Morgunblaðið - 17.03.2001, Qupperneq 84
FÓLK Í FRÉTTUM
84 LAUGARDAGUR 17. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ
ER ÖLL sköpun list og ef ekki, hve-
nær hættir hún þá að vera það? Þær
hafa örugglega verið margar rökræð-
urnar í gegnum tíðina um hina eilífu
árekstra dægurmenningar og „há-
menningar“. Smekkur manna er mis-
jafn og það hefur ekkert að gera með
greind eða næmi hvort fólk leyfir sér
blygðunarlaust að hafa gaman af því
sem þarfnast ekki mikils aðlögunar-
tíma. Það er einmitt þessi eilífa um-
ræða sem er kjarninn í þeirri gam-
ansemi og þeim vitsmunalegu
vangaveltum sem gera leikritið Já,
hamingjan eftir Kristján Þórð
Hrafnsson, sem sýnt er á Litla sviði
Þjóðleikhússins, svo áhugavert. Svo
skemmtilega vill líka til að leikstjór-
inn Melkorka Tekla Ólafsdóttir er
unnusta Kristjáns.
Leikararnir eru tveir, þeir Pálmi
Gestsson og Baldur Trausti Hreins-
son, sem leika bræður með afar ólík
viðhorf til lífsins og horfa þeir afar
misjöfnum augum á menningar-
heima. Leikritið er skemmtilega upp-
byggt, óslitnar rökræður milli bræðr-
anna frá byrjun til enda.
Í ljósi þessara einstöku tengsla
milli höfundar og leikstjóra er vel við
hæfi að spyrja parið hvort þessar
rökræður eigi sér hliðstæðu í heim-
ilislífi þeirra.
„(Hlær.) Nei, ekki á nokkurn hátt,“
svarar Kristján og hann og Melkorka
hlæja í takt, líta hvort til annars og
brosa á svipaðan máta. „Þetta er al-
farið skáldskapur og bara hugmyndir
sem ég steypti saman. Mig langaði til
þess að skrifa gamanleikrit og gera
tilraunir með húmorinn. Láta hann
byggjast á því óvænta og reyna að
vekja undrun og koma áhorfandan-
um á óvart. Auk þess sem okkur að-
standendum sýningarinnar finnst
gaman að vita til þess að áhorfendur
skuli hlæja og skemmta sér skiptir
það okkur líka miklu máli að verkið
virðist vekja heilabrot og skilja eitt-
hvað eftir sig.“
„Eitt af því sem mér fannst svo
spennandi við að setja þetta leikrit
upp er að það kemur inn á svo margt
sem skiptir okkur máli í okkar sam-
tíma,“ bætir Melkorka við. „Það er
mjög sterkt leiðarstef í því. Það er
verið að fást við þessa þörf okkar í
nútímanum fyrir andlegt líf.“
„Þetta er leikrit sem fjallar um
mikilvægi húmorsins í mannlífinu og
hvað hann skiptir miklu máli. Hvað
hann getur hjálpað fólki mikið við að
takast á við lífið og tilveruna,“ segir
Kristján.
Kaldhæðna kynslóðin
Eldri bróðirinn, sem leikinn er
kostulega af Pálma, er frekar stífur
maður og algjör klaufi í mannlegum
samskiptum. Það kemur því dálítið á
óvart að inn á milli veltur ýmislegt
upp úr honum sem er afskaplega vel
ígrundað.
