Morgunblaðið - 17.03.2001, Blaðsíða 80

Morgunblaðið - 17.03.2001, Blaðsíða 80
DAGBÓK 80 LAUGARDAGUR 17. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ Skipin Hafnarfjarðarhöfn: Ým- ir og Rán komu í gær. Askur og Kriscitie koma í dag. Elianna og Hvíta- nes fóru í gær. Fréttir Stuðningsfundir fyrr- verandi reykingafólks. Fólk sem sótt hefur námskeið gegn reyk- ingum í Heilsustofnun NLFÍ í Hveragerði, fundur í Gerðubergi á þriðjud. kl. 17.30. Mannamót Félag eldri borgara í Hafnarfirði, Hraunseli, Reykjavíkurvegi 50 „Grænlenskir dagar“. Fjörukráin býður félagsmönnum í Félagi eldri borgara í Hafnarfirði á Græn- lenska daga í Fjöru- kránni á morgun, sunnu- daginn 18. mars, kl. 15:30. Grænlandskynn- ing og kaffiveitingar. Félag eldri borgara í Reykjavík, Ásgarði, Glæsibæ. Kaffistofan er opin virka daga frá kl. 10–13. Matur í hádeginu. Mánudagur: Brids kl. 13 Þriðjudagur: Skák kl. 13.30, afhending verð- launa fyrir meist- aramótið. Leikhópurinn Snúður og Snælda sýna, „Gamlar perlur“ sem eru þættir valdir úr fimm gömlum, þekktum verkum. Sýningar eru á miðvikudögum kl. 14 og sunnudögum kl. 17, í Ás- garði Glæsibæ. Ath. allra síðustu sýningar. Miðapantanir í símum 588-2111, 568-9082 og 551-2203. Göngu- Hrólfar fara í létta göngu frá Ásgarði kl. 10 á miðvikudagsmorgun. Baldvin Tryggvason verður til viðtals um fjármál og leiðbeiningar um þau mál á skrifstofu FEB fimmtudaginn 22. mars kl. 11–12. Panta þarf tíma. Dagsferð verður farin í Grindavík- Bláa lónið-Reykjanes 2. apríl. Brottför kl. 10 frá Ásgarði, Glæsibæ. Skráning hafin á skrif- stofu FEB. Silfurlínan opin á mánudögum og miðvikudögum frá kl. 10–12. Ath. skrifstofa FEB er opin frá kl. 10– 16. Upplýsingar í síma 588 2111. Félagsstarf aldraðra Garðabæ. Félagsvist á Garðaholti í boði Kven- félags Garðabæjar 22. mars kl. 19.30 . Rútu- ferðir samkvæmt áætl- un. Vorfagnaður í Kirkjuhvoli í boði Odd- fellow 29. mars kl. 19.30. Eldri borgarar í Mos- fellsbæ, Kjalarnesi og Kjós. Félagsstarfið Hlaðhömrum er á þriðjud. og fimmtud. kl. 13–16.30, spil og föndur. Pútttímar í Íþróttahús- inu á Varmá kl. 10–11 á laugardögum. Gerðuberg, félagsstarf. Sund og leikfimiæfingar í Breiðholtslaug falla niður á mánudaginn. Boccia á þriðjudögum kl. 13 og á föstudögum kl. 9.30, umsjón Óla Stína. Veitingar í kaffihúsi Gerðubergs. Allar upp- lýsingar á staðnum og í síma 575 7720. Gjábakki, Fannborg 8. Einmánaðarfagnaður og handverksmarkaður verða í Gjábakka fimmtudaginn 22. mars. Þeir sem áhuga hafa á að selja þar handverk sitt vinsamlegast bókið sem fyrst. Vesturgata 7. Heimboð á bókamarkað Iðunnar og Fróða á Suðurlands- braut 8 miðvikudaginn 21. mars. Lagt af stað frá Vesturgötu kl. 13.15. Upplýsingar og skrán- ing í síma 562 7077, eða í afgreiðslu. Kirkjustarf aldraðra, Digraneskirkju. Opið hús þriðjudag frá kl. 11. Leikfimi, matur, helgi- stund og fræðsla. Verið