Morgunblaðið - 24.03.2001, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 24.03.2001, Qupperneq 21
AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. MARS 2001 21 Norðurorka óskar eftir tilboðum í mæla- skipti á 200 ein fasa og 100 þriggja fasa raforkusölumælum á Akureyri. Verkið getur hafist í apríl en því skal lokið eigi síðar en 1. júlí 2001. Tilboðsgögn eru afhent á markaðs- deild Norðurorku, sími 460 1300. Tilboðum skal skilað á markaðsdeild Norðurorku í lokuðu umslagi, merktu fyrirtæki, verktaka, fyrir kl. 10:00 föstudaginn 30. mars 2001. Tilboðin verða opnuð á sama stað kl. 10:00 föstudaginn 30. mars að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska. Norðurorka áskilur sér rétt til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum. Norðurorka óskar eftir tilboðum í mæla- skipti á 800 rennslismælum fyrir hita- veitu á Akureyri. Verkið getur hafist í maí en því skal lokið eigi síðar en 30. nóvember 2001. Tilboðsgögn eru afhent á markaðsdeild Norðurorku, sími 460 1300. Tilboðum skal skilað á markaðsdeild Norðurorku í lokuðu umslagi, merktu fyrirtæki, verktaka, fyrir kl. 11:00 föstudaginn 30. mars 2001. Tilboðin verða opnuð á sama stað kl. 11:00 föstudaginn 30. mars að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska. Norðurorka áskilur sér rétt til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum. mundssonar, en keppnin var einnig helguð minningu hans í tilefni af því að hann hefði orðið 100 ára í byrjun árs. Loks lásu ungmennin ljóð að eigin vali og þar var fjöl- breytnin í fyrirrúmi en þó áberandi hversu margir völdu ljóð eftir Dav- íð Stefánsson. Minnie sagði ánægju- legt að Akureyrarskáldið höfðaði VILHJÁLMUR Bergmann Braga- son í Brekkuskóla varð í fyrsta sæti í Stóru upplestrarkeppninni sem nú var efnt til í fyrsta sinn á Akureyri. Í öðru sæti varð Rannveig Þrast- ardóttir sem einnig er í Brekku- skóla og Jóhannes Stefánsson í Glerárskóla varð í þriðja sæti. Keppnin var haldin við hátíðlega athöfn í sal Menntaskólans á Ak- ureyri í Hólum en alls tóku 12 nem- endur í grunnskólum Akureyr- arbæjar þátt. Það eru nemendur í 7. bekk sem taka þátt í þessari keppni, en hún var fyrst haldin í Hafnarfirði fyrir 5 árum og hefur síðan verið að breiðast út um landið. Alls voru nú haldnar 26 upplestrarhátíðir víða um land, eða allt frá Raufarhöfn í norðaustri til Hornafjarðar í suð- austri, en þess er vænst að að skól- ar á Austfjörðum taki þátt í næstu keppni og þar með verður hún haldin um land allt. Um 4.000 grunnskólanemar hafa tekið þátt í keppninni. Minnie Eggertsdóttir, kennari í Síðuskóla, sagðist vona um um yrði að ræða árlegan viðburð á Ak- ureyri, en keppni sem þessi hefði mikið gildi fyrir nemendur. Þá hefðu lokahátíðir í hverjum skóla jafnan haft yfir sér hátíðlegt og menningarlegt yfirbragð og áheyr- endur hefðu haft gaman af að hlýða á hina ungu og færu upplesara. Stóra upplestrarkeppnin hefst á Degi íslenskrar tungu, 16. nóv- ember, en henni lýkur nú í lok þessa mánaðar. Dálæti á Davíð Keppnin í ár var helguð evrópska tungumálaárinu og var því að þessu sinni lesið útlent ævintýri en að jafnaði er lesið úr íslenskum bók- menntum. Hver keppandi las hluta úr ævintýrinu. Þá völdu hinir ungu lesarar úr 5 ljóðum Tómasar Guð- enn svo sterkt til bæjarbúa af yngri kynslóðinni. Auk þeirra Vilhjálms, Rannveigar og Jóhannesar tóku þátt í keppninni Björn Atli Ax- elsson, Giljaskóla, Arngrímur Sig- urðsson, Síðuskóla, Thea Theódórs- dóttir, Brekkuskóla, Margrét Anna Magnúsdóttir, Lundarskóla, Heiðar Björn Guðjónsson, Oddeyrarskóla, Elvar Steinn Ævarsson, Síðuskóla, Ingibjörg Sandra Hjartardóttir, Lundarskóla, Íris Sara Hauks- dóttir, Síðuskóla, og Kristjána Katla Ragnarsdóttir, Glerárskóla. Allir keppendur fengu bókaverð- laun frá Eddu en að auki hlutu sig- urvegarar peningaverðlaun frá Sparisjóði Norðlendinga. Stóra upplestrarkeppnin var nú haldin í grunnskólunum á Akureyri í fyrsta sinn Vilhjálmur, Rann- veig og Jóhannes hlutskörpust Morgunblaðið/Kristján Vilhjálmur Bergmann Braga- son, nemandi í Brekkuskóla, sigraði í upplestrarkeppninni. Morgunblaðið/Kristján Jóhannes Stefánsson, nemendi í Glerárskóla, hafnaði í þriðja sæti í upplestrarkeppninni. Morgunblaðið/Kristján Rannveig Þrastardóttir, nem- andi í Brekkuskóla, hafnaði í öðru sæti í upplestrarkeppninni. AUÐHUMLA, samvinnufélag mjólkurframleið- enda í Eyjafjarðarsýslu og