Morgunblaðið - 17.03.2001, Side 86

Morgunblaðið - 17.03.2001, Side 86
FÓLK Í FRÉTTUM 86 LAUGARDAGUR 17. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ TENGJA hefur verið lengur í loftinu en nokkur annar þáttur nústarfandi en á morgun verður 500. þátturinn sendur út. Í þættinum hafa hlustend- ur getað nálgast tónlist sem almennt heyrist ekki í ljósvakamiðlum Vest- urlanda, þ.e. tónlist sem jafnan er kölluð þjóðlagatónlist, stundum líka hinu vafasama nafni heimstónlist. Þetta getur verið t.d. þjóðlagatónlist frá Írlandi, Englandi eða Skandinav- íu og fjarlægari stöðum eins og t.a.m. Búlgaríu, Afríku eða Suður- Ameríku. Þungarokk „Menn hafa reynt að kalla þetta ýmsum nöfnum,“ segir Kristján og dreypir á kaffi, sitjandi í hinum rómaða gula sófa Morgunblaðsins. Hann er, eðlilega, ekki alls kostar sáttur við þjóðlaga/heimstónlistar- skilgreininguna. „Þetta er eiginlega miklu meira en þetta allt saman. Þetta er alls kyns tónlist sem byggir á þjóðlegum hefðum. Það getur rúm- ast allt inni í þessu; blús og rokk og djass.“ Hann rifjar upp að forveri Tengja, þáttur sem kallaðist einfaldlega Þjóðlagaþátturinn, hafi verið á dag- skrá allt síðan Rás 2 byrjaði. „Svo var hann nú lagður af og þá fékk ég kvöldþátt sem kallaðist Strokkurinn. Þá spilaði ég þjóðlaga- tónlist og þungarokk saman.“ Krist- ján segist hafa haft snefilsáhuga á þungarokki og því hafi þessi tilhögun verið. Síðar dofnaði þungarokks- áhuginn, þátturinn var færður yfir á sunnudaga og með því kom nýtt nafn, Tengja. En af hverju þessi mikli áhugi á þjóðlagatónlist? „Ég ólst upp við Bítlana og Stones og þessar hljómsveitir. Svo þegar ég var eitthvað 15, 16 ára heyrði ég í bresku þjóðlagarokki í fyrsta sinn. Fairport [Convention] og Steeley Span. Það var sérstaklega Fairport sem ég var hrifinn af. Svo kom upp svona mótþrói í mér: Það hlyti að vera tónlist annars staðar í heimin- um en í Bretlandi og Bandaríkjun- um. Ég fór þá svona að kanna það og bróðir minn, sem var í námi úti í Sví- þjóð, dældi í mig skandinavískri tón- list. Þarna fór boltinn að rúlla og ég bara sökkti mér út í þetta.“ Senegal Kristján segist ekki vera að reyna að taka allan heiminn fyrir á mark- miðsbundinn hátt. „Maður komst nú fljótlega að því, t.d. með afríska tón- list, að þetta er algerlega botnlaus hít,“ segir Kristján upptendraður. „Ég er ekki það mikill aðdáandi afr- ískrar tónlistar. Mér finnst sumt gott, annað ekki. Ef ég fell fyrir ein- um tónlistarmanni held ég mig svo- lítið við hann. Það er einkum tónlist frá Vestur-Afríku sem ég hef orðið hrifinn af, þá Malí og Senegal. Baaba Maal (Senegal), mér finnst hann al- veg frábær. En það er nú bara þann- ig, eftir því sem maður hlustar meira, þeim mun minna finnst manni maður vita. Það er kannski ágætt. Það er kannski ástæðan fyrir því hversu langlífur þátturinn er orð- inn.“ Hann segir þáttinn ekki hafa tekið miklum breytingum að formi til. „Ég hef þetta einfalt. Þátturinn er í 90% tilvika í beinni útsendingu. Ég mæti með mína tösku, flugmannatösku sem inniheldur glás af diskum sem ég endurnýja reglulega. Ég ákveð svona 3, 4 fyrstu lögin og svo bara geri ég þetta eftir eyranu.“ Hann segir að í byrjun hafi þetta verið nokkuð öðruvísi. „Fyrst nátt- úrulega var maður mjög samvisku- samur, það er ekki það að ég sé ekki samviskusamur núna en þá bjó mað- ur til handrit og hafði þetta alveg geirneglt, mældi „introin“ og bjó til fastar kynningar og allt. En núna læt ég þetta bara rúlla.“ Kristján segist leggja metnað sinn í að hafa þetta „alvöru“: „Engir stæl- ar. Ég leyfi tónlistinni að njóta sín. Kynni lögin. Það eru engin svona millistef eða hasar í kringum þetta.“ Engar hömlur Ég spyr hann hvort markmiðið sé ekki líka að uppfræða. Hann sam- sinnir því en segir „án þess þó að vera eitthvað uppáþrengjandi. Ég hef komist að því í gegnum árin að það þýðir ekkert að troða músík upp á fólk. Annað hvort „fílar“ fólk ákveðna músík eða ekki. Ég spila t.d. yfirleitt ekki músík sem ég sjálfur er ekki sáttur við.“ Hann bætir því og við að hann hafi alltaf notið fullkomins frelsis í þætt- inum hvað efnisval varðar. „Það eru engar hömlur og ég fæ að gera ná- kvæmlega það sem ég vil. Það met ég mjög mikils.“ Ekki stendur til að vera með eitt- hvað húllumhæ vegna tímamótanna en þó verður sú tónlist sem hefur fengið að hljóma í þættinum í gegn- um árin rifjuð upp. „Ég hugsa að ég undirbúi þennan þátt meira heldur en gengur og gerist,“ segir Kristján að lokum og brosir út í annað. Tengja er sendur út alla sunnu- daga á Rás 2 eftir tíufréttir á kvöld- in. Tími til kominn að Tengja ... í 500. skipti Morgunblaðið/Golli Kristján Sigurjónsson, umsjón- armaður Tengja á Rás 2. Tengja er langlífasti þátturinn á Rás 2 Þjóðlaga-/heimstónlistarþátturinn Tengja hefur verið á dagskrá Rásar 2 í tólf ár. Arnar Eggert Thoroddsen ræddi við um- sjónarmanninn, Kristján Sigurjónsson, á þessum merku tímamótum. ATVINNA mbl.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.