar sem er á landinu. Ný haftastefna Fram hafa komið tillögur um að aflaheimildir verði teknar af stærri útgerðum og dreift á nýjan leik. Jafnframt er gert ráð fyrir því að hefta framsal þeirra og þar með binda kvótann við ákveðnar byggðir. Landaðan afla má þó auðveldlega flytja á milli staða og því verður í raun að ganga lengra og festa vinnsl- una niður í byggðarlögunum. Slík stefna myndi verulega torvelda framþróun í sjávarútvegi og leiða til stöðnunar í greininni, jafnframt því sem hún myndi rýra lífskjör þjóðar- innar. Hér verður aftur að árétta að störf í fiskvinnslu munu ekki freista launþega nema laun þar verði sam- keppnishæf við aðrar atvinnugrein- ar. Og það verða þau ekki ef fram- leiðniþróun stöðvast. Enda þótt störfin héldust á sínum stað, myndu fáir Íslendingar kjósa að vinna þau og búa í viðkomandi byggðarlagi. Þess vegna er mjög vafasamt að höft á framsali aflaheimilda geti talist góð byggðastefna þegar til lengri tíma er litið. Kvótinn og byggðirnar Sveinn Agnarsson Sjávarútvegur Mjög vafasamt er, segja Ásgeir Jónsson og Sveinn Agnarsson, að höft á framsali aflaheim- ilda geti talist góð byggðastefna. Höfundar eru báðir hagfræðingar. Ásgeir Jónsson UNDANFARNAR vikur hefur verið gerð- ur fjöldi skoðanakann- ana um Reykjavíkur- flugvöll. Niðurstöður þeirra eru allar á einn veg. Meirihluti borgar- búa er fylgjandi því að hafa miðstöð innan- landsflugsins í Reykja- vík. Það er einfalt mál að segja nei eða já við spurningu í síma. Ann- að er að fylgja þeirri af- stöðu eftir og hafa raun- veruleg áhrif með henni. Því er afar brýnt að sem flestir borgarbúar taki þátt í atkvæðagreiðslunni um flugvöllinn í dag. Viðhorf Reykvíkinga í skoðanakönnunum síð- ustu daga koma ekki á óvart. Meirihlutinn áttar sig á því að flugvallarmálið snýst um réttindi og skyldur Reykjavíkur sem höfuðborgar allra landsmanna. Meirihlut- inn áttar sig á því að greiðar samgöngur eru lífsnauðsyn – ekkert síður fyrir þá sem búa í borginni en þá sem búa úti á landi. Jafnframt skilja flestir mikilvægi flugvallarins fyrir at- vinnulífið á höfuðborgarsvæðinu. Á þessari stundu getur enginn sagt til um hvenær tímabært verður að flytja flugvöllinn burt. Ef við tökum ákvörðun núna um að Reykjavíkur- flugvöllur hverfi úr Vatnsmýrinni eft- ir 15 ár, erum við að grafa undan eðli- legri þróun í samgöngum. Sú eina skynsamlega ákvörðun sem við get- um tekið er að greiða atkvæði með því að flugvöllurinn verði áfram í Vatns- mýrinni. Þannig er enginn skaði skeð- ur. Þannig höldum við öllum leiðum opnum og sköpum komandi borgar- stjórnum svigrúm til að finna farsæl- ustu lausn í sátt við landsmenn alla. Höldum (flug-) leiðum opnum Friðrik Pálsson Höfundur er formaður Hollvina Reykjavíkurflugvallar. Flugvöllur Sú eina skynsamlega ákvörðun sem við getum tekið, segir Friðrik Pálsson, er að greiða at- kvæði með því að flug- völlurinn verði áfram í Vatnsmýrinni. SL. MIÐVIKUDAG, í fyrirspurnatíma á Al- þingi, lagði ég fram fyr- irspurn til heilbrigðis- ráðherra. Tilefni fyrirspurnar minnar var að ég hef orðið áþreifanlega vör við vaxandi ugg meðal fólks varðandi aukningu krabbameinstilfella og hugsanleg tengsl við staðsetningu háspennu- lína, spennistöðva og fjarskiptamastra. Hópur fólks á Sel- fossi er nú afar uggandi vegna fyrirhugaðs 32 metra hás fjarskiptamasturs inni í miðjum bænum. Það spyr hvort hér sé hætta á ferðum. Er hægt að tala um mengun? Á Íslandi hafa ekki verið settar