Morgunblaðið - 17.03.2001, Qupperneq 73

Morgunblaðið - 17.03.2001, Qupperneq 73
ÚTSKÁLAKIRKJA: Guðsþjónusta sunnudag kl. 14. Aðalsafnaðarfund- ur Útskálasóknar verður haldinn strax að guðsþjónustu aflokinni, boðið verður til kaffisamsætis. Kirkjuskólinn í dag, laugardag, kl. 14 í safnaðarheimilinu Sæborgu. HVALSNESSÓKN: Kirkjuskólinn í dag kl. 11. Ath.: Kirkjuskólinn verður að þessu sinni í grunnskólanum í Sandgerði. YTRI-NJARÐVÍKURKIRKJA: Messa (altarisganga) sunnudag kl. 14. Sr. Kristín Þórunn Tómasdóttir, héraðs- prestur Kjalarnesprófastsdæmis, predikar og þjónar fyrir altari. Nem- endur úr Tónlistarskóla Reykjanes- bæjar koma fram. Kirkjukór Njarðvík- ur syngur undir stjórn Steinars Guðmundssonar organista. Frímúr- arabræður í Sindra, Keflavík, og fjöl- skyldur þeirra fjölmenna. Kaffi- og kökusala að athöfn lokinni og rennur ágóðinn í líknarsjóð prestakallsins. Sunnudagaskóli sunnudag kl. 11 í umsjá sr. Kristínar Þórunnar Tómas- dóttur og Vilborgar Jónsdóttur. Bald- ur Rafn Sigurðsson. NJARÐVÍKURKIRKJA: Sunnudaga- skóli sunnudag kl. 11. Ástríður Helga Sigurðardóttir og Tune Sol- bakke leiða starfið. Baldur Rafn Sig- urðsson. KEFLAVÍKURKIRKJA: Fjölskyldu- guðsþjónusta og aldursskiptur sunnudagaskóli kl. 11 árd. Prestur: Sigfús Baldvin Ingvason. Kór Kefla- víkurkirkju leiðir söng. Organisti: Ein- ar Örn Einarsson. Meðhjálpari: Ívar Valbergsson. Fermingar í Keflavík, sjá: keflavikurkirkja.is SELFOSSKIRKJA: Messa og sunnu- dagaskóli kl. 11. Morguntíð sungin þriðjudaga til föstudaga kl. 10. For- eldrasamvera miðvikudaga kl. 11. Krakkaklúbbur miðvikudaga kl. 14– 14.50. Leshringur kemur saman á miðvikudögum kl. 18, sakramentis- þjónusta að lestri loknum. Sóknar- prestur. STRANDAKIRKJA: Kvöldmessa mið- vikudaginn 21. mars kl. 20. Messan markar upphaf vísitasíu biskups Ís- lands í Árnesprófastsdæmi. Biskup Íslands predikar og þjónar fyrir altari ásamt sóknarpresti. Sóknarprestur. HVERAGERÐISKIRKJA: Sunnudaga- skóli kl. 11. Fundur með fermingar- börnum og foreldrum kl. 14. Sókn- arprestur. ODDAKIRKJA á Rangárvöllum: Messa kl. 14. Messuheimsókn úr Hrunaprestakalli. Séra Eiríkur Jó- hannsson, sóknarprestur í Hruna, predikar og þjónar fyrir altari ásamt staðarpresti. Barn fært til skírnar. Kirkjukór Hrunaprestakalls leiðir sönginn. Organisti: Edit Molnar. Kaffi og spjall í safnaðarheimilinu eftir messu. Sóknarprestur. SKÁLHOLTSDÓMKIRKJA: Messa sunnudag kl. 11. Sóknarprestur. HAUKADALSKIRKJA: Guðsþjónusta sunnudag kl. 14. Sóknarprestur. TORFASTAÐAKIRKJA: Kvöldguðs- þjónusta sunnudag kl. 21. Sóknar- prestur. KIRKJUBÆJARKLAUSTUR- SPRESTAKALL: Kapellan á Klaustri: Föstumessa með altarisgöngu verð- ur sunnudagskvöldið kl. 21. Lesið verður úr píslarsögunni og eingöngu sungnir passíusálmar. Grafarkirkja í Skaftártungu: Barnastarf í dag laug- ardag kl. 11. Guðsþjónusta sunnu- dag kl. 14 og að henni lokinni er að- alsafnaðarfundur. Sr. Bryndís Malla Elídóttir. AKRANESKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 14. Kristbjörg Smáradóttir verður fermd í