Morgunblaðið - 24.03.2001, Side 77

Morgunblaðið - 24.03.2001, Side 77
FÓLK Í FRÉTTUM MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. MARS 2001 77 VELSKA þríeykið Manic Street Preachers hefur aldrei náð þeirri hylli hérlendis sem hún nýtur á Bretlandseyjum þar sem hún hefur verið í miklum metum höfð, jafnt meðal gagnrýnenda sem annarra rokkunnenda, í góðan áratug. Það er svo sem ekkert undarlegt ef út í það er hugsað því að lykilatriðið í tónlist sveitarinnar, hinir mjög svo pólitísku textar Nickys Wire, eiga sér djúpar rætur í bresku sam- félagi og hrópa á talsverða þekkingu á þjóðmálaum- ræðu þar í landi. Það má líka segja að þróunin hafi í ofanálag verið æ meira í þessa áttina. Richey Ja- mes, fyrrum gítarleikari sveitarinnar sem hvarf sporlaust árið 1995, var aðaltextahöfundurinn á þremur fyrstu skífunum og hluta Everything Must Go. Textar hans voru ólíkir textum Wire, mun persónulegri og ljóðrænni þótt yrkisefni beggja séu myrk og oft og tíðum ónotaleg. Ég kann miklu betur við textasmiðinn Jam- es. Það er eitthvað sem stuðar mig við stíl Wire og róttækar stjórnmálaskoð- anirnar sem hann er óhræddur við að flíka. Hann er árásargjarn, dómharður og virðist æði oft kom- inn upp í einhverja pontu í þeim erindagjörðum að þruma yfir grandalausum sauðunum – tekur nafn sveitarinnar kannski fullbók- staflega? Hann á til að tæpa á þörfum málefnum sem maður get- ur samsinnt en samt held ég að þeir einir geti hrifist sem eru skoð- anabræður hans. Reyndar læðist á köflum að mér sá grunur að þessi háskólamenntaði og vel upplýsti poppari sé krossgátusjúklingur og sæki orðaforða sinn þangað og í samheitaorðabækurnar góðu – svona til þess að virka ennþá upp- lýstari. Dæmi um það er hreint fá- ránlegur texti við lagið „Intraveno- us Agnostic“ á umræddri plötu. Ástæða þess að ég geri þennan þátt Wire í hljómsveitinni að um- talsefni er sú að mér þykir hann vera í aðalhlutverki á nýjustu skífu sveitarinnar, þeirri sjöttu í röðinni, Know Your Enemy, sem er til- vitnun í sjálfan Maó formann, hvað annað? Á síðustu tveimur plötum hefur mér þótt Wire hafa sloppið fyrir horn, einkum fyrir þær sakir að hann var vel í skugga aðallaga- höfundarins og söngvarans James Deans Bradfield sem átti stórleiki á báðum skífum. Hér finnst mér Bradfield yfir það heila samt ekki ná sér almennilega á strik í lagasmíðunum, sem er miður, og stíga þá vinnubrögð Wire fram úr skugganum. Vitanlega er hann á útopnu og baunar á allt og alla, einkum þó bandarískt samfélag og yfirvöld sem hann lætur fara óend- anlega í taugarnar á sér. Besta dæmið þar um er „Baby Elian“, fast skot á Bandaríkjastjórn og framgöngu hennar í málinu um þennan unga kúbverska dreng sem togast var á um í fyrra fyrir aug- um gervallrar heimsbyggðarinnar. Þar má t.d. finna línur á borð við: „Kidnapped – to the promised land/The Bay of Pigs or Baby El- ian/Operation-Peter Pan/America – the devil’s playground.“ (Við skul- um vona að maðurinn sé ekki að spæla sig á að hafa ekki náð að „meika“ það vestra.) Annað dæmi sem stingur mann er hversu stefnulaus platan er. Drengirnir létu hafa eftir sér að þeir vildu gera plötuna fjölbreytta en hættan við það er sú að slíkt getur komið niður á heildarmyndinni, sem það hefur og gert. Félagarnir létu einnig hafa eftir sér að þeir hefðu ákveðið að hika ekki við að sækja innblástur í gamla góða plötusafnið og það leynir sér svo sannarlega ekki. Til þess að nefna nokkur dæmi má greina áhrif frá Beach Boys og Phil Spector („So Why So Sad“), ungri og upprennandi R.E.M. („The Year of Purificat- ion“), The Fall („Wattsville Blues“), Joy Division („Dead Mart- yrs“), Elvis Costello („His Last Painting“), Velvet Underground („My Guernica“) og The Smiths (ónafngreint leynilag