velkomin. Félagsstarf SÁÁ Félagsvist í Hreyfilshús- inu (3. hæð) laugardaga kl. 20. Allir velkomnir. Gigtarfélagið. Leikfimi alla daga vikunnar. Létt leikfimi, bakleikfimi karla, vefjagigtarhópar, jóga, vatnsþjálfun. Einn ókeypis prufutími fyrir þá sem vilja. Nánari uppl. á skrifstofu GÍ, s. 530 3600. Félag áhugafólks um íþróttir aldraðra skemmtifundur verður haldinn í Ásgarði, Glæsibæ, laugardaginn 24. mars kl. 14–16. Ávarp flytur Ísólfur Gylfi Pálmason. Vinabandið leiðir söng og dans. Allir velkomnir. GA-fundir spilafíkla, eru kl. 18.15 á mánudög- um í Seltjarnarneskirkju (kjallara), kl. 20.30 á fimmtudögum í fræðslu- deild SÁA, Síðumúla 3–5, og í Kirkju Óháða safnaðarins við Háteigs- veg á laugardögum kl. 10.30. Hríseyingafélagið. Hríseyingar, bingó verð- ur í Skipholti 70, sunnu- dagin 18. mars kl. 14. Góðir vinningar. M.a. aðalvinningur: vikudvöl í sumarhúsi í Hrísey. Allir velkomnir. Minningarkort MS-félag Íslands. Minn- ingarkort MS-félagsins eru afgreidd á Sléttu- vegi 5, Rvk, og í síma 568-8620 og myndrita s. 568-8688. FAAS, Félag aðstand- enda alzheimer- sjúklinga. Minning- arkort eru afgreidd alla daga í s. 533-1088 eða í bréfs. 533-1086. Heilavernd. Minning- arkort fást á eftirtöldum stöðum: í síma 588-9220 (gíró) Holtsapóteki, Vesturbæjarapóteki, Hafnarfjarðarapóteki, Keflavíkurapóteki og hjá Gunnhildi Elíasdótt- ur, Ísafirði. Parkinsonsamtökin. Minningarkort Park- insonsamtakanna á Ís- landi eru afgreidd í síma 552-4440 frá kl. 13–17. Eftir kl. 17 s. 698-4426 Jón, 552-2862 Óskar eða 563-5304 Nína. Minningarkort Samtaka sykursjúkra fást á skrif- stofu samtakanna Tryggvagötu 26, Reykjavík. Opið virka daga frá kl. 9–13, s. 562- 5605, bréfsími 562-5715. Krabbameinsfélagið. Minningarkort félagsins eru afgreidd í síma 540- 1990 og á skrifstofunni í Skógarhlíð 8. Hægt er að senda upplýsingar í tölvupósti (minn- ing@krabb.is). Minningarkort Sjálfs- bjargar, félags fatlaðra á höfuðborgarsvæðinu, eru afgreidd í síma 551- 7868 á skrifstofutíma og í öllum helstu apótekum. Gíró- og kreditkorta- greiðslur. Minningarkort For- eldra- og vinafélags Kópavogshælis fást á skrifstofu end- urhæfingadeildar Land- spítalans Kópavogi (fyrrverandi Kópavogs- hæli), síma 560-2700 og skrifstofu Styrkt- arfélags vangefinna, s. 551-5941 gegn heim- sendingu gíróseðils. Félag MND-sjúklinga selur minningarkort á skrifstofu félagsins á Norðurbraut 41, Hafn- arfirði. Hægt er að hringja í síma 565-5727. Allur ágóði rennur til starfsemi félagsins. Minningarsjóður Krabbameinslækninga- deildar Landspítalans. Tekið er við minning- argjöfum á skrifst. hjúkrunarforstjóra í síma 560-1300 alla virka daga milli kl. 8 og 16. Ut- an dagvinnutíma er tek- ið á móti minning- argjöfum á deild 11-E í síma 560-1225. Minningarkort Minn- ingarsjóðs Maríu Jóns- dóttur flugfreyju eru fá- anleg á eftirfarandi stöðum: Á