Morgunblaðið - 24.03.2001, Side 34

Morgunblaðið - 24.03.2001, Side 34
LISTIR 34 LAUGARDAGUR 24. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ FRÁ því er Beethoven hafði áhyggjur af því hvort sellóið myndi yfirgnæfa píanóbassann í sellósón- ötum sínum snemma á 19. öld hafa hlutföllin óneitanlega breytzt. „Gravísemball“ Cristoforis hefur síðan margeflzt að styrk og vandinn snúizt við, þannig að í dag er það fyrst og fremst píanistinn sem þarf að sýna aðgæzlu. Í fyrsta verki á dagskrá þeirra Nicolu Völu Cariglia og Árna Heimis Ingólfssonar á mið- vikudagskvöldið, Sónötu Debussys frá 1915, virtist meðvitund höfundar um þennan vanda m.a. koma fram í því hvað píanóparturinn fór spar- lega í neðri registur, enda var styrk- jafnvægið furðugott fram undir seinni hluta Finale-þáttarins, þrátt fyrir alopið flygillok. En þó að jafn- vægið héldist þokkalegt að mestu einnig í seinni verkum, gáfu ein- staka staðir samt tilefni til að spyrja, hvort hálfopið lok hefði ekki verið heppilegra í heild, jafnvel þótt kostað hefði einhvern brilljans í diskant. Tónsmíðar kvöldsins voru öll þroskaverk frá efri árum höfunda og fremur fáheyrðir gestir í hérlendum sölum. Hin litla en bullandi hug- myndafrjóa sónata Debussys var fíngerð og lágstemmd, en skemmti- leg áheyrnar í vel útfærðum samleik dúósins, þökk sé ekki sízt natinni mótun í dýnamík og hraða. Tilfinn- ing sellistans fyrir því sama var og athyglisverð í 3. einleikssvítu Ben- jamins Brittens frá 1971, þrátt fyrir ungan aldur. Verkið var líkt og fyrri svítur hans tvær samið fyrir sovézka sellósnillinginn Mstislav Rostropo- vitsj og sagt lýsa skapgerð hans í tónum, auk fjölda dulbúinna kenni- leita um þá báða og sameigilegan vin þeirra, Sjostakovitsj. Þó að svítan sé almennt talin sú aðgengilegasta í þrenningnum, er ekki þar með sagt að hún sé auðflutt, enda tæknilega krefjandi og ekki síður heimtufrek á formtilfinningu og skáldgáfu sellist- ans. Leikur Nicole Völu var öruggur og jafnvel skapheitur á stundum, en engu að síður gekk henni nokkuð upp úr og ofan að halda huga hlust- andans föstum allt til enda. Trúlega mun það batna að mun með því aukna innsæi sem fylgir aldri og frekari reynslu. Um verkin tvö eftir hlé verður hins vegar ekki annað sagt en að þar færðist allt á flug. Sónata Prokofievs Op. 119 frá 1949 var samin í skugga hreinsana Zhdanovs, listvarðhunds Stalíns gegn „formalisma“, ári áður, sem Sjostakovitsj og fleiri fengu líka að kenna á. Hvort sem tilgátur tón- leikaskrárritara um tónrænt háð í garð þessara svipuotuða Gúlagsins séu á rökum reistar eður ei, þá er innblástur verksins ósvikinn, og raunar næsta ótrúlegur við slíkar aðstæður. Eftir fallega mótaðan angurværan fyrsta þáttinn (And- ante grave) með ómstríðari milli- kafla til mótvægis, lifnaði stykkið hressilega við í Moderato (II.), þar sem virtist lauslega tæpt á „Dixie“, þjóðsöng Suðurríkjanna í Þræla- stríðinu, í sérdeilis glampandi sam- leik. Tignarleg trúðslæti Prokofievs spígsporuðu eins og tindátar í loka- þættinum, ágætu dæmi um skáld- legu gróteskuhlið tónskáldsins sem funheit bogastrok Nicole Völu og merlandi píanismi Árna Harðar settu í enn skarpari fókus. Líkt og frekar væri kyndandi undir galdraseyðinum, fóru þeir félagar beinlínis á grenjandi gand- reið í lokastykki kvöldsins, Pampeana nr. 2 frá 1950 eftir arg- entínska þjóðtónskáldið Alberto Ginastera (1916–83). Samheiti verkaflokksins er trúlega dregið af „La Pampa“, sléttunni, þar sem Argentínumenn börðust við indjána allt fram á síðustu öld; sjóðheit sam- suða af þjóðlegum danshrynum, hægum og hröðum. Eftir ástríðufull- an einleiksinngang sellósins fór síð- an allt af stað í ýmist kraumandi hrunadansi eða tregafullum „gaucho“-næturlokkum. Er varla of- mælt að dúóið hafi hér farið á kost- um í hvort heldur líðandi eða fleng- ríðandi samleik, þar sem skiptust á syngjandi angurværð og eldhvöss hrynskerpa af