athöfninni. Dvalarheimilið Höfði: Guðsþjónusta kl. 12.45. Sóknarprestur. BORGARPRESTAKALL: Barnaguðs- þjónusta í Borgarneskirkju kl. 11.15. Messa í Borgarneskirkju kl. 14. Guðsþjónusta á Dvalarheimili aldraðra kl. 15.30. Sóknarprestur. ÓLAFSVÍKURKIRKJA: Sunnudaga- skóli með Konna, Bjarti og öllum hin- um. Mikill söngur. Mætum öll. Sókn- arprestur. MÖÐRUVALLAKLAUSTURSKIRKJA: Messa fyrir allt prestakallið sunnu- dag kl. 14. Molasopi á prestssetrinu eftir messu. Mætum öll og njótum samveru í húsi guðs. Sóknarprestur. EGILSSTAÐAKIRKJA: Guðsþjónusta sunnudag kl. 11. Skólakórar grunn- skólans í heimsókn. Kyrrðarstund á morgun, mánudag, kl. 18. Sóknar- prestur. KIRKJUSTARF MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. MARS 2001 73 BISKUP Íslands, herra Karl Sigur- björnsson, endurvígir Dalvíkur- kirkju sunnudaginn 18. mars kl. 14 og mun hann jafnframt flytja predik- un. Sóknarprestur, séra Magnús G. Gunnarsson og séra Jón Helgi Þór- arinsson þjóna fyrir altari. Eftir vígsluna býður sóknarnefnd kirkjunnar upp á kaffiveitingar. Gerðar hafa verið gagngerar end- urbætur á kirkjunni. Hönnuður þeirra er Haukur Haraldsson og Fanney Hauksdóttir, Arkitekta- og verkfræðistofu Hauks ehf., en Tré- verk ehf. smíðaði innréttingar og sá um endurbæturnar. Klukkan 17 sama dag halda Kór Dalvíkurkirkju og Kirkjukór Ólafs- fjarðar tónleika í kirkjunni í tilefni vígslunnar. Laugardaginn 17. mars ætla kórarnir að flytja sömu dagskrá kl. 16 í Ólafsfjarðarkirkju. Kvöldvaka við kertaljós NÆSTKOMANDI sunnudagskvöld, 18. mars, kl. 20 verður kvöldvaka við kertaljós í Fríkirkjunni í Hafnarfirði með fjölbreyttri dagskrá í tali og tón- um, en slíkar kvöldvökur eru haldnar einu sinni í mánuði. Yfirskrift kvöld- vökunnar að þessu sinni er fermingin og er þess sérstaklega vænst að fermingarbörn og þeirra fjölskyldur fjölmenni en að sjálfsögðu eru allir velkomnir til þessarar stundar. Þessi samverustund verður lokaþáttur í fermingarundirbúningi vetrarins en á þessu vori fermast 70 unglingar í Fríkirkjunni í Hafnarfirði. Það er Örn Arnarson sem leiðir tónlistarflutning og undirleik ásamt hljómsveit sinni. Að lokinni kvöldvöku verður svo boðið til látlausrar „fermingarveislu“ í safnaðarheimili kirkjunnar þar sem boðið verður upp á heitt súkkulaði og léttar veitingar. Þessar mánaðarlegu kvöldvökur Fríkirkjunnar hafa verið afar vel sóttar og fólk virðist njóta þess að geta átt notalega stund við kertaljós, íhugun og fallega tónlist í kirkjunni sinni. Kvöldmessa í Grensáskirkju ANNAÐ kvöld, sunnud. 18. mars, verður kvöldmessa í Grensáskirkju og hefst hún kl. 20. Form messunnar er mjög einfalt og lagt upp úr léttum og kröftugum söng við píanóundirleik. Í töluðu máli er reynt að nota ekki fleiri orð en nauðsyn krefur og skapa þannig kyrrlátt og friðsælt andrúmsloft. Kvöldmessan tekur innan við klukkustund en að henni lokinni er molasopi í safnaðarheimilinu. Með þessu fyrirkomulagi er reynt að mæta þörfum þeirra sem vilja gjarnan sækja kirkju en finna sig ekki í hefðbundnu messuformi og fyrirkomulagi. Aðalatriðið