skrifstofu Flugfreyjufélags Ís- lands, s. 561-4307/fax 561-4306, hjá Halldóru Filippusdóttur, s. 557- 3333 og Sigurlaugu Halldórsdóttur, s. 552- 2526. Minningarkort Minn- ingarsjóðs hjónanna Sigríðar Jakobsdóttur og Jóns Jónssonar á Giljum í Mýrdal við Byggðasafnið á Skógum fást á eftirtöldum stöð- um: Í Byggðasafninu hjá Þórði Tómassyni, s. 487- 8842, í Mýrdal hjá Ey- þóri Ólafssyni, Skeiðflöt, s. 487-1299, í Reykjavík hjá Jóni Aðalsteini Jóns- syni, Geitastekk 9, s. 557-4977. Í dag er laugardagur 17. mars, 76. dagur ársins 2001. Geirþrúðardag- ur. Orð dagsins: Fyrst Guð skrýðir svo gras vallarins, sem í dag stend- ur, en á morgun verður í ofn kastað, skyldi hann þá ekki miklu fremur klæða yður, þér trúlitlir! (Matt. 6, 30.) MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RIT- STJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 165 kr. eintakið. 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 LÁRÉTT: 1 látlausa, 8 lygi, 9 bólgna, 10 keyri, 11 lofar, 13 byggja, 15 sjá eftir, 18 reika stefnulítið, 21 ótta, 22 grandinn, 23 gyðja, 24 álappalegt. LÓÐRÉTT: 2 fram á leið, 3 auðugar, 4 hleypir, 5 sjúgi, 6 reyk- ir, 7 karlfugls, 12 elska, 14 rengi, 15 skurn, 16 festi, 17 hægt, 18 manns- nafn, 19 dreggjar, 20 fífl. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU: Lárétt: 1 svört, 4 fussa, 7 Auður, 8 ólmur, 9 Týr, 11 kugg, 13 barð, 14 álfur, 15 þröm, 17 álfa, 20 hag, 22 fagna, 23 urmul, 24 nælan, 25 lúrir. Lóðrétt: 1 svark, 2 örðug, 3 tært, 4 flór, 5 summa, 6 af- ræð, 10 ýlfra, 12 gám, 13 brá, 15 þúfan, 16 öngul, 18 lem- ur, 19 allar, 20 hann, 21 gull. K r o s s g á t a Víkverji skrifar... NOKKRIR vinir og kunningjarVíkverja eiga börn sem verða fermd á næstunni. Það er misjafnt hvernig staðið er að fermingarund- irbúningi og veisluhöldum. Sumir sem Víkverji þekkir baka sjálfir eða elda og halda veisluna heima eða í sal eftir aðstæðum. Þeir hafa síðan ákveðið að kaupa gjöf á skikkanlegu verði fyrir barnið. Víkverji þekkir þess dæmi að heildarkostnaður fyrir ferminguna og 60–80 manna fermingarveislu sé í kringum hundrað þúsund krónur. Á hinn bóginn veit hann líka nokk- ur dæmi þess að fólk sé að borga um 2.500–3.000 krónur fyrir hádeg- isverð á manninn og ekki óalgengt að veislurnar séu 80–100 manna. Í sumum tilfellum þarf fólk síðan að sjá sjálft um blómaskreytingar, servíettur, kerti, aðstoðarmanneskju í eldhús og drykkjarföng. Ofan á þetta bætist síðan ferming- argjöf, fötin á barnið, ljósmyndatak- an og ef um stúlku er að ræða stríp- ur, hárgreiðsla og jafnvel förðun. Víkverja reiknast til að það sé ekki óalgengt að foreldrar eyði um og yfir hálfri milljón í fermingu barnsins síns. x x x VINUR Víkverja hélt afmælis-veislu í vikunni en í henni var á annan tug lítilla stúlkna. Hann kann- aði verð á pítsum á nokkrum stöðum og komst að því að hann gat keypt sex stórar pítsur