fyrstu gráðu. Á grenjandi gandreið TÓNLIST S a l u r i n n Sellósónötur eftir Debussy og Prokofiev; Einleikssvíta nr. 3 eftir Britten og Pampeana nr. 2 eftir Ginastera. Nicole Vala Cariglia, selló; Árni Heimir Ingólfsson, píanó. Fimmtudaginn 22. marz kl. 20. KAMMERTÓNLEIKAR Ríkarður Ö. Pálsson EINLEIKURINN Ég var beðin að koma eftir Þorvald Þorsteinsson verður sýndur á Einleikjadögum í Kaffileikhúsinu annað kvöld, sunnudagskvöld, og miðvikudags- kvöldið 28. mars kl. 21. Einleikurinn var frumsýndur í Kaffileikhúsinu vorið 1996. Leik- ritið var í framhaldi af því sýnt víða um land og einnig í Lett- landi og Danmörku í enskri þýð- ingu. Leikurinn er samsettur úr áður birtum og óbirtum textum Þor- valdar Þorsteinssonar. Með stutt- um sögu- og samtalsbrotum, kunnuglegum klisjum og hug- víkkandi vangaveltum fer konan sem „beðin var að koma“ í hrað- ferð um ólíkar lendur mannssál- arinnar, bæði vegi og vegleysur. Einleikari er Sigrún Sól Ólafs- dóttir. Ég var beðin að koma á Einleikjadögum SÝNINGIN „Tréleikur“ verður opnuð í húsnæði Handverks og hönnunar, Aðalstræti 12, í dag, laug- ardag, kl. 16. Á sýningunni eru margvísleg verk unnin í tré eftir 20 einstaklinga. Listamennirnir eru Ágúst Jóhanns- son, Birna Bjarnadóttir, Bjarni Vil- hjálmsson, Bjarni Þór Kristjánsson, Daníel Magnússon, Guðjón R. Sig- urðsson, Guðmundur Sigurðsson, Hannes Lárusson, Helgi Björnsson, Lára Gunnarsdóttir, Magnús Daní- elsson, Margrét Guðnadóttir, Oddný Jósepsdóttir, Óli Jóhann Ásmunds- son, Ragnhildur Magnúsdóttir, Sig- urbjörg Jónsdóttir, Svava Skúla- dóttir, Sveinbjörn Kristjánsson, Trausti B. Óskarsson og Valgerður Guðlaugsdóttir. Einnig eru á sýning- unni gripir sem Safnasafnið á Sval- barðsstönd hefur lánað. Sýningar- stjóri er Birna Kristjánsdóttir. Sýningin er opin alla daga nema mánudaga frá kl. 12–17 og stendur til 13. apríl. Tréleikur í Handverki og hönnun SKÓLAHLJÓMSVEIT Vesturbæj- ar heldur sína árlegu páskatónleika í hátíðarsal Melaskóla í dag, laugar- dag, kl. 14. Leikin verður kvikmynda- tónlist úr Psycho og Mission Impos- sible, einnig verður spiluð tónlist eftir Santana, Bítlana og Beach Boys og nokkur lífleg diskólög. Á tónleikunum verða jafnframt flutt verk eftir Dou- glas Wagner og Michael Sweeney sem eru sérstaklega samin fyrir lúðrasveit. Auk þess er á efnisskránni tónlist Johns Williams, sem hann samdi fyrir Ólympíuleikana í Los Angeles 1984. Fimm ungir saxófón- leikarar leika saxófónsóló í lagi eftir Eric Osterling. Tónleikunum lýkur á syrpu laga stuðhljómsveitarinnar Big Bad Voodoo Daddy. Stjórnandi Skólahljómsveitar Vesturbæjar er Lárus Halldór Grímsson. Kvikmynda- tónlist á páska- tónleikum UPPSELT er á allar sýningar á Sniglaveislunni eftir Ólaf Jóhann Ólafsson í Iðnó, alls 16 talsins, að sögn Magnúsar Geirs Þórðarsonar leikhússtjóra Leikfélags Íslands. „Leikfélag Íslands nær ekki að anna eftirspurn í Iðnó og hefur því verið ákveðið að flytja sýninguna í Loft- kastalann sem rúmar nánast þrefalt fleiri áhorfendur en Iðnó. Fyrsta sýning í Loftkastalanum verður 21. apríl,“ segir Magnús Geir. Sýningin á Sniglaveislunni er samstarfsverk- efni Leikfélags Akureyrar og Leik- félags Íslands, en þetta er í annað skipti sem félögin setja upp leiksýn- ingu í sameiningu. Gunnar Eyjólfsson leikur hlut- verk Gils Thordarsen. Í öðrum hlut- verkum eru Sigurþór Albert Heim- isson, Sunna Borg og Hrefna Hallgrímsdóttir. Sniglaveislan spreng- ir Iðnó utan af sér ♦ ♦ ♦ PLOWRIGHT starfaði hjáBreska ríkisútvarpinuum 30 ára skeið, frá1967 til 1997, og stýrði þar leikritum og gerði heimildar- og frásöguþætti. Hann hefur unnið til ýmissa viðurkenninga fyrir þáttagerð sína, m.a. Prix Italia-verðlaunin fyrir heimildar- þætti árin 1983, 1985 og 1988. Hann starfar nú sem sjálfstæður dagskrárgerðarmaður og kennir þáttagerð hjá BBC og við fjöl- miðladeildir ýmissa breskra há- skóla. Í fyrra kom hann hingað og leiðbeindi