Morgunblaðið - 24.03.2001, Síða 12

Morgunblaðið - 24.03.2001, Síða 12
ÚR SKÝRSLU RANNSÓKNARNEFNDAR FLUGSLYSA 12 LAUGARDAGUR 24. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ þeirra fóru í flotgalla sína á leiðinni út að Skerjafirði, þeir sjósettu bátinn og hröðuðu sér á slysstaðinn. Kafarar frá slökkvistöðinni við Skógarhlíð og lögreglunni í Reykjavík komu einnig mjög fljótt á vettvang og hófu björgunaraðgerðir umsvifalaust. Stjórnandi köfunarpramma sem var á heimili sínu við Kópavogshöfn, á Kárs- nesi handan Skerjafjarðar, heyrði frá heimilis- fólki sínu að flugvél hefði steypst í sjóinn. Hann hraðaði sér út í prammann og fór tafarlaust á slysstað og var köfurunum til ómetanlegrar að- stoðar. Þegar slysið varð var að falla að en háfjara var kl. 18:18. Þar sem síðasta stórstreymi hafði verið 1. ágúst var munurinn um tveir metrar þennan dag á flóði og fjöru í Skerjafirði og þeg- ar kafararnir komu á vettvang stóð hægri vængendi TF-GTI upp úr sjónum, en vænghaf flugvélarinnar var tæpir tólf metrar (11,86 m). Þar sem vinstri vængurinn hafði rifnað af að mestu leyti lá flugvélin með um 45° til 60° halla á vinstri hlið og þar sem báðar aðalhurðirnar höfðu rifnað af höfðu kafararnir tiltölulega greiðan aðgang að farþegaklefanum. Tveir kafarar komu fyrstir niður að flakinu og sáu tvo öftustu farþegana lausa fyrir innan afturglugga flugvélarinnar, en í ljós kom að innri festingar öryggisbelta þeirra höfðu rifnað upp úr gólfinu. Kafararnir brutu því rúðuna umsvifalaust og annar þeirra vann við að ná farþega út um gluggann meðan hinn kafarinn náði farþega úr öðru sætinu í miðröðinni. Þess- ir tveir farþegar komu því fyrstir upp á yf- irborðið og má ætla að þetta hafi verið um stundarfjórðungi eftir að slysið varð. Síðan sóttu kafararnir tvo farþega, annan úr miðröð- inni og hinn úr öftustu sætaröðinni og færðu þá upp á yfirborðið. Loks náðu þeir flugmanninum með því að skera sundur sætisólar hans. Farþeginn í hægra framsætinu var fastur í sæti sínu þar sem mælaborð flugvélarinnar hafði gengið al- veg upp að honum og fætur hans voru skorð- aðir undir því og gátu kafararnir því ekki losað hann meðan flakið var á hafsbotni. Flugmað- urinn og allir farþegarnir höfðu haft örygg- isbelti sín spennt. Axlarólar eru fyrir framsæt- in og var flugmaðurinn með sína spennta en farþeginn í hægra sætinu ekki. Af áverkum sem fólkið hafði má ætla að allir hafi misst meðvitund við höggið þegar flug- vélin skall í sjóinn. Möguleikar á að komast af voru því litlir og byggðust fyrst og fremst á því hversu fljótt hjálp bærist og hversu fljótt lífgunaraðgerðir gætu hafist. 1.16 Prófanir og rannsóknir. 1.16.1 Rannsókn á flugvélarflakinu, hreyfli þess og eldsneytiskerfi. 1.16.1.1 Flugvélarflakið. RNF rannsakaði flakið, hreyfil þess og elds- neytiskerfi. Tæknistjóri flugrekandans og eft- irlitsmenn flugöryggissviðs Flugmálastjórnar tóku, tilkvaddir og undir stjórn RNF, þátt í þessari rannsókn sem aðilar málsins m.a. til þess að veita upplýsingar sem að gagni mættu koma við þessa rannsókn. Ástand og útlit brota og annarra skemmda bentu til þess að flugvélin hafi verið í heilu lagi þegar hún lenti í sjónum. Allir stýrisfletir voru á sínum stað og