Morgunblaðið - 24.03.2001, Qupperneq 61

Morgunblaðið - 24.03.2001, Qupperneq 61
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. MARS 2001 61 AFTUR hlýt ég að andmæla grein eftir Björn Loftsson, „Mý- vatn ennþá“, sem birtist hér 27. febrúar og er svar við fyrri grein minni frá 30. janúar. Höfundur tel- ur í upphafi máls síns, að ég hafi ekki rennt nógu styrkum stoðum undir andmæli mín. Eftir þá full- yrðingu hamrar hann enn á sömu klisjunum sem fylgjendur Kísiliðj- unnar hafa tuggið upp endalaust frá upphafi – og lætur mótrök öll sem vind um eyrun þjóta. Mesta áherslu leggur hann á, að ekkert sé hægt að sanna á Kísiliðjuna um slæm áhrif á lífríkið, þó að tjónið blasi við hverjum þeim sem til þekkir og sjá vill. Nú er hörfað í það vígi, að Ytri-Flói sé svo ein- angraður frá þeim syðri, að rask í þeim ytri geti ekki haft áhrif suður um Teigasund. Lélegri staðþekk- ingu lýsir þetta. Þá er haft eftir oddvita Skútustaðahrepps, úr við- tali við Morgunblaðið sl. sumar, að lífríkið hafi staðið með miklum blóma, mikið verið um fugl og – að helmingur af þeim silungi sem veiddist í vatninu hafi komið úr Ytri-Flóa í sumar. Bændur við Ytri-Flóa sóttu allir í Syðri-Flóa með net sín, enda þótt veiðin þar væri mjög léleg. Varla hefðu þeir gert það ef von um allt að helmingi meiri afla væri í Ytri-Flóa. Einnig er vitað að oddvitinn hafði engan samanburð á veiði milli svæða í vatninu, þegar þetta viðtal var tek- ið, skýrslur lágu engar fyrir og ég hef kynnt mér sjálfur með við- tölum við veiðibændur sunnan vatns, að engra upplýsinga um þetta var leitað hjá þeim á þessum tíma. Þá vitnar Björn í skýrslu fiski- fræðinganna Jóns Kristjánssonar og Tuma Tómassonar, sem nefnist Gróðurathuganir í Mývatni, og er unnin fyrir Kísiliðjuna í Mývatns- sveit dagana 10.–12. ágúst í fyrra- sumar. Þessi skýrsla segir fátt um lífríkið almennt á dældu svæðun- um í vatninu, þó hún nefni grósku- mikinn mara- og nykrugróður á vissum svæðum. Að draga þá ályktun af henni, að „reynslan hafi sýnt að lífríki vatnsins sé betra þar sem Kísiliðjan hefur grafið“ er vitanlega alveg út í hött. Til áherslu er enn spurt: „Er þá ekki ólkíklegt að þessar breytingar séu Kísiliðjunni að kenna? Er ekki trú- legt að önnur sé orsökin?“ Hvaða orsök þá helst? spyr ég. Árið 1970 verður fyrst vart við miklar breyt- ingar á lífríki Mývatns, þegar Kís- iliðjan hefur starfað í tvö ár, og hefjast þá rannsóknir á vatninu sem standa enn og sýna fram á hnignun lífríkisins. Eldri rann- sóknir skortir að mestu, og því erf- itt með samanburð á ýmsu, fyrir og eftir að efnistakan hófst, en veiðiskýrslur og fuglarannsóknir tala sínu máli. Minna má á, að sönnunarbyrðin um skaðleysi starfseminnar hvílir á Kísiliðjunni, samkvæmt viðtekinni venju um allan heim í meðferð líkra mála. Hvað viðvíkur silungsveiðinni, sem endurspeglar ástand vatnsins á hverjum tíma, þá gríp ég hér ofan í niðurstöður úr skýrslu Guðna Guðbergssonar fiskifræðings um silungsveiði í Mývatni 1985–1998: „Á árunum frá 1930–1970 var með- alafli rúmlega 29 þúsund silungar og nokkrar sveiflur voru í afla. Á síðustu tíu árum er meðalaflinn tæpir 15 þúsund silungar og virð- ast sveiflurnar vera um stöðugt minna meðaltal.“ Árið 1985 veið- ast, samkvæmt sömu skýrslu, 16.125 bleikjur úr Mývatni, árið 1998 veiðast samtals 4.297 – fjögur þúsund, tvö hundruð nítíu og sjö – bleikjur. Veiðiskýrslur fyrir ár- ið 2000 eru ekki komnar fram, en öll- um Mývetningum, sem ég hef talað við, ber saman um að ann- að eins eymdarár sé óþekkt í allri veiði- sögu Mývatns frá því skýrslur voru fyrst skráðar árið 1900. Ef framanritað lýsir ekki hrikalegum umhverf- isspjöllum, þá veit ég ekki hvað orðið merk- ir. Nú, þegar ger- breyttar aðstæður virðast vera í sjónmáli hvað Kís- iliðjuna varðar og líkur eru á að hún verði lögð niður innan tíðar, þótt vissir aðilar rói að því öllum árum að lengja lífdaga hennar, er það ekki einasta ábyrgðarlaus glæfra- mennska að leyfa efn- istöku á fyrirhuguðu svæði, heldur má það einnig kallast óverj- andi afglapaháttur og skammsýni, þar sem kísilgúrinn er ekki talinn með heppileg- ustu hráefnum handa fyrirhugaðri kísil- duftsverksmiðju. Um- ræddur efnistökustað- ur liggur að því svæði í vatninu sem best hefur staðið sig, hvað lífríkið varð- ar, til þessa. Þetta svæði er t.d. alltaf fyrst til að rétta við eftir nið- ursveiflurnar. Og ef nú á að grafa þarna allt niður á 6 m dýpi eins og umhverfisráðherra „lét sér sæma“ að leyfa, mun allt lauslegt af nefndu svæði sópast ofan í skurðina og tortímast þar, vegna þess að dýpið er of mikið fyrir flestar þær lífverur sem mestu máli skipta fyrir fugl og silung. Eftir að hafa tínt til framan- greindar staðreyndir, vona ég að „allir sannsýnir menn“ geti verið mér sammála um að ef svo illa fer að dæling verði hafin á oftnefndu svæði, þá er það ekki heilbrigð skynsemi sem þar kemur til með að ráða för, heldur eitthvað annað. Meira um Mývatn Ásmundur Geirsson Náttúruvernd Eftir að hafa tínt til staðreyndir, segir Ásmundur Geirsson, vona ég að „allir sann- sýnir menn“ geti verið mér sammála. Höfundur er öryggisvörður í Hafnarfirði.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.