Morgunblaðið - 24.03.2001, Side 74

Morgunblaðið - 24.03.2001, Side 74
DAGBÓK 74 LAUGARDAGUR 24. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ Skipin Reykjavíkurhöfn: Kyndill og Trinket koma í dag. Hafnarfjarðarhöfn: Svanur fór í gær. Son- ar og Katla komu til Straumsvíkur í gær. Fréttir Stuðningsfundir fyrr- verandi reykingafólks. Fólk sem sótt hefur námskeið gegn reyk- ingum í Heilsustofnun NLFÍ í Hveragerði, fundur í Gerðubergi á þriðjud. kl. 17.30. Kattholt. Flóamark- aður í Kattholti, Stang- arhyl 2, opinn þriðjud. og fimmtud. kl. 14–17. Félag frímerkjasafn- ara. Opið hús laug- ardaga kl. 13.30–17. Mæðrastyrksnefnd Kópavogs, Hamraborg 20a. Fataúthlutun kl. 17–18. Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur, Sól- vallagötu 48. Skrif- stofan er opin alla miðvikud. kl. 14–17. S. 551 4349. Fataúthlutun og fatamóttaka er opin annan og fjórða mið- vikud. í mánuði kl. 14– 17, s. 552 5277. Styrkur, samtök krabbameinssjúklinga og aðstandenda þeirra. Svarað er í síma Krabbameinsráðgjaf- arinnar, 800 4040, kl. 15–17. Mannamót Félagsstarfið Norð- urbrún 1 og Furugerði 1. Fimmtudaginn 29. mars verður farið í Fljótshlíðina. Stutt stopp í Hveragerði, súpa, brauð og kaffi í Hlíðarenda, Hvolsvelli. Njálusafnið skoðað og ekið að Tumastöðum. Leiðsögumaður: Anna Þrúður Þorkelsdóttir. Lagt af stað frá Norð- urbrún kl. 10.15, frá Furugerði kl. 10.30. Skráning og nánari upplýsingar á Norð- urbrún í síma 568-6960 og í Furugerði í síma 553-6040. Félag eldri borgara í Hafnarfirði, Hraunseli, Reykjavíkurvegi 50. Kvöldvaka í boði Lionsklúbbs Hafn- arfjarðar verður næst- komandi fimmtudag, 29. mars, kl. 20. Félag eldri borgara í Reykjavík, Ásgarði, Glæsibæ. Kaffistofan er opin virka daga kl. 10–13. Matur í hádeg- inu. Sunnudagur: Félagsvist spiluð kl. 13.30. Dansleikur um kvöldið kl. 20, Caprí tríó leikur fyrir dansi. Mánudagur: Brids spil- að kl. 13. Leiðbeining í gömlu dönsunum kl. 19–21. Dagsferð verður farin í Grindavík-Bláa lónið-Reykjanes 2. apr- íl. Brottför kl. 10 frá Ásgarði, Glæsibæ. Skráning hafin á skrif- stofu FEB. Þriggja daga ferð verður farin á Snæfellsnes 27.–29. apríl. Gististaður: Snjó- fell á Arnarstapa. Hringferð um Snæ- fellsjökul. Komið í Ólafsvík, á Hellissand og Djúpalónssand. Brottför frá Ásgarði, Glæsibæ, 27. apríl kl. 9. Skráning hafin.Silf- urlínan opin á mánu- dögum og mið- vikudögum kl. 10–12. Ath. skrifstofa FEB er opin kl. 10–16. Upplýs- ingar í síma 588 2111. Félagsstarf aldraðra í Garðabæ. Spilað í Kirkjulundi á þriðju- dögum kl. 13.30. Vor- fagnaður í Kirkjuhvoli í boði Oddfellow 29. mars kl. 19.30. Fótaað- gerðir mánudaga og fimmtudaga. Ath. nýtt símanúmer, 565 6775. Eldri borgarar í Mos- fellsbæ, Kjalarnesi og Kjós. Félagsstarfið Hlaðhömrum er á þriðjud. og fimmtud. kl. 13–16.30, spil og föndur. Pútttímar í íþróttahúsinu á Varmá kl. 10–11 á laug- ardögum. Gerðuberg, félagsstarf. Sund og leikfimiæf- ingar í Breiðholtslaug falla niður. Boccia á þriðjudögum kl. 13 og á föstudögum kl. 9.30, umsjón Óla Stína. Mánudaginn 26. mars kemur Hrafnistuskór- inn í heimsókn. Mið- vikudaginn 28. mars verður farið í heimsókn til Þorlákshafnar og samvera með eldri borgurum þar. Skrán- ing hafin. Allar veit- ingar í kaffihúsi Gerðu- bergs. Allar upplýsingar á staðnum og í síma 575 7720. Vesturgata 7. Fimmtu- daginn 29. mars verður heimsókn í Listasafn Íslands á sýninguna Náttúrusýnir. Upplýs- ingar og skráning í af- greiðslu í síma 562- 7077. Félag fráskilinna og einstæðra. Fundur verður í kvöld kl. 21 í