Þingeyjarsýslum, hef- ur gengið frá viðskiptasamningum við bændur sem framleiða um 90% af allri mjólk í sýslunum tveimur, að sögn Stefáns Magnússonar, bónda í Fagraskógi og formanns stjórnar Auðhumlu. Með viðskiptasamningunum skuldbinda mjólkurfram- leiðendurnir sig til að leggja framleiðslu sína inn í Norðurmjólk til næstu fimm ára. Það þýðir jafnframt að eignarhlutur Grana, sem er hlutafélag í eigu Auðhumlu, verður 30% í Norð- urmjólk á móti 70% hlut Kaupfélags Eyfirðinga en Norðurmjólk annast mjólkurvinnslu á Húsavík og Akureyri. Til að eignarhlutur bænda geti orðið 34% í Norðurmjólk þurfa framleiðendur 99% mjólkurinnar á vinnsluvæði Norðurmjólkur að skrifa undir bindandi viðskiptasamning við Auð- humlu. Með eignarhlut í Norðurmjólk eru mjólk- urframleiðendur að koma með beinum hætti að rekstri mjólkursamlaganna á Húsavík og Akur- eyri. Aðalsteinn Hallgrímsson, bóndi í Garði II í Eyjafjarðarsveit, er einn þeirra sem ekki hefur skrifað undir viðskiptasamninginn og hann sagði að afstaða sín hefði ekkert breyst í þeim efnum. Hann sagði að á bak við þessi 10% sem ekki hefði verið samið um, gætu verið um 20 mjólkurfram- leiðendur. „Ég veit líka að það eru margir óánægðir þótt þeir hafi skrifað undir viðskipta- samninginn. Aðalsteinn sagðist hins vegar leggja mjólk sína áfram inn hjá Norðurmjólk, svo fram- arlega sem hann fengi viðunandi verð fyrir afurð sína. Stefán í Fagraskógi sagði forvarsmenn Auð- humlu hafa farið í herferð í janúar og byrjun febrúar sl. til að leita eftir samningum við mjólk- urframleiðendur, sem hefði skilað þessum árangri. „Það hefur ekkert verið ýtt frekar við mönnum en þó vitum við af fleiri framleiðendum sem munu skrifa undir. Við erum í ágætismálum í sjálfu sér en upp á framhaldið viljum við fá sem allra flesta inn. Það verða alltaf einhverjir sem ekki skrifa undir en við viljum helst fá alla til liðs við okkur. Stefán sagði stefnt að því að framleiðendur keyptu enn stærri hlut í Norðurmjólk og eign- uðust meirihluta en ákvörðun um framhaldið verð- ur tekin á aðalfundi í vor. Hann sagði menn ekki vera í neinni tímapressu og að hægt yrði að vinna að þessum málum fram eftir sumri. Hlutfallslega fleiri framleiðendur í Þingeyjarsýslum en Eyja- firði hafa skrifað undir viðskiptasamninginn. Aðalsteinn í Garði sagðist bíða eftir aðalfundi KEA í vor þar sem hann hefði heyrt af því að KEA vildi selja sinn hlut í Norðurmjólk. Hann sagði að forsvarsmenn KEA hefðu ekki trú á því að ey- firskir bændur hefðu bolmagn til þess að kaupa hlut félagsins. „Og það er vegna þess að þeir ætla að fá sem mest fyrir sinn hlut í samlaginu og þar af leiðandi höfum við ekki efni á því að kaupa. Ég er því að bíða eftir að sjá hver kemur til með að eign- ast hlut KEA. Viðskiptasamningar Auðhumlu við mjólkurframleiðendur á svæði Norðurmjólkur Þegar hefur verið samið um 90% framleiðslunnar RÁÐSTEFNA fyrir konur verður haldin á vegum Starfsgreinasam- bands Íslands á Hótel KEA í dag, laugardaginn 24. mars. Markmiðið með ráðstefnunni er að hvetja konur í verkalýðshreyfingunni til að taka vikari þátt í ábyrgð og forystu stétt- arfélaga. Vel hefur verið vandað til skipu- lags, segir í fréttatilkynningu, og eru fyrirlesarar m.a. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri og Svanur Kristjánsson prófessor. Starfsgreinasamband Íslands Ráðstefna fyrir konur VALGERÐUR H. Bjarnadótt- ir, framkvæmdastjóri Jafnrétt- isstofu, hefur átt fund með Kristjáni Þór Júlíussyni bæjar- stjóra á Akureyri, til að ræða kröfu um leiðréttingu launa- mismunar sem hún telur sig hafa orðið fyrir sem jafnréttis- og fræðslufulltrúi bæjarins á árunum 1991–1995. Bæjaryfirvöld buðu Valgerði til viðræðna eftir að krafa hennar kom fram fyrir skömmu. Hún vildi ekki tjá sig um viðræðurnar á þessu stigi en sagði að þær hafi farið fram í einlægni og fullri hreinskilni. „Ég bauð bænum upp á að semja við mig í stað þess að ég legði fram kæru og með þess- um viðræðum eru bæjaryfir- völd að mæta því.“ Valgerður sagði að þegar hún réð sig í starf jafnréttis- og fræðslufulltrúa hafi hún farið fram á að fá sömu laun og at- vinnumálafulltrúi bæjarins, á þeirri forsendu að þetta væru sambærileg störf. „Því var hafnað en síðan hefur það verið staðfest að þetta séu sambæri- leg störf.“ Krafa Valgerðar H. Bjarnadóttur um leiðréttingu launamismunar Viðræð- ur í stað kæru
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.