Morgunblaðið - 24.03.2001, Side 57

Morgunblaðið - 24.03.2001, Side 57
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. MARS 2001 57 MORGUNBLAÐIÐ birtir í gær grein eftir Eirík Eiríksson, fyrr- verandi prentara, þar sem höfundur gerir að umtalsefni útgáfu mína á Fjalla-Eyvindi Jóhanns Sigurjóns- sonar, sem kom út hjá JPV-forlagi nú fyrir jólin, og fer um hana miður fögrum orðum. Því miður ber greinin með sér að Eiríkur hefur ekki lesið sem nákvæmast eftirmála minn í útgáfunni þar sem ég fjalla ítarlega um tilurðarsögu Fjalla-Eyvindar. Hluti af henni er hin sérkennilega saga leikslokanna, en á þeim hefur Eiríkur mjög ákveðna skoðun. Þeim til fróðleiks, sem ekki þekkja þessa sögu eða muna hana í smáatriðum, skal rifjað upp að til eru tvær gerðir af endi Fjalla-Ey- vindar. Í hinni eldri bjargast Ey- vindur og Halla frá hungurdauða þegar útigangshross kemur að kofa þeirra á öræfunum. Hinni yngri lýkur með því að Halla hleypur frá kofanum út í hríðina og Eyvindur skömmu síðar á eftir henni. Þó að það komi ekki beinlínis fram verð- ur sá endir ekki skilinn á annan hátt en þann að þau farist bæði. Þegar leikritið kom út á dönsku síðla hausts 1911 var það með yngri gerðinni, „tragíska endinum“ eins og hann er oft nefndur til að- greiningar frá hinum sem menn hafa stundum í óvirðingarskyni kallað „hrossakjötsendinn“. Leik- ritið var einnig leikið þannig þegar það var frumsýnt hjá Leikfélagi Reykjavíkur jólin 1911. Hins vegar var eldri gerðin notuð í frumsýn- ingu leiksins í Kaupmannahöfn sem fór fram í Dagmar-leikhúsinu vorið 1912, þ.e. hálfu ári eftir að leikurinn var prentaður á dönsku og frumsýndur í Reykjavík. Til þess lágu ákveðnar orsakir sem ég rek nákvæmlega í eftirmála mínum í fyrrnefndri útgáfu (bls. 94–103) en of langt mál yrði að endurtaka hér. Á því leikur ekki nokkur minnsti vafi að Jóhann Sigurjónsson vildi að leikritið héldi „tragíska endin- um“. Leikritið var prentað þrisvar á dönsku á meðan hann var lifandi (2. prentun kom 1913, 3. prentun 1917) og í öllum útgáfunum er sá endir notaður. Sama máli gegnir um útgáfur leiksins á önnur erlend tungumál, a.m.k. þær sem eru til í Landsbókasafninu. Við höfum m.a.s. orð Jóhanns sjálfs fyrir því í viðtali sem blaðið Reykjavík átti við hann sumarið 1912. Þá var hann staddur hér á landi og hafði séð sýningu Leikfélags Reykjavík- ur, þar sem Guðrún Indriðadóttir lék Höllu og Helgi Helga- son Kára. Blaðið spyr skáldið hvor endirinn honum líki betur og hann svarar: „Skilyrð- islaust sá sem hér var notaður. En ytra var honum borgið með hinum frábærilega góða leik frú Dybvad.“ (Reykjavík 3.8. 1912.) Frú Dybvad, sem Jóhann talar hér um, var norska stórleikkonan Jo- hanne Dybwad, en það var reyndar að kröfu hennar sem gamli end- irinn var notaður í sýningu Dag- mar-leikhússins. Einnig minnist Jóhann á þetta í bréfi sem hann skrifaði velgerðarmanni sínum Pet- er Nansen frá Gautaborgar-sýning- unni haustið 1912. Þar fagnar hann því að fá loksins að sjá tragíska endinn (gagnstætt því sem leik- stjórinn Gunnar R. Hansen full- yrðir í leikskrárgrein sem Eiríkur Eiríksson vitnar í). Það er því mikill misskilningur að Jóhann hafi „sveiflast eins og pendúll milli nefndra leiksloka“, eins og Eiríkur orðar það. Allar heimildir sýna að það gerði hann ekki. Hitt er svo annað mál að öll- um er vitaskuld frjálst, einnig Ei- ríki, að hafa sína skoðun á því hvor endirinn sé betri frá listrænu sjón- armiði. Breytir þar engu þó að langflestir sem um leikinn hafa fjallað, leikstjórar jafnt sem útgef- endur, fræðimenn og gagnrýnend- ur, hafi verið sama sinnis og skáld- ið. Enn um endi Fjalla-Eyvindar Jón Viðar Jónsson Höfundur er doktor í leikhúsfræðum. Bókmenntir Greinin ber með sér, segir Jón Viðar Jóns- son, að Eiríkur hefur ekki lesið sem nákvæm- ast eftirmála minn í út- gáfunni þar sem ég fjalla ítarlega um tilurð- arsögu Fjalla-Eyvindar. Iðnbúð 1, 210 Garðabæ sími 565 8060 Nýtt Nýtt Afskorin blóm 20% afsláttur í mars 2001

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.