Morgunblaðið - 24.03.2001, Qupperneq 37

Morgunblaðið - 24.03.2001, Qupperneq 37
Associated Press Muhammad Ali, fyrrverandi heimsmeistari í hnefaleikum, þjáist af parkinsons-sjúkdómi. Hann hefur verið í fararbroddi parkinsons-sjúk- linga í Bandaríkjunum og lagt sitt af mörkum til þess að miðla upplýs- ingum um þennan sjúkdóm, sem þar leggst árlega á um 60.000 manns. TILRAUNAMEÐFERÐ við parkin- sons-veiki, sem felst í því að bora göt á höfuðkúpu sjúklinganna og setja heilafrumur úr eyddum fóstrum í heila þeirra, veitir ekki lækningu á sjúkdómnum, samkvæmt niðurstöð- um umdeildrar nýrrar rannsóknar. Siðferðislegar spurningar hafa vaknað í kjölfar rannsóknarinnar, vegna þess að nokkrir sjúklingar gengust undir gabbmeðferð til sam- anburðar og fólst hún í því að ein- ungis voru boraðar grunnar holur í höfuð þeirra. Ígræddu frumurnar virkuðu en reyndust ekki koma til góða sjúkling- um eldri en 60 ára. Yngri sjúklingar – sem eru um það bil 40% af þeim 60.000 manns sem árlega greinast með parkinsons-veiki í Bandaríkjun- um – sýndu smávægilegar framfarir, en einungis í eitt ár. Eftir það virtist sem frumurnar væru farnar að virka of vel og valda aukahreyfingum með því að framleiða meira en líkaminn gat notað af taugaboðefninu dópam- íni. Læknar við Columbia-háskóla og Háskólann í Colorado í Bandaríkjun- um gerðu rannsóknina og voru nið- urstöðurnar birtar í New England Journal of Medicine nýverið. Dr. Curt R. Freed, sem stjórnaði rann- sókninni, er byrjaður að athuga hvort betri niðurstöður fáist með því að setja frumurnar á aðra staði í heil- anum. Parkinsons-sjúkdómurinn stafar af dauða heilafruma sem framleiða dópamín en það er efni sem flytur boð til taugafruma sem stjórna hreyfingu. Einkenni sjúkdómsins er skjálfti, stífni og jafnvægistap. Hægt er að slá á sum einkennin tímabundið með því að hjálpa heilanum við að framleiða dópamín. En eftir fjögur til átta ár fara lyfin sjálf að valda skjálfta og hafa aðrar aukaverkanir og hætta síðan alveg að hafa áhrif. Á endanum hættir sjúklingurinn að geta hreyft sig, talað eða kyngt. Í rannsókninni var tilraunameð- ferðin prófuð á 20 sjúklingum og voru fjögur göt boruð á höfuðkúpu þeirra. 20 aðrir sjúklingar gengust undir gabbmeðferð til samanburðar og var ekki borað alveg í gegnum kúpuna á þeim. Fjórtán þessara tuttugu geng- ust síðar undir fulla aðgerð. Sumir læknar halda því fram, að vegna sárs- aukans og hættu á fylgikvillum sé ósiðlegt að gera gabbaðgerðir, jafn- vel þótt sjúklingarnir viti fyrir fram að einungis séu helmingslíkur á að þeir gangist undir meðferðina. Aðrir benda á að gabbaðgerð sé eina leiðin til að fá gildan samanburð og geta reiknað með svonefndum lyf- leysuáhrifum, þ.e. þegar sjúklingar finna til bata einfaldlega vegna þess að þeir vita að þeir eru að gangast undir meðferð, jafnvel þótt þeim sé gefið platlyf á borð við pillur úr hveiti eða vatn í sprautu. Enginn sjúkling- anna varð fyrir slæmum áhrifum af völdum gabbaðgerðarinnar. Tilraunir í Bandaríkjunum með frumuígræðslu við parkinsons-veiki Smávægilegur árangur AP. TENGLAR ..................................................... Læknadeild Háskólans í Colorado: www.uchsc.edu Parkinsons-stofnunin í Bandaríkj- unum: www.parkinsonsinstitute.org New England Journal of Medicine: www.nejm.org. ReutersVeldur varla ofnæmi. KATTAVINIR geta andað léttar, þökk sé nýrri rannsókn sem leitt hefur í ljós að kettir eru ekki endi- lega hættulegir þeim sem eru með astma. Bandarískir vísindamenn segja að börn sem komast í snertingu við kattaværu geti byggt upp ónæmi fyrir henni sem ofnæm- isvaldi án þess að eiga í erf- iðleikum með öndun. Þessar nið- urstöður, sem birtar eru í læknaritinu The Lancet ganga þvert á þá viðteknu skoðun að ekki megi hafa ketti á heimilum þar sem astmaveik börn eru, segir dr. Thomas Platts-Mills, yfirmað- ur astma- og ofnæmisrannsókn- arstofnunarinnar við Háskólann í Virginíu í Bandaríkjunum. Kettir eru ofnæmisrannsak- endum