Morgunblaðið - 24.03.2001, Page 33

Morgunblaðið - 24.03.2001, Page 33
NEYTENDUR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. MARS 2001 33 Glæsilegar undirfatalínur frá Lepeldsdf með 25% afslætti Litir: Hvítt — svart — kremað — dökkblátt — rautt Skálastærðir: A-B-C-D-DD-E-F KRINGLUKAST undirfataverslun, 1. hæð Kringlunni, sími 553 7355 Spennandi leynitilboð! Reiki-, heilunar- og sjálfstyrkingarnámskeið Skráning á námskeið í síma 553 3934 kl. 10–12 virka daga. Guðrún Óladóttir, reikimeistari. Hvað fá þátttakendu r út úr slíkum námskeiðu m? Læra að nýta sér orku til að lækna sig (meðfæddur eiginleiki hjá öllum) og/eða koma sér í orkulegt og tilfinningalegt jafnvægi. Læra að beita hugarorkunni á jákvæðan og uppbyggilegan hátt í staðinn fyrir að beita henni til niðurrifs. Læra að hjálpa öðrum til þess sama. Lausir einkatímar í heilun og ráðgjöf Námskeið í Reykjavík 30. mars - 1. apríl I stig • Helgarnámskeið. 2. - 4. apríl II stig • Kvöldnámskeið. 5. - 7. apríl II stig • Helgar og kvöldnámskeið. Vegna mistaka birtist ekki rétt verð á tveimur vörutegundum í helgartilboðum Hagkaups sl. fimmtudag. Um er að ræða Pascual fitulitla jógúrt, 500 g, sem á að kosta 169 krónur en ekki 99 krónur og Barilla-spag- ettí sem á að kosta 99 krónur kílóið en ekki 850 krónur kílóið. LEIÐRÉTT FÓLK notar í auknum mæli ferskt spínat í matargerð enda margir kaupmenn hér á landi farnir að selja það árið um kring. „Spínat er ekki ræktað hér á landi en við höfum verið að flytja það inn frá Bandaríkjunum á þess- um árstíma en á sumrin frá Ítalíu,“ segir Kolbeinn Ágústsson hjá Sölu- félagi garðyrkjumanna þegar hann er spurður hvort spínat sé ræktað hér á landi. Hann segir að megnið af spínatinu selji þeir til veitingastaða en einnig í nokkrar verslanir á höf- uðborgarsvæðinu og úti á landi. Árni Ingvarsson kaupmaður í Nýkaupi segir að mikil aukning sé á neyslu spínats hér á landi og hann segist leggja upp úr því að hafa á boðstólum bæði ferskt og frosið spí- nat. Það sama segir Jón Þorsteinn Jónsson markaðsstjóri hjá Nóatúni. Ekki er ráðlagt að gefa korna- börnum spínat því það inniheldur töluvert af nítrati en það er annars hollt fyrir börn og fullorðna. Að sögn Laufeyjar Steingríms- dóttur forstöðumanns Manneldis- ráðs er spínat járnríkt, það er tölu- vert af kalki í því og t.d. c-vítamíni, a-vítamíni og fólasíni. Spínat þarf að hreinsa vel úr volgu vatni og fjarlægja stilkana á stórum blöðum. Ef spínatið er gróft og dökkt þá er gott að láta suðuna aðeins koma upp á því áður en það er notað í matargerð. Síðan er það skolað í ísköldu vatni. Ef spínat- blöðin eru lítil og fínleg er hægt að steikja spínatið upp úr smjöri og krydda það með salti og pipar og jafnvel múskati. Einhverjir merja hvítlauksrif í smjörið og aðrir strá örlitlum sykri á pönnuna. Á Ítalíu þar sem mikið er borðað af spínati eru ung spínatblöð gjarn- an notuð niðurskorin í salat. Þá borða margir slík spínatblöð þegar aðeins er búið að sæta þau með makkarónumylsnu. Spínat er gott í eggjakökur, lasagna, bökur og hrís- grjónarétti svo dæmi séu tekin. Hér kemur uppskrift að eggja- köku með spínati og ricotta-osti. Eggjakaka með spínati og ricotta-osti 4 eggjakökur 300 g ferskt spínat smjör 6-8 egg 