á um 4.000 krónur, þ.e.a.s. ef hann sótti þær sjálfur. Þetta fannst vininum hagstætt verð og sagði að stundum þegar hann léti senda sér eina pítsu kostaði hún um 1.800 krónur. Hann tók hins vegar eftir því að afmælisgestirnir sóttu alveg eins í heita skinkubrauð- ið sem hann hafði útbúið með píts- unni og heimabökuðu afmælistert- una. Vinurinn sagði Víkverja að hann hefði komist að því að börnin væru orðin hálfleið á pítsum sem þau sögðu að væru í næstum öllum af- mælum og með reglulegu millibili í matinn heima. SONUR Víkverja er að taka bíl-próf á næstu dögum. Fyrir fjölda ára, þegar hann tók sjálfur bíl- próf, var farið í ökukennslu, tekið próf og farið út í umferðina, í raun löngu áður en Víkverji var orðinn öruggur bílstjóri. Núna hefur sonur Víkverja verið að æfa sig á bíl fjölskyldunnar í næstum ár og alltaf hafa foreldrarnir verið með honum nú eða þá amma og afi, en drengurinn var líka með leyfi til að keyra þeirra bíl. Víkverji mælir eindregið með því að um leið og krakkar hafa aldur til fari þeir í ökutíma og fái síðan æf- ingaleyfi svo foreldrarnir geti fylgst með barninu og aðstoðað það þennan tíma sem gefst áður en barnið fer eitt út í umferðina. Foreldrarnir geta líka kennt börn- um öruggan akstur með góðu for- dæmi. Þegar unglingarnir eru að æfa sig taka þeir nákvæmlega eftir akstrinum hjá foreldrum sínum og eru fljótir að benda á ef ekki er rétt staðið að öllu. ÞÓ SVO að það búi meiri- hluti þjóðarinnar á suðvest- urhorninu, þá varðar lands- byggðina um staðsetningu flugvallar fyrir innanlands- flug ekki bara höfuðborgar- búa. Því ætti það að vera krafa landsbyggðarfólks, að fá að segja til um stað- setningu flugvallar fyrir innanlandsflug. Nú er uppi ágreiningur milli minni- og meirihluta í borgarstjórn. Hættið að deila og leyfið fólkinu í landinu að ákveða hvar flugvöllur fyrir innan- landsflug verður. Ef ekki þyrfti að þjóna flugi út á landsbyggðina, þá þyrfti ekki neinn flugvöll á höfuð- borgarsvæðinu. Munið að það býr líka fólk fyrir utan höfuðborgarsvæðið. Gunnar G. Bjartmars- son, Hátúni 10, Rvk. Ísland í bítið TIL hamingju með að vera komin aftur á skjáinn, Guð- rún og Snorri. Þið eruð svo sæt saman, hress og skemmtileg. Það er svo gaman að vakna á morgn- ana og heyra í skemmtilegu fólki við hljóðnemann, þá stekk ég fram úr og kveiki á sjónvarpinu. Þegar hund- leiðinlegt fólk er í sjónvarp- inu eða útvarpinu er það ekki það sem rífur mig fram úr. Það verður að vera skemmtilegt fólk. Lengi lifi Guðrún og Snorri! Húrra fyrir Ísland í bítið! Gréta. Ferðamenn RÁÐAMENN ferðamála hérlendis vonast eftir því að fjöldi ferðamanna í á verði 350-400 þúsund. Ekki er nema gott eitt um það að segja, en með hvaða hug- arfari og þjónustulund, eða ólund öllu heldur, tökum við á móti þessum gestum okkar. Við þjóðveginn stunda margir veitingarekstur en ærið er hann misjafn