Morgunblaðið - 24.03.2001, Blaðsíða 10
ÚR SKÝRSLU RANNSÓKNARNEFNDAR FLUGSLYSA
10 LAUGARDAGUR 24. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ
1. MÁLAVEXTIR:
1.1. Flugið:
Þann 7. ágúst 2000 hófst flug TF-GTI í
Reykjavík en flugtak þar var kl. 07:53 og flogið
til Vestmannaeyja. Sami flugmaður flaug TF-
GTI allan daginn, hann fór 10 ferðir með far-
þega frá Vestmannaeyjum til Selfossflugvallar
og síðustu ferðinni lauk með lendingu á Vest-
mannaeyjaflugvelli kl. 19:48. Loks var fyrir-
hugað að fljúga flugvélinni til Reykjavíkur og
flugmaðurinn gerði flugáætlun í Vestmanna-
eyjum í samræmi við það. Hún hljóðaði upp á
0:30 klst. sjónflug frá Vestmannaeyjum til
Reykjavíkur, flugþol var gefið 2:30 klst. og að
um borð væru flugmaður og fimm farþegar.
Samkvæmt gögnum flugturnsins í Vestmanna-
eyjum var flugtak kl. 20:03 og flogið sjónflug
áleiðis til Reykjavíkur.
Kl. 20:19:15, þegar flugvélin TF-GTI var
stödd um 24 sjómílur frá Reykjavík og að klifra
í 4000 feta hæð að nálgast Hellisheiði, hafði
flugmaðurinn samband við aðflugsstjórn
Reykjavíkurflugvallar og bað um blindflug-
heimild beint á radíóvitann ,,GF“ (Gróf) í
Reykjavík. TF-GTI fékk blindflugheimild til
flugs í 4000 feta hæð, beint á radíóvitann ,,EL“
(Elliðavatn). Kl. 20:20:15 var ratsjársamband
staðfest og að flugvélin væri fjórar sjómílur
vestur af Selfossi. Kl. 20:20:55 lét aðflugsstjórn
Reykjavíkurflugvallar flugturninn vita að TF-
GTI væri á blindflugheimild, áætlaði komu-
tíma kl. 20:33 og að flugvélin yrði númer þrjú
til aðflugs á eftir ICB-753 (sem var Dornier-
flugvél frá Íslandsflugi hf.). Kl. 20:23:50 til-
kynnti flugmaður TF-GTI að blindflugi væri
lokið. Aðflugsstjórn Reykjavíkurflugvallar til-
kynnti flugturninum það og jafnframt að TF-
GTI væri við Sandskeið.
Kl. 20:24:15 kallaði TF-GTI flugturninn á
Reykjavíkurflugvelli og tilkynnti sig 12 sjómíl-
ur austur af flugvellinum á leið til lendingar.
TF-GTI fékk um hæl fyrirmæli frá flugturn-
inum: ,,Kalla nálgast Laugarnes fyrir braut
20“.
Nokkrum sekúndum síðar kallaði TF-FTS,
sem er Cessna 152 kennsluflugvél og var í
sjónflugi til Reykjavíkur, að hún væri yfir
,,Tanga“ sem er á Kjalarnesi og var henni sagt
að kalla yfir Viðey. Flugmaðurinn hefur borið
að mjög þungt hafi verið að sjá yfir Reykjavík
og að hann hafi orðið að fljúga í 900 feta hæð
vegna skýja.
Um mínútu síðar hafði turninn samband við
TF-GTI og tjáði flugmanninum að skyggnið
væri ,,frekar dapurt“ að sjá og að önnur flugvél
væri að koma úr norðri. Flugturninn bað svo
TF-GTI að stefna á Vífilsstaði og koma vestan
við völlinn undan vindi og flugmaðurinn sam-
þykkti það, spurði um vindinn og var sagt að
hann væri 120°/5-10 hnútar.
Kl. 20:26:17 kallaði Faxi-153 (sem var Fokk-
er F-50 frá Flugfélagi Íslands hf.) framhjá
radíóvitanum ,,Skagi“ og var 9,5 sjómílur frá
flugvellinum í blindaðflugi og flugturninn sagði
honum að hann væri númer eitt til lendingar á
flugbraut 20.