ráðgáta. Þeir eru gíf- urlegur ertingarvaldur, og frá þeim koma 10 til 100 sinnum fleiri ofnæmisvaldar en frá rykmaurum, og væran af þeim er á sveimi í loft- inu lengi og það eykur líkur á að fólk komist í snertingu við hana. Allmargar rannsóknir hafa sýnt fram á að fólk sem heldur ketti er oft síður næmt fyrir þeim og ólík- legra til að fá astmaköst. Og þótt um 30% barna í Bandaríkjunum séu í mikilli hættu á að fá kattaof- næmi er tilfellið að einungis um 10% þeirra fá slíkt ofnæmi. Það er fyrst núna sem skýring er fundin á þessu. Þótt samskipti við kött séu vís- bending um að astmi komi upp reyndust börn sem komust í mikla snertingu við rykmaura allt að fjórum sinnum líklegri til að fá öndunarerfiðleikatilfelli, að því er vísindamennirnir komust að. Þar að auki virtist sem þau börn, sem komust hvað mest í snertingu við ketti, væru síður næm fyrir dýr- unum. „Mörg þeirra barna sem eiga heima þar sem er köttur hafa myndað þol fyrir honum,“ segir Platts-Mills. „Um er að ræða ónæmisviðbrögð sem eru eins og ofnæmi en eru tempruð. Þau valda ekki sjúkdómnum sjálfum, heldur því (ónæmisviðbragði) sem liggur að baki honum.“ Börnum með astma óhætt hjá köttum The New York Times Syndicate. MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. MARS 2001 37 Dregur asprín úr hættu á krabba? New York. Reuters. MEÐ því að taka asprín ann- an hvern dag gætu konur dregið úr hættunni á að þær fái krabbamein í eggjastokka, samkvæmt niðurstöðum nýrr- ar rannsóknar. Rannsakend- urnir taka þó fram, að rétt sé að taka niðurstöðunum með fyrirvara. (Asprín og skyld lyf inni- halda virka efnið acetýtsali- cýlsýru en það er m.a. að finna í magnýl og öðrum lyfj- um sem fáanleg eru á Íslandi). Konur sem tóku asprín þrisvar í viku í að minnsta kosti hálft ár reyndust eiga síður á hættu á að fá algeng- ustu tegund eggjastokks- krabba en þær konur sem ekki tóku lyfið, að sögn dr. Arslans Akhmedkhanovs við læknadeild New York-há- skóla. Hann tók þó fram að rann- sóknin hefði ákveðna ann- marka, þ. á m. hversu fáar konur tóku þátt í henni og að ekki fengust nákvæmar upp- lýsingar um hversu mikið asprín þær tóku og hvers vegna þær tóku það. Af þess- um ástæðum, sagði Ak- hmedkhanov, ættu konur ekki að fara að taka asprín í ljósi þessara niðurstaðna, til að draga úr hættu á eggjastokks- krabba. Þörf sé á víðtækari rannsóknum. Lítt þekktar orsakir Erfitt er að meðhöndla eggjastokkskrabba vegna þess að hann greinist mjög sjaldan á byrjunarstigi. Or- sakir hans eru lítt þekktar en oftast eru það konur sem komnar eru yfir 65 ára aldur sem fá hann. Í sumum til- vikum kann arfgengi að skipta máli. Konur sem þjást af þrá- látum bólgum við mjaðmir – til dæmis þær sem eru með legslímuvillu eða mjaðm- abólgu – eru í meiri hættu á að fá sjúkdóminn, að sögn Akhmedkhanovs. Bólga er viðbrögð ónæm- iskerfisins við meiðslum. Þeg- ar bólga verður fylgja því sársauki og hiti. Bólga gerir meiddum vefjum auðveldara um vik að jafna sig en getur farið út í öfgar og valdið vefj- askemmdum. Asprín og skyld lyf, sem eru ekki steralyf en eru bólgueyðandi (svonefnd NSAID), hafa hemil á bólgum með því að hindra framleiðslu prostaglandíns sem líkaminn losar í kjölfar meiðsla. Rannsóknin fór fram með þeim hætti, að athuguð voru svör rúmlega 14 þúsund kvenna er taka þátt í víðtækri rannsókn New York-háskóla á heilsufari kvenna. Sextíu og átta konur með þekjukrabba í eggjastokkum höfðu svarað spurningum um asprínneyslu. Voru þær bornar saman við 680 konur sem ekki voru með krabbamein og höfðu einnig svarað spurningum um asprínneyslu. Sífellt fleiri vísbendingar eru að koma fram um að með því að taka asprín reglulega geti maður dregið úr hætt- unni á að fá ristilkrabba. Margir hjartasjúklingar taka asprín daglega til að sporna gegn hættunni á hjartaáfalli. En aspríni og skyldum lyfjum fylgir áhætta, þ. á m. á blæð- andi sárum, einkum í maga og görnum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.