Morgunblaðið - 17.03.2001, Síða 79
BRÉF TIL BLAÐSINS
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. MARS 2001 79
BRAGÐ er að þá barnið finnur.
Hvern á að skjóta? Ýmislegt kem-
ur upp í hugann, varla bera fuglar
gin- og klaufaveiki. Hvað með
mannfókið, ekki skjótum við það.
Er þetta ekki nokkuð langsótt? Og
hinir farfuglarnir. Það verður fjör
hér á Garðaholti, þegar lætin
byrja, lóan kemur bráðum. ---
Laugardaginn 4. mars fórum við
hjónin til jarðarfarar í Gaulverja-
bæjarkirkju, þeirri kirkju sem afi
mannsins míns smíðaði fyrir tæpri
öld. Hvassviðri og mikið frost var
þegar komið var úr kirkjunni og
var notalegt að ylja sér við kaffi og
meðlæti í erfidrykkjunni. Þar var
margt á borðum, bæði sætt og
ósætt. Eitt var „öðruvísi“ þarna:
ekki voru eingöngu rjómatertur á
borðinu heldur líka svokallaðar
þurrkökur, bæði brúnar og ljósar
randalínur, rjómalausar súkkulað-
kökur og eplakökur, pönnukökur
og kleinur. Þetta fannst mér mjög
gott, þar sem rjómamiklar tertur
eru svolítið erfiðar fyrir munn og
maga. Stríðstertuæði Íslendinga
er orðið nokkuð mikið. --- Þótt
vetrarveður geisi víða um land,
þegar þetta er skrifað, sunnudag-
inn 4. mars, er farið að styttast í
vorið og fermingarnar og orðið
tímabært að huga að hvað á að
bjóða gestum í fermingarveislunni.
Ég er ekki meðmælt því að frysta
fullskreyttar tertur, en frysta má
tertur með fyllingu og kremi, þó
ekki kremi með matarlími svo sem
frómas.
Frosin ávaxta-
terta
100 g makkarónukökur
¼ – ½ dl sérrí eða ávaxtasafi
2–3 bananar
3 epli
2 appelsínur
100 g döðlur
50 g heslihnetur
100 g suðusúkkulað (1 lítill pakki)
1 peli þeyttur rjómi
+ rifið súkkulaði ofan á
1. Setjið makkarónukökurnar í
plastpoka og myljið örlítið, setj-
ið á botninn á bökumóti eða fati
með sléttum botni. Hellið sérríi
yfir.
2. Afhýðið banana, epli og appels-
ínur og skerið í litla bita. Saxið
döðlurnar, hneturnar og súkkul-
aðið. Blandið saman við ávextina
og setjið ofan á makkarónukök-
urnar. Setjið filmu eða plast yfir
og geymið í frysti.
3. Takið úr frystinum þrem klst.
fyrir notkun og setjið rjóma ofan
á. Stráið súkkulaði yfir.
Jarðarberjaterta
með meiru
Botninn og sneiðarnar ofan á:
egg
175 g sykur
100 g hveiti
100 g kartöflumjöl
Þeytið egg og sykur saman þar
til það er orðið ljóst og létt. Sigtið
hveiti og kartöflumjöl út í og
blandið varlega saman.
Smyrjið tvö springform, ekki
minni en 25 sm í þvermál. Setjið
lítið af deiginu í annað formið, en
það sem eftir er af því í hitt.
Hitið bakarofn í 195° C, blást-
ursofn í 180° C. Bakið þunna botn-
inn í 7–10 mínútur en hinn í 15–17
mínútur. Kælið.
Fyllingin
3½ dl rjómi
½ ferna þykkmjólk með
jarðarberjum
100 g suðusúkkulaði
150 g frosin jarðarber,
hér voru notuð ber frá Ardo
125 g makkarónukökur
½ pk. Royal-jarðarberjahlaup
rjómi og e.t.v. fersk jarðarber
til skreytingar.
1. Þeytið rjómann, blandið þykk-
mjólkinni saman við. Setjið
makkarónukökurnar í plastpoka
og myljið gróft, saxið súkkulaðið
gróft og skerið frosin jarðarber í
bita. Setjið saman við
rjóma-/þykkmjólkurbönduna.