við- gjörningurinn. Í sumar er leið, lá leiðin norður í land ásamt erlendum gestum. Staðarskáli í Hrútafirði er sá áningarstaður er flestir þekkja er um þjóðveginn fara. Gestir mínir hugðust kaupa sérlagað kaffi en ekki var því að heilsa þar er í boði var kaffi af hitabrúsa, þetta móleita, langstaðna gutl er allir þekkja, verður grátt ef mjólk er hellt út í það. Og ofaní kaupin var það fram borið í könnum er betur hæfðu mötuneyti í frystihúsi. Ekkert sérlagað kaffi eða kaffidrykkir voru í boði. En fyrir hönd ferða- manna og okkar innfæddu þeirra er kunna að meta sérlagað kaffi;hvernig væri að fara að bera þetta fram svo einhver mynd sé á. Með kaffikveðju. M. Ungt fólk með ungana sína ÉG var í þessu að enda við að lesa alveg frábæra gein í Morgunblaðinu í dag föstu- daginn 9. mars . Á bls 4 D er grein sem heitir „Ungt fólk með ungana sína“ eftir VÞJ og ég vil bara koma á framfæri að það sem þær Hera Harðardóttir og Berglind Hastler eru að gera fyrir unga foreldra og börnin þeirra með því að hafa samverustund á laug- ardögum á Kakóbarnum er alveg „frábært“. Ég er sjálf ung móðir, gift og annað er á leiðinni og að vita til þess að stelpur á mínum aldri í svipuðum sporum eru að framkvæma þessa hluti er alveg ein- stakt. Auðvitað hugsaði maður fyrst að maður missti mikið úr hugsanleg- um glötuðum tækifærum að vera bara ungur og lifa lífinu, en eftir að maður fór að vaxa með barninu sínu þá sá maður, að það eitt er það allra mikilvægasta í heiminum. Að sjá barnið sofa, leika sér, borða, tala og knúsa mann er svo miklu meira en að kaupa sér tískuföt sem fara úr tísku eftir 2 mánuði. Börnin eru alltaf til staða og eru líf manns. Vonandi á þetta eftir að ganga vel hjá þeim og margir foreldrar koma þangað með börnin sín, en ég ætla einmitt að kíkja þangað einhvern daginn enda er þetta meiriháttar. 1000 þakkir, María Úlfarsdóttir. Ferskt grænmeti og ferskir ávextir KONA hafði samband við Velvakanda vegna greinar sem birtist í Velvakanda fyrir stuttu, þar sem lýst er eftir verslun sem setur metnað sinn í að selja ferskt grænmeti og ávexti. Mig langar til að benda á verslunina Vínberið við Laugaveginn. Þar er selt ferskt grænmeti og ferskir ávextir. Tapað/fundið Ljósmyndir í óskilum LJÓSMYNDIR fundust á Sogavegi, mánud. 12. mars sl. Uppl. í síma 581-2418. Dýrahald Tík í óskilum HJÁ hundaeftirliti Kópa- vogs er í óskilum tík síðan sunnud. 11. mars sl. Þetta er mjög falleg ljós tík, ein- hverskonar blendingur, lík- ist helst ísl. fjárhundi, með tvískiptan lit á haus. Uppl. í s.897-5070 eða 550-5400. Páfagaukur flaug að heiman ÞRÍLITUR, hvítur, ljós- blár og ljósgrár átta mán. páfagaukur flaug út um gluggann að Mosarima, föstud. 16. mars sl. Uppl. í s. 867-0754. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Um flugvöll fyrir innan- landsflug
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.