Morgunblaðið - 17.03.2001, Síða 81

Morgunblaðið - 17.03.2001, Síða 81
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. MARS 2001 81 DAGBÓK Yfirhafnir Útsala 50% afsláttur Opið laugardag frá kl. 10—16 Mörkinni 6, sími 588 5518 Síðustu dagar Antik&úr Ný antikverslun í Bæjarlind 1-3 Full búð af glæsilegum vörum. Opið: Laugard. 11-16, sunnud. 13-16, virka daga 11-18. S. 544 2090.  Kæru vinir! Ég þakka ykkur öllum sem glöddu mig með heimsóknum, blómum og gjöfum á níræðis afmælisdegi mínum föstudaginn 2. mars. Guð veri með ykkur öllum. Jóhanna Kristjánsdóttir, dvalarheimilinu Jaðri, Ólafsvík. Bourjois er nú aftur fáanlegt á Ísafirði Spennandi förðunarlína frá París Kíktu við! STJÖRNUSPÁ ef t i r Frances Drake FISKAR Afmælisbarn dagsins: Þú ert ekki lofthræddur og kannt því vel við þig í hæstu hæðum. Þú ert áhugamaður um veðurfar og kannt glögg skil á fyrirbrigðum þess. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Þeir eru margir, og þá sér- staklega smáfólkið, sem líta til þín sem fyrirmyndar. Var- astu að gera nokkuð það sem veldur þessu fólki vonbrigð- um. Naut (20. apríl - 20. maí)  Svo ber til að þú verður kynntur fyrir persónu sem getur lagt þér lið með ýmsum hætti. Vertu því vel undirbú- inn og hafðu öll þín mál á hreinu. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Þú hefur ekkert velt peninga- málunum fyrir þér í langan tíma og eitt og annað hefur þar farið úrskeiðis. En skjót viðbrögð geta bjargað mál- um. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Það er erfitt að ná athygli annarra nú um stundir. Allir eru önnum kafnir og áreitið dynur á fólki úr öllum áttum. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Það er engu líkara en þér séu allir vegir færir og ekki til það vandamál sem þú getur ekki leyst. Nýttu þér meðbyr- inn en mundu að skjótt skip- ast veður í lofti. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Þér hættir til að leggja mál þitt fyrir með þeim hætti, að fólk á erfitt með að átta sig á því, hvað þú ert að fara. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Þér hættir til að gera of mikið úr hlutunum, þannig að fólk tekur því með fyrirvara, sem þú segir. Dragðu úr drama- tíkinni og haltu þig við stað- reyndir. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Þér gengur flest í haginn á vinnustað þínum, en þína sönnu lífshamingju sækir þú til heimilisins og þinna nán- ustu. Gleymdu þeim því ekki. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Láttu þér ekki bregða, þótt þú uppgötvir einhver mistök. Sýndu skilning og láttu sam- starfsmenn þína ekki gjalda þess að þeir eru ófullkomnir. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Þér verða fengin ný verkefni og þótt þér lítist hreint ekki á þau við fyrstu sýn, skaltu hefjast handa ótrauður. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Þú átt alveg skilið það hrós sem þú færð fyrir vinnu þína og sérstaklega lausn ákveðins verkefnis. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Þú átt auðvelt með að setja þig í annarra spor og tala þeirra máli. En gættu þess að þeirra mál eru ekki á þinni könnu; en það eru þín mál aft- ur á móti. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. SUÐUR á glæsileg spil og opnar rólega á einu hjarta. Makker svarar með tveim- ur tíglum, sem er krafa í geim, en suður fer strax að hugsa um stærri hluti – hálfslemmu eða jafnvel al- slemmu: Suður gefur; allir á hættu. Norður ♠ KD7 ♥ ÁD10542 ♦ 83 ♣ G9 Suður ♠ Á62 ♥ ÁK6542 ♦ KG ♣Á3 Vestur Norður Austur Suður – – – 1 hjarta Pass 2 tígla Pass 2 hjörtu Pass 4 hjörtu Pass 4 grönd Pass 5 tíglar Pass 5 spaðar Pass 6 hjörtu Allir pass Suður sýnir sexlitinn með tveimur hjörtum og norð- ur stekkur í geim, sem lýs- ir yfir veikari spilum en hækkun í þrjú hjörtu. Suð- ur spyr um ása og fær upp einn. Hann leitar þá eftir trompdrottningunni með fimm spöðum, en norður neitar henni með sex hjörtum. Alslemma í tígli er all- góð, en það