Setjið ofan á þykka botninn, en
látið vera hæst í miðjunni.
2. Skerið þunna botninn í 12 jafn-
stóra fleyga. Frystið botninn
með rjómablöndunni sér og
fleygana sér.
3. Við notkun er hlaupduftið leyst
upp skv. leiðbeiningum á um-
búðum. Kælið án þess að hlaupi
saman, dýfið frosnum köku-
fleygunum ofan í og leggið ofan
á kökuna, sprautið rjóma á milli,
sjá teikningu. Setjið nokkur
fersk jarðarber í miðjuna.
Matur og matgerð
Frystar tertur
„Ég vil ekki láta skjóta
svanina, þegar þeir
koma til landsins,“
sagði stálpaður
ömmustrákur við
Kristínu Gests-
dóttur, „þeir eru
engin klaufdýr.“
Í LESBÓK Morgunblaðsins 3. febr-
úar síðastliðinn er fjallað um sýningu
Blaðaljósmyndarafélags Íslands er
stóð yfir fyrir stuttu í Gerðarsafni –
Listasafni Kópavogs. Þar eru birtar
þær myndir er valdar voru þær bestu
frá árinu 2000, hver í sínum efnis-
flokki, af þriggja manna dómnefnd.
Efst á blaði er mynd ársins sem ber
titilinn „Baldur“ og er eftir ljósmynd-
ara er kallar sig Ara Magg. Við hlið
hennar Tískumynd ársins einnig eftir
Ara Magg sem birt er undir nafninu
„Reykjavík collection“.
Það fer ekki milli mála hvert Ari
Magg sækir fyrirmyndir sínar. Ar-
ískt yfirbragð hins norræna Baldurs í
upphafinni nasískri viðhöfn endur-
speglar fagurfræðihugmyndir þjóð-
ernissinna Þýskalands Hitlers svo
ekki verður um villst. Ekki tekur
betra við með tískumyndinni sem
gæti átt uppruna sinn í sovésku safni
frá blómatíma kommúnismanns.
Nostalgísk raunsæisstefna þar sem
brúna skyrtan aftur á móti minnir
óþægilega á búninga nasismans. Ekki
vitum við undirrituð hverjir sátu í
þessari þriggja manna dómnefnd, en
sorglegt er til þess að vita að smekkur
fagmanna á sviði ljósmynda skuli
geta skilað sér í slíkri lágkúrulegri
smekkleysu.
Þjóðarstolt Íslendinga er skiljan-
legt. Þjóðin bæði smá og ung að ár-
um, en fegurð slíks stolts hverfur
snöggt hætti menn að greina á milli
þjóðrækni og þjóðernissósíalisma.
Staðreyndin er að smæðin elur oft á
minnimáttarkennd og virðist það því
miður vera veikleiki sem hrjáir
margan Íslendinginn og fæðir af sér
einhverskonar vandræðalegt stór-
mennskubrjálæði. Íslendingar eru
þekktir fyrir gestrisni og hlýju í garð
þeirra er heimsækja landið. Fegurð
íslenskrar náttúru hrífur alla er hana
upplifa. Íslendingar eru líka stoltir af
uppruna sínum og arfi sem oftast fær
útrás í heilbrigðri og hollri ættjarð-
arást og ekkert nema gott um það að
segja. Það væri því sárt að sjá lands-
menn týna sér í uppblásinni, yfir-
borðslegri þjóðrembu og skaða þann-
ig þá viðkunnanlegu ímynd sem land
og þjóð hefur áunnið sér í gegnum tíð-
ina, svo ekki sé frekar minnst á þær
afleiðingar er stafað geta af slíkum
hugsunarhætti.
JÓN THOR GÍSLASON &
ILMA REISSNER.