neinar reglur um leyfilegan styrk raf- segulsviðs. Nýlegar erlendar rann- sóknir leiða æ meiri líkur að því að hvers konar rafsegulsvið geti haft al- varleg áhrif á heilsu og líðan fólks og jafnvel valdið krabbameini. Það er því ekki fráleitt að tala um mengun! En hvernig hefur rafmagn og raf- segulmengun áhrif á heilsu fólks? Er hugsanlegt að hjá þeim sem búa í nágrenninu geti staðsetning þessara mannvirkja valdið heilsuskaða? Umræðan um rafsegulsvið og áhrif þess á mannslíkamann eykst stöðugt og undanfarin ár hafa augu almenn- ings og fræðimanna beinst æ meira í þá átt að skoða umhverfi okkar til að komast að því hvort orsakavalda að sjúkdómum og vanheilsu sé þar að finna. Nú nýlega hafa verið að berast fréttir um að nú í fyrsta skipti hafi op- inber bresk stofnun viðurkennt opin- berlega að tengsl geti verið á milli krabba- meinstilfella og há- spennulína. Það er faraldsfræð- ingurinn sir Richard Doll sem nú kemur fram með niðurstöður þess efnis að börn sem búa í grennd við há- spennulínur eigi frekar á hættu að fá krabba- mein en önnur börn. Það var sir Richard sem fann tengslin á milli reykinga og lungnakrabba á sjötta áratugnum. Rafsegulsvið og hvítblæði Rannsóknarhópar í háskólanum í Toronto og Hospital for Sick Children tilkynntu að rannsóknir hefðu sýnt að börn sem búa við há gildi rafsegul- sviðs ættu frekar á hættu að fá hvít- blæði en börn sem ekki bjuggu við slík skilyrði. Þeir gerðu mælingar á heimahögum veikra barna og komust að því að tvisvar til fjórum sinnum meiri líkur væru á að börn með hvít- blæði hefðu búið við há gildi rafseg- ulsviðs. Þá hafa faraldsfræðilegar rann- sóknir Dana og Svía sýnt fram á tengsl milli hvítblæðis í börnum og búsetu í nálægð við rafmagnsmann- virki. Hið sama kann að gilda um full- orðna, en um það er ekki vitað. Ég tel nauðsynlegt að hugað sé að þessum þáttum og hvort ekki sé tíma- bært að koma háspennulínum í jörðu þar sem íbúðarbyggð er. Það hefur komið fram í viðtölum við krabbameinslækna að umhverfis- þættir vega um 70%, því læknavísind- in væru komin svo langt í þróun lyfja við krabbameini. Kenningar eru um að tengja megi farsímanotkun og tíðni heilaæxla við notkun farsíma. Ekki er hægt að draga neinar öruggar ályktanir um skaðsemi geislunar frá farsímum eða farsímastöðvum á heilsu manna. Engu að síður hafa yfirvöld víða er- lendis gripið til varúðarráðstafana, m.a. í sveitarfélaginu Nesjö í Svíþjóð þar sem víða er nú bannað að reisa loftnet og sendimöstur fyrir GSM- síma vegna geislunar. Við eigum því að fara að öllu með gát, rannsaka alla þessa þætti og gera síðan ráðstafanir í kjölfarið. Varúðar- reglu er oft beitt við lagningu orku- flutningslína og er þá leitast við að hafa þær ekki nálægt byggingum eins og barnskóla og barnaheimili. Heilbrigðiskerfi okkar er eitt það besta í heimi þrátt fyrir fámenni. Við Íslendingar eigum að vera í forustu á þessu sviði. Við eigum að hafa metnað til að rannsaka málin sjálf en ekki allt- af að bíða eftir niðurstöðum að utan. Hægt væri, t.d. í krabbameinsrann- sóknum, að spyrja fólk hvar það hafi búið sl. 10 ár. Er samspil á milli krabbameins og háspennulína? Drífa Hjartardóttir Sjúkdómar Nýlegar erlendar rann- sóknir leiða æ meiri líkur að því, segir Drífa Hjartardóttir, að hvers konar rafsegulsvið geti haft alvarleg áhrif á heilsu og líðan fólks og jafnvel valdið krabbameini. Höfundur er alþingismaður.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.