Morgunblaðið - 24.03.2001, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 24.03.2001, Blaðsíða 27
VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. MARS 2001 27 FLESTIR stjórnend- ur fyrirtækja eru sannfærðir um að starfsfók þeirra og sú þekking sem það býr yfir sé verðmætasta eign fyrirtækisins og grunnur að velgengni þess í framtíðinni. Þetta á ekki hvað síst um þau fyrirtæki sem eru að hasla sér völl í atvinnugreinum sem tilheyra „nýja hag- kerfinu“. Þar eru ekki stórar fjárfestingar í vélum og tækjum, heldur í starfsþjálfun og endurmenntun alls konar, enda vita menn að afkoma fyrirtækjanna er háð því hversu vel tekst til að koma þekkingu starfsmanna í það form að hægt sé að selja hana sem vöru á markaði. Engu að síður erum við enn að not- ast við 500 ára gamlar aðferðir við að setja fram ársreikninga fyrir- tækja, þar sem mannauðurinn kemur ýmist fram sem gjöld eða skuldir og verðmæti sem liggja í þekkingu sjást hvergi. Á seinni hluta áttunda áratug- arins var hlutfall markaðsvirðis og bókfærðs verð um það bil einn á móti einum. Nú eru fyrirtæki keypt og seld að meðaltali á sex- földu margfeldi bókfærðs verðs, sem segir okkur að stærsti hluti verðmæta fyrirtækja er óskráður og þá væntanlega óþekktur. Þetta hefur reyndar verið vitað nokkuð lengi og formúla sem hefur verið kölluð „Tobin’s q“ (markaðsvirði = q* bókfært virði) á að sýna þessa óþekktu stærð, sem er mismunur- inn á markaðsvirði og bókfærðu verði fyrirtækja. Menn hafa hins vegar ekki treyst sér til þess að skýra þessa stærð öðruvísi en sem viðskiptavild ellegar væntingar fjárfesta til frammistöðu fyrir- tækja í framtíðinni. Eitthvað sem ómögulegt er að mæla eða festa hendur á, líkt og þegar barn fálmar eftir vatni sem rennur úr krana. Það er ekki fyrr en barnið fær tæki – ílát – til þess að fanga vatnið að það er hægt að gera sér grein fyrir umfangi þess. Þekkingarverðmæti eru ekki ósvipuð vatni sem rennur úr krana, við höfum vitað af þeim en ekki getað fest hendur á þeim, hvað þá mælt þau – til þess vantaði okkur tækin. Upp úr miðjum níunda ára- tugnum fóru menn að reyna í fullri alvöru að skilgreina og flokka þekkingarverðmæti og reyna að setja á þau mælikvarða. Leif Ed- vinsson var fyrstur manna til að setja saman ársreikning um þekk- ingu fyrir sænska fyrirtækið Skandia. Hann skilgreinir stærðina q í formúlu Tobins sem peninga- virði þekkingarverðmæta fyrir- tækja. Til einföldunar má segja að þekkingarverðmæti byggist á þrennu: starfsfólki, viðskiptavinum og þeim kerfum sem unnið er eftir í fyrirtækjum. Gott dæmi um fyrirtæki sem byggir starfsemi sína á þekking- arverðmætum er Microsoft-hug- búnaðarfyrirtækið, sem í stuttu máli á þekkingarverðmæti í:  Þekkingu og færni forritara sinna  Forritunum sem þeir skrifa  Einkaleyfum sem vernda forritin og gera markaðssetn ingu þeirra mögu lega  Markaðshlutdeild hugbúnaðarins. Allt eru þetta verð- mæti sem leiða til þess að hlutabréf fyrirtæk- isins eru keypt og seld á 20–50 sinnum bókfærðu verð- mæti þess. Það gefur augaleið að þegar hugsun okkar nær að aðlag- ast nýja hagkerfinu og við náum að festa hendur á því sem við höfum talið óáþreifanlegt hingað til munu viðfangsefni stjórnenda snúast um að þroska, þróa og nota þekk- inguna til að búa til enn verðmæt- ari afurðir. Á því byggist framtíð- arafkoma fyrirtækjanna. Að sama skapi er skráning á þekkingarverð- mætum nauðsynleg til þess að fjár- festar geri sér grein fyrir því hvar raunveruleg verðmæti fyrirtækj- anna liggja og hvernig fyrirtækin hlúa að þeim. Eins og staðan er nú sjáum við hvorki tangur né tetur af þekkingarverðmætum í ársreikn- ingum fyrirtækja. Við getum hins vegar fengið upplýsingar um verð- mæti bifreiðaflota þeirra! Ný hugs- un krefst þess að við sækjum okk- ur nýja þekkingu og tileinkum okkur nýjar aðferðir. Einn helsti frumkvöðull á þessu sviði, Leif Ed- vinsson, mun halda erindi um þekkingarverðmæti á ráðstefnu sem Gæðastjórnunarfélag Íslands heldur miðvikudaginn 28. mars nk. Leif Edvinsson hefur verið kall- aður maðurinn á bak við hugtakið þekkingarverðmæti. Hann hefur hlotið fjölda viðurkenninga fyrir frumkvöðlastarf sitt á þessu sviði, m.a. verðlaun frá American Prod- uctivity and Quality Center og Business Intelligence og verðlaun- in „Brain of the Year“ árið 1998. Leif er eftirsóttur fyrirlesari um allan heim. Kenningar Leifs þykja sameina frumlega hugsun og hag- nýta þætti í rekstri fyrirtækja. Hann er sérstaklega vel þekktur fyrir að vera fremstur í að færa þekkingarstjórnun í nothæfan og sjáanlegan búning með því að greina og mæla þekkingarverð- mæti í fyrirtækjum og vera þannig frumkvöðull þróunar þessa nýja sviðs innan stjórnunar. Það er mikill fengur að fá þenn- an frumkvöðul nýrrar hugsunar til landsins og vonandi verður afleið- ingin sú að þekkingarverðmæti verði sjálfsögð stærð í ársreikn- ingum íslenskra fyrirtækja þannig að stjórnendur og fjárfestar geti séð svart á hvítu að það er í raun fólkið og þekkingin sem verðmætin liggja í. Ný hugsun – þekk- ingarverðmæti Brynhildur Bergþórsdóttir Við lifum á tíma upplýsingabyltingarinnar, skrifar Brynhildur Bergþórsdóttir. Hraði og stöðugar breytingar í umhverfinu reyna á hæfni okkar til að tileinka okkur nýja hugsun og læra að nota ný tæki. Höfundur er framkvæmdastjóri Gæðastjórnunarfélags Íslands.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.