Morgunblaðið - 24.03.2001, Side 50

Morgunblaðið - 24.03.2001, Side 50
MINNINGAR 50 LAUGARDAGUR 24. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Hjálmar Gunn-arsson fæddist á Eiði í Eyrarsveit 5. mars 1931. Hann lést á Kanaríeyjum 11. mars síðastliðinn. Foreldrar hans voru Gunnar Jóhann Stef- ánsson, bóndi á Eiði og síðar harðfisk- framleiðandi í Grundarfirði, f. 22.11. 1903, d. 23.7. 1980, og Lilja Elís- dóttir, húsfreyja, f. 24.7. 1907, d. 31.5. 1964. Systkini hans eru: 1) Elís, f. 25.2. 1929. 2) Sveinn Garðar, f. 17.7. 1932, d. 21.9. 2000. 3) Sigrún, f. 3.2. 1934. 4) Sigurlín, f. 17.5. 1936. 5) Helga Soffía, f. 8.11. 1937, d. 11.12. 1997. 6) Jóhann Leó, f. 15.3. 1941. 7) Snorri, f. 22.9. 1943. 8) Óskírt meybarn, f. 6.1. 1946, d. 6.1. 1946. 9) Þórarinn, f. 18.7. 1947. Sigmar Hrafn, hann á einn son, og Eymar. 3) Ólafía Dröfn, f. 11.1. 1960, verkakona í Grundarfirði, kvænt Bjarna Jónassyni; börn þeirra eru Heiðar Þór, unnusta hans er Erna Sigurðardóttir, Helga Hjálmrós og Jóna Lind. Son- ur Hjálmars með Kristínu Ólafs- dóttur frá Hlaðhamri í Hrútafirði er Ólafur, f. 26.9. 1950, vélfræðing- ur í Kópavogi, kvæntur Emilíu Karlsdóttur; dætur þeirra eru Sig- ríður Amanda og Katrín Dögg. Hjálmar fór ungur til sjós og afl- aði sér vélstjórnarréttinda 1950 og lauk síðan námi frá Stýrimanna- skólanum í Reykjavík 1954. Hann var síðan skipstjóri á eigin bát til 1978 að hann kom í land, rak síðan útgerð og síðar jafnframt harðfisk- og saltfiskverkun. Þá rak hann einnig matvöruverslun til dánar- dags. Hann sat í stjórn Hraðfrysti- húss Grundarfjarðar 1969–1985, í stjórn Kaupfélags Grundfirðinga og útvegsmannafélags Snæfells- ness í nokkur ár. Hann sat í hrepps- nefnd Eyrarsveitar 1978–1982. Útför Hjálmars fer fram frá Grundarfjarðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Hinn 16. október 1954 kvæntist Hjálmar eftirlifandi eiginkonu sinni, Helgu Þóru Árnadóttur, f. 4.5. 1934, frá Akranesi. Foreldrar hennar voru Árni Sigurðsson, f. 19.8. 1902, d. 28.7. 1962, og Guðríður Margrét Þórðardóttir, f. 14.11. 1900, d. 14.8. 1978, frá Melstað áAkranesi. Börn þeirra eru: 1) Gunnar, f. 9.8. 1955, skipstjóri í Grundarfirði, kvæntur Pauline Jean Haftka. Sonur Gunn- ars með Gunnhildi Ragnarsdóttur er Hjálmar. 2) Margrét, f. 17.6. 1957, verkakona í Grundarfirði, gift Eyjólfi Júlíusi Sigurðssyni; synir þeirra eru Árni Elvar, sam- býliskona hans er Líney Rakel Jónsdóttir og eiga þau þrjá syni, Þú, Guð, sem stýrir stjarna her og stjórnar veröldinni, í straumi lífsins stýr þú mér með sterkri hendi þinni. Stýr mínu fari heilu heim í höfn á friðarlandi, þar mig í þinni gæzlu geym, ó, guð minn allsvaldandi. (V. Briem.) Elsku pabbi minn! Með miklum söknuði og trega sest ég niður en trúi því varla enn að þú sért dáinn. Betri pabba var ekki hægt að óska sér, hvorki sem barn né fullorðin. Minningarnar eru margar og góð- ar bæði við leik og störf og þegar söknuðurinn tekur völdin verður gott að ylja sér við þær. Við pabbi áttum sameiginlegt