Kl 20:27:42 tilkynnti flugmaður TF-GTI að
hann væri við Vífilsstaði og fékk þá að vita að
flugvélin væri númer tvö til lendingar á eftir
Fokker (Faxi-153) sem væri á lokastefnu og að
hann ætti að kalla ,,undan vindi vestan við völl-
inn“. Um tíu sekúndum síðar kallaði TF-FTS
og sagðist vera yfir Viðey og fékk fyrirmæli
um að kalla við Laugarnes.
Faxi-153 fékk heimild til lendingar kl.
20:28:00 og vindinn 130°/10 hn og flugmaðurinn
staðfesti móttöku á því. Á sama tíma tilkynnti
TF-FTS sig yfir Laugarnesi og flugturninn
fyrirskipaði TF-FTS þá að biðfljúga við Laug-
arnes og flugmaðurinn sagðist mundi taka einn
hring.
Kl. 20:29:00 tilkynnti ICB-753 sig á miðl-
ínugeisla og í blindaðflugi að flugbraut 20 á
Reykjavíkurflugvelli.
Þá um leið var flugmaður TF-FTS spurður,
hvort hann sæi Fokkerinn á lokastefnu. Flug-
maður TF-FTS sá Fokkerinn ekki og síðan var
ICB-753 beðinn um að kalla fimm mílur úti og
hægja á sér ef hann gæti og ICB-753 staðfesti
það.
TF-FTS var síðan sagt að koma inn á þver-
legg fyrir flugbraut 20 og samtímis tilkynnti
TF-GTI sig yfir Álftanesi. Kl. 20:29:38 til-
kynnti TF-FTS að hann sæi Fokker á loka-
stefnu og Faxi-153 fékk í sömu andrá ítrekaða
heimild til að lenda. TF-FTS var kl. 20:29:53
tilkynnt að hann væri númer tvö á eftir Fokker
og ætti að koma stystu leið inn.
Kl. 20:30:00 var TF-GTI tilkynnt að hann
væri númer þrjú á eftir Cessnu (TF-FTS) á
vinstri þverlegg fyrir flugbraut 20. Flugmaður
TF-GTI staðfesti fyrirmælin, spurði jafnframt
um TF-FTS og staðfesti svo kl. 20:30:12 að
hann sæi til hennar. Faxi-153 lenti svo og fékk
kl. 20:30:44 fyrirmæli um að hraða akstri að
skýli. Kl. 20:31:02 tilkynnti ICB-753 sig fimm
mílur úti og fékk það svar að hann yrði númer
þrjú á eftir Cessnu 210 (TF-GTI) á hægri þver-
legg.
Kl. 20:31:10 fékk TF-FTS heimild til lend-
ingar og kl. 20:31:27 var flugmaður TF-GTI
spurður um staðsetningu og hann svaraði að
hann væri þá að koma yfir tankana (í Örfir-
isey).
Flugturninn staðfesti að hann sæi TF-GTI
og kl. 20:31:39 sagði flugturninn: ,,Sjö fimm
þrír, traffíkin er við tankana núna, lágt á loka-
stefnu“. ICB-753 staðfesti kl. 20:31:41 að hann
hefði náð því. Flugturninn spurði ICB-753 þá
kl. 20:31:42 hvort hann væri í sjónflugi og fékk
það svar kl. 20:31:49 að hann væri ,,IFR“ (í
blindflugi). Kl. 20:31:52, fyrirskipaði flugturn-
inn TF-GTI: ,,Teitur Ingi. Brjóttu af aðflugi til
austurs“. GTI svaraði kl. 20:31:54 ,,Brýtur af
til austurs. Teitur Ingi“. Kl. 20:32:07 var
ICB-753 tilkynnt að hann væri númer eitt til
lendingar.
Samkvæmt skýrslu flugstjóra ICB-753 sá
hann tankana í Örfirisey í um það bil 600 feta
hæð og var þá örlítið norður af þeim.