„Hann er ofsalega reglufastur og
treystir eiginlega algjörlega á rök-
hugsun, reglu og formfestu en yngri
bróðirinn treystir meira á innsæi og
tilfinningar,“ útskýrir Kristján. „Mér
þykir ofsalega vænt um þá báða, mér
finnst þeir báðir hafa heilmikið til
síns máls. Mig langaði einmitt að
skrifa leikrit sem væri fyndið en ekki
kaldhæðið. Ég held að það sé ákveðin
hætta á því í okkar samfélagi að kald-
hæðnin drepi niður einlægnina, að
kaldhæðnin hindri fólk í því að fjalla
um það sem raunverulega skiptir
máli.“
„Þrátt fyrir að sá eldri sé sá sem
lendir í því hlutverki að áhorfendur
hlæja að honum hefur hann heilmikið
til síns máls líka,“ bætir Melkorka
við. „Til dæmis er í verkinu og upp-
setningu þess lögð áhersla á að vekja
samúð með þeim báðum.“
„Eldri bróðirinn er hálfgerður
klaufi í mannlegum samskiptum og
það er kannski vegna þessa klaufa-
skapar sem ýmsar spaugilegar að-
stæður verksins skapast,“ segir
Kristján. „Hann trúir á að það sé
hægt að leysa öll vandamál lífsins á
skipulagðan hátt.“
Bræðurnir í okkur öllum
Hvort sér Melkorka meira af
Kristjáni í yngri eða eldri bróðurn-
um?
„(Hlær.) Ég verð nú að segja að í
samskiptum svipar honum meira til
yngri bróðurins, sem betur fer.“
En finnur hún hluta af sjálfri sér í
öðrum hvorum?
„Ég er nákvæmlega eins og eldri
bróðirinn (hlær). Nei, nei, í raun og
veru ekki. Ég held að það sé bara
mikið af eldri og yngri bróðurnum í
okkur öllum í einhverjum mæli.“
„Já, þetta er góður punktur,“ segir
Kristján áhugasamur. „Þeir standa
fyrir tvær ólíkar hliðar í fólki sem eru
kannski misríkjandi í hverjum og ein-
um. Maður hefur upplifað að margir
sjá í þessum tveimur einstaklingum
mannlega eiginleika sem þeir þekkja
mjög vel úr sínu umhverfi þótt það sé
kannski í ólíkri mynd; ákveðna eig-
inleika sem snerta framkomu, sam-
skipti og afstöðu til lífsins. Það má
eiginlega segja að þetta leikrit snúist
um þá baráttu mannsins að reyna að
hafa stjórn á lífi sínu. Hvernig mann-
eskjan bregst við mótlæti og þeirri
staðreynd að í mannlegum samskipt-
um skiptast á gleði og sársauki. Að
lífið er fullt af húmor og sársauka og
hve mannleg samskipti geta verið
flókin.“
Fyrir helgi var leikverkinu pakkað
ofan í ferðatösku. Leikritið var í gær-
kveldi, og verður aftur í kvöld, sýnt á
Ísafirði. En þær slóðir eru báðum
leikurum líklegast aldrei fjarri huga.
„Baldur Trausti er frá Ísafirði og
Pálmi er frá Bolungarvík, sem er
næsti bær við,“ útskýrir Melkorka.
„Þannig að leikararnir eru á heima-
slóðum.“
Er kaldhæðnin
að drepa
einlægnina?
Þeir sem eiga það að áhugamáli að hlera líflegar
rökræður ókunnugra eiga líklega eftir að njóta
sín á leikritinu Já, hamingjan. Birgir Örn
Steinarsson hitti höfund verksins, Kristján Þórð
Hrafnsson, og leikstjórann, Melkorku Teklu
Ólafsdóttur, og ræddi við þau um verkið.
Morgunblaðið/Jim Smart
Kristján Þórður Hrafnsson og Melkorka Tekla Ólafsdóttir.
Leikritið Já, hamingjan sýnt á Litla sviði Þjóðleikhússins
GRÆNLENSKIR dagar standa nú
yfir í Fjörukránni í Hafnarfirði og
var formleg opnunarhátíð haldin
þar síðastliðið miðvikudagskvöld.
Að sögn Jóhannesar Viðars
Bjarnasonar, veitingamanns í
Fjörukránni, er tilgangur þess-
arra daga að efla frekar það sam-
starf sem hefur verið að þróast
milli Íslands, Grænlands og Fær-
eyja, ekki síst með tilkomu vest-
norræna Gisti- og kúltúrhússins
við Fjörukrána.