þýðir lítið að hugsa út í það þegar sögn- um er lokið. Útspilið er spaðakóngur. Hvernig á sagnhafi að spila? Trompið verður auðvit- að að liggja 3–2 og síðan þarf að losna við tvo spaða heima áður en vörnin kemst inn á hjartaslaginn sinn. Þetta er dæmigert bókarspil. Suður drepur á spaðaás og leggur niður ÁK í trompi og báðir fylgja. Síðan virðist rök- rétt að spila laufinu fyrst og henda einum spaða: Norður ♠ G9 ♥ 83 ♦ ÁD10542 ♣ KD7 Vestur Austur ♠ KD43 ♠ 10875 ♥ 107 ♥ DG9 ♦ 6 ♦ 9873 ♣G98652 ♣104 Suður ♠ Á62 ♥ ÁK6542 ♦ KG ♣Á3 En það hefur slæmar af- leiðingar – austur mun trompa þriðja laufið og spila spaða. Einn niður. Slemman tapast alltaf ef sami mótherji er með ein- spil í tígli og þriðja tromp- ið. Því sakar ekkert að taka tvo slagi á tígul fyrst og sjá hvað gerist. Eins og legan er reynist vestur vera með einspil í tígli, en ekki hæsta trompið. Það þýðir að sagnhafi getur hent báðum spöðunum niður í tígul og þarf ekki að treysta á hagstæða lauf- legu. BRIDS Umsjón Guðmundur Páll Arnarson LJÓÐABROT VÍSUR ÚR VATNSMÝRINNI Manstu hversu oft við í æfintýri lentum, þegar sumarsólin hlý seig hjá Beneventum? Ungir sveinar urðu þá ekki á sporin nízkir, og flestir virtust verða á vorin rómantískir. Gaman þá á vorin var í Vatnsmýrinni að stanza, er Laufáskýrnar kenndu þar kálfunum að dansa, oft var mikið á sig lagt æ á hverju vori, ýmsir komust ekki í takt, aðrir í hverju spori. Lóur flugu um loftið blátt, og lærvirkjar og kríur léku saman létt og kátt langar sinfóníur, harmóniskt var heimsins spil og hrinti frá oss víli, allegretto af og til, eða cantabile. Tækniöld og tízka ný tímans ódrykk byrla, dæsa í lofti dimmum gný Douglasvél og þyrla, en lóan kveður lágri raust um liðin æfintýri, tekur undir tilgangslaust tittlingur í mýri. Guðmundur Sigurðsson Árnað heilla 60 ÁRA afmæli. Í dag,laugardaginn 17. mars, verður sextugur Björn Þorbjörnsson, toll- vörður, Þorsteinsgötu 10, Borgarnesi. Hann og eigin- kona hans, Sólveig Harðar- dóttir, taka á móti vinum og ættingjum eftir kl. 16 á af- mælisdaginn í Félagsbæ í Borgarnesi. 50 ÁRA afmæli. Í morg-un, sunnudaginn 18. mars, verður fimmtug Elísa- bet Guðmundsdóttir, Hjall- astræti 14 Bolungarvík. Hún tekur á móti fjölskyldu og vinum á afmælisdaginn kl. 15–18 í safnaðarheimilinu í Bolungarvík. 50 ÁRA afmæli. Í dag,laugardaginn 17. mars, verður fimmtug Helga Bjarnadóttir hár- greiðslumeistari, Óttuhæð 9, Garðabæ. Eiginmaður hennar er Eggert Valur Þorkelsson. Þau eru að heiman í dag. 80 ÁRA afmæli. Í dag,laugardaginn 17. mars, verður áttræð Ólöf Guðný Ólafsdóttir frá Sig- mundarhúsum við Eski- fjörð. Ólöf er stödd í Reykjavík og gleðst með ættingjum og vinum í safn- aðarheimili Víðistaðakirkju milli kl. 15 og 18. JÓHANN Hjartarson varð Íslands- meistari í atskák fyrir skömmu í fyrsta sinn. Hann bar sigurorð af Helga Ólafssyni í úrslitaeinvígi. Í 16 manna úrslitum mótsins kepptu m.a. Friðrik Ólafsson (2490) og Bragi Halldórsson (2310). Bragi hefur reynst mörgum stórmeistaranum erfiður ljár í þúfu og sýndi það sig í stöðunni. Hann hafði svart og hristi fram úr erminni snotra fléttu. 32...Bxf2! 33.Hcxf2 Hxg3+ 34.Kh2 Hdd3! 35.Db6 Da8! og hvítur gafst upp. Skákin tefldist í heild sinni: 1.g3 d5 2.Bg2 c6 3.b3 Bf5 4.Bb2 e6 5.Rf3 Rf6 6.O-O Rbd7 7.d3 h6 8.Rbd2 Be7 9.e3 O-O 10.De2 Dc7 11.Hfe1 Hfd8 12.e4 dxe4 13.dxe4 Bh7 14.h3 a5 15.e5 Re8 16.Rc4 Rb6 17.a3 Rxc4 18.Dxc4 b5 19.De2 Db6 20.Had1 Bc5 21.c3 b4 22.cxb4 axb4 23.a4 Rc7 24.Rd2 Rd5 25.Rc4 Da7 26.Hd2 Hd7 27.Be4 Bxe4 28.Dxe4 Had8 29.Hc2 Re7 30.Kg2 Rf5 31.Dxc6 Hd3 32.Hf1. Þrátt fyrir skakkaföll Friðriks í þessari skák bar hann sigur úr býtum í einvíginu en datt út í næstu umferð fyrir Jó- hanni Hjartarsyni. SKÁK Umsjón Helgi Áss Grétarsson Svartur á leik. Með morgunkaffinu Það kostaði mig 10 þúsund að láta gera ætt- artöluna mína – en svo þurfti ég að borga 50 þús- und til að láta hana hverfa.           
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.