– Samkvæmt ratsjármynd var ICB-753 í um
600 feta flughæð þegar TF-GTI beygði til aust-
urs. ICB-753 lækkaði flugið og var í um 400
feta flughæð er flugvélin kom á móts við Eng-
ey og í um 300 feta flughæð á móts við Örfir-
isey, en þá var TF-GTI að beygja til norðurs á
móts við Engey í hringflugi sínu. Flughæð TF-
GTI kom ekki fram á ratsjármyndinni.
Kl. 20:32:14 var flugmanni TF-GTI sagt að
hann mætti halda áfram og koma í vinstri
beygju á eftir Dornier sem væri að komast yfir
tankana. Kl. 20:32:20 staðfesti TF-GTI að hann
tæki vinstri beygju og kæmi aftur fyrir Dorn-
ierinn (,,Tek vinstri og kem aftur fyrir hann.
Teitur Ingi“) og TF-FTS fékk fyrirmæli um að
aka að flugskýli nr. 1 (sem er austan brautar 20
við gamla flugturninn).
Kl. 20:32:30 fékk ICB-753 heimild til lend-
ingar. Flugvélin var þá á stuttri lokastefnu og
vindur var 130°/08 hnútar.
Kl. 20:33:49 tilkynnti TF-GTI: ,,Teitur Ingi,
yfir Tjörninni núna“ og fékk kl. 20:33:52 svarið:
,,Teitur Ingi númer eitt“ og í beinu framhaldi
var ICB-753 sagt að ,,rýma til vinstri inn á
hlað“ og ICB-753 staðfesti það (,,Roger, 753“).
Flugstjóri ICB-753 segist hafa lent á eðlileg-
um stað á flugbrautinni og verið búinn að
hægja á flugvélinni á móts við flugskýli nr. 1.
Hann beygði 90° til vinstri (austurs) til þess að
aka út af flugbrautinni. Þá leit hann út um
vinstri hliðargluggann og segist hafa séð TF-
GTI á ,,örstuttri lokastefnu“ og í sömu andrá
hafi flugmaður TF-GTI fengið fyrirmæli um að
hætta við lendingu og fljúga umferðarhring.
Kl. 20:34:10 gaf flugturninn TF-GTI fyrir-
mæli: ,,Teitur Ingi, hætta við og fljúga umferð-
arhring“.
Fjöldi vitna sá TF-GTI hætta við lendingu í
eða undir 100 feta hæð nálægt þröskuldi flug-
brautar 20 og hefja fráhvarfsflug. Flugvélin
sást taka upp hjólin á móts við skýli nr. 4 (sem
er milli flugbrautar 02/20 og afgreiðslu Flug-
félags Íslands hf.) og beygja til hægri nálægt
mótum flugbrauta 02/20 og 07/25 og klifra til
suðvesturs nálægt stefnu flugbrautar 25.
Flugvélin var í beinu flugi og hægu klifri og í
um 500 feta flughæð að mati sjónarvotta, þegar
flugmaðurinn kallaði kl. 20:34:54: ,,Og Teitur
Ingi, óska eftir að koma inn á! – ég er búinn að
missa mótorinn!“ Flugturninn svaraði um hæl:
,,Ertu búinn að missa mótor? . . . stysta leið og
heimil lending!“ Kl. 20:35:04 hrópaði flugmað-
urinn: ,,Það er stoll!! það er stoll !!“
Sjónarvottar nálægt ströndinni sem horfðu
á flugvélina tóku fyrst eftir henni þegar þeir
heyrðu óeðlilegan gang hreyfilsins. Flugvélin
flaug nánast beint yfir einn þeirra sem lýsti
hljóðinu sem ,,hökti“ og fleiri sjónarvottar
lýstu hljóðinu sem „höktandi eins og hún væri
að drepa á sér“. Einnig var hljóðinu lýst sem
,,prumphljóði“.
Fjöldi sjónarvotta telur að flugvélin hafi náð
um 500 feta flughæð og að hún hafi verið nán-
ast í láréttu flugi eða hægu klifri þegar hún
beygði til vinstri. Beygjuhallinn jókst og jafn-
framt féll flugvélin inn í bratt gormflug og
hafnaði í sjónum um 350 metra frá landi. Flug-
vélin brotnaði sundur og sökk á um sex metra
dýpi með alla innanborðs.