Mál myndanna
Frá Jóni Thor Gíslasyni og Ilmu
Reissner:
Ilma
Reissner
Jón Thor
Gíslason
LEONARDÓ da Vinci, mest leitandi
óáþreifanlegra hluta, málari óræðra
brosandi vara sem vekja upp hugblæ
um ráðgátur mannlegrar sálar og
bendandi handa sem vísa út fyrir
þetta jarðlíf. Leonardó var svo vel af
Guði gerður, að ekki verður ofsögum
sagt af persónuþokka hans. Hann var
myndarlegur á velli og hafði til að
bera frábæra andlega hæfileika til að
glíma við öll vandamál. Hann var svo
handsterkur, að hann gat beygt dyra-
hamra og hestaskeifur milli fingra sér
eins og þau væru úr blýi. Leonardo
var haldinn flugástríðu og var hann
stöðugt í 25 ár að glíma við það tækni-
lega vandamál hvernig maðurinn
gæti flogið um loftin blá eins og frjáls
fuglinn. Flugið er sprottið af listinni
og flugið er listgrein og verkfræðiaf-
rek snillinga, síðara tíma manna og
nútímamanna. Flugvélaverkfræði
ætti að kenna í Háskóla Íslands, þá er
gott að hafa flugvöll í næsta nágrenni
fyrir nemendur til kennslu en því mið-
ur eru til samtök og stjórnmálaafl
borgarinnar sem vilja flugið burt úr
borginni, eitt göfugasta verkfræðiaf-
rek mannkynsins, svei þeim þau
kunna ekki að meta það sem gott er.
Já það borgar sig ekki að kasta perl-
um fyrir svín sem Reykjavíkurflug-
völlur er fyrir borgarbúa og lands-
menn alla. Nýjasta hugmyndin er að
búa til flugvöll í námunda við kúa-
gerði á Reykjanesskaga, þvílík della,
fyrst ein braut fyrir snertilendingar
svo önnur braut, þá á að flytja allt
kennslu- og einkaflug þangað svo á
innanlandsflugið að koma þangað
þegar búið er að reisa flugstöð þar.
En þetta er ekki svona einfalt allt
saman, á að neyða einkaflugmenn í
Reykjavík og kennsluflugið á þennan
flugvöll, þeir hljóta að hafa lögfræði-
og skaðabótarétt á hendur borginni ef
á að svipta þá sinni aðstöðu í Reykja-
vík og eignum. Hvað myndu hesta-
mannafélög og smábátafélög gera ef
þau yrðu neydd til að flytja í annað
sveitarfélag yrði mikil hestamennska
í Afstapahrauni frá Reykjavík, það
held eg ekki, eða Listaháskóli
Reykjavíkur þar. Hvað um að flytja
Umferðarmiðstöðina á nýja flugvöll-
inn? er ekki alltaf verið að tala um
samgöngumiðstöð við flugvöll. Flug-
menn fara út á flugvöll þó ekki sé
flugveður til að hitta aðra og spjalla
og til að dytta að flugvélum, þetta er
ákveðin menning. Sama gera sjó-
menn úti á höfn, menn keyra ekki 20
kílómetra út á hraun í leiðinlegu veðri
að gamni sínu til að hitta aðra hugs-
anlega. Verður þetta til að skaða stór-
an hluta einkaflugs Reykvíkinga og
landsmanna allra sem er slæmt fyrir
atvinnuflugið því þetta hangir allt
saman. Nær væri að gera snertilend-
ingabraut á Mosfellsheiði því flugum-
ferð er þar meiri út á land heldur en
út á Reykjanesið. Best væri að flytja
Ráðhús Reykjavíkur úr Tjörninni og
út á hraunið og láta ritstjóra dag-
blaðsins og vesturbæjarblaðsins
fylgja með, það væri mun ódýrara en
að flytja flugvöllinn og láta kjósa um
það 17. mars í tölvukosningu, bingó.
