Morgunblaðið - 29.03.2001, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 29.03.2001, Qupperneq 6
FRÉTTIR 6 FIMMTUDAGUR 29. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ ÞESSI möstur sem gnæfa yfir hæstu tré í fjöskyldugarðinum í Laugardal eru hluti af sjóræn- ingjaskipi sem þar er að rísa. Sex manns vinna nú hörðum höndum að því að smíða skipið en það er meðal nýjunga sem áætlað er að taka í notkun þegar garðurinn verður opnaður fyrir sumarið þann 15. maí næstkomandi. Dugg- an er ekki af verri gerðinni og geta „sjóræningjar“ á öllum aldri skemmt sér í sérstökum renni- brautum og göngum sem munu liggja þvert og endilangt um fleyið. Þá verður sérstakur land- gangur fyrir hjólastóla svo allir geti tekið þátt í fjörinu. Morgunblaðið/Árni Sæberg Sjóræningjar í Laugardalnum UM 0,6% Íslendinga á aldrinum 16 til 75 ára, eða um 1.700 manns, eru haldnir spilafíkn að því er fram kemur í rannsókn sem fyrirtækið Íslenskir söfnunarkassar stóð fyrir og framkvæmd var í lok síðasta árs. Að sögn sögn Sigrúnar Árna- dóttur, stjórnarformanns Ís- lenskra söfnunarkassa, er þetta hlutfall mun lægra heldur en búist hafði verið við, en til samanburðar eru um 0,8% Bandaríkjamanna haldnir spilafíkn. „Þetta er í fyrsta skipti sem svona rannsókn fer fram en okkur þótti orðið tímabært að afla hald- bærra upplýsinga um það hvernig þessi markaður er,“ sagði Sigrún. „Ekki síst vegna þess að það hefur verið slegið upp ýmsum tölum um fjölda spilafíkla án þess að það hafi nokkurn tímann legið fyrir ein- hverjar rannsóknir á þessu sviði, menn hafa jafnvel talað um að 15.000 Íslendingar væru haldnir spilafíkn.“ Um 63% hafa spilað í spilakössum Fyrirtækið Íslenskir söfnunar- kassar, sem stofnað var árið 1994 um rekstur söfnunarkassa Rauða Kross Íslands, SÁÁ og Slysavarn- arfélagsins Landsbjargar, stóð fyrir rannsókninni, eins og áður sagði. Í rannsókninni var hins veg- ar ekki gerður greinarmunur á spilakössum Íslenskra söfnunar- kassa og Háskóla Íslands. Rannsóknin, sem framkvæmd var í október og nóvember á síð- asta ári, byggist á sams konar rannsókn sem bandarísk yfirvöld létu gera árið 1998. Markmiðið var að rannsaka umfang og áhættu- hegðun tengda ýmsum leikjum þar sem spilað er með peninga. Með rannsókninni var reynt að fá heild- stæða mynd af spilahegðun Íslend- inga, sem og að skoða viðhorf þeirra til löglegra happdrætta og mæla útbreiðslu spilafíknar. Rannsóknin, sem var símakönn- un, var framkvæmd af Gallup og unnin undir stjórn Dr. Stowe Shoemaker sem er aðstoðarpró- fessor við Háskólann í Las Vegas. Úrtakið var 1.500 manns á aldr- inum 16 til 75 ára og var svarhlut- fallið 70,5%. Könnunin sýndi að um 63% Ís- lendinga hafa einhvern tíma spilað í spilakössum. Sigrún sagði að því hefði gjarnan verið haldið fram að þeir sem spiluðu væru með lágar meðaltekjur en að könnunin hefði sýnt að það væri ekki rétt því Íslenskir söfnunarkassar kynna rannsókn á spilahegðun Um 1.700 Íslending- ar haldnir spilafíkn                                                   !   "  #$ %  $         $  "  #$ %  !      &    &     meðaltekjur þeirra væru um 150 þúsund krónur. Könnunin leiddi í ljós að flestir svarenda höfðu tekið þátt í Lottói eða um 89,4% Íslend- inga og næstflestir höfðu spilað í spilakössum eða 63% eins og áður sagði. Þá höfðu um 29,5% tekið þátt í Íslenskum getraunum eða Lengjunni, 17,9% höfðu spilað í bingói, 14,3% í leikjaveðmálum en undir þann flokk falla einkaveðmál eða peningaspil meðal kunningja og 0,5% höfðu tekið þátt leikjum á Netinu. Aldurstakmark verður hækkað í 18 ár Sigrún sagði að þótt næstflestir hefðu einhvern tímann spilað í spilakössum hefði fólk að meðaltali tapað minnst í þeim síðast þegar það hefði tekið þátt eða um 287 krónum. „Við áttum satt að segja von á því að þessi tala væri hærri miðað við þá umræðu sem hefur verið í gangi.“ Sigrún sagði að þegar aðrar teg- undir happdrætta eða leikja væru skoðaðar kæmi ljós að fólk tapaði mestu í leikjum á Netinu og í leikjaveðmálum, eða rúmlega 1.700 krónum. Sigrún sagði ánægjulegt að sjá að níu af hverjum 10 Íslendingum eru jákvæðir eða mjög jákvæðir gagnvart því að ágóði af löglegum happdrættum renni til góðgerða- stofnana. Þá sagði hún að um helmingur teldi að lögleg happ- drætti hefðu góð áhrif á íslenskt samfélag . Um 24% teldu þau hafa slæm áhrif og um 27 sögðu þau hvorki hafa góð né slæm áhrif. Til þess að greina áráttukennda spilahegðun og spilafíkn var not- aðar sérstakur greiningarstaðall sem að sögn Sigrúnar er viður- kenndur af geðlæknum og sálfræð- ingum. Samkvæmt staðlinum er fólk greint í fjóra flokka. Í fyrsta lagi þá sem eru í lágmarksáhættu sem voru 91% Íslendinga. Í öðru lagi þá sem er hætt við áráttu sem voru 7,7%, í þriðja lagi þá sem haldnir eru spilaáráttu sem voru 0,7% og í fjórða lagi þá sem haldn- ir eru spilafíkn sem voru 0,6% Ís- lendinga, eins og áður sagði. Samkvæmt rannsókninni eru 8,5% þeirra sem stunduðu einka- leiki og leikjaveðmál á síðasta ári haldnir spilafíkn. Sambærileg tala fyrir bingó er 4,5%, Íslenskar get- raunir/Lengjuna 3,9%, þá sem spiluðu í spilakössum 2,2% og þá sem keyptu Lottó 1%. Magnús Snæbjörnsson, fram- kvæmdastjóri Íslenskra söfnunar- kassa, sagði að út frá rannsókninni hefði verið mótuð stefna í ábyrg- um spilarekstri í þeim tilgangi að hindra enn frekar slæmar afleið- ingar spilunar. Hann sagði að ákveðið hefði verið að hækka ald- urstakmark úr 16 árum í 18, opna hjálparlínu fyrir þá sem telja sig eiga við áráttukennda spilahegðun að stríða og gefa út bæklinga sem verða til staðar við spilakassana. BJÖRGUNARSVEITIN á Höfn í Hornafirði var kalluð til aðstoðar níu manns á tveim jeppum á Vatnajökli á þriðjudagskvöld. Þar voru á ferð þrír Íslendingar með sex þýska ferðamenn á vegum ferðaskrifstofunnar Katla Travel. Ferðalangarnir hringdu í lög- regluna á Höfn um klukkan 17 á þriðjudag þegar jepparnir voru orðnir eldsneytislitlir, en þá voru þeir staddir nokkra km ofan við þjónustumiðstöðina Jöklasel, við rætur Skálafellsjökuls í austan- verðum Vatnajökli. Lögreglan gerði björgunarsveitinni viðvart, sem brást við með því að koma til þeirra eldsneyti og ryðja leiðina frá Jöklaseli niður á þjóðveg, 16 km kafla, með jarðýtu. Veður var gott á þessum slóðum að sögn björgunarmanna en kafdjúpur snjór hafði tafið för fólksins meir en búist var við með þeim afleið- ingum að mjög gekk á eldsneyt- isbirgðirnar. Fólkið komst síðan í Freysnes um klukkan 4 aðfaranótt miðvikudags og gisti þar. Hættu við för vegna stormviðvörunar Ferð fólksins hófst í Reykjavík á föstudag og var ferðinni heitið til Egilsstaða með viðkomu á nokkr- um stöðum á hálendinu. Fólkið var á leið inn að Snæfelli frá Gríms- vötnum þegar stormviðvörun var gefin út á þriðjudag og hætti það þá við för sína í Snæfell og ákvað að halda suður eftir jökli að Jökla- seli. „Við áttum að vera stödd í Snæfelli þegar stormurinn kæmi en vildum ekki hætta á að verða veðurteppt þar og ákváðum því að snúa við út af slæmri spá og þungu færi. Við töldum víst að við myndum lenda í skárra færi þegar sunnar drægi en sú varð ekki reyndin,“ sagði Hlynur Lárusson bifreiðastjóri. Að sögn hans var enginn í hættu og ennfremur stöðvuðust jepparnir aldrei, hvorki vegna veðurs, færis né eldsneytisleysis, en ljóst var að vegna þungs færis myndi elds- neytið ekki duga alla leið og því var þörf á aðstoð. Jeppamönnum var hjálpað á Vatnajökli ELDUR kviknaði í Antoni GK-58, sem er 12 tonna plastbátur, þar sem hann lá við bryggju í Grindavíkur- höfn í gærmorgun. Að sögn lögreglukom eldurinn upp í stýrishúsi og skemmdist bát- urinn töluvert í eldinum. Tilkynning barst um eldinn laust fyrir klukkan hálfsex en Slökkviliðið í Grindavík lauk slökkvistörfum um klukkan hálfsjö. Báturinn var mannlaus þeg- ar eldurinn kom upp. Eldur í báti í Grindavíkurhöfn
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.