er að mæta Drottni og eiga stund í húsi hans til uppbygg- ingar í upphafi nýrrar vinnuviku. Breytingaskeið karla og kvenna ÓLAFUR M. Håkansson kvensjúk- dómalæknir kemur í heimsókn í hjónastarf Neskirkju nk. sunnudags- kvöld 18. mars og ræðir um efnið „Breytingaskeið karla og kvenna“. Menn hafa löngum vitað að horm- ónastarfsemi kvenna breytist á miðjum aldri en í seinni tíð hafa menn beint sjónum að þeirri staðreynd að hormónabreytingar eiga sér einnig stað hjá körlum. Breytingar á horm- ónastarfseminni geta svo haft marg- vísleg áhrif á vellíðan og jafnvel and- lega heilsu fólks. Ólafur M. Håkansson er líffræðingur og læknir að mennt með sérmenntun í kven- sjúkdómum og fæðingarhjálp. Hann starfaði í mörg ár í Svíþjóð, svo og á sjúkrahúsinu í Keflavík, en rekur nú eigin læknastofu í Reykjavík. Fyrirlestur hans er haldinn í safn- aðarheimili Neskirkju og hefst kl. 20:00. Hann er öllum opinn. Málefni kirkjuþings rædd LEIÐARÞING Kjalarnessprófasts- dæmis verður haldið sunnudaginn 18. mars í safnaðarheimili Keflavík- urkirkju kl. 17–21. Þingið sitja prest- ar og djáknar í prófastsdæminu, for- menn sóknarnefnda og safnaðar- fulltrúar. Á leiðarþingi eru málefni kirkjuþings til umfjöllunar og munu fulltrúar leikmanna í Kjalarnesspró- fastsdæmi fjalla um helstu mál síð- asta kirkjuþings. Þá gefst leiðar- þingsmönnum tækifæri til að spyrja fulltrúa sína á kirkjuþingi um störf þingsins og ræða málefni kirkjunnar. Þá verða æskulýðsmál kirkjunnar í brennidepli á leiðarþinginu og staða æskulýðsstarfsins skoðuð. Að lokn- um kvöldverði verður flutt leikrit um trú og sjósókn undir stjórn Jóns Hjartarsonar leikara en verkið var samið sérstaklega fyrir Hafnarfjarð- arsókn á síðasta ári. Kristín Þórunn Tómasdóttir, héraðsprestur Kjalarness- prófastsdæmis. Æðruleysismessa Dómkirkjunnar ÆÐRULEYSISMESSA Dómkirkj- unnar tileinkuð fólki í leit að bata eftir tólfsporakerfinu verður í Dóm- kirkjunni í Reykjavík sunnudags- kvöldið 18. mars kl. 20:30. Þar eru allir velkomnir til tilbeiðslu og æðru- leysis. Lofgjörðina leiðir söngkonan lífs- glaða Anna Sigríður Helgadóttir við undirleik bræðranna Birgis og Harð- ar Bragasona. Þorvaldur Halldórs- son mun gleðja viðstadda með ein- söng. Sr. Anna Sigríður Pálsdóttir leiðir stundina og sr. Jóna Hrönn Bolla- dóttir predikar og sr. Jakob Ágúst Hjálmarsson leiðir fyrirbæn. Jafnframt verður reynslusögu deilt með viðstöddum. Í lok stund- arinnar verður fyrirbæn og smurn- ing upp við altari Dómkirkjunnar. Æðruleysismessur eru einstakar og helgar stundir þar sem fólk kemur og leitar af heiðarleika og einlægni eftir samfélagi við Guð og meðbræð- ur sína. Það sem einkennir messurn- ar er létt sveifla í helgri alvöru. Æðruleysismessur eru 21. aldar messur og það eru allir velkomnir. Orgelandakt í Hjallakirkju MEÐ tilkomu nýja orgelsins í Hjalla- kirkju í Kópavogi verður sú ný- breytni tekin upp að 3. sunnudag í mánuði verður orgelandakt kl. 17.00. Leikið verður á orgelið í u.