í blálok geislaplötunnar). Ekki amalegt plötusafn það en eins vanir menn og Manic Street Preachers ættu að vita vel að maður fær alltaf miklu meira út úr því að hlusta á frum- gerðina þegar endurgerðin er orð- in svo til eins. Þriðja og síðasta at- riðið sem angrar mig svo mjög er þetta fáránlega diskólag. Ég mun aldrei fá skilið hví drengjunum datt í hug að klína þessu blessaða „flippi“ á miðja plötuna. Það sem vel er gert skrifast eins og svo oft áður á Bradfield og lagasmíðar hans. Þegar hann er í ham stan- dast fáir honum snúninginn í gerð grípandi og áhrifaríkrar rokkmel- ódíu og blessunar- lega eru nokkrar slíkar til staðar á Know Your Enemy. „Found That Soul“ er ekta Manics-lag, kröftugur og einfald- ur rokkari. „Ocean Spray“ er yfirburðalag plötunnar, grípandi og létt melódía með ljúf- sáru trompetsólói frá Sean Moore og sláandi texta, hinum fyrsta sem Bradfield semur en hann ku fjalla um lát móður hans. Varaðu þig, Wire! „Royal Cor- respondent“ býr yfir nettri New Order-dulúð en er þar fyrir utan alveg Manic Street Preachers í gegn, dramatískt og fallegt. Önnur lög eru síðri en sum hver mjög fram- bærileg og hefðu sómt sér vel á sterkri, styttri plötu (Know Your Ememy inniheldur 17 lög og er vel yfir 70 mínútur að lengd). Svo virðist sem Manic Street Preachers hafi lent í ákveðinni klípu við gerð Know Your Enemy. Þeir vildu ekki gera aðra plötu á borð við tvær síðustu en höfðu auð- heyranlega ekki grun um hvað þeir vildu gera í staðinn. Niðurstaðan er því vonbrigði, sérstaklega þar sem ég hef aldrei áður orðið fyrir vonbrigðum með nýja Manics- plötu. Sveitin mun því varla nema ný lönd með Know Your Enemy en segja má að hún komi þó til með að treysta völdin yfir þeim sem þegar hafa verið numin. ERLENDAR P L Ö T U R Skarphéðinn Guðmundsson fjallar um Know Your Enemy, sjöttu skífu Manic Street Preachers, sem kom út á mánudaginn, og skoðar ferilinn stuttlega.  Garfað í gamla plötusafninu Prédikarinn með höttinn og meðhjálparar hans. Ljósmynd/Rankin GENERATION TERRORIST (1992)  Allt of langur frumburður. Hefði kannski verið hlustunarhæf ef drengirnir hefðu haft einhverja dómgreind til þess að velja og hafna lögum. „Mot- orcycle Emptyness“ er þó von- arneisti. GOLD AGAINST THE SOUL (1993)  Blessunarlega styttri en forver- inn en framfar- irnar óverulegar. Uppfull af klisju- kenndum rokkfrösum. Textagerðin hafði þó tekið framförum. THE HOLY BIBLE (1994)  Í anda nafnsins mætti líka halda að hér hefði átt sér stað tónlist- arlegt kraftaverk – að drengirnir hefðu öðlast náðargáfu sem áður var víðs fjarri. Kolsvört plata sem boðar komu Richey James í hóp stórskálda poppsins. „She is Suff- ering“ og „4lb.“ eru í hópi eft- irminnilegri laga síðasta áratugar. EVERYTHING MUST GO (1996)  Richey horfinn og Manics orðin tríó í sárum. Þrátt fyrir það tekur sveitin enn eitt framfarastökkið, aðallega vegna þess að James Dean Brad- field virðist hafa uppgötvað leynd- ardóma melódíunnar og dælir frá sér hverri perlunni á fætur annarri. THIS IS MY TRUTH TELL ME YOURS (1998)  Framþróunin heldur áfram og sveitin virðist hafa náð fullum þroska á þessari heilsteyptu melódísku poppplötu. Léttsvífandi strengir og til- komumiklar útsetningar. „The Everlasting“ og „My Little Emp- ire“ sýna enn fram á snilligáfu Bradfield en unnendur gömlu rokk- aranna Manics eru farnir að ókyrr- ast. ATVINNA mbl.is spilar frá miðnætti Hljómsveitin Miðnes Vesturgötu 2, sími 551 8900 HARMONIKUBALL „...hæ dúddelí dúddelí dæ.“ Dansinn dunar dátt í kvöld í ÁSGARÐI, Glæsibæ við Álfheima, frá kl. 22.00. Félagar úr Harmonikufélagi Reykjavíkur leika fyrir dansi. Ragnheiður Hauksdóttir syngur. Allir velkomnir, ungir sem aldnir.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.