stjórnvírar þeirra voru heilir þegar flakið kom úr sjó en klippa þurfti á vír- ana sem héldu vinstri vængnum og stélinu við búkinn til þess að auðvelda flutning á flakinu í flugskýli. Staða stilliblaka á hæðar- og hliðarstýrum var ekki talin marktæk þar sem eingöngu var um stjórnvírtengdar blökur að ræða og engir rafknúnir hreyfar í kerfinu sem unnt hefði ver- ið að mæla stillingu blakanna eftir. Nefstefnuvísir (Directional gyro) flugvélar- innar var stilltur á 200° og sýndi 210°. Gang- tímavísir hreyfilsins sýndi 3508,6 klst. Handfang í stjórnklefa fyrir kæliblöðkur hreyfilsins (Cowl Flaps) var ólæst en nálægt því að vera í ,,lokaðri stöðu“, en þar sem hreyf- ilhlífar og þar með kæliblöðkurnar höfðu rifnað af var ekki unnt með fullri vissu að segja fyrir um stöðu kæliblaðkanna þegar slysið varð. Staða stjórntækja hreyfilsins var ekki talin marktæk vegna aflögunar flaksins. Eldsneyt- isgjöf var alveg frammi (fullt afl). Skrúfustillir var nánast alveg frammi (fínn skurður) og blöndustillir var alveg frammi (sterk blanda). Valrofi fyrir eldsneytistankana var stilltur á vinstri aðaltank. Bensínforgjöf (Primer) var inni og í læstri stöðu. Engar bilanir fundust við þessa rannsókn sem skýrt gátu afltap hreyfilsins. Flakið var mjög brotið og allir eldsneytis- tankar nema hægri vængendatankur höfðu eyðilagst í slysinu. Í hægri vængendatanki reyndust vera um fjórir lítrar af bensíni og sex lítrar af sjó þegar mælt var úr tankinum eftir að flakið var komið í flugskýli. Farangurshólf flugvélarinnar var opið þegar björgunarmenn komu niður að flakinu í sjón- um og það var fullt af farangri að sögn þeirra. Þeir mundu ekki eftir neinum lausum farangri í farþegarýminu. Ein handtaska hafði losnað frá flakinu og var á floti skammt frá slysstaðn- um og töldu björgunarmenn líklegast að hún hefði einnig verið í farangurshólfinu. Farang- urinn var gegnblautur en lögreglan í Reykja- vík annaðist þurrkun og vigtun á honum og reyndist hann þá vera samtals um 53 kg að þyngd. Flugvélin var búin tækjum til blindflugs og var með sjálfstýringu. 1.17.3.1 Viðhald. Fyrir hendi var skriflegur samningur milli L.Í.O. ehf./Air Charter Iceland og Flugvéla- verkstæðis G. V. Sigurgeirssonar ehf., dagsett- ur 28. desember 1994, þar sem sá síðarnefndi tók að sér viðhald og tæknistjórnun flugvéla sem skráðar eru á flugrekstrarleyfi hins fyrr- nefnda. Í samningnum er ekki skilgreint hver ber ábyrgð á einstökum atriðum varðandi tækni- stjórn og viðhald, s.s. innkaupum á varahlut- um, framkvæmd og túlkun á lofthæfifyrirmæl- um og skipulagi á viðhaldi. Þess er enda ekki krafist þar sem L.Í.O. ehf./Air Charter Iceland stundar flugrekstur samkvæmt reglugerð um flutningaflug nr. 641/1991 með síðari breyting- um, en þar kemur fram í gr. 3.3.4 að tækni- stjóri flugrekandans sé ábyrgur fyrir þessum atriðum. Ísland er aðili að Flugöryggissamtökum Evrópu JAA (Joint Aviation Authority). Með tilkomu JAR krafna (Joint Aviation Require- ments) JAA ríkjanna hafa starfsaðferðir Flug- málastjórnar breyst. Það er krafa í reglum JAR-145 fyrir viðhaldsfyrirtæki og JAR-OPS fyrir flugrekendur, að fyrirtækin komi á fót gæðakerfi og tilnefni gæðastjóra. Gæðakerfið og gæðastjórinn þurfa sam- þykki