Morgunblaðið - 24.03.2001, Page 62

Morgunblaðið - 24.03.2001, Page 62
UMRÆÐAN 62 LAUGARDAGUR 24. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ Ver› a›eins í dag ER nýbakaður doktor í göldrum var spurður að því í sjón- varpsviðtali hvað tæki við að doktorsvörninni lokinni kvaðst hann, réttara sagt hún, ætla að fara kenna „nám- skeið“. Já, mörg am- bagan hrýtur nú á tímum af vörum sprenglærðustu manna og kvenna ís- lensku þjóðarinnar. Er með nokkurri sanngirni hægt að mælast til þess að nemendur þeirra tali óbjagað mál, þegar lærimeistararnir sjálfir eru slíkir dómadagsbögubósar? Börnin læra jú það sem fyrir þeim er haft. Þeim sem eru ekki enn nógu sterkir á svellinu í þessum efnum skal enn einu sinni bent á rétt orðalag varðandi námskeið. Nem- endur fara á eða eru á námskeiði, sækja það eða innrita sig á það o.s.frv. Kennarar halda hins vegar námskeið en engum manni með óbrenglaða málkennd eða íslensk eyru dettur í hug að tala um að kenna eða læra námskeið. Besta leiðin til að forðast svona fjólur er að hafa bæði augu og eyru opin, já og það galopin. Það er allur gald- urinn. Nú er það víða orðin bæði út- breidd og ljót lenska að tala um að fara erlendis í staðinn fyrir að fara utan eða til útlanda. Menn virðast ekki gera sér glögga grein fyrir því að í atviksorðinu erlendis er fólgin ótvíræð staðbinding ef svo má að orði kveða. Menn geta því dvalið eða ferðast erlendis en aldr- ei farið erlendis. Vonandi taka menn ekki upp á þeim fjanda að fara að tala um að fara hérlendis. Ef þeir féllu í þá gryfju, þá væri þeim ekki í einu orði sagt við- bjargandi. Sá sem hér heldur á penna hef- ur satt best að segja ekki með nokkru móti getað sætt sig við þá herfilegu útreið sem alsaklausa sögnin versla hefur fengið hjá mörgum landanum. Hann hefur nefnilega framið þá óhæfu að gera hana að áhrifssögn, þ.e.a.s. sögn sem stýrir falli eins og til að mynda sögnin að kaupa og hikar því ekki við að segja sem svo að hann hafi verslað frakkann, bók- ina, bílinn, sápuna o.s.frv., en það er ógjörningur að nota sagnirnar versla og kaupa jöfnum höndum, þar sem sú fyrri er áhrifalaus sögn og sú síðari áhrifssögn sem stýrir þolfalli. Kaupmaðurinn verslar með vöruna og menn versla við hann, svo einfalt er það. Þótt ýms- ir hafi fjallað um svipuð mállýti og hér hafa verið gerð að umræðuefni virðist sú viðleitni lítinn sem eng- an árangur hafa borið. Menn for- herðast bara í vitleys- unni, en þótt við ramman reip sé að draga má aldrei leggja árar í bát eins og sumir úrtölumenn telja hyggilegast að gera. Nú tíðkast það mjög bæði í útvarpi og sjónvarpi að menn kryddi mál sitt með slettum úr erlendum málum, einkum ensku. Mér er spurn hvort menn séu með þessu athæfi að viðra málkunnáttu sína eða þeir haldi að þeir verði taldir gamaldags ef þeir ein- skorði sig við ylhýra málið, auk þess má vera að sumir áheyrendur skilji þá ekki nema að annað hvert orð sé á ensku. Orð eins og t.d. „generation“, „comment“, „stress“, „economy“, „catastrophe“, „cate- gorical“ o.s. frv. klingja sýknt og heilagt í eyrum hlustenda svo að aðeins örfá séu nefnd. Satt best að segja krossbrá mér alveg þegar ég heyrði jafngreinargóðan fyrirles- ara og Jón Orm Halldórsson nota orðið „consensus“. Heldur hann virkilega að allir hlustendur hafi skilið merkingu orðsins? Ég leyfi mér að efast um það. Væri ekki þessum forhertu málslettugaukum hollast að rifja upp eftirfarandi ummæli Einars Benediktssonar: „Orð er á Íslandi til um allt, sem er hugsað á jörðu“. Stundum tala menn bara hreina ensku: „Never a dull moment“, „Play it cool“, „I am