6-8 msk vatn salt, múskat og nýmalaður svartur pipar olía til að steikja úr 6 msk ricotta ostur. Hreinsið spínatið og látið renna af því í sigti. Fjarlægið stilka og hit- ið síðan spínatið í örlitlu smjöri á pönnu. Kryddið með salti, pipar og múskati eftir smekk. Haldið síðan spínatinu heitu meðan eggjahræran er útbúin Hrærið saman egg og vatn þang- að til eggjarauður og hvítur hafa al- veg samlagast vatninu. Kryddið með salti og pipar. Ein og ein eggjakaka er búin til í einu. Setjið á pönnu einn fjórða af eggjahrærunni og látið stífna á pönnu. Setjið spínat á miðju eggja- kökunnar og síðan ricotta-ost. Þegar það er komið er búinn til böggull með því að fella allar hlið- arnar að fyllingunni eins og verið sé að pakka spínatinu og ostinum inn. Eggjakakan er síðan borin fram með fersku salati eftir smekk og ný- bökuðu brauði. Aukning í sölu á fersku spínati Spínat inniheldur járn og kalk Morgunblaðið/Jim Smart BAKARÍIÐ Kornið í Hjalla- brekku 2 í Kópavogi er með sér- staka kökudaga alla fimmtu- daga og föstudaga og brauðdaga á mánudögum, þriðjudögum og miðvikudögum. Þessa tilboðsdaga er hefðbundð verð á öllum brauðum og kökum bakarísins lækkað um 30% að meðaltali. „Þetta er ekki lækkun í ein- hvern stuttan tíma heldur höf- um við verið með þessa tilboðs- daga í nokkur ár og lækkunin er fyrirhuguð til frambúðar,“ segir Dagmar Jóhannesdóttir, sölumaður bakarísins Kornsins. „Þetta hefur gefist mjög vel og þess vegna höldum við þessu áfram. Ég veit ekki til þess að annað bakarí á landinu sé með svona tilboðsdaga. Fyrst voru það nánast eingöngu Kópavogsbúar sem komu til okkar en nú er fólk farið að koma af öllu höf- uðborgarsvæðinu sem frétt hefur af til- boðsdögunum hjá vinum og vandamönnum. Þeir sem koma lengra frá birgja sig oftast upp og setja vörurnar gjarnan í frysti. Þá eru aðrir sem koma tvisvar sinnum í viku til okkar,“ segir Dagmar. Alls eru um tuttugu brauðteg- undir seldar í bakaríinu og í kringum tuttugu tegundir af kökum. Öll brauð eru á sama verði á brauðdög- um eða á 140 krónur. Hefð- bundin brauð eins og þriggja korna brauð og heilhveitibrauð lækka minnst en hefð- bundið verð er 199 krónur. „Stór samlokubrauð, gróf og fín, lækka mest en þau kosta venju- lega 230 krónur. Af öðrum teg- undum sem við erum með má nefna ítölsk brauð og brauð með sólþurrkuðum tómötum.“ Á kökudögum eru tvö verð á kök- um; 230 krónur og 280 krónur. „Djöflatertan lækkar einna mest en hún er venjulega á 460 krón- ur en á tilboðsdögum kostar hún 280 krónur, formkaka eins og jólakaka fer úr 310 í 230 krónur og hjónabandssælan fer úr 365 í 280 krónur.“ Brauð- og kökudagar allan ársins hring hjá Korninu Þrisvar í viku kosta allar brauðtegundir 140 krónur Morgunblaðið/Jim Smart FYRIRTÆKIÐ Glói ehf. hefur hafið innflutning á neyðarboð- anum „Alert- Mate“. Í frétta- tilkynningu segir að tækið sé lítið og handhægt og hægt sé m.a. að festa það í föt og stinga í vasa. Tækinu fylgja ýmisskonar festing- ar þannig að einnig er hægt að festa það við glugga og setja í bíl. Einungis kunnugir eiga að geta slökkt á tækinu. Neyðarboðinn kostar 2.800 krónur og fæst hjá Glóa ehf. að Dalbrekku 22 í Kópa- vogi. NÝTT Neyðarboði

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.