Flugmálastjórnar. Jafnframt þurfa fyr- irtækin að leggja fram og fá samþykkta hjá Flugmálastjórn gæðahandbók með skriflegum verklagsreglum fyrir starfsemina. Með til- komu gæðakerfa hjá fyrirtækjum í atvinnu- flugi hefur hluti af eftirlitshlutverkinu færst til fyrirtækjanna sjálfra. Gæðastjórinn er ábyrg- ur fyrir því að gera úttektaráætlun sem nær yfir allar kröfur í reglugerð þeirri sem fyr- irtækið starfar eftir og að sjá um að innri út- tektir séu framkvæmdar samkvæmt áætlun- inni. Eftirlit Flugmálastjórnar er aðallega fólgið í úttektum, þar sem virkni gæðakerfisins er staðfest. Flugmálastjórn gerir og vinnur eftir úttektaráætlun fyrir hvert fyrirtæki fyrir sig, sem nær yfir öll reglugerðarákvæði sem fyr- irtækið starfar eftir. Framkvæmd úttekta Flugmálastjórnar sem og innri úttekta fyrir- tækjanna sjálfra, meðferð og afgreiðsla frá- vika, skal vera samkvæmt almennt viður- kenndum aðferðum gæðastjórnunar. Flugvélaverkstæði G. V. Sigurgeirssonar ehf. starfar samkvæmt JAR-145 og hefur við- urkenningu flugmálastjórnar, nr. ICAA 005. Fyrirtækið hefur gæðastjóra og samþykkta gæðahandbók. Samkvæmt upplýsingum frá framkvæmdastjóra fyrirtækisins var fram- kvæmd ein innri úttekt hjá fyrirtækinu 1999 og tvær árið 2000. Nokkur frávik voru skráð og voru þau afgreidd samkvæmt samþykktu verklagi þar um. Samkvæmt gögnum frá Flug- málastjórn voru framkvæmdar tvær úttektir á Flugvélaverkstæði G. V. Sigurgeirssonar ehf. árið 1999 og þrjár árið 2000. Ein af úttektunum árið 2000 var framkvæmd af úttektarnefnd JAA, samhliða úttekt á Flugmálastjórn. Í þess- um úttektum voru skráð að meðaltali fimm frá- vik sem voru öll meðhöndluð samkvæmt við- urkenndu verklagi. Eitt af þeim frávikum sem Flugmálastjórn gerði athugasemd við í úttekt 25. nóvember 1999 var vegna lofthæfifyrir- mæla sem vörðuðu flugrekstur en ekki viðhald og hafði verið kvittað fyrir sem ,,framkvæmt“ þegar í raun engin tilvísun var til staðar um þá vinnu. Tæknistjóri fyrirtækisins afgreiddi þetta frávik með því að staðfesta framkvæmd- ina með skoðun eftir að athugasemdin barst. 1.18 Viðbótarupplýsingar. 1.18.1 Flughandbók og leiðbeiningar. Flugvélinni TF-GTI, sem var áður skráð N131DC, hafði verið breytt á þann veg að nýir vængendar með viðbótareldsneytistönkum höfðu verið settir á hana hinn 28. desember 1996, samkvæmt ,,STC SA4300WE“, sbr. gr. 1.18.11 hér á eftir, þannig að flugdrægi hennar jókst. Samkvæmt upplýsingum frá framleiðandan- um hafði umrædd breyting þau áhrif, að væng- haf flugvélarinnar jókst um 66 sm sem leiddi m.a. til þess að kraftvægi frá lengdum væng- endum jókst. Breytingin varð til þess að setja þurfti upplýsingar í mælaborðið um lækkun á hámarkshraða (Vne) ef flogið var í meiri flug- hæð en 18000 fetum, hámarkseldsneytismagn í vængendatönkunum ásamt verklagi varðandi notkun þeirra og leiðbeiningar um hvernig leyfð hámarksþyngd varð háð eldsneytismagni og dreifingu þess í tönkum. Tekið skal fram, að þessi flugvél var ekki búin jafnþrýstiklefa. Hámarksþyngd flugvélarinnar (Gross Weight) er 3800 pund en breytingin leiddi til þess, að aðeins mátti nota þá þyngd ef a.m.k. 7 US gallon (26,5 lítrar) af eldsneyti væru í hvor- um vængendatanki og aðaltankar