útvarpsfólki hjá RÚV í einn dag og kveikti slíkan áhuga að hann var beðinn um að koma aftur og að þessu sinni til heillar viku. Opna eyrun fyrir nýjum hlutum „Ég byggi námskeiðið þannig upp að við séum öll að læra eitt- hvað nýtt, ég ekki síður en ís- lenska dagskrárgerðarfólkið. Hér er heilmikil kunnátta til staðar þannig að þetta er spurning um að opna augu og eyru fyrir nýjum hlutum. Námskeiðið er miðað við fimm daga og fyrsta daginn kalla ég Hlustunarvíkkun þar sem ég læt þátttakendur hlusta á þætti frá ýmsum heimshornum og fá sýnishorn af alls kyns hljóðmynd- um og ólíkum framsetningar- máta,“ segir Plowright. Alltaf að koma á óvart Sú tegund þáttagerðar sem hann hefur unnið við og kennir kallast á ensku „feature“ og eru þemaþættir þar sem dagskrár- gerðarmaðurinn beinir sjónum sínum að tilteknu fyrirbæri og nýtir sér annaðhvort eða bæði raunverulegt fólk, leikara og aðra flytjendur. „Þetta er ekki hið sama og heimildarþættir þótt stundum séu efnistökin ekki ósvipuð,“ segir Plowright og máli sínu til skýringar lýsir hann því hvernig námskeiðið er síðan byggt upp í framhaldi af fyrsta deginum. „Ég legg áherslu á essin fjög- ur,“ segir hann. „Silence, Stealth, Surprise og Suspense.“ (Á ís- lensku Þögn, Leynd, Furða og Spenna.) „Þögnin er nauðsynleg í útvarpi og reyndar alltof lítið notuð. Hún er frábær til áherslu. Leyndin er í mínum huga orð yfir þá aðferð að laumast að áheyr- andanum. Komast að honum með leynd í stað þess að lýsa öllu yfir í upphafi þáttar og þar með eyði- leggja möguleikann á að vekja Furðu hans. Það verður alltaf að koma áheyrandanum á óvart og byggja þannig upp Spennu fyrir því sem á eftir kemur,“ segir Plowright og bætir því við að uppbygging „feature“-þáttar sé ekki ósvipuð leikriti. „Þetta er raunveruleikinn mótaður í dramatískt form. Framhald nám- skeiðsins er síðan fólgið í því að þátttakendur gera hver sinn 5–10 mínútna kafla sem getur verið allt frá sjálfstæðum þætti til inn- skots eða hluta af þætti sem þau eru að vinna að og verður á dag- skrá síðar.“ Nýjar frásagnaraðferðir í leikritum Plowright segist síður en svo vera á móti popptónlistarútvarpi sem er stærstur hluti þess út- varps sem fólk hlustar á. „Út- varpið er miðill sem fólk hlustar á um leið og það gerir eitthvað annað. Það er einn af kostum út- varpsins. Ég er hins vegar hrif- inn af dagskrárgerð sem dregur fólk að útvarpinu, fær það til að hlusta og einbeita sér. Þannig dagskrárgerð hef ég unnið við. Útvarpsdagskrá er ekki jafn mik- ilvæg í huga almennings og hún var fyrir nokkrum áratugum. Fólk kveikir á útvarpinu og hlustar á það sem er í því. Áður lagði fólk sig eftir því að hlusta á ákveðna dagskrárliði á ákveðnum tíma. Það má samt ekki gefast upp fyrir þessu og hætta alvar- legri dagskrárgerð. Útvarpið er einnig frábær fréttamiðill og góð- ur vettvangur fyrir umræður af ýmsu tagi, pólitískar og dægur- málatengdar.“ Ég beini þeirri spurningu að lokum til hans hvort hlutverk út- varpsleikrita sé minna en áður var. „Það hefur breyst og vissu- lega heyrir maður, sérstaklega frá yngra fólki, að útvarpsleikrit séu gamaldags. Ég held þó að út- varpið sé enn mjög góður miðill fyrir listrænt efni af drama- tískum toga. Við megum bara ekki gleyma því að áheyrendur í dag eru mjög þjálfaðir í að fylgja alls kyns frásagnaraðferðum og þar eiga kvikmyndirnar stóran þátt. Ýmsar slíkar frásagnarað- ferðir getur útvarpið nýtt sér við leikritagerð og ég held að með því móti gæti útvarpsleikhús náð til yngra fólks ekki síður en þess eldra,“ segir Piers Plowright að lokum. Þögn, leynd, furða og spenna Morgunblaðið/Ásdís „Útvarpið á að draga hlustendur að sér,“ segir Piers Plowright. Einn af fremstu útvarpsmönnum BBC, Piers Plowright, hefur verið hér und- anfarna viku í boði RÚV og stýrt þar námskeiði í útvarpsþáttagerð. Hávar Sigurjónsson ræddi við hann.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.