sure he’s going to make it“, „One for the road“ svo aðeins örfá dæmi séu nefnd. Nú er ekki úr vegi að geta þess að burtséð frá ofangreindum slett- um eru sum orðasambönd orðin býsna hvimleið sökum ofnotkunar. Hitt og þetta er „með ólíkindum“ og allt er „að mínu mati“. Í stað þess síðarnefnda mætti segja að mínu viti, að mínum dómi eða það er mín skoðun eða þá einfaldlega að nota sagnirnar að telja eða álíta, þ.e. ég tel eða ég álít. Óákveðna fornafnið „einhver“ er nú að góðri leið með að ryðja óákveðna fornafninu „nokkur“ úr vegi. Menn gera hitt og þetta eftir einhverja daga, einhverjar vikur eða einhverja mánuði. Er ekki orð- ið fyrir löngu tímabært að hressa svolítið upp á það síðarnefnda. Ber það í sannleika sagt ekki vott um býsna fátæklegan orðaforða og andlega örbirgð að tönnlast einatt á sömu orðunum og orðatiltækj- unum? Æskilegt væri að menn leituðust við að temja sér meiri blæbrigði í orðavali. Það er flestum ef ekki öllum sönnum unnendum íslenskrar tungu mikið áhyggjuefni hversu sumir fréttaritarar, einkum og sér í lagi íþróttafréttaritarar, kasta höndum til þýðinga sinna úr er- lendum tungumálum. Iðulega er greint frá því á öldum ljósvakans að þessi eða hinn íþróttakappinn hafi verið með „fiðrildi í magan- um“ (To have butterflies in the stomach). Svona hrá þýðing eða réttara sagt hrámeti er tæplega á borð berandi fyrir nokkurn Íslend- ing. Væri ekki nær að segja að menn séu með hjartað í buxunum. Mikið vatn hefur til sjávar runnið síðan Njála var skrifuð og ekki alltaf það hreinasta, sérstaklega á þessum síðustu og málbrengluð- ustu tímum. Enda þótt það komi ekki beinlínis íslensku máli eða réttara sagt málfari við og þó, þá hef ég aldrei getað áttað mig al- mennilega á hinu glæsilega slag- orði Framsóknarflokksins: Fólk í fyrirrúmi. Einhvern veginn hef ég það á tilfinningunni að eignarfor- nafnsígildið „okkar“ hafi fallið nið- ur af vangá. Slagorðið ætti því í rauninni að vera: Okkar fólk í fyr- irrúmi. Finnur Ingólfsson, Guðný Sverrisdóttir og Guðmundur Bjarnason eru nærtæk dæmi. Að lokum þetta: Ef heldur fram sem horfir eru nokkrar líkur á því að ylhýra málið verið rúið yl sínum öllum og töfrum en það er skylda allra sannra Íslendinga að koma í veg fyrir slíka hneisu og smán. Heiðvirðum listaskáldið góða Jón- as Hallgrímsson með sannkölluðu þjóðarátaki í markvissri og sam- stilltri málvernd. P.s. Í viðtali við Ragnheiði Gyðu Jónsdóttur talaði Vilhjálmur Árna- son, prófessor í heimspeki, um að „kenna námskeið“ og viðhafði þessi orð oftar en einu sinni. Af þessum sökum langar mig til að spyrja rektorinn, Pál Skúlason, að því hvort ekki sé lengur ætlast til þess að prófessorar við Háskóla Íslands kunni íslensku? Svar ósk- ast. Það er hægt að kenna hestum skeið, en ekki nemendum námskeið Halldór Þorsteinsson Málkennd Ef heldur fram sem horfir eru líkur á því að ylhýra málið verið rúið yl sínum öllum og töfr- um, segir Halldór Þor- steinsson, en það er skylda allra sannra Íslendinga að koma í veg fyrir slíka hneisu og smán. Höfundur er skólastjóri Málaskóla Halldórs. Bankastræti 3, sími 551 3635 Póstkröfusendum BIODROGA *MOIST* rakakremið byggir upp, styrkir og nærir húðina. Þú ert örugg með BIODROGA Lífrænar jurtasnyrtivörur FRÁBÆRAR SNYRTIVÖRUR Handsnyrtivörur frá = og Depend. Augabrúnaliturinn í bláu pökkunum frá Tana. Vax- og hitatæki til háreyðingar, háreyðingarkrem, vaxstrimlar og svitalyktareyðir frá Frábært verð og frábær árangur. Súrefnisvörur Karin Herzog Vita-A-Kombi olía fimm daga vikunnar alltaf á þriðjud.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.