a.m.k. fullir að 2/3 hlutum, þ.e. með a.m.k. 60 US gallonum (227 lítrum). Ef bæði þessi skilyrði voru ekki uppfyllt var leyfð hámarksþyngd flugvélarinn- ar takmörkuð við 3530 pund. Í flakinu var að finna flughandbók (Owner’s Manual) fyrir óbreytta gerð Cessna T210L, Centurion II. Flughandbókin miðast við að 285 hestafla hreyfill sé í flugvélinni. Viðbætur fyrir starf- rækslu vængendatankanna, samkvæmt ,,STC SA4300WE“, voru ekki í flughandbókinni, en samkvæmt gögnum flugvélarinnar höfðu þær verið settar í hana og samkvæmt framburði flugmanna sem flugu TF-GTI voru þær á sér- blaði sem var heft í bókina. Þetta blað losnaði að sögn þeirra og var geymt í sama vasa í flug- vélinni og flughandbókin. Þetta blað fannst ekki í flakinu. Frumrit viðbótanna var í viðhaldsgögnum flugvélarinnar. Við þessa breytingu varð jafn- framt að setja nýjar upplýsingar um takmark- anir á leyfðri hámarksþyngd flugvélarinnar og breyttar hraðatakmarkanir á leiðbeiningar- spjöld í stjórnklefa. Við rannsóknina fundust þessar upplýsingar ekki um borð í flakinu. Upplýsingar um leyfða arðhleðslu höfðu ver- ið settar á mælaborð flugvélarinnar eins og um óbreytta flugvél væri að ræða eftir að hún var vigtuð á Íslandi 16. júlí 1999. 1.18.3. Dagbækur flugvélarinnar o.fl. Þar sem upprunalegar dagbækur (Log Books) og hluti viðhaldsgagna flugvélarinnar voru ekki fyrir hendi, var eigandinn ábyrgur fyrir því að láta viðurkenndan aðila útbúa nýj- ar dagbækur. Í nýju bókunum hefði átt að koma fram að um nýjar bækur væri að ræða, þar sem upprunalegu bækurnar hefðu glatast eða væru ekki fyrir hendi. Samkvæmt almennt viðurkenndum aðferð- um í flugiðnaðinum (AC-43-9C, Maintenance Records), hefði að auki átti að koma þar fram, að staðfest hafi verið með skoðun að allar meiriháttar viðgerðir og breytingar á flugvél- inni hefðu verið framkvæmdar samkvæmt við- urkenndum aðferðum. Að auki hefði átt að vera staðfesting í bókunum um að öll lofthæfifyr- irmæli gefin út fyrir flugvélina og íhluti hennar hafi verið framkvæmd, en í þeim tilfellum þeg- ar ekki var hægt að staðfesta framkvæmd þeirra með einfaldri skoðun, hefði átt að fram- kvæma þau lofthæfifyrirmæli sérstaklega og staðfesta í bókunum. Í dagbókunum var ekki tekið fram að um nýjar bækur væri að ræða og ekki var staðfest eða tekið fram að flugvélin hafi verið skoðuð sérstaklega í ljósi þess að upprunalegu dag- bækurnar voru ekki fyrir hendi. Ekkert var að finna í dagbókunum um staðfestingu á fram- kvæmd lofthæfifyrirmæla. Fyrsta færsla í dagbók flugvélarinnar var þar sem JAS Inc., 6805 Boeing Drive, El Paso, Texas, FAA viðurkenningarnúmer JULR259K, gaf út viðhaldsvottorð eftir árs- skoðun hinn 15. febrúar 1999. Í hreyfildagbók- inni var viðhaldsvottorðið fyrir grannskoðun hreyfilsins límt fremst í bókina, en þar á eftir var útskrift frá JAS Inc. eftir 100 klst. skoðun. Í dagbók loftskrúfunnar var viðhaldsvottorð um grannskoðun frá Precision Propeller Serv- ice, Inc. Í gögnum flugvélarinnar var listi yfir loft- hæfifyrirmæli, útbúinn og áritaður af JAS, Inc. Einungis var kvittað fyrir hluta af þeim loft- hæfifyrirmælum sem áttu við þessa flugvél og íhluti hennar. Varðandi lofthæfifyrirmæli 94- 12- 8, sbr. gr. 1.18.2, stóð þar að liður C1 hefði verið framkvæmdur. Í viðhaldsgögnum sem fylgdu flugvélinni er m.a. yfirlýsing, dagsett 15. febrúar 1996, frá fyrrum eiganda hennar, Wayne T. Castel- berry, vottuð af Mrs L. Gonzales, Justice of the Peace (Notary Public) í Belize hinn 29. febrúar 1996. Samkvæmt yfirlýsingu þessari var W.T. Castleberry eigandi N131DC, Cessna T210L, raðnúmer 21060050, til 16. sept. 1994. Þann dag hafi gangtímateljari (Tach Time) sýnt 3390,0 klst. og það hafi verið í samræmi við heildartímann sem kom fram í dagbók flugvél- arinnar. Enn fremur að dagbókin hafi ekki sýnt neina sögu um skemmdir. Yfirlýsingin náði hvorki til hreyfilsins né loftskrúfunnar, enda kemur ekkert fram í dag- bókunum um ásetningu hreyfilsins eða loft- skrúfunnar. Núverandi skráður eigandi flugvélarinnar kvaðst ekki vita til þess að flugvélinni hafi verið flogið neitt frá því 14. september 1994 þar til hann eignaðist hana og kvaðst viss um að flug- vélin hefði verið flutt á bílum milli fylkja í Bandaríkjunum. Þetta er í samræmi við stað- festan flugtíma (Tach-tíma) flugvélarinnar hér að ofan og flugtíma sem gefinn var upp við skráningu flugvélarinnar hér á landi, sbr. gr. 1.18.4. Ekki hafa verið lögð fram gögn um þessa flutninga og í dagbókum flugvélarinnar er ekki getið um mögulega sundurtekt eða samsetningu hennar fyrir eða eftir flutn- ingana. Flugvélin N131DC var í eigu Sunland Air Inc. í Maryland, Bandaríkjunum, þegar við- haldsvottorð var gefið út eftir ársskoðun og flugvélin skrifuð út (Certified for return to service) af JAS, Inc. sem skráði heildarflug- tíma flugvélarinnar 3390,0 klst. í dagbókina hinn 15. júní 1999 eftir ársskoðunina. Samkvæmt viðtali sem RNF átti við for- svarsmann JAS, Inc. sem skrifaði flugvélina út fyrir þess hönd, kom m.a. fram að hann sagðist hafa farið vandlega yfir ásetningu hreyfilsins og vængjanna og ekkert fundið athugavert. Eftir þessa skoðun hafi flugvélinni verið reynsluflogið tvisvar og allt hafi reynst vera eðlilegt og í góðu lagi. Samkvæmt dagbók hreyfilsins var hann grannskoðaður hjá Gold Star Aviation Acc- essories, Inc., 3597 Northwest 154 th Street, Miami, Florida 33054. Dagsetning grannskoð- unarinnar er 15. desember 1996 og við útgáfu hinnar nýju dagbókar var gangtími hreyfilsins skráður 0 klst. frá grannskoðun (,,TT 0 since O-Haul“). Ekki var þess getið hver heildar- gangtími hreyfilsins (Total time in Service) var þá, úr hvaða flugvél hann kom, hvenær hann hafi verið settur í flugvélina N131DC, eða með hvaða hætti hann var búinn undir geymslu samkvæmt FAA AC 20-62D, ,,Eligibility, Qual- ity and Identification of Aeronautical Replace- ment Parts“. Samkvæmt kröfum JAA (JAR 145.55 Maint- enance Records) er viðurkennt að skrá aðeins gangtíma frá síðustu grannskoðun þegar verið er að útbúa nýjar dagbækur í stað þeirra sem ekki eru fyrir hendi. Loftskrúfan (McCauley, D3A32C88MR, raðnúmer 730423), var samkvæmt dagbók grannskoðuð 6. desember 1994 af Precision Propeller Service Inc., Tuscaloosa, Alabama. Hún var skoðuð eftir geymslu (Long Term Storage Inspection) af JAS, Inc. Propeller Dept. hinn 24. maí 1999. Ekki kemur þó fram í Morgunblaðið/Kristinn
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.