Morgunblaðið - 24.03.2001, Síða 68
FRÉTTIR
68 LAUGARDAGUR 24. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Eldhús- og svefnherbergisinnréttingar.
Stigahandrið - parket Fulningahurðir
ÚTVEGUM FRÁ LITHÁEN
á mjög hagstæðu verði og í góðum gæðum
Við hönnum innréttingarnar og
gerum tilboð.
Getum sýnt sýnishorn.
Sími 554 2502, 695 8509,
fax 872 1942.
Eyrfeld ehf.
Á BLÓÐGJAFARDAGINN 14. mars
s.l. færði Neistinn, styrktarfélag
hjartveikra barna, styrktarsjóði
sínum eina milljón króna að gjöf.
Styrktarsjóðurinn er sjálfstæð
rekstrareining sem er rekin óháð
styrktarfélaginu. Upphæðin er and-
virði jólakorta og jólamerkja sem
söfnuðust í desember s.l. Á Íslandi
greinast árlega 40-50 hjartveik
börn eða um 1% allra fæddra barna
hér á landi.
Á myndinni eru f.v. Hallfríður
Kristinsdóttir, gjaldkeri sjóðsins og
Guðrún Pétursdóttur, formaður, að
veita gjöfinni móttöku úr hendi
Guðnýjar Sigurðardóttur, gjald-
kera Neistans, og Hafdísar Ingi-
mundardóttur sem er í stjórn
styrktarfélagsins.
Neistinn styrkir
hjartveik börn
ALÞJÓÐLEG sýning Kynjakatta,
kattaræktarfélags Íslands, verður
haldin dagana 24.–25. mars. Til sýn-
is verða kettir af öllum þeim teg-
undum sem ræktaðar eru hér á
landi. Af þeim má nefna síams, pers-
neska, abyssiníu, sómalí, oriental,
bengal, heilaga birma, norska skóg-
arketti og húsketti.
Erlendir dómarar munu dæma
kettina og valdir verða þeir bestu í
ákveðnum flokkum. Gæludýraversl-
anir og heildsölur verða með kynn-
ingar á vörum fyrir ketti. Sýningin
fer fram í Íslenska kvikmynda-
verinu í Fossaleyni 19–21 í Graf-
arvogi og stendur yfir frá 10–18
báða dagana.
Alþjóðleg
sýning Kynjakatta
SVARFDÆLSKI marsinn er yfir-
skrift menningarhátíðar sem efnt
verður til í Dalvíkurbyggð um aðra
helgi, dagana 30. mars til 1. apríl. Að
hátíðinni standa nokkrir áhugamenn
um svarfdælska menningu.
Hátíðin hefst með „heimsmeist-
arakeppni í brús“ á Rimum í Svarf-
aðardal kl. 20.30 föstudaginn 30.
mars. Brús er spil sem trúlega er
ekki mjög vel þekkt nú til dags. Á ár-
um áður var það spilað víða um land,
einkum var spilamennskan þó bundin
við Svarfaðardal og Grýtubakka-
hrepp.
Klukkan 11 laugardaginn 31. mars
verður efnt til málþings um svarf-
dælska menningu í Dalvíkurskóla.
Frummælandi er Þórarinn Eldjárn
og nefnir hann erindi sitt „… dælska,
firska, vetnska og lenska“; Árni
Daníel Júlíusson sagnfræðingur flyt-
ur erindi sem hann kallar „Gullöldin í
Svarfaðardal“; Gunnar Stefánsson
útvarpsmaður ræðir um Svarfdæla
sögu og fleiri sögur; og Guðrún Krist-
insdóttir, minjasafnsvörður á Akur-
eyri, ræðir um Kristján Eldjárn og
fornminjarannsóknir í Svarfaðardal.
Laugardagskvöldið 31. mars verð-
ur stiginn svarfdælskur mars í
félagsheimilinu Rimum í Svarfaðar-
dal.
Sunnudaginn 1. apríl verður efnt
til gönguferðar um Dalvíkina undir
leiðsögn Sveinbjörns Steingrímsson-
ar og verður einkum litið á gömul
hús. Lagt verður af stað frá ráðhúsi
Dalvíkur og er reiknað með einnar
klukkustundar gönguferð. Klukkan
14 sama dag verður söngur í Dalvík-
urkirkju þar sem fram koma kórar í
Dalvíkurbyggð og kór brottfluttra
Svarfdælinga.
Menningarhátíðin Svarfdælski marsinn
Heimsmeistara-
keppni í brús
MÁLSTOFA í hjúkrunarfræði á
vegum Rannsóknarstofnunar í
hjúkrunarfræði verður haldin
mánudaginn 26. mars kl. 12.15 í
stofu 6 á 1. hæð í Eirbergi, Eiríks-
götu 34. Málstofan er öllum opin.
Þorbjörg Guðmundsdóttir hjúkrun-
arfræðingur, MS, flytur fyrirlest-
urinn Rannsókn á trúarlegri
reynslu og trúarlegum þörfum
sjúklinga sem standa frammi fyrir
lífsógnandi sjúkdómum.
„Því hefur verið haldið fram af
fræðimönnum innan hjúkrunar að
hinni trúarlegu vídd mannsins hafi
ekki verið nægjanlega gaumur gef-
inn þrátt fyrir að menn séu sam-
mála um að hún sé einn þeirra þátta
sem móta heildrænt líf hans. Hug-
myndafræði heildrænnar umönnun-
ar gengur út frá því að líkami, sál
og andi séu samofin og að ójafn-
vægi í einum þessara þátta valdi
ójafnvægi í hinum tveimur. Litið er
á einstaklinginn sem heild sem ekki
er hægt að hlutgera með tilliti til
sjúkdómsgreiningar og umönnun-
ar.
Tilgangur þessarar rannsóknar
var að kanna með eigindlegri að-
ferðafræði trúarlega reynslu og
trúarlegar þarfir einstaklinga sem
höfðu greinst með lífsógnandi sjúk-
dóma. Í rannsókninni tóku þátt sjö
einstaklingar, 4 konur og 3 karlar, á
aldrinum 29-65 ára sem greinst
höfðu með krabbamein u.þ.b. einu
ári áður en rannsóknin fór fram.
Gagnasöfnun fór annars vegar fram
með tveimur djúpviðtölum við
hvern þátttakanda og hins vegar
með skriflegri lýsingu þeirra á
trúarlegri reynslu sinni og trúar-
legri þörf við þessar aðstæður.
Meginniðurstöður leiddu í ljós að
allir þátttakendurnir lýstu aukinni
trúarþörf á öllum stigum sjúkdóms-
ferilsins; við greiningu, á meðferð-
artímanum svo og eftir að meðferð
lauk. Trúin gegndi þýðingarmiklu
hlutverki í viðleitni þeirra í að ná
einhvers konar fótfestu í sjúkdóms-
ástandinu og að leita merkingar í
þessari erfiðu reynslu og lífi sínu í
heild. Flestir töldu að trúin hafi
veitt þeim styrk, eflt von og veitt
innri frið. Þátttakendurnir voru
einhuga um að trúarleg málefni
væru „persónuleg og viðkvæm“ og
að það þyrfti að nálgast umræðu
um þau með aðgát,“ segir í frétta-
tilkynningu.
Málstofa
í hjúkrunarfræði
ÞRIÐJA fræðsluerindi Hins ís-
lenska náttúrufræðifélags í ár verð-
ur haldið mánudaginn 26. mars kl.
20:30 í stofu 101 í Odda, húsi Há-
skóla Íslands. Þá flytur prófessor
Þóra Ellen Þórhallsdóttir erindi
sem hún nefnir „Þjórsárver: vin í
eyðimörk“.
Í fyrirlestrinum verður fjallað um
einkenni og sérstöðu Þjórsárvera,
einkum gróður og jarðveg, og líkleg
áhrif fyrirhugaðra virkjanafram-
kvæmda á lífríkið. Þjórsárver eru
stærsta gróðurvin miðhálendisins
og líklega er tegundaauðgi blóm-
plantna, mosa, sveppa, fléttna,
skordýra og fugla óvíða meiri ann-
ars staðar á hálendinu, segir í
fréttatilkynningu. Gróður er einkar
fjölskrúðugur og gróska mikil, sem
að hluta stafar af því að sauðfjár-
beit hefur verið minni þar en víðast
hvar annars staðar. Þjórsárver eru
ennfremur mesta freðmýri landsins.
Síðast en ekki síst eru þau við-
urkennd sem alþjóðlega mikilvægt
votlendi, einkum vegna fuglalífs.
Aðgangur að fræðsluerindum
HÍN er ókeypis og öllum heimill.
Fræðslu-
erindi HÍN
FERÐAFÉLAG Íslands gengst fyr-
ir gönguferð sunnudaginn 25. mars á
Hellisheiði. Byrjað verður á því að
ganga á Skálafell sunnan Hellisheið-
ar (574 m y.s.) og haldið þaðan áfram
að Votabergi við Þrengslaveg þar
sem rútan bíður. Reiknað er með 4–
4,5 klst. göngu og áætluð hæðaraukn-
ing er um 200 m. Fararstjóri í þessari
ferð er Jónas Haraldsson og þátt-
tökugjald 1.600 krónur. Nú eru síð-
ustu forvöð að læra að raða í bakpok-
ann og stilla hann rétt, segir í
fréttatilkynningu, því seinna bakpok-
anámskeiðið verður haldið þriðjudag-
inn 27. mars kl. 20. Nauðsynlegt er að
skrá þátttöku á námskeiðið en þar
verður farið yfir helstu atriði sem
lúta að innihaldi bakpokans, hvað á
að vera í honum og hvað á að skilja
eftir, hvernig á að raða í hann, hvað
fer efst og hvað fer neðst og síðast en
ekki síst, hvernig á að stilla bakpok-
ann þannig að hann sitji vel.
Gönguferð og bakpokanámskeið
LANDSBANKINN, í samvinnu við
PricewaterhouseCoopers, býður nú
Námu- og Vörðufélögum ókeypis
ráðgjöf við framtalsgerð einstak-
linga. Hægt er að senda fyrirspurnir
á netfangið skattur@lais.is alla virka
daga á skrifstofutíma og munu ráð-
gjafar bankans svara innan sólar-
hrings.
Einnig verður spjallrás opin á vis-
ir.is þar sem einstaklingar geta sent
fyrirspurnir á Netinu varðandi fram-
talsgerð og fengið svar um hæl.
Spjallrásin verður opin á eftirfarandi
tímum: Laugardaginn 24. mars milli
klukkan 14 og 18, sunnudaginn 25.
mars milli klukkan 14 og 18, mánu-
daginn 26. mars milli klukkan 20 og
22, föstudaginn 30. mars milli klukk-
an 20 og 22, laugardaginn 31. mars
milli klukkan 14 og 18, sunnudaginn
1. apríl milli klukkan 14 og 18 og
mánudaginn 2. apríl milli klukkan 20
og 22.
Skattaráð-
gjöf Lands-
bankans
NÝR Mercedes-Benz
sportbíll, C-Sports
Coupé, úr hinni svo-
kölluðu C-línu verður
frumsýndur hjá Ræsi
um helgina. C-línan
hefur vakið mikla at-
hygli og hlaut meðal
annars Stálstýrið
sem bíll ársins 2001
hjá DV. Coupé er
sportlegri en sá hefð-
bundni en þó í svip-
uðum verðflokki og
kostar frá 2,9 milljónum króna.
Bíllinn er þrennra dyra og hægt
að fá hann í fjórum vélarstærð-
um, þar af er ein CDI dísilvél.
Hestöflin eru frá 129 til 197.
Staðalbúnaður er ríkulegur og
að auki er hægt að velja ým-
iskonar valbúnað, til dæmis 6
gíra sjálfvirka gírskiptingu og
rafdrifinn gler-sóltopp (pano-
rama).
Bíllinn verður til sýnis í húsa-
kynnum Ræsis, Skúlagötu 59, á
laugardag frá 12 til 17 og sunnu-
dag frá 13 til 17. Léttar veitingar
verða í boði.
Nýr sportbíll frá Benz
frumsýndur