Konnakoti, Hverfisgötu 105. Nýir félagar vel- komnir. Munið göng- una mánudag og fimmtudag. Kirkjustarf aldraðra, Digraneskirkju. Opið hús þriðjudag frá kl. 11. Leikfimi, matur, helgistund og fræðsla. Verið velkomin. Félagsstarf SÁÁ. Félagsvist í Hreyf- ilshúsinu (3. hæð) laug- ardaga kl. 20. Allir vel- komnir. Parkinsonsamtökin á Íslandi. Aðalfundurinn verður haldinn í safn- aðarheimili Áskirkju laugardaginn 24. mars kl. 14. Venjuleg aðal- fundarstörf, kaffiveit- ingar og skemmtiatriði. Allir velkomnir. Átthagafélag Stranda- manna heldur vorball sitt laugardaginn 24. mars í Breiðfirð- ingabúð. Húsið opnað kl. 22, hljómsveitin Breiðbandið ásamt Mattý Jóhanns leikur fyrir dansi. ITC-fundir. Fundir I. og II. ráðs ITC verða haldnir í Kiwanishús- inu við Engjateig í dag. Skráning hefst kl. 12. Sameiginlegur fundur hefst kl. 17 og kl. 19 er hátíðarkvöldverður. Allir eru velkomnir á fundi hjá ITC. Gigtarfélagið. Leikfimi alla daga vikunnar. Létt leikfimi, bakleik- fimi karla, vefjagigt- arhópar, jóga, vatns- þjálfun. Einn ókeypis prufutími fyrir þá sem vilja. Nánari uppl. á skrifstofu GÍ, s. 530 3600. Minningarkort Minningarkort Kven- félags Háteigssóknar. Kvenfélagskonur selja minningarkortin. Þeir sem hafa áhuga á að kaupa þau vinsam- legast hringi í síma 552-4994 eða síma 553- 6697. Minningarkortin fást líka í Kirkjuhús- inu, Laugavegi 31. Minningarkort Kven- félags Langholts- sóknar fást í Lang- holtskirkju, sími 520 1300, og í blómabúðinni Holtablómið, Lang- holtsvegi 126. Gíró- þjónusta er í kirkjunni. Minningarkort Kven- félags Neskirkju fást hjá kirkjuverði Nes- kirkju, í Úlfarsfelli, Hagamel 67 og í Kirkjuhúsinu v/ Kirkjutorg. Minningarkort Kven- félagsins Hringsins í Hafnarfirði fást í blómabúðinni Burkna, hjá Sjöfn í síma 555 0104 og hjá Ernu í síma 565 0152 (gíró- þjónusta). Slysavarnarfélagið Landsbjörg, Stang- arhyl 1, 110 Reykjavík. Sími 570-5900. Fax: 570-5901. Netfang: slysavarnafelag- id@landsbjorg.is Minningarkort Rauða kross Íslands eru seld í sölubúðum Kvenna- deildar RRKÍ á sjúkra- húsum og á skrifstofu Reykjavíkurdeildar, Fákafeni 11, sími 568- 8188. Minningarkort Hvíta- bandsins fást í Kirkju- húsinu, Laugavegi 31, sími 562-1581, og hjá Kristínu Gísladóttur, sími 551-7193 og Elínu Snorradóttur, sími 561- 5622. Minningarkort Sjúkra- liðafélags Íslands eru send frá skrifstofunni, Grensásvegi 16, Reykjavík. Opið virka daga kl. 9–17. Sími 553-9494. Minningarkort Vina- félags Sjúkrahúss Reykjavíkur eru af- greidd í síma 525-1000 gegn heimsendingu gíróseðils. Í dag er laugardagur 24. mars, 83. dagur ársins 2001. Orð dagsins: Honum bera allir spámennirnir vitni, að sérhver, sem á hann trúir, fái fyrir hans nafn fyrir- gefningu syndanna. (Post. 10, 43.) MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RIT- STJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 165 kr. eintakið. ÞAÐ hlýtur að vera fagn- aðarefni hjá flestum rétt hugsandi þjóðfélagsþegn- um, að nú skuli vera lagt fram á alþingi frumvarp til þyngri refsingar við öllu klámi og allri kynlífsþjón- ustu yfir höfuð. Þetta frum- varp ætti félagsmálaráð- herra, herra Páll Pétursson að taka fegins hendi. Það gæti hjálpað ráðherra að hafa hemil á súludansstöð- unum og sporna við inn- flutningi á nektardans- meyjum. Ef Reykjavík á að standa undir nafni; að vera menningarborg, þá verður hún að hrista af sér þennan klámiðnað, sem er að tröll- ríða höfuðborginni. En það er eins og þegar kemur fram einhver þarfleg tillaga á alþingi, þá kippi einhver í spottann og málið er svæft í einhverri nefnd. Því örugg- asta leiðin til að losna við eitthvert mál er að setja það í nefnd. Það er svo mik- il hætta á að það dagi þar uppi. Það hljóta að vera menn úr öllum stjórnmála- flokkunum, sem styðja þetta frumvarp, ef ein- hverjir peningamenn úti í bæ kippa ekki í spottann, eins og svo oft þegar spjót- in beinast að „bissness“- mönnum, sem ráða stund- um einum of í þessu þjóð- félagi í krafti mammons. Kjósandi. Fátækt á Íslandi í dag UMRÆÐAN í þjóðfélag- inu um fátækt á Íslandi er nú komin aftur á stað. Þar hafa verið nefndir til hópar eins og ellilífeyrisþegar, ör- yrkjar, einstæðar mæður og fleiri. Á næstunni mun kirkjan og Rauði krossinn verða með málþing um þessi mál. Þingmenn og ráðherrar mættu gjarnan hafa þessi mál í huga og at- huga hvað þeir geta gert, hafandi það í huga að Ís- land er eitt ríkasta land í heimi og hér á að ríkja hið margumtalaða góðæri, sem kemur eflaust til fárra út- valdra í þessu þjóðfélagi. Þegar þetta málþing hefst, þá ættu þingmenn og ráð- herrar að reyna að sjá sér fært að mæta og leggja eitthvað jákvætt til mál- anna. Fátækt á Íslandi þyrfti ekki að vera til, ef þjóðarkökunni væri jafnt skipt. Þetta er svo stór blettur á þessu þjóðfélagi og öllum til skammar. Stjórnmálamenn verða að afmá þennan smánarblett af einni ríkustu þjóð í heimi. Öryrki. Samstarf Laugarnes- kirkju og ÖBÍ ÞAÐ er einstaklega gleði- legt, þegar kirkjan kemur til fólksins, en það á líka að vera þannig að fólkið komi til kirkjunnar. Því eins og stendur í kirkjuvísi frá Laugarneskirkju, þá eigum við kirkjuna saman. Kirkj- an kemur þér við. Hjónin Þorvaldur Halldórsson og Margrét Scheving eiga miklar þakkir skildar fyrir að stytta okkur stundir hjá Ö.B.Í í Hátúni 10 með gosp- elsamveru síðasta miðviku- dag hvers mánaðar. Þá ber einnig að þakka fyrir þriðjudagskvöldin með Þorvaldi og séra Bjarna Karlssyni í Laugarnes- kirkju. Ég vil hvetja sem flesta til að mæta í Laug- arneskirkju á þriðjudags- kvöldum. Allt þetta heið- ursfólk á þakklæti skilið fyrir sinn þátt til þess að styrkja trú fólks og létta því lund. Með bestu kveðju Gunnar G. Bjartmarsson Hátúni 10. Ómaklega vegið að Staðarskála MÉR fannst ómaklega veg- ið að Staðarskála í Velvak- anda í Morgunblaðinu fyrir stuttu síðan. Mér finnst þessi gagnrýni ekki sann- gjörn því ég hef alltaf feng- ið mjög góða þjónustu þeg- ar ég hef komið þarna við. Síðast liðið sumar kom ég t.d. kl. 18.30 og þá var löng biðröð í afgreiðslu. Ég ætl- aði að snúa við en ákvað samt að fara í biðröðina, og gekk afgreiðslan fljótt og vel fyrir sig og ég fékk góða þjónustu. Auðvitað getur verið mikið að gera þarna á álagstímum en þjónustan er frábær. Hörður Sævaldsson. Tapað/fundið Týnt hjól GAMALT hvítt kven- mannshjól með svartri körfu hvarf fyrir nokkru þar sem það stóð fyrir utan blokk í Stigahlíð í Reykja- vík. Hjólsins er sárt sakn- að. Skilvís finnandi er vin- samlegast beðinn að hafa samband við Maríu í síma 568-4193. Fundarlaunum heitið. Brúnt leðurveski tapaðist BRÚNT leðurveski með langri ól tapaðist á leiðinni frá Stjörnubíói að Ótrúlegu búðinni á Laugavegi, mið- vikudaginn 21. mars sl. um kl. 19.30. Í veskinu var dag- bók merkt Blóðbankanum og penni. Skilvís finnandi er vinsamlegast beðinn að hafa samband í síma 561- 5135. Fundarlaun. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Burt með súlustaðina og klámbúllur Víkverji skrifar... ÞÓTT skiptar skoðanir séu umframtíð Reykjavíkurflugvallar, líkt og berlega kom í ljós í atkvæða- greiðslunni um síðustu helgi, hljóta flestir íbúar að vera sammála um að sú mikla umræða um skipulagsmál borgarinnar sem átt hefur sér stað undanfarið sé af hinu góða. Reykjavík hefur stækkað ört á undanförnum árum og allt bendir til að sú þróun eigi eftir að halda áfram af miklum krafti í framtíðinni. Því má gera ráð fyrir að eftir nokkra áratugi verði höfuðborgin orðin mun fjölmennari og stærri en hún er í dag, með öllum þeim möguleik- um og vandamálum sem því fylgir. Það er því að mati Víkverja löngu tímabært að jafnt borgaryfirvöld sem íbúar íhugi vandlega hvernig við viljum að borgin okkar þróist, ekki einungis næstu árin heldur áratugina. Með því að horfa langt fram í tímann og reyna að sjá fyrir vandamálin, sem óhjákvæmilega eiga eftir að koma upp í skipulaginu, verður vonandi hægt að koma í veg fyrir mörg af þeim mistökum, sem gerð hafa verið í borgum í ná- grannalöndunum. Það er að mörgu að huga í borg- um, sem vaxa hratt á skömmum tíma. Ef vöxturinn er stjórnlaus og óskipulagður er hætt við því að borgir verði einkennalausar breiður af byggingum án nokkurrar annarr- ar innbyrðis tengingar en malbik- aðra gatna. Slíku „skipulagi“ hættir síðan til að smitast yfir í mannlífið í borgunum. x x x RAUNAR er Víkverji þeirrarskoðunar að ekki sé nóg að horfa til Reykjavíkur eingöngu í þessu sambandi. Það hlýtur ekki síður að vera hagsmunamál íbúa í nágrannasveitarfélögum að horft sé á svæðið sem eina heild, þegar ákvarðanir um framtíðarþróun byggðar verða teknar á næstu ár- um. Sé rétt á málum haldið væri hægt að gera stórkostlega hluti á höfuð- borgarsvæðinu. Það væri hins vegar einnig hægt að gera þetta svæði að óspennandi byggð, þar sem mannlíf á undir högg að sækja. Umræða um mál af þessu tagi er áberandi, jafnt í Evrópu sem Bandaríkjunum. Þar er hins vegar oftar en ekki verið að ræða hvernig hægt sé að bæta fyrir mistök fyrri ára. Ekki síst er það áberandi í Bandaríkjunum þar sem miðbær margra borga hefur verið látinn drabbast niður og íbúðarbyggðin færst til fjarlægra úthverfa. Varla er það þróun, sem við viljum að eigi sér stað hér á landi. x x x ÞRÁTT fyrir að ákveðnar fylk-ingar hafi myndast í tengslum við flugvallarmálið vonar Víkverji að menn slíðri nú sverðin og taki höndum saman um skipulagsmálin þannig að blómleg byggð geti haldið áfram að þróast á höfuðborgar- svæðinu. Það hlýtur jú, þegar upp er staðið, að vera hagsmunamál allra borgarbúa. Nú ætti að vera lag að hefja slíka umræðu, því að líklega hafa skipulagsmál aldrei verið jafn- mikið í deiglunni og einmitt nú. Það gæti því hugsanlega orðið jákvæð- asta afleiðing atkvæðagreiðslunnar að fólk sem til þessa hefur aldrei velt vöngum yfir skipulagsmálum er nú farið að láta þau sig varða. 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 K r o s s g á t a LÁRÉTT: 1 hefur hönd á, 8 skaða, 9 tuskan, 10 kvíði, 11 girnd, 13 ýlfrar, 15 hrist- ist, 18 sjá eftir, 21 blóm, 22 fljótið, 23 tóbaki, 24 farangur. LÓÐRÉTT: 2 rándýrs, 3 streymi, 4 mauks, 5 líkamshlutar, 6 sæti, 7 röskur, 12 ginn- ing, 14 sefa, 15 vera við- eigandi, 16 örlög, 17 höfðu upp á, 18 erfiði, 19 kæns, 20 fædd. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU: Lárétt: 1 sópum, 4 eikur, 7 ljúft, 8 rytju, 9 trú, 11 maur, 13 hrat, 14 ískur, 15 hrak, 17 álag, 20 frú, 22 refur, 23 nagar, 24 kerið, 25 afræð. Lóðrétt: 1 selum, 2 prúðu, 3 mett, 4 edrú, 5 kutar, 6 raust, 10 rekur, 12 rík, 13 hrá, 15 horsk, 16 arfar, 18 lýg- ur, 19 gerið, 20 frið, 21 únsa.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.