áhugamál en það var hestamennskan og fórum ég og fjölskylda mín og pabbi í margar frábærar hestaferðir og reiðtúra bæði norður í land og suð- ur. Alltaf var mamma með og reddaði öllu á sínum bíl og held ég að á engan sé hallað þótt ég segi að það fari enginn í sporin hennar í þeim málum frekar en svo mörgu. Pabbi var mikill fjölskyldu- maður og vorum við öll alltaf í huga hans, sama hvar í heiminum hann var. Hann var mikill athafna- maður og mátti helst aldrei sitja auðum höndum. Þess vegna var það mikið áfall fyrir hann þegar hann fékk hjartaáfall fyrir fjórum árum og var ekki heill heilsu eftir það. Það vitum við best sem næst honum stöndum hvað það var erf- itt fyrir hann að mega ekki gera neitt nema svona smásnatt. Hest- ana sína varð hann að láta sér nægja að horfa á en ekki lét hann sig vanta þegar barnabörnin voru að keppa á hestamótum. Elsku pabbi minn, mikið á ég eftir að sakna þess þegar ég kem í vinnuna niðri í Tanga að eiga ekki eftir að heyra þig segja: „Góðan daginn elskan mín.“ En ég veit að við eig- um eftir að hittast í fyllingu tím- ans hinum megin og þá kemur þú ríðandi á honum Sleipni þínum með Stjörnu mína í taumi og við fáum okkur góðan sprett eins og í gamla daga. Elsku mamma mín, þinn missir er mestur og bið ég Guð að leiða þig og ökkur öll styrkri hendi í gegnum þessa miklu sorg og missi. Elsku pabbi minn, góða nótt og hafðu þökk fyrir allt. Þín dóttir, Ólafía Dröfn. Elsku afi. Þú fórst til Kanarí þar sem þér leið alltaf svo vel. Þegar þið amma voru búin að vera þar fjóra daga hringdi amma og sagði að þú værir dáinn. Við áttum margar góðar og skemmtilegar stundir, mjög margar í hestaferð- um. Við ferðuðumst mjög mikið, næstum því um allt land. Þú varst samt ekkert búinn að fara á hest- bak síðustu fjögur ár eftir að þú varðst hjartveikur. En það vantaði aldrei ykkur ömmu þegar það var hestamót eða eitthvað annað um að vera hjá okkur. Það var alltaf jafn gott að koma til ykkar, ef mann vantaði eitthvað redduðuð þið því. Þú varst nýbúinn að halda 70 ára afmælið þitt, sem var mjög góð stund. Það er mikil sorg og söknuður að missa þig. Góði guð, passaðu afa og hjálp- aðu ömmu því hún hefur misst svo mikið. Þitt barnabarn Jóna Lind. Elsku afi okkar! Ekki gátum við ímyndað okkur það þegar við fór- um út að borða með ykkur ömmu á afmælisdaginn þinn, hinn 5. mars síðastliðinn, að það væri okkar síð- asta stund með þér. En svona er lífið, maður veit víst aldrei hvenær maður kveður í hinsta sinn. Frá blautu barnsbeini höfum við alltaf verið mikið með þér. Við átt- um okkar besta áhugamál sameig- inlegt, hestana. Þeir voru ekki fáir útreiðartúrarnir og hestaferðirnar, hvert á land sem var, sem við fór- um með þér og þú með okkur. Þegar við vorum að fara í reiðtúr og pabbi var úti á sjó komst þú heim til okkar og náðir í okkur á „pikkanum“ þínum og keyrðir okk- ur svo aftur heim og fengum við alltaf að sitja á pallinum og þótti okkur það mikið sport. Alltaf áttir þú til súkkulaðirúsínur í vasanum og