þ.b. 30–35 mínútur og einnig verður ritningar- lestur og bæn. Sunnudaginn 18. mars verður 1. andaktin og verður Kári Þormar, organisti Fríkirkjunnar í Reykjavík, við orgelið og mun leika „Pièce hér- oïque“ eftir César Franck, „Toccötu“ úr 5. orgelsinfóníunni Op. 42 í F-dúr eftir Charles-Maria Widor. Einnig Prelúdíu og fúgu í D-dúr BWV 532 og sálmforleik yfir „O Mensch, bewein dein Sünde Gross“ WV 622 eftir Jo- hann Sebastian Bach og verk eftir R. Vaughan Williams. Séra Íris Krist- jánsdóttir annast talað mál. Með þessu tónlistarguðsþjónustu- formi er komið til móts við þá sem vilja eiga notalega stund í kirkjunni og hlýða á tónlist og ritningarlestur án þess að taka sjálfir virkan þátt. Hljómburður Hjallakirkju þykir henta sérlega vel fyrir orgeltónlist. Siðferðilegur háski? NÆSTKOMANDI sunnudag, 18. mars, kl. 10:00 mun dr. Vilhjálmur Árnason prófessor flytja erindi á fræðslumorgni í Hallgrímskirkju sem hann nefnir Siðferðilegur háski? Uppeldi á Íslandi í upphafi aldar. Þetta er þriðja erindið af fimm, sem flutt verða um uppeldismál á fræðslumorgnum í Hallgrímskirkju. Dr. Vilhjálmur er löngu landskunnur fyrir rit sín um siðfræði og þátttöku í umræðu um siðferðileg álitamál. Ástæða er til að hvetja uppalendur, bæði foreldra og kennara, til að hlýða á erindi Vilhjálms. Að erindinu loknu gefst tækifæri til fyrirspurna áður en guðsþjónusta hefst kl. 11 í umsjá séra Sigurðar Pálssonar. Kirkjudagur Safnaðarfélags Ásprestakalls ÁRLEGUR kirkjudagur Safnaðar- félags Ásprestakalls er á morgun, sunnudag. Um morguninn verður barnaguðsþjónusta í Áskirkju kl. 11 og síðan guðsþjónusta kl. 14. Inga Backman syngur einsöng, sóknar- prestur prédikar og Kirkjukór Ás- kirkju syngur undir stjórn Kristjáns Sigtryggssonar organista. Eftir guðsþjónustuna og fram eftir degi verður kaffisala í Safnaðarheim- ili Áskirkju. Allur ágóði af kaffisölu Kirkjudagsins rennur til fram- kvæmda við kirkjuhúsið og til öflunar kirkjumuna, en kirkjudagurinn hefur lengi verið einn helsti fjáröflungar- dagur Safnaðarfélags Ásprestakalls. Eins og jafnan á kirkjudaginn verða glæsilegar veitingar á boðstól- um og vona ég að sem flest sóknar- börn og velunnarar Áskirkju leggi leið sína til hennar á sunnudaginn og styðji starf Safnaðarfélagsins. Bifreið mun flytja íbúa dvalar- heimila og annarra stærstu bygginga sóknarinnar að og frá kirkju. Árni Bergur Sigurbjörnsson. Tónlistarmessa í Vídalínskirkju SUNNUDAGINN 18. mars nk., kl. 11:00, verður gregorsk messa með altarisgöngu í Vídalínskirkju með nokkuð öðru sniði en venjulega. Í stað hinna föstu messuliða mun Kór Vídalínskirkju flytja kafla úr messum eftir Haydn og Mozart. Org- elleikari verður Pavel Manachek og einnig leikur Hjörleifur Valsson á fiðlu. Þá munu söngnemendur Snæ- bjargar Snæbjarnardóttur úr Tón- listarskólanum í Garðabæ syngja. Stjórnandi tónlistar verður Jóhann Baldvinsson. Kór kirkjunnar leiðir einnig al- mennan safnaðarsöng. Fermingarbörn og foreldrar þeirra eru sérstaklega hvött til að mæta vel til guðsþjónustunnar. Sunnudagaskólinn yngri og eldri deild á sama tíma í kirkjunni. Sr. Hans Markús Hafsteinsson og sr. Friðrik J. Hjartar þjóna við at- höfnina ásamt djákna safnaðarins, Nönnu Guðrúnu Zoëga. Sóknar- nefndarfólk les ritningarlestra. Mætum vel, tökum vel undir í sálmasöngnum og öðru því sem fram fer og gleðjumst þannig saman í kirkjunni okkar. Að lokinni guðsþjónustu verður gengið til aðalsafnaðarfundar Garða- sóknar og boðið upp á súpu og brauð í umsjá Lionsfólks í Garðabæ. Prestar Garðaprestakalls. Aðalsafnaðarfundur Garðasóknar SUNNUDAGINN 18. mars verður haldinn aðalsafnaðarfundur Garða- sóknar í Kirkjuhvoli, safnaðarheimili Vídalínskirkju, fundurinn hefst strax að aflokinni messu sem hefst kl. 11:00. Að lokinni guðsþjónustu verð- ur gengið til málsverðar í safnaðar- heimilinu í boði sóknarnefndar og síðan tekið til við aðalfundarstörf. Veitingar í umsjá Lionsfélaga í Garðabæ. Venjuleg aðalfundarstörf. Ársfundur Hins ís- lenska biblíufélags ÁRSFUNDUR Hins íslenska biblíu- félags verður haldinn í Hallgríms- kirkju á mánudaginn 19. mars kl. 20. Dagskrá venjuleg aðalfundarstörf. Stjórnin. Fella- og Hólakirkja. Opið hús fyrir 8., 9. og 10. bekk kl. 20–23. Grafarvogskirkja. AA-hópur hittist kl. 11:00. Neskirkja. Kirkjustarf eldri borgara í dag kl. 14. Haraldur Ólafsson pró- fessor rýnir í bækur. Kaffiveitingar. Munið kirkjubílinn. Allir velkomnir. KEFAS: Almenn samkoma í dag laugardag kl. 14. Ræðumaður Ár- mann J. Pálsson. Þriðjud.: Bæna- stund kl. 20.30. Miðvikud.: Samveru- stund unga fólksins kl. 20. Allir hjartanlega velkomnir. Landakirkja í Vestmannaeyjum. Kl. 11. Æfing fellur niður hjá Litlum lærisveinum í safnaðarheimilinu. Hvammstangakirkja. Sunnudaga- skóli kl. 11. Akraneskirkja. Kirkjuskóli kl. 11. TTT-starf (10–12 ára) kl. 13. Umsjón: Hreiðar Örn Stefánsson. Hjálpræðisherinn. kl. 13 Laugar- dagsskóli. Sjöundadags aðventistar á Íslandi: Aðventkirkjan, Ingólfsstræti: Bibl- íufræðsla kl. 10. Guðsþjónusta kl. 11. Ræðumaður Eric Guðmundsson. Safnaðarheimili aðventista, Blika- braut 2, Keflavík: Biblíufræðsla kl. 10. Guðsþjónusta kl. 11. Ræðumaður Steinunn Theodórsdóttir. Safnaðarheimili aðventista, Gagn- heiði 40, Selfossi: Biblíufræðsla kl. 10. Guðsþjónusta kl. 11. Ræðumaður Björgvin Snorrason. Aðventkirkjan, Brekastíg 17, Vest- mannaeyjum: Biblíufræðsla kl. 10. Guðsþjónusta kl. 11. Ræðumaður Einar Valgeir Arason. Loftsalurinn, Hólshrauni 3, Hafnar- firði: Guðsþjónusta kl. 11. Biblíu- fræðsla kl. 12. Ræðumaður Gavin Anthony. Súpa og brauð að samkomu lokinni. Kl. 20 um kvöldið mun Brian Neumann, fyrrverandi rokkari, hefja fyrirlestraröð þar sem hann segir frá reynslu sinni af rokkinu, fjallar um hinn kristna poppheim, tónlistariðn- aðinn og samspil tónlistar og trúar. Á laugardagskvöldið mun hann tala um: Tungumál tónlistarinnar. Sunnudag kl. 20: Hugurinn bak við kerfið. Mánudag kl. 20: Orðsending til hinna hryggu. Þriðjudag kl. 20: Umbreyting hjartans. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill meðan húsrúm leyfir. Safnaðarstarf Dalvíkurkirkja endurvígð Dalvíkurkirkja
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.