Morgunblaðið - 17.03.2001, Síða 71
UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. MARS 2001 71
- trygging fyrir l
águ ver›i!
ALVEG nýtt mál
kom upp í vikunni, sem
varpar ljósi á hvernig
R-listinn meðhöndlar
lýðræðislegar ákvarð-
anir. Borgarráð sam-
þykkti á fundi sínum
12. desember síðastlið-
inn, að samhliða at-
kvæðagreiðslunni um
framtíð Reykjavíkur-
flugvallar í Vatnsmýri,
færi fram skoðana-
könnum meðal annarra
landsmanna og skyldi
úrtakið vera 5 til 20
þúsund manns. Þegar
spurt var í borgarráði
sl. þriðjudag hvað liði
gerð þessarar skoðanakönnunar,
kvaðst borgartjóri ekki vita ná-
kvæmlega hvernig mál stæðu. Hann
yrði að skoða málið og myndi svara
spurningunni síðar. Í sjónvarpsfrétt-
um það kvöld var haft eftir fram-
kvæmdastjóra þróunarsviðs Ráð-
hússins, Kristínu Árnadóttur, að
fallið hefði verið frá þessari hug-
mynd, hún hefði verið dýr og hugur
landsbyggðarmanna hefði komið
fram í skoðanakönnun PriceWater-
houseCoopers í lok febrúar. Þarna
kom í ljós, að embættismaður í Ráð-
húsinu hafði tekið sér vald til að fram-
fylgja ekki samþykkt borgarráðs.
Á fundi borgarstjórnar sl. fimmtu-
dag reyndi borgarstjóri að klóra í
bakkann og koma með þá sérkenni-
legu skýringu, að þar
sem hætt hefði verið
við að kjósa fjóra–fimm
kosti, en í þess stað að-
eins kosið um tvo, væri
ástæðulaust að spyrja
landsmenn. Þar af leið-
andi gilti ekki sam-
þykkt borgarráðs. Við
þetta er það að athuga,
að samþykkt borgar-
ráðs gekk út á að
spyrja um það sama og
spurt yrði í atkvæða-
greiðslunni sjálfri. Auk
þess er rétt að benda á
að ef þetta er skýring-
in, af hverju gat borg-
arstjóri ekki svarað á
fundi borgarráðs sl. þriðjudag?
Framkvæmdastjóra þróunarsviðs
var falið ásamt stýrihópi undirbún-
ingur og framkvæmd atkvæða-
greiðslunnar. Hér á í hlut einstak-
lingur, sem tók við starfinu 1.
febrúar sl. og færði sig þá úr póli-
tísku sæti aðstoðarmanns borgar-
stjóra í sæti embættismanns, sem á
að starfa af fyllstu óhlutdrægni.
Raunverulega skýringin er augljós-
lega sú, að pólitíkin hefur borið emb-
ættismanninn ofurliði. Í stað þess að
virða lýðræðislega ákvörðun eða
óska eftir að henni yrði breytt af
réttum aðila, þ.e. borgarráði, ef að-
stæður breyttust, er gengið á svig
við hana. Til þess hafa embættis-
menn ekki vald. Borgarstjóri ber
hina endanlegu ábyrgð, hvort sem
hann kýs að fela sig á bak við emb-
ættismenn eða ekki.
Eftir stendur að embættismaður
borgarkerfisins, sem er fyrrverandi
pólitískur aðstoðarmaður borgar-
stjóra, ákveður að hundsa lýðræðis-
lega ákvörðun borgarráðs. Virðing
fyrir lýðræðinu og lýðræðislegum
ákvörðunum birtist ekki í vinnu-
brögðum R-listans þessa dagana og
undrar það fáa sem til þekkja.
Þegar pólitíkin
ber lýðræðið
ofurliði
Inga Jóna
Þórðardóttir
Höfundur er oddviti borgarstjórn-
arflokks sjálfstæðismanna.
Flugvöllur
Virðing fyrir lýðræðinu
og lýðræðislegum
ákvörðunum, segir
Inga Jóna Þórðardótt-
ir, birtist ekki í vinnu-
brögðum R-listans.