voru þær mjög vinsælar þegar við áðum úti í sveit og einnig þeg- ar heim var komið. Þegar við stálpuðumst fórum við svo að vinna hjá þér á sumrin, annað- hvort í fiskinum eða eitthvað að snattast. Þú og amma sýnduð öllu því sem við gerðum alltaf mikinn áhuga. Þið voruð til dæmis alltaf mætt fyrst á staðinn þegar við vorum að keppa á hestamótum til þess að fylgjast með okkur og þú varst alltaf að spyrja hvort það væri ekki örugglega allt í lagi. Oft- ar en ekki höfum við keppt á hest- inum þínum, honum Nasa, og varstu alltaf afar stoltur af okkur og honum að keppni lokinni. Þú varst alltaf á ferðinni og alltaf að gera eitthvað og var það þess vegna mikið áfall fyrir þig og okk- ur þegar þú fékkst hjartaáfall og þurftir eftir það að taka því rólega. Þá fóruð þið að fara oft til Kan- aríeyja á veturna því þú þoldir kuldann illa og þar leið ykkur vel í sólinni og hitanum. Það hefði verið gaman að fá að sjá þig koma heim einu sinni enn brúnan og sællegan. En elsku afi, takk fyrir öll árin sem við áttum saman, við vitum að þú bíður okkar hinum megin þegar þar að kemur og tekur á móti okk- ur opnum örmum eins og vana- lega. Megi góður guð styrkja elsku ömmu okkar og okkur öll í þessum mikla missi og sorg. Þín barnabörn Helga Hjálmrós og Heiðar Þór. Elsku afi, orð fá ekki lýst þeirri sorg og þeim söknuði sem ríkir í hjarta mínu nú. Það eina sem ég get huggað mig við eru allar ljúfu minningarnar sem ég á um þig, allir reiðtúrarnir sem við fórum saman og bílferðirnar um sveit- irnar þegar ég var yngri. Þetta voru allt yndislegar stundir með þér, stundir sem við áttum saman, og fyrir þær þakka ég. Öll að- fangadags- og áramótakvöldin í Hamrahlíðinni með þér, ömmu og allri fjöldskyldunni voru sennilega ein yndislegustu kvöld lífs míns þegar ég hugsa út í það. Þegar ég kvaddi þig áður en þú fórst til Kanarí bjóst ég aldrei við að það yrði mín síðasta stund með þér en sú var nú því miður raunin. Ég á svo bágt með að trúa því að nú sé búið að taka þig frá okkur. Elsku afi, það er með þessum orð- um sem ég kveð þig nú og alltaf mun ég sakna þín. Minningin um þig mun lifa í hjarta mér um ókomna tíð. Sigmar Hrafn. Elsku afi minn, sjötugsafmæli þínu var nýlokið og komið var að kveðjustund því þú og amma voruð á leiðinni til Kanaríeyja þar sem ykkur þótti svo gott að vera. Aldr- ei hefði mig grunað það þegar ég faðmaði þig og ömmu og kvaddi ykkur áður en þið fóruð að það yrði í síðasta skipti sem ég sæi þig á lífi, þá hefði ég aldrei sleppt tak- inu. Engin orð fá lýst því hversu mikið ég mun sakna þín, afi minn, því þú varst ekki einungis afi minn, þú varst líka nokkurs konar félagi og vinur og vissir alltaf ná- kvæmlega hvað var í gangi hjá manni hverju sinni og alltaf var hægt að leita til þín til að fá ráð- leggingar við hinu og þessu. Þú varst sérstaklega góður við okkur barnabörnin þín og alltaf varstu tilbúinn að fara með okkur, litlu gimsteinana þína, hingað og þangað, hvort sem það var í út- reiðartúra eða á rúntinn um sveit- ina