Ætli tölvurnar verði á útsölu eftir
kosningar? – spennandi. Nær væri að
þetta lið sem er á móti fluginu myndi
kaupa sér aðra leiðina út til útlanda
fyrir þessa tugi milljóna króna sem
kosningar kosta, það dugar fyrir
nokkrum þotum Flugleiða. Það
myndi spara borgarbúum og ríkinu
stórfé vegna flugvallarhugmynda. Af
hverju býr ekki Trausti Valsson til
nýjan miðbæ þarna í hrauninu, nóg
pláss, hægt væri að gera jarðgöng
þarna á milli með hraðlest til Reykja-
víkur. Sumir fræðingar segja að það
sé mjög óhagkvæmt að dreifa byggð-
inni, það þurfi að þétta hana meira, þá
eru þeir að segja að einbýli, einkabíll-
inn og gatnagerð seu sérlega dýr fyrir
þjóðfélagið, fólk sem vill búa í ein-
býlishúsi og eiga einkabíl sé byrði á
sveitarfélögum og ríkinu, ný hag-
fræðikenning þarna. Er ekki bara
kommúnisminn bestur þar sem allir
búa í sömu blokkinni? Þetta að allir
eiga sitt hús, bara bruðl, eyðir bara
landi í óþarfa. Hagkvæmast væri að
allir Íslendingar myndu búa í einni
blokk við Keflavíkurflugvöll, þá þyrfti
bara einn flugvöll og eina stóra höfn
og einn strætó í kringum blokkina,
þetta er hugmynd sem menn segja að
sé hagkvæm, að þétta byggðina. Það
ætti að falla vel að þeirra hagfræði-
kenningum. Svo er eitt, þeir sem vilja
völlinn burt eru að ganga í samtök
herstöðvarandstæðinga, NATO-and-
stæðinga sem vilja Reykjavíkurflug-
völl burt. Verði þeim að góðu í þeim
félagsskap 17. mars.
KRISTJÁN AGNAR
ÓMARSSON,
Kleppsvegi 34.
Flugvallarmál
Frá Kristjáni Agnari Ómarssyni:
TIL varnar gegn því að alvarlegir
smitsjúkdómar berist til landsins,
hefur verið gripið til þess ráðs að láta
fólk stíga á raka mottu þegar það
kemur inn í flugstöðina. Þetta á að
vera til þess að smit, sem hugsanlega
væri á skóm ferðamanna, skolist af
áður en það fer að ganga um á Ís-
landi. Ég tel þetta fyrirkomulag lýsa
einstakri grunnhyggni, því fram-
kvæmdin er í besta falli vel til þess
fallin að upplýsa hve lítið menn
leggja sig fram um að verjast því að
smit berist til landsins.
Ef markmiðið með þessum skó-
þvotti væri að hindra það að smit
bærist með skóm ferðamanna til
landsins, hefði að sjálfsögðu átt að
láta fólk ganga um svona hreinsibún-
að þegar það kæmi um borð í flugvél-
ina, við brottför frá hinu sýkta landi.
Þegar farþegi hefur gengið inn í
flugvélina með smit á skóm sínum,
getur hann verið að dreifa smiti í
teppi á göngum flugvélarinnar. Smit
þetta getur svo borist með skóm
annarra ferðamanna, eða skóm
starfsmanna um borð í flugvélinni,
þegar þeir ganga frá borði. Smitið
getur því allt hafa þurrkast af skóm
upphaflega smitberans, en borist
áfram með aðilum sem ekki fara í
neinar smitvarnarhreinsanir.
Ég býst ekki við að flugvélarnar,
sem flytja fólk frá hinum sýktu
svæðum, séu sótthreinsaðar eftir
hverja slíka ferð, hvað þá heldur
gönguleiðir fólksins frá flugvélinni
að hinu sérkennilega fótabaði. Á öllu
þessu svæði eru smitleiðir greiðar.
Það er því augljóst, að hafi einhver
ferðamaður komið um borð í flugvél
með smit á skóm sínum, eru mestar
líkur á að það smit sé þegar komið
víða. Sprningin bara hvort það nái að
valda sýkingu.
Já, það er undarlegt hvað opinber-
ir embættismenn eiga oft auðvelt
með að sýna hve djúphugsuð skyn-
semi liggur að baki ákvörðunum
þeirra, til hagsbóta fyrir þjóðina.
GUÐBJÖRN JÓNSSON,
Haukshólum 6, Reykjavík.
Athyglisverð smitvörn!
Frá Guðbirni Jónssyni: