Morgunblaðið - 24.03.2001, Page 18

Morgunblaðið - 24.03.2001, Page 18
FRÉTTIR 18 LAUGARDAGUR 24. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ artala sem notuð var til að reikna út frá skerðingu á afurðaverði. Fram- leiðsluráði landbúnaðarins var falið að halda skrá yfir greiðslumark lög- býla og handhafa réttar til bein- greiðslu. Bændasamtökum Íslands tóku við réttindum og skyldum Framleiðsluráðs í byrjun síðasta árs. Bændasamtökunum var kunn- ugt um eignarhlut bræðranna Í Hæstarétti var bótaábyrgð á hendur Bændasamtökunum byggð á því að þeim hefði verið kunnugt um eignarhlut bræðranna og mótmæli þeirra við sölu á greiðslumarkinu. Hefðu Bændasamtökin samþykkt söluna þótt þeim hefði lögum sam- kvæmt borið að ganga eftir sam- þykki þinglýstra eigenda. Rakið er í dóminum að með lands- og eignaskiptasamningi árið 1982 hafi skipting heimalands verið ákveðin þannig að faðir bræðranna sex hafi fengið afmarkaðan hluta nyrst í heimalandinu sem er fjórð- ungseignarhluti. Peningshúsum og öðrum útihúsum, m.a. afnotum raf- stöðvar, hafi einnig verið skipt eftir sömu hlutföllum. Ábúendur héldu því fram að sala á greiðslumarkinu hefði verið eigendunum sex óvið- komandi. Framleiðsluréttur í mjólk eigi rót sína að rekja til landbúnað- arframleiðslu þeirra á þeim hlutum jarðarinnar sem tilheyri þeim ein- um. Því hafi þeim verið heimilt að selja greiðslumarkið án þess að leita samþykkis meðeigenda sinna sem hafi aldrei komið við sögu í myndun þeirra verðmæta. Í dómi Hæstaréttar segir m.a. að sala greiðslumarksins hafi verið til þess fallin að hafa í för með sér rýrn- un á verðmæti jarðarinnar og með- eigendur ábúenda eigi rétt á því að verða jafnsettir og hefði salan ekki farið fram. Fellst dómurinn á að miða megi tjón þeirra við andvirði þess sem greitt var fyrir greiðslu- markið. Eru því ábúendur og Bændasamtökin dæmd til greiðslu á 698.008 krónum með vöxtum af 250.264 krónum frá 21. apríl 1997 til 4. september 1997 og af 698.008 frá þeim degi til 3. mars 1999 og með dráttarvöxtum frá þeim degi til greiðsludags. Þá voru þau einnig dæmd til greiðslu á 400.000 krónum í málskostnað. „Það kemur mér ekki á óvart að minnihlutaeigendum skuli dæmd hlutdeild í greiðslumarkinu,“ segir Sigurgeir Þorgeirsson, fram- kvæmdastjóri Bændasamtaka Ís- lands, er hann er spurður álits á nið- urstöðu dómsins. „Það mun hins vegar á sínum tíma hafa verið litið þannig á af hálfu Framleiðsluráðsins að meirihlutaeigendum væri heimilt að ráðstafa greiðslumarkinu. Það væri síðan mál allra eigendanna að útkljá sín á milli hvernig andvirðið skiptist. Það sem kemur okkur nú sérstak- lega á óvart og þykir undarlegt er að Hæstiréttur skuli andstætt undir- rétti gera Bændasamtökunum skylt að greiða bæturnar með bóndanum á Geitaskarði sem eru andvirði þess hluta greiðslumarksins sem féll í hlut minnihlutaeigenda auk vaxta,“ sagði Sigurgeir og sagði að ekki stæði til að Bændasamtökin tækju þátt í greiðslunni. „Bóndinn á Geita- skarði hefur sama skilning á því og hefur þegar staðið skil á þessum bót- um eftir því sem ég best veit.“ Um fordæmisgildið sagði fram- kvæmdastjóri Bændasamtakanna að nú gilti sú vinnuregla að staðfesta ekki flutning eða sölu á greiðslu- marki milli jarða nema samþykki allra eigenda lægi fyrir. Hefur þýðingu fyrir marga Annar bræðranna, sem á um- ræddan eignarhlut, er Magnús Björn Brynjólfsson lögmaður og tel- ur hann dóm Hæstaréttar nú hafa mikla þýðingu fyrir marga, t.d. þá sem eigi jarðir í sameign, ef svona mál komi upp. Hann segir skylt sam- kvæmt lögum að leita samþykkis allra þinglýstra eigenda fyrir sölu á greiðslumarki. „Það er ekki gert og lög hafa verið brotin árum saman. Það er alvarlegur hlutur,“ segir Magnús í samtali við Morgunblaðið. Hann segir Bændasamtökin hafa dregið taum bænda og í þessu máli hafi þau gert það þrátt fyrir að laga- bókstafurinn segði þeim að gera það ekki.“ Magnús bendir á að bændur sem ætla hér eftir að selja sjálfir greiðslumark sitt verði að hafa sam- ráð við meðeigendur sína. Þetta seg- ir hann hafa komið æ betur í ljós þegar t.d. fjölskylda hefur átt jörð saman sem einn nýtir og býr áfram á jörðinni. Systkin sem flutt hafi af jörð eigi áfram hlut sinn og erfðarétt og þar með hlut í greiðslumarki. „Um þetta er fjöldi dæma úr fortíð og nútíð um þessi mál. Þess eru dæmi að menn selja kvótann fyrst og selja síðan jörðina. Þá er jörðin án búmarks en nú verða menn að átta sig á því að menn geta ekki leikið sér með þessa hluti lengur.“ Othar Örn Petersen, lögmaður ábúenda, vildi ekki tjá sig um málið. FRAMKVÆMDASTJÓRI Bænda- samtaka Íslands segir að sú vinnu- regla gildi nú hjá samtökunum að sala á greiðslumarki sé ekki staðfest nema fyrir liggi samþykki allra eig- enda viðkomandi jarðar. Hæstirétt- ur dæmdi fyrr í mánuðinum í máli um bætur vegna sölu á greiðslu- marki sem tilheyrði Geitaskarði í Langadal, Austur-Húnavatnssýslu, sem fór fram án þess að allir eig- endur jarðarinnar hefðu samþykkt. Var ábúendum jarðarinnar, sem eiga þrjá fjórðu hennar, og Bænda- samtökunum gert að greiða sameig- inlega tveimur eigendum að hluta jarðarinnar tæplega 700 þúsund krónur. Er það 8,33% hlutur and- virðis greiðslumarkssölunnar sem er í réttu hlutfalli við eignarhlut þeirra í jörðinni. Ábúendur á Geitaskarði eiga sem fyrr segir þrjá fjórðu hluta jarðar- innar en sex bræður fjórðung henn- ar. Þeir seldu árið 1997 greiðslu- mark jarðarinnar án vitneskju tveggja bræðranna og mótmæltu þeir sölunni við Bændasamtökin. Töldu þeir þörf á samþykki allra þinglýstra eigenda fyrir slíkri sölu enda væri greiðslumark bundið við lögbýli og þar með ættu allir eig- endur jarðarinnar hlut í því en ekki aðeins ábúendur. Greiðslumarkið var selt þrátt fyrir mótmæli bræðr- anna. Þeir kærðu ákvörðunina til úr- skurðarnefndar greiðslumarks sem synjaði kröfu þeirra og hófu þeir þá mál fyrir héraðsdómi. Héraðsdómur féllst í fyrravor á bótakröfu bræðranna gagnvart ábú- endunum en Bændasamtökin voru sýknuð. Hæstiréttur staðfesti ákvörðun héraðsdóms varðandi fjár- hæð skaðabóta en dæmdi ábúendur og Bændasamtökin sameiginlega til greiðslu bóta. Í dómi Hæstaréttar er rakið hvernig löggjafinn hefur um árabil haft afskipti af stjórnun, fram- leiðslu, sölu og vinnslu landbúnaðar- ins í þeim tilgangi að auka hagnýt- ingu markaða innanlands og utan fyrir landbúnaðarvörur. Var svo- nefnt búmark skilgreint sem tala ærgildisafurða sem fundin væri fyrir hvern framleiðanda og höfð til við- miðunar þegar ákveða þyrfti mis- munandi verð fyrir búvöru til fram- leiðenda vegna framleiðslustjórnunar. Var búmarki ekki úthlutað sem framleiðslurétti heldur var það eingöngu viðmiðun- Ný vinnuregla hjá Bændasamtökunum í kjölfar dóms um sölu á greiðslumarki Sala ekki staðfest nema með samþykki allra eigenda Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Buena Vista Soc- ial Club á Íslandi TÓNLEIKAR kúbverska lista- fólksins í Buena Vista Social Club verða í Laugardalshöll 30. apríl nk. Með í för eru Ibrahim Ferrer, Ruben Gonzalez og Omara Portuondo. Einungis er um að ræða eina tónleika. Aðgöngumiðasala hefst í verslunum Japis á Laugavegi og Kringlunni nk. mánudag, 26. mars, kl. 10. Eingöngu verður selt í sæti á tónleikana og er miðafyrirkomulag og verð eft- irfarandi: Í stúku 4.900 kr., númeruð sæti, í sal 4.900 kr., númeruð sæti, og á bekkjum 4.500 kr., frjálst sætaval. Ekki verður tekið á móti pöntunum í gegnum síma. Koma Buena Vista Social Club til Íslands er í samstarfi Tals, Japis og Iceland Air- waves. Héraðsdóm- ur hafnar frávísunar- kröfu HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hafnaði í gær kröfu úrskurðarnefnd- ar lögmanna og Jóns Steinars Gunn- laugssonar hrl. um að máli konu sem sakaði föður sinn um kynferðisbrot yrði vísað frá dómi. Konan er nú rúmlega tvítug en Hæstiréttur sýknaði föður hennar af ákærunni í lok árs 1999. Dómurinn var umdeildur og urðu talverðar deilur vegna hans. Hæstarétti barst m.a. fjöldi tölvupóstsendinga þar sem dómnum var mótmælt. Konan hefur nú höfðað einkamál á hendur Jóni Steinar Gunnlaugssyni þar sem hún telur hann hafa brotið góða lögmannshætti með ummælum sem hann viðhafði í fjölmiðlum í kjöl- far dómsins. Um það er m.a. deilt hvort Jón Steinar hafi brotið trúnað sem hvílir á verjanda í lokuðu þing- haldi. Þá stefnir hún úrskurðarnefnd lögmanna þar sem hún unir ekki nið- urstöðu nefndarinnar varðandi þetta mál, en samkv. úrskurði nefndarinn- ar braut Jón Steinar ekki gegn lög- mannalögum. Auður Þorbergsdóttir héraðsdóm- ari kvað upp dóminn. MEÐ F1-Rauðum, samskiptakerf- inu sem tekið var í notkun í fyrradag eru öll lögregluembætti, slökkvilið og aðrir sem starfa að öryggis- og björgunarmálum á SV-horni lands- ins tengdir saman. Í kerfinu er einnig svokölluð fer- ilvöktun sem felst í því að hægt er að fylgjast með staðsetningu allra þeirra sem tengjast kerfinu. „Meginkosturinn er sá að bæði við á lögreglustöðinni og hjá Fjarskipta- miðstöð lögreglu getum séð hvar lögreglubílarnir eru hverju sinni og á hvaða leið þeir eru. Þegar útkall berst er kallað á þann bíl sem er næstur vettvangnum,“ segir Geir Jón Þórisson, yfirlögregluþjónn í Reykjavík. Með ferilvöktunar- kerfinu sést líka á hvaða hraða lög- reglubíllinn er og hvort hann er með forgangsljós. Hægt að tengja saman hópa á vettvangi F1-Rauður byggir á Tetra-kerfinu sem tekið var í notkun í júní á síð- asta ári. F1-rauður er tengdur við Tetra kerfi Línu.nets og nær enn sem komið er aðeins til SV-hornsins. Stefnt er að stækkun kerfisins og mun lögreglan á Selfossi brátt tengj- ast því. Samkvæmt upplýsingum frá Línu.neti er gert ráð fyrir því að kerfið verði komið í notkun á lands- vísu árið 2002. Tetra-tækin er hægt að nota sem talstöð og síma. Í þeim er GPS-send- ir sem sendir boð um hvar tækið er statt. Á korti í stjórnstöð kerfisins í Skógarhlíð 14 er því hægt að fylgjast með ferðum lögreglu- og neyðarbíla og beina þeim greiðustu leið, for- gangsraða verkefnum og stýra hóp- um á vettvangi. Þá er einnig hægt að tengja saman hópa frá lögreglu, björgunarsveitum og almannavörn- um þannig að þeir sem eru á vett- vangi geti átt auðveld samskipti. Styttir viðbragðstíma Þórhallur Ólafsson, framkvæmda- stjóri Neyðarlínunnar segir kerfið bjóða upp á fjölmarga möguleika til viðbótar. Þessi kostur Tetra-kerfis- ins hafi þegar skilað verulegum ár- angri. Viðbragðstími lögreglu og neyðaraðila hafi styst til muna og þannig verði fleiri mannslífum bjargað. Hrólfur Jónsson, slökkviliðsstjóri Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins, segir öryggi kerfisins mjög mikið. Það sé ólíkt t.a.m. GSM-kerfum að því leyti að það dettur ekki út þó að móðurtölva kerfisins bili. Nái stöðv- arnar einhverjum endurvarpa er hægt að halda samskiptum áfram. Þá séu tækin skráð með forgang sem veldur því að sé mikið álag á kerfinu eru alltaf lausar rásir fyrir þá sem skráðir eru með mikinn for- gang. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins, Fjarskiptamiðstöð lögreglu, Neyð- arlínan, Securitas og Lína.net, sem hefur séð um uppbygginu Tetra- kerfisins á SV-horninu, hafa öll að- setur í slökkvistöðinni við Skógar- hlíð. Fram kom í máli Helga Hjörv- ars, forseta borgarstjórnar Reykjavíkur, að stefnt er að því að almannavarnir á höfuðborgarsvæð- inu flytjist þangað líka og jafnvel enn fleiri aðilar sem koma að örygg- is- og björgunarmálum. F1-Rauður samskiptakerfið auðveld- ar skipulag björgunaraðgerða Ferðir lögreglu- og neyðarbíla sjást á korti í stjórnstöð Á korti í stjórnstöð má sjá staðsetningu lögreglu- og neyðarbíla. Mynd/Hnit hf.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.