á hvíta pikkanum en það var sama hvað var gert, alltaf voru Svalarnir og súkkulaðirúsínurnar með í för. Ég held að við barna- börnin séum búin að fara á næst- um alla veitingastaði í Reykjavík, þökk sé þér og ömmu. Því ef þið voruð á ferðinni í bænum var okk- ur alltaf boðið út að borða og ekki brást það að þú fékkst þér rauð- sprettu og ef hún var góð þá var hún að sjálfsögðu veidd í Breiða- firðinum. Afi minn, það verður sárt að hafa þig ekki því þú varst svo stór partur af fjölskyldunni og það máttu vita að þótt litlu strák- arnir mínir, sem þér þótti svo vænt um, muni ekki muna eftir þér verður nóg af sögum að segja fyrir háttinn. Minning þín mun lifa með okkur að eilífu. Með virðingu og þakklæti kveð ég þig, afi minn, hvíl í friði og Guð geymi þig. Árni Elvar. Legg ég nú bæði líf og önd, ljúfi Jesús í þína hönd, síðast þegar ég sofna fer, sitji guðs englar yfir mér. (H. Pétursson.) Góða nótt afi. Kristófer, Viktor Ingi og Eyjólfur Júlíus. Hjálmar Gunnarsson var einn þessara manna sem setja svip á umhverfi sitt. Harðduglegur sjó- sóknari og aflamaður á yngri ár- um, útgerðarmaður og fiskverk- andi í áratugi, kaupmaður og félagsmálamaður, mikill að burð- um og raddsterkur; „karakter“ sem tekið var eftir. Ég kynntist Hjálmari fyrir rúm- um þrjátíu árum þegar hann kom til Akraness til að semja um smíði á skipi hjá skipasmíðastöð Þor- geirs & Ellerts. Einhver hafði var- að okkur við og sagt að við ættum eftir að finna fyrir honum þessum. Annað kom á daginn. Öll samskipti við Hjálmar voru á einn veg; kurt- eisi í samskiptum, heiðarleiki í við- skiptum og gagnkvæmt traust okkar á milli. Á rúmum áratug voru byggð fyrir hann þrjú skip: tveir hundrað tonna bátar, Siglu- nes og Haukaberg, og stór skut- togari, Sigurfari 2. Starfsmönnum skipasmíðastöðvarinnar líkaði vel að vinna fyrir Hjálmar enda talaði hann jafnan hlýlega til þeirra. Hjálmar átti það til að vera dá- lítið stríðinn, allt þó í góðu. Ég minnist þess þegar Lands- banki Íslands flutti útibú sitt í glæsilega nýbyggingu á Akranesi. Húsið var innréttað í stíl við tísku þess tíma og þegar Hjálmar kom í fyrsta sinn inn í nýja bankann og leit í kringum sig í afgreiðslusaln- um sá hann að veggirnir voru bæði ópússaðir og ómálaðir. Þá sagði hann stundarhátt með sinni sterku rödd: „Höfðuð þið ekki efni á að klára að innrétta áð- ur en þið fluttuð inn, elskurnar mínar?“ Síðan ég hóf þingmennsku fyrir tíu árum hef ég oftast litið inn hjá Hjálmari þegar ég hef komið í Grundarfjörð. Alltaf tók hann mér opnum örmum þótt ekki værum við flokksbræður. „Guðjón minn, hvað eruð þið að gera af ykkur í þinginu núna, elskan mín?