1.12 Flakið – árekstur við jörð.
Rannsakendur RNF komu á vettvang um 25
mínútum eftir að slysið varð. Þá stóðu björg-
unaraðgerðir enn yfir og verið var að koma að
landi með þá síðustu sem bjargað var úr flaki
TF-GTI þar sem það lá á sjávarbotni.
Rannsakandi RNF fór í báti út á köfunar-
pramma sem var þá kominn á slysstað og var
yfir flakinu. Þar fylgdist hann með björgunar-
aðgerðum og stjórnaði síðan björgun flaksins
úr sjónum og flutningi þess í flugskýli á
Reykjavíkurfluvelli.
Þegar flugvélin féll í sjóinn var að byrja að
falla að, en flakið var á um sex metra dýpi.
Vinstri vængur flugvélarinnar hafði brotnað
og rifnað að mestu leyti af og hékk við flakið á
stjórnvírum hallastýrisins. Framendi flaksins
vísaði út Skerjafjörðinn og lá á vinstri hlið,
þannig að hægri vængurinn stóð upp. Væng-
endinn stóð upp úr sjónum fyrst í stað og sást
auðveldlega, þannig að slökkviliðsmenn sem
komu fljótt á vettvang, þurftu ekki að leita að
flakinu. Björgunaraðgerðir hófust því umsvifa-
laust. Kafarar náðu fjórum farþeganna og flug-
manninum úr flakinu þar sem það var á sjáv-
arbotni, en farþegi í hægra framsæti var fastur
í sæti sínu og ekki tókst að losa hann fyrr en
flakið var komið á land.
Vængirnir höfðu rifnað sundur þannig að
báðir aðal eldsneytistankar flugvélarinnar sem
eru sambyggðir þeim (integral) opnuðust í
slysinu og sjór hafði flætt inn í þá. Lítil elds-
neytisbrák var á sjónum við flakið og kafararn-
ir sem unnu við að bjarga mönnunum urðu lítið
varir við eldsneytismengun í sjónum.
Böndum var komið á flakið og myndir tekn-
ar af því áður en það var híft úr sjó. Flakið var
síðan flutt á prammanum að landi, þar sem
bráðabirgðarannsókn fór fram, en síðan var
það tekið í vörslu RNF.
Verksummerki báru með sér að flugvélin
hafði komið í sjóinn í bröttum snúningi (gorm-
flugi) til vinstri og höggið við hafflötinn hafi
verið mjög mikið. Báðar vinstri hreyfilfesting-
ar höfðu brotnað, báðar aðalhurðirnar og
hreyfilhlífar höfðu rifnað af. Flugvélin hafði
brotnað í sundur rétt fyrir framan stélið sem
hékk við flakið á stjórnvírum hæðarstýris og
hliðarstýris. Vængbörð höfðu verið uppi og
hjólabúnaður einnig. Loftskrúfan, sem er jafn-
hraðaskrúfa, bar það með sér að ekkert afl hafi
verið á henni er hún kom í sjóinn, skurður blað-
anna var í fínum skurði og tvö þeirra, nr. 1 og 2,
voru mjög bogin aftur á við. Að öðru leyti voru
meginhlutar flugvélarinnar og stýrisfletir á
sínum stað. Ekkert benti til annars en að flug-
vélin hafi verið í heilu lagi þegar hún skall í sjó-
inn.
1.15 Möguleikar á að komast af.
Fjórir slökkviliðsmenn af Reykjavíkurflug-
velli voru mjög fljótir niður á ströndina næst
Féll í bratt gormflug
og hafnaði í sjónum
Hér fara á eftir nokkrir kaflar úr skýrslu Rannsókn-
arnefndar flugslysa um TF-GTI sem fórst 7. ágúst 2000
í Skerjafirði. Skýrsluna alla má skoða í gegnum teng-
ingu á mbl.is. Niðurstöður og tillögur í öryggisátt eru á
miðopnu blaðsins. Flugvélin var í eigu Leiguflugs Ís-
leifs Ottesen og var af gerðinni Cessna T210L Cent-
urion. Hún var eins hreyfils og sex manna. Fimm hafa
látist af völdum slyssins en einn er á sjúkrahúsi.
SJÁ SÍÐU 12