Morgunblaðið - 24.03.2001, Qupperneq 38
38 LAUGARDAGUR 24. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ
báti,“ segir Valdís. Hún segir brýnt að
brugðist verði við þessu bæði nem-
enda og kennara vegna. Röddin sé at-
vinnutæki kennara og það þurfi þeir
að fara vel með rétt eins og aðrar
stéttir kosti kapps um að hugsa vel
um atvinnutæki sín. Mjög skorti á að
kennarar séu nægilega meðvitaðir
um þetta. Að auki þurfi forráðamenn
skólabarna og samtök þeirra að láta
sig þetta mál varða þar eð hljóðmögn-
un í skólastofum tengist óhjákvæmi-
lega hlustunargetu barna. Vera kunni
að börn heyri í mörgum tilfellum ein-
faldlega illa í kennurum sínum sem
aftur geti komið fram í slökum náms-
árangri. Enginn geti dæmt um hvern-
ig eða hvort röddin berist til annarra
því mælandinn nemi aðeins eigin
röddu, heyri hana í raun aðeins
glymja í höfði sér.
Líffræði raddarinnar
„Vandinn er sá að lítið sem ekkert
er gert til að kynna röddina, þetta
mikilvæga tæki okkar, í kennslubók-
um. Þegar kennslubækur í líf- og
heilsufræði eru skoðaðar kemur í ljós
að stuttlega er minnst á raddböndin
og kannski barkakýlið og þar með er
þeirri umfjöllun lokið. Það vantar
mjög að kennd sé líffræði raddarinn-
ar en talið er að nokkrir tugir vöðva
komi þar nærri. Þess vegna er óhjá-
kvæmilegt að fræðsla um röddina
verði stóraukin í skólakerfinu. Það á
auðvitað einkum við um kennara sem
þurfa að þekkja mun bet-
ur þetta atvinnutæki sitt.
Vissulega hefur fram-
sagnarkennsla verið auk-
in í Kennaraháskólanum
en það er ekki nóg því
hún er aðeins eitt af þeim atriðum
sem tengjast raddheilsu og misbeit-
ingu raddar,“ segir Valdís.
Aðspurð segir Valdís að þekking-
arleysi á raddheilsu komi víða fram
þegar rætt sé við kennara. Einkenni
misbeitingar raddar eru þurrkur í
hálsi, erting, hæsi án kvefs, ræskinga-
þörf, kökktilfinning og raddbrestur.
Vegna þekkingarleysis vilji margir
hins vegar kenna um þrálátu kvefi.
Vitanlega geti slíkt ástand ekki verið
eðlilegt og kennarar megi ekki horfa
fram hjá því. Þá sé „kennararöddin“
svonefnda, fremur há og hvell rödd,
komin til sökum þess að kennarar
temja sér ósjálfrátt tíðnisvið og radd-
styrk til að vinna gegn aðstæðum svo
sem skvaldri, hávaða og lélegum
hljómburði. Þetta hafi í för með sér
mikið álag á röddina sem segi til sín
með sama hætti og öll misbeiting lík-
amans skili sér jafnan fyrr frekar en
síðar með vanlíðan. Aðstæður í skól-
um séu bókstaflega fallnar til að valda
raddskaða. „Myndin er ansi dökk
þegar horft er yfir þetta svið,“ er nið-
urstaða hennar.
Valdís Jónsdóttir tekur fram að í
næstum öllum tilfellum geti talmeina-
fræðingar lagað raddveilur
af völdum misbeitingar á
fremur stuttum tíma.
„Í ýmsum erlendum
rannsóknum skipa kennar-
ar efstu sæti þeirra stétta
sem oftast leita til lækna vegna radd-
vandamála,“ segir Valdís og bendir á
að kennarastéttin verði sem heild að
láta til sín taka að þessu leyti. Hér sé
um að ræða mikið hagsmunamál sem
ekki hafi verið sinnt sem skyldi. „Á
undanförnum árum hefur áhersla
verið lögð á kennsluna, menntun
kennara, tækjabúnað í skólum o.s.frv.
Það er vitanlega af hinu góða. Kennsl-
an hlýtur hins vegar að vera fólgin í
því að nemendur heyri það sem sagt
er. Þennan þátt þarf að taka til mun
alvarlegri skoðunar er gert hefur ver-
ið og þar þurfa að koma að samtök
kennara, samtök foreldra og mennta-
kerfið allt.“
Jákvæð reynsla af
magnarakerfi
Valdís Jónsdóttir hefur nýlokið við
að vinna úr rannsóknargögnum úr til-
raun sem hún gerði á Akureyri. Vald-
ís segir að bæjaryfirvöld þar hafi stutt
þessa tilraun dyggilega en hún fólst í
því að magnarakerfi var notað við
kennslu í þremur skólum á Akureyri.
Kennarinn notaði þráðlausan hljóð-
nema og lítill, færanlegur hátalari
kom rödd hans til skila. Þátt tóku 33
kennarar og 791 nemandi á aldrinum
6 til 20 ára. Að tilrauninni lokinni
svöruðu kennarar og nemendur
spurningalistum.
Í stuttu máli reyndist niðurstaðan
sú að yfirgnæfandi meirihluti bæði
kennara og nemenda taldi mikla
framför fólgna í notkun magnarakerf-
isins. Spurningunni: „Brestur röddin
þegar þú ert ekki með magnara-
kerfi?“ svörðuðu 55% kennara ját-
andi. Þegar spurt var hvort röddin
brysti þegar hljóðmögnunarbúnaður
væri notaður svaraði enginn kennari
þeirri spurningu játandi. Heil 88%
sögðust finna fyrir minni þreytu í tal-
færum þegar slíkur búnaður væri
notaður og 91% sagði að röddin yrði
léttari.
Alls svöruðu 528 nemendur spurn-
ingum Valdísar sem lutu að kostum
þess og göllum að nota hljóðkerfi.
83% nemenda á aldrinum 10 ára til
háskólanema kváðust telja kosti
fylgja því að kennarinn notaði magn-
arakerfi. 77% sögðust eiga auðveld-
ara með að fylgjast með. 88% sögðust
heyra betur til kennarans þótt
skvaldur væri í bekknum. „Mér finnst
einnig athyglisvert að 66% nemenda
sögðu að þau myndu vilja minna
kennarann á að nota magnarakerfið
ef hann gleymdi að kveikja á því,“
segir Valdís. Þeir ókostir sem fram
komu voru að sögn Valdísar flestir
tæknilegs eðlis. Má þar nefna ýlfur og
skruðninga í hátalara auk þess sem
menn kunnu ekki í öllum tilfellum að
fara rétt með búnaðinn. Þá var ódýr-
asti fáanlegi búnaður notaður við til-
raunina og ljóst að mati Valdísar, að
þau vandamál sem upp komu megi
auðveldlega leysa.
„Ég er ekki í nokkrum vafa um að
hljóðkerfi í skólastofum er það sem
koma skal,“ segir Valdís Jónsdóttir.
Hún telur brýnt að þegar verði tekið
að huga að úrbótum og þá ekki síst
fjárhagslegu hliðinni. Takmarkið eigi
að vera að hljóðkerfi verði staðal-
búnaður í kennslustofum á Íslandi.
Þótt slíkur búnaður sé í raun ekki dýr
sé vafalaust við hæfi að marka
ákveðna forgangsröðun í þessu við-
fangi. „Það er eðlilegt að byrjað sé í
yngstu bekkjunum því þar er hávað-
inn yfirleitt mestur. Stærstu stofurn-
ar ættu einnig að ganga fyrir þegar
slíkum búnaði er komið fyrir. Að auki
þurfa þeir kennarar sem sérstaklega
óska eftir því að hafa aðgang að hljóð-
kerfum.“
Valdís bætir við að hljóðkerfi í
skólastofum leysi ekki allan vandann.
Kennarar séu engan veginn nógu
meðvitaðir um rödd sína og hugi ekki
sem skyldi að raddheilsu sinni. Því
þurfi að auka stórlega þann þátt í
menntun kennara. Að auki þurfi að
huga sérstaklega að hljómburði í
skólastofum við hönnun skólabygg-
inga.
Valdís tekur fram að umbætur á
þessu sviði snerti einnig
kostnað við rekstur
skólakerfisins. Erlendar
rannsóknir hafi leitt í
ljós að um 20% kennara
þurfi að taka sér frí frá
vinnu vegna þess að rödd þeirra hafi
svikið. Í þeim tilfellum þurfi að fá til
forfallakennara með tilheyrandi
kostnaði.
Raddheilsa stjórnmálamanna
Valdís minnir á að söngvarar og
leikarar séu mjög meðvitaðir um vægi
raddar sinnar og leitist yfirleitt við að
hlífa henni. „Að auki starfa fjölmargir
við að kenna tækni við söng og tækni
við leik og framsögn. En raddheilsa
er annað og meira og röddin í þessu
fólki getur bilað alveg eins og hjá öðr-
um,“ segir Valdís en bætir við að það
sé að sönnu undarlegt að kennurum
sé ekki eins umhugað um röddina og
raddheilsuna og þessum stéttum því
allar eigi þær sameiginlegt að röddin
er atvinnutæki þeirra.
Valdís segir að stjórnmálamenn
séu ef til vill ekki í ósvipuðum sporum
og kennarar. Líkt og þeir þurfi
stjórnmálamenn að tala mikið, oft við
erfiðar aðstæður sem reyni á röddina
og auki líkur á misbeitingu hennar.
Valdís kveðst hafa greint misbeitingu
raddar og lélega raddheilsu hjá ansi
mörgum stjórnmálamönnum.
„Skemmd rödd fer yfirleitt í taugarn-
ar á fólki og ræður því miklu um þá
mynd sem aðrir fá af viðkomandi.
Þetta ættu stjórnmálamenn að hafa í
huga,“ segir Valdís Jónsdóttir sem
telur að næst liggi fyrir að rannsaka
hlustunargetu barna í skólum en er-
lendar rannsóknir gefa til kynna að
hún fari nokkuð almennt minnkandi,
trúlega sökum aukins hávaða í sam-
félaginu.
EF mið er tekið af erlendum rann-
sóknum má ætla að raddheilsa 50-
90% kennara á Íslandi sé bágborin.
Þetta háa hlutfall kemur til af því að
kennarar þurfa að beita rödd sinni,
atvinnutæki sínu, við aðstæður sem
oftar en ekki eru erfiðar. Líkt og al-
kunna er þarf kennarinn iðulega að
ná með rödd sinni í gegnum klið og
skvaldur í skólastofum sem að auki
eru oftar en ekki hannaðar til að bera
mannsröddina sem best. Þetta gerir
að verkum að kennarinn fer að mis-
beita röddinni og þar með að skaða
raddheilsu sína. Af þessum sökum er
það eitt brýnasta hagsmunamál kenn-
ara að magnarakerfi verði staðalbún-
aður í skólastofum. Og hér er ekki
einvörðungu um hagsmuni kennara-
stéttarinnar að ræða; hljóðkerfi er
einnig fallið til að auka eftirtekt nem-
enda og draga úr því líkamlega álagi
sem það kostar að taka eftir því sem
kennarinn hefur að segja í tímum.
Valdís Jónsdóttir, talmeinafræð-
ingur á Akureyri, hefur undanliðin
tvö ár unnið að tilraunum með magn-
arabúnað í kennslustofum. Valdís
lærði fræði sín í Danmörku og lauk
síðan mastersprófi frá Skotlandi þar
sem lokaritgerðin var byggð á rann-
sókn á raddheilsu kennara á Íslandi.
Rannsóknin á Akureyri fór fram í
þremur skólum þar í bæ á grunn-
skóla-, framhalds- og háskólastigi.
Valdís segir engan vafa leika á því
að raddheilsa fjölmargra kennara á
Íslandi sé bágborin mjög.
Það ástand megi rekja til
þess að kennarar taki að
misbeita röddinni til að
vinna gegn skvaldri og klið
í bekkjum. Að auki fylgi
því áreynsla að fá röddina til að heyr-
ast í stórum kennslustofum. „Í því
sambandi eru íþróttakennarar sér á
Íslenskar rannsóknir á raddheilsu kennara og tilraunir með magnarakerfi í skólastofum
„Aðstæður í skólum
valda raddskaða“
Raddheilsa er fyrirbrigði sem ekki hefur
verið sinnt sem skyldi á Íslandi. Valdís
Jónsdóttir talmeinafræðingur segir að
kennarar séu engan veginn nógu meðvit-
andi um þá misbeitingu raddarinnar sem
aðstæður í skólastofum kalli fram.
Morgunblaðið/Golli
Valdís Jónsdóttir.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
„Heyrið þið til mín þarna aftast?“
„Eðlilegt að
byrja í yngstu
bekkjunum“
„Röddin er
atvinnutæki
kennara“