“ spurði hann gjarnan með stríðn- isglampa í augum, dró fram harð- fisk eða annað góðgæti og svo var spjallað um heima og geima. Þetta voru skemmtilegar heimsóknir. Þegar fundir voru haldnir í Grund- arfirði tók hann oft til máls og ræddi sín áhugamál tæpitungu- laust, stjórn fiskveiða, atvinnumál og málefni byggðarlagsins voru honum hugleikin og lá hann ekki á skoðunum sínum og var nákvæm- lega sama þótt margir fundar- manna væru ósammála honum. Hjálmar var mikill hamingju- maður í einkalífinu. Hann kvæntist ungur Helgu Árnadóttur frá Mel- stað á Akranesi, mikilli ágætis- konu. Þau voru einstaklega sam- hent hjón og studdu hvort annað með ráðum og dáð. Allmörg undanfarin ár hafa þau gert út Haukabergið þar sem Gunnar sonur þeirra er skipstjóri, rekið litla fiskverkun í Grundar- firði og myndarlegan sölubás í Kolaportinu í Reykjavík þar sem þau hafa selt sínar ágætu afurðir við miklar vinsældir viðskiptavin- anna. Það var gaman að heim- sækja þau í Kolaportið, þar sem Helga eða einhver afkomenda þeirra var við afgreiðslu og Hjálm- ar rölti um fyrir framan af- greiðsluborðið og tók menn tali. Síðustu árin voru Hjálmari erfið vegna heilsubrests. Hann lét þó ekki deigan síga og hélt sínu striki til síðasta dags. Það verður öðru- vísi að koma í Grundarfjörð að Hjálmari gengnum. Hann setti sterkan svip á mannlífið í plássinu. Ég þakka honum samfylgdina og áratuga vináttu og tryggð. Við Guðný sendum Helgu og fjölskyldu innilegar samúðarkveðj- ur. Guð blessi minningu Hjálmars Gunnarssonar. Guðjón Guðmundsson. Hjálmar Gunnarsson var einn af þeim mönnum sem setja svip á umhverfi sitt og það samfélag sem þeir búa í. Hann var einn af þeim sem lögðu grunn að myndarlegri uppbyggingu Grundarfjarðar og því kraftmikla atvinnu- og mannlífi sem einkennir byggðarlagið. Hann starfaði áratugum saman við sjáv- arútveginn, sem sjómaður og skip- stjóri og síðar sem útgerðarmaður og fiskverkandi. Hann sýndi sínu starfsfólki jafnan alúð, enda störf- uðu sömu starfsmenn hjá honum árum saman. Hjálmar tók virkan þátt í félagsstarfi og starfaði lengi í sveitarstjórn og nefndum sveit- arfélagsins. Hann lagði sig fram um að styðja við og styrkja félags- starf í sinni heimabyggð og studdi við bakið á þeim sem áttu á ein- hvern hátt erfitt. Persónulega var Hjálmar þó ekki alltaf allra, gat verið þungur og fastur fyrir ef honum mislíkaði eitthvað eða við einhvern, en síðan voru málin jöfn- uð og áfram haldið lífsins gangi. Með fráfalli Hjálmars hverfur á braut frumkvöðull og virkur at- hafnamaður. Hjálmar Gunnarsson var mikill fjölskyldumaður, hann hélt vel ut- an um sitt fólk og lagði sig fram um að fjölskyldunni vegnaði vel. Þau hjónin Hjálmar og Helga voru sérlega samrýmd og það var oft unun að fylgjast með því hve vel þau stóðu saman og með hvort öðru. Hjálmar og Helga hafa í mörg ár rekið fyrirtæki sitt með myndarbrag og hafa börn þeirra og fjölskyldur tekið virkan þátt í þeirri starfsemi. Þar hafa ekki ríkt kynslóðaskipti, börnin, tengda- börnin og barnabörnin hafa fengið sín tækifæri og hefur verið eftir því tekið hve Hjálmar lagði sig HJÁLMAR GUNNARSSON &"          ""            #;< % !#$ ""%%  %     !%"%   '  "   () *       *"" "!  # !   +"(,-- .   /  !" "!     =##  2   2  #  %       1*: #   > /  2 #  % /   8#  2/ + /   1  1: 1  1  1:

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.