Benedikte Thorsteinsson, sem
sæti á í framkvæmdanefnd Græn-
lensku daganna, setti opnunarhá-
tíðina og trommudansarinn Anda
Kuitsi sýndi listir sínar. Síðan
hófst borðhald í Fjöugarðinum
þar sem framreiddur var græn-
lenskur hátíðarmatur.
Árni Johnsen alþingismaður var
veislustjóri, en hann er líklega
einn mesti Grænlandsvinur sem
Ísland hefur alið síðan Eiríkur
rauði var og hét enda hefur hann
ferðast vítt og breitt um landið og
er hafsjór af fróðleik um Græn-
land og grænlenska menningu.
Árni fór líka létt með að stjórna
veislunni, gerði það með „trukki
og dýfu“, eins og hans var von og
vísa og lét sig ekki muna um að
stjórna fjöldasöng á grænlensku.
Í forrétt voru bornar fram
rækjur í salati og í aðalrétt var
sauðnaut og svartfugl. Eftirrétt-
urinn var svo bláberjaís með
rjóma, en ýmislegt fleira verður á
boðstólum á Grænlensku dög-
unum, svo sem hreindýrasteik,
ristað krabbakjöt, steikt loðna,
laxacarpaccio og rabarbaraterta
svo eitthvað sé nefnt, allt borið
fram að hætti Grænlendinga.
Undir borðum skemmti söng-
konan Ida Heinrich með græn-
lenskum söngvum og hljómsveitin
Qarsoq tók lagið, en hljómsveitin
þykir í fremstu röð grænlenskra
dægurlagahljómsveita. Auk þess-
ara skemmtikrafta munu koma
fram á Grænlensku dögunum fjöl-
margir fleiri skemmtikraftar og
listamenn frá Grænlandi, auk þess
sem fyrirlestrar verða fluttir í
Vestnorræna kúltúrhúsinu, en
Grænlensku dögunum lýkur 1.
apríl næstkomandi.
Grænlenskir dagar
á Fjörukránni
Íslenskir ferðamálafrömuðir létu sig ekki vanta á opnunarhátíðina og
hér má sjá Kjartan Lárusson, Birgi Þorgilsson og Ragnheiði Gröndal.
Fjöldi þjóðlegra skemmtiatriða var í boði, þ. á m. hefðbundinn græn-
lenskur trommudans að hætti Anda Kuitsi.
Grænlandsvinurinn Árni Johnsen
stjórnaði veislunni.
Morgunblaðið/Ásdís
X-mennirnir
(X-Men)
S p e n n u m y n d
Leikstjóri: Bryan Singer. Handrit:
David Hayter. Aðalhlutverk: Halle
Berry, Hugh Jackman, Patrick
Stewart, Ian McKellen. (104 mín.)
Skífan. Bönnuð innan 12 ára.
GAMLAR og nýjar ofurhetjur
myndasagnanna eru tíðir gestir á
hvíta tjaldinu og njóta þar gjarnan
mikilla vinsælda. En þótt myndasög-
ur séu að mestu hættar að taka ofur-
hetjur sem dulbúa sig í litskrúðugum
búningum alvar-
lega, halda kvik-
myndirnar jafnan í
þessa gamaldags
framsetningu.
Hetjurnar taka
hlutverk sitt alvar-
lega, illmennin eru
virkilega vond og
gleraugu teljast
gott dulargervi.
Kvikmyndin X-mennirnir er tvennt í
senn, skref fram á við fyrir ofurhetju-
kvikmyndina að því leytinu að áhersla
er lögð á mannlega dýpt sögupersón-
anna, en eftir því sem á líður kemst
klisjukennd hasaratburðarás í for-
grunn og ánægjan af því að horfa á
myndina fjarar að mestu út.
Heiða Jóhannsdótt ir
MYNDBÖND
Ofurhetjur
í vígahug