Morgunblaðið - 24.03.2001, Side 46

Morgunblaðið - 24.03.2001, Side 46
MENNTUN 46 LAUGARDAGUR 24. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ S em föður brá mér sann- arlega í brún. Varð hreinlega flökurt. Missti nánast mátt. Ég fylltist einhvers konar reiði sem ég hef aldrei fundið fyrir áður. Varð ósjálfrátt hugsað til dætra minna þriggja. Faðmaði þær í huganum. Enn einu sinni kom í ljós hve ein ljósmynd getur haft mikil áhrif. Það var dag einn fyrir rúmum sextíu árum að þýskur hermaður, Heinrich Jöst að nafni, fór í gönguferð með myndavélina sína. Jöst, hótelhaldari sem orðinn var liðþjálfi í þýska hernum, átti afmæli þennan dag, 19. sept- ember 1941, varð 43 ára. Honum hafði verið gefið frí í til- efni dagsins, Jöst var í góðu skapi og hlakkaði til afmæl- iskvöldverðar á Bristol-hótelinu, því besta í höfuðborg Póllands, en þangað hafði hann boðið nokkrum vinum. Ekkert varð af matarboðinu. Jöst aflýsti því. Göngutúrinn breyttist nefnilega í martröð þeg- ar honum varð ljós viðbjóðurinn sem stjórnarherrarnir sem hann vann hjá stóðu fyrir. Ljósmynd- irnar sem hann tók á einföldu Rolleiflex-vélina sína komu ekki fyrir almenningssjónir fyrr en áratugum síðar. Jöst skammaðist sín svo mikið fyrir ömurleikann sem hann skrásetti þennan dag, að strax að stríði loknu faldi hann myndirnar og sýndi þær ekki nokkrum manni fyrr en skömmu áður en hann lést 1983. Þá lét hann þær í té þýskum blaða- manni sem sýndi hluta þeirra í Ísrael en nú birtast þær í fyrsta skipti allar, í nýrri bók. Þetta var í gyðingagettóinu í Varsjá. „Fram að þessum degi hafði ég ekki hugmynd um þann hrylling sem átti sér stað, þó ég væri full- orðinn,“ er haft eftir Jöst. Margar myndanna eru áhrifa- miklar; hryllilegar. Lýsa vel öm- urlegum aðstæðum þar sem fá- tækt, hungur og dauði öskra á þann sem á horfir. En myndin sem vísað var til í upphafi er að mínu mati einstök. Hún prýðir forsíðu Sunday Times magazine 11. þessa mánaðar: lítið barn, gæti verið fjögurra, fimm ára – það veit enginn – liggur á mag- anum á gangstétt og starir upp í átt að ljósmyndaranum. Í baksýn eru þrjú ungmenni sem gjóa aug- um að barninu en láta það af- skiptalaust. Jöst lýsti aðstæðum svona: „Á gangstétt við hlið- argötu sá ég þetta örsmáa barn sem var orðið ófært um að standa upprétt. Þeir sem leið áttu hjá stöðvuðu ekki. Til þess voru börn sem þetta of mörg.“ Þegar Jöst fór í „rölt gegnum víti“ eins og blaðamenn á Sunday Times kalla ferðina, hafði ástand- ið verið eins og hann lýsir því í um það bil eitt ár. Barnið var of máttvana af hungri til að standa upp. Augna- ráð þess er í raun ólýsanlegt. Úr því má lesa spurninguna Hvað hef ég gert til að eiga þetta skil- ið?, ef til vill Fer þessu ekki að ljúka? Ómögulegt er að geta sér til um það. Ég horfði einu sinni sjálfur í augu ungs drengs sem leið ber- sýnilega mjög illa. Hann var á svipuðu reki og barnið í Varsjá; berfættur eins og það, í skítugum lörfum eins og það, svangur eins og það – en reyndar ekki svo illa haldinn af hungri. Þetta var í Albaníu 1991. Hálfri öld eftir að barnið í Varsjá þjáðist vegna grimmdarverka nasista. Ég hitti fullorðið fólk í Saraj- evo fyrir nokkrum misserum sem leið mjög illa. Það hafði misst allt sitt og taldi framtíðina vonlausa. Það dró fram lífið á einhvern óskiljanlegan hátt. Ég horfði upp á bláfátæk götu- börn í Nýju-Delhí á Indlandi seint á síðasta ári og fylltist enn og aftur hryllingi vegna þess hve heimurinn sem við búum í getur verið ömurlegur. Mannfyrirlitn- ingin sem þar blasti við var ótrú- leg. Margt fólk leit á annað fólk, stéttleysingjana, sem hvern ann- an óþrifnað á götunum. Þegar Heinrich Jöst var eitt sinn spurður að því hvernig hon- um leið þegar hann gekk um gyð- ingagettóið í Varsjá svaraði hann: Maður hugsar ósjálfrátt; Guð minn góður, í hvers konar heimi lifum við? Því miður eiga þessi orð við enn þann dag í dag. Hvers konar heimur er það þar sem jafnmörgu fólki líður jafnilla og raun ber vitni? Hvers konar þjóðfélag er það þar sem dæmi er um að 13 ára börn selji sig; fjár- magni neyslu vímuefna með því að selja aðgang að líkama sínum. Hvernig getur það gerst að barnavændi eigi sér stað í þjóð- félagi eins og því íslenska? Í skýrslu sem dómsmálaráðherra kynnti í vikunni er meðal annars viðtal við konu sem var misnotuð í æsku af föður sínum og seld til annarra manna í skiptum fyrir fíkniefni. Lesandi góður, lestu aftur setninguna hér á undan. Eru grimmd mannskepnunnar engin takmörk sett? Líklega ekki, það hefur margoft sýnt sig, en þegar börn eiga í hlut – hvort sem um er að ræða viðbjóð eins og þarna er greint frá, eða ann- ars konar misþyrmingar – hlýtur fólk að fyllast óvenjumiklum hryllingi. Það sem Jöst upplifði í Varsjá fyrir um það bil sextíu árum við- gengst því miður í heiminum enn þann í dag. Ekki í nafni nasista, ekki í gyðingagettói í Varsjá, en það viðgengst. Hvers vegna tek- ur fólk ekki höndum saman og bætir ástandið? Eymd, hverju nafni sem hún nefnist, getur ekki verið lögmál. Þótt einum gangi/líði vel þarf ein- hverjum öðrum ekki sjálfkrafa að ganga/líða illa. Tilvera mann- fólksins er ekki vegasalt. Þessi eina umrædda ljósmynd Heinrich Jöst frá Varsjá ætti að vera kennslugagn; hún gæti í raun komið í stað margra kafla í mannkynssögubókum. Hún sýnir nefnilega á gríðarlega áhrifamik- inn hátt það sem ekki má; hvern- ig heimurinn má alls ekki vera. Er eymdin lögmál? Þessi eina ljósmynd frá Varsjá ætti að vera kennslugagn; hún gæti í raun kom- ið í stað margra kafla í mannkyns- sögubókum. Hún sýnir það sem ekki má; hvernig heimurinn má alls ekki vera. VIÐHORF Eftir Skapta Hallgrímsson skapti@mbl.is ROBERT Dalskov erstjórnmálamaður, raf-magnsfræðingur aðmennt, og hefur haft tölu- verð afskipti af skólamálum. Hann átti um tíma sæti í borgarstjórn Óð- insvéa og gegndi þar æðstu stöð- um. Hann er nú umsjónarmaður produkt-ung- domsskole í Els- esminde, upphaf- lega voru þetta nokkurs konar tómstundaskólar sem þróuðust yfir í það að vera skól- ar, sem nemendur geta valið í 8.–10. bekk í stað þess að ljúka hefð- bundnu grunn- skólaprófi. Einnig geta nemendur sem einhverra hluta vegna eru orðnir leiðir í skóla farið um tíma í skólann í Elsesminde og snúið síðan aftur í grunnskóla og lok- ið prófi þar. Skólinn er líka fyrir eldri nemendur, allt upp í 25 ára aldur. Robert Dalskov átti sinn þátt í því að þessi skóli var stofnaður í sept- ember 1978 og var skóli hans í Els- esminde einn af fyrstu skólunum sem reknir voru með þessu sniði. At- vinnuleysi ungs fólks án fagmennt- unar varð til þess að mikil pólitísk umræða skapaðist um þessi mál í Danmörku. Atvinnuleysið sigldi í kjölfar mikillar vélvæðingar í Dan- mörku á 7. og 8. áratugnum. Kröfur um verkmenntun breyttust. Margt ungt fólk varð atvinnulaust, aðallega þeir sem enga eða litla menntun höfðu. Starfsþjálfun ber árangur Robert Dalskov segir að markmið- ið hafi frá upphafi verið að flétta saman námi og starfi og þar af leið- andi varð til nám sem byggðist á starfsþjálfun. Árið 1983 tók ríkið fyrst þátt í 35% af rekstri skólanna, en 1996 hafði ríkið alfarið umsjón með rekstrinum og skiptir ríkis- styrkurinn mestu máli fyrir rekstur skólanna. Í lögum segir nú að ungt fólk, yngra en 25 ára, geti sótt fjöl- smiðjur (produkt-ungdomsskole), hafi það ekki lokið annarri menntun. Margir nemendur koma í skólana fyrir tilstilli kennara í grunnskólum, ef þeir geta ekki lokið grunnskóla- prófi. 60% af nemendum skólans eru þó ungt fólk, sem hefur byrjað í menntaskóla án þess að ljúka nám- inu. 75% af nemendum „produkt“- skólanna hefja nám og/eða starf eftir að hafa verið í skólanum. Það þykir mjög gott og hefur aukist verulega frá því boðið var upp á þessa leið í námi. Sem dæmi voru aðeins 35% nemenda sem hófu nám að loknum „produktskole“ árið 1992. Hlutfall þeirra nemenda sem halda áfram námi og/eða hefja störf að loknum skólanum hefur því aukist verulega. Robert sagði að þessir skólar hefðu það fram yfir menntaskóla og iðnskóla að þeir ákvörðuðu námið sjálfir. Þeir geta til dæmis sjálfir ákveðið hversu lengi nemandinn sit- ur, í bókstaflegri merkingu þess orðs, á skólabekknum. Þar hafa þeir að leiðarljósi að menntunin á að vera að hluta starfsþjálfun og að hluta nám, en námið á fyrst og fremst að miðast við starfið. „Við bjóðum menntun við hæfi hvers nemanda,“ segir hann. „Í annarri menntun er stundum lögð áhersla á þær náms- greinar sem nemendur standa sig ekki nógu vel í. Í stað þess leggjum við áherslu á það sem nemendur ráða vel við og standa sig vel í. Þegar þeir hafa fundið styrk sinn á þeim sviðum er hægt að vekja áhuga nemenda á öðrum námsgrein- um. Það hefur reynst vel að fara þessa leið til að hvetja nemendur áfram.“ Robert sagði og hafði eftir vini sínum: „Ef þér líkar ekki að borða gular baunir er til lítils að bjóða þér fjórfaldan skammt. Þetta þýðir að ef þér lík- ar ekki einhver námsgrein í skól- anum setjum við þig í fleiri tíma. Sem getur stund- um verið algjör pína fyrir nem- endur.“ Ekki þarf langan aðdrag- anda að skólavist- inni, nemandi gæti komið í viðtal á föstudegi og hafið störf á mánudegi. Robert Dalskov sagði að boðið væri upp á 11 mismun- andi svið í Elsesminde, svo sem leik- ræna tjáningu, íþróttir, tónlist, tré- smíði, járnsmíði, fjölmiðlafræði, bifvélavirkjun, störf á leikskóla og eldhússtörf. Eldhússtörfin eða mat- reiðslan eru jafnframt aðaltekjulind skólans. Nemendurnir í Elsesminde taka til nesti handa grunnskólabörn- um í Óðinsvéum. Brú á milli grunnskóla og fagskólanna Eftir að skólarnir hófu göngu sína hafa þeir smám saman fengið viður- kenningu sem skólastofnanir. Flestir sem kenna í skólunum eru ekki kennaramenntaðir heldur lærðir í sínu fagi og eiga auðvelt með að miðla því sem þeir kunna. Allir leið- beinendur fá 5 vikna námskeið í upp- eldisfræði. „Það er jákvætt að vera sjálfstæð skólastofnun sem um leið er hluti af menntakerfi þjóðarinnar,“ segir Robert Dalskov. Skólinn er hugsaður sem nokkurs Fjölsmiðja/ Verkþjálfunar- og fræðslusetur fyrir ungmenni byrjar næsta haust. Sigrún Oddsdóttir ræddi við Danann Robert Dalskov sem kynnti produktskole, ungdomsskole fyrir Íslendingum. Námi og starfi fléttað saman  Þeir sem verða mjög leiðir í skól- anum geta farið í Elsesminde.  Þegar styrkurinn er fundinn vakn- ar áhuginn á framhaldsnámi. Morgunblaðið/Golli „Maður uppgötvar ekki hæfileika sína, ef það er alltaf verið að segja manni hversu lélegur maður er,“ segir Robert Dalskov. ’ Rétta viðhorfið:Ef nemanda líkar námsgrein á hann að fá fleiri tíma í henni. ‘  FJÖLSMIÐJAN er verkþjálf- unar- og fræðslusetur fyrir íslensk ungmenni, sem á að hefjast í haust. Setrið verður einkum ætlað at- vinnulausum ungmennum á aldrin- um 16 til 24 ára sem flosnað hafa upp úr framhaldsskólum. Vinnumálastofnun og Rauði kross Íslands hafa unnið að und- irbúningi verkefnisins í samvinnu við félagsmálastofnun, mennta- málaráðuneyti og sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu. Fjölsmiðjan verður sjálfseignastofnun og verð- ur stjórn hennar sett á laggirnar á næstu vikum. 20 milljón króna stofnkostnaður hefur verið tryggð- ur auk 25 til 30 milljóna króna í rekstrarkostnað.  Markmið Fjölsmiðjunnar er að nota starf sem leiðsögn til náms. Þannig er fólki gefinn kostur á að kynnast margvíslegum störfum og að finna þá braut sem það hefur áhuga á til náms. Fagleg verkþjálfun verður ríkur þáttur í starfseminni. Stefnt er að því í Fjölsmiðjunni að ná til ungmenna á atvinnuleys- isskrá, félagslegu framfæri sveit- arfélaga eða ungs fólks sem er at- vinnulaust án réttinda til bóta og jafnvel á framfæri foreldra eða að- standenda. Einnig er hugmynd um barnagæslu í kennsluhúsnæðinu til að gera ungum mæðrum auðveld- ara að koma aftur til náms.  Áætlanir gera ráð fyrir að á milli 40 og 70 nemendur stundi nám í Fjölsmiðjunni. Fyrirmynd setursins er sótt til Danmerkur þar sem góður árangur hefur náðst með starfsemi produktskole-skóla. Þörfin fyrir svona starfsemi hér- lendis er talin vera fyrir hendi og að hún geti komið til móts við þá sem hætta námi í framhaldsskól